Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 5
_______________________/ FRETTASKYRING M ^ Þór Indridason Ríkisstjórnin Hugmyndir um aðild Borgaraflokksins Annaðhvort Framsókn eða kratar út í kuldann. Hvorttveggja getur gengið. Naumt íefrideild ef Framsókn fer út. Þreifingar hjá bakvarðasveitum stjórnarflokkana Verða þeir Albert og Júlíus komnir í ráðherraembætti áður en sumarið verður á enda? Vegna hins alvarlega ástands sem er að skapast innan stjórn- arflokkana í ríkisstjórnarsam- starflnu eru bakvarðasveitir þess- ara flokka þegar byrjaðar að hugleiða nýskipan ríkisstjórnar og með hvaða hætti hún gæti orð- ið nú á miðju kjörtímabilinu. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans eru þessi mál öll enn á frum- stigi en til að byrja með er einblínt á Borgaraflokkinn sem þriðja að- ila, annaðhvort í staðinn fyrir Framsókn eða Alþýðuflokkinn og er sennilegra að Framsókn víki enda hafa þeir nú ákveðið að taka aðild sína að stjórninni til alvar- legrar endurskoðunar samanber miðstjórnarfundarboð þeirra þann 23. apríl. Ljóst er að strax í vor eða snemma sumars verður að grípa til viðamikilla efnahagsaðgerða ef rétta á við þá slagsíðu sem orð- in er á þjóðarskútunni, viðskipta- hallinn fer nú að nálgast stjarn- fræðilegar upphæðir og slíkt fer brátt að hafa áhrif á lánstraust okkar erlendis. Búast má við að mjög skiptar skoðanir verði um það með hvaða hætti þessar að- gerðir eiga að vera og þreifingar bakvarðasveitanna sýna að menn eiga allt eins von á að þetta verði skerið sem núverandi stjórnar- samstarf strandar á. Einn af þeim Borgaraflokks- mönnum sem Þjóðviljinn ræddi við segir að enn sem komið er hafi ekkert bitastætt komið út úr þessum hugmyndum, heldur mætti líta á þetta sem svo að menn vilji vera undirbúnir undir að allt spryngi í loft upp í sumar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans mun vera áhugi á því með- al þingmanna Framsóknar og sumra landsbyggðarþingmanna Sjálfstæðisflokksins að losna við Alþýðuflokkinn úr stjórninni enda er mikil óánægja meðal þeirra með byggðastefnu þessar- ar stjórnar og hafa þeir í sífellt auknum mæli mátt hlusta á neyðaróp kjósenda sinna um að allt sé að fara í kalda kol í at- vinnumálum á landsbyggðinni meðan að ekkert lát er á upp- ganginum og þenslunni á þéttbýl- issvæðunum. „Þótt menn séu mikið að spá í þessi mál tel ég að ástandið, og þá sérstaklega í efnahagsmálum, sé það viðkvæmt að menn hafi ekki áhuga á að róta mikið til í stjórn- arsamstarfinu," segir einn af á- hrifamönnum Sjálfstæðisflokks- ins og hann bætir því við að sitt mat sé að meiri áhugi sé á þvf innan Sjálfstæðisflokksins að losna við Framsókn en Alþýðufl- okkinn, bæði vegna hins góða samstarfs Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, og hins að margir sjálfstæðis- menn eru orðnir mjög argir út í Steingrím Hermannsson og utan- ríkismálastefnu hans. Annað sem margir sjálfstæðis- menn sjá sem jákvæðan punkt í að fá Borgaraflokkinn inn í stjórnina er að slíkt gæti orðið góður taktískur leikur í að fá þá aftur í sinn faðm og endurheimta þannig fylgistap sitt frá síðustu kosningum. Ef litið er til þingmeirihlutans sem Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- flokkur og Borgaraflokkur hafa er ljóst að hann er naumur, eink- um í efrideild þar sem þessir þrír flokkar skipa 11 sæti af 21 og þar að auki er að finna hið eilífa spurningamerki í íslenskri pólitík sem er Karvel Pálmason. Hvað neðrideild varðar hafa þeir þar einnig aðeins eins atkvæðismeiri- hluta, en þar er það spurning hvort Stefán Valgeirsson væri ekki tilkippilegur því vitað er að hann er jákvæður gagnvart sam- starfi við Borgaraflokksmenn sem m.a. stuðluðu að því að hann fékk sæti hjá Byggðastofnun. Eins og að framan greinir eru þetta enn sem komið er vanga- veltur meðal bakvarðasveita stjórnarflokkana og hefur ekkert verið rætt innan herbúða toppana þar, enda slíkt eðlilegur gangur á vangaveltum sem þessum. Það er ekki fyrr en menn fara að finna • ákveðna fleti á samstarfi sem um- ræðurnar komast á efri stig en ef heldur sem horfir getur það orðið fyrr en seinna. -FRI VIÐHORF Glæpur og refsing Gestur Guðmundsson skrifar Engin kvikmynd hefur fengið betri aðsókn mánuði en Hættuleg kynni, sem sýnd hefur verið í Háskólabíói og Regnboganum. Hún segir frá snotrum miðstétt- arhjónum með eitt barn; eigin- maðurinn heldur fram hjá, og þá vill ekki betur til en viðhaldið verður tryllt af þrá í eiginmann- inn, með skelfilegum afleiðing- um. Ég hef yfirleitt gaman af metaðsóknarmyndum, en nú brá svo við að mér leiddist heldur á bíó. Til þess að svona tryllir nái tilætluðum árangri þarf maður að fá samúð með einhverri sögu- persónu, en hér var eiginkonan svo dauðyflisleg að hún átti það skilið að maðurinn héldi fram hjá henni, eiginmaðurinn svo ó- merkilegur pappír að hann átti skilið að fá á baukinn fyrir fram- hjáhaldið, en viðhaldið var bein- línis fráhrindandi í sívaxandi taugaveiklun sinni. Það kemur líka í ljós að myndin á vinsældir sínar ekki að þakka vöruvöndun, heldur því að boð- skapur hennar fellur vel í kramið. Hver sem spurður er á götu úti svarar að bragði: „Þessi mynd er svo góð vegna þess að hún sýnir það að framhjáhald borgar sig ekki.“ Einn af þeim sem svöruðu dagblöðunum svona greindar- lega var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og hann bætti því við að hann vissi ekki af neinum framhjáhöldum í sínum kunningjahóp. Þá er ég viss um að þjóðinni hefur létt. Lýðræðið í landinu er mun öruggara í sessi ef maður á ekki von á því að for- ystumenn ungra sjálfstæðis- manna verði ofsóttir af brjáluð- um aðstoðarritstjórum. Einhvern tfmann í myrkrinu í Háskólabíó, þegar Michael Douglas í gervi unga lögfræðings- ins var að reyna að hrista af sér brjáluðu blaðakonuna og bjarga litlu kjarnafjölskyldunni sinni frá glötun, rifjaðist upp fyrir mér myndin The Arrangement, sem faðir Michael, Kirk gamli Doug- las, lék í fyrir um tuttugu árum. Þar lék Kirk miðaldra bísness- mann í þreyttu og dauðu hjóna- bandi. Hann hljópst á brott og endaði á því að lifa fábreyttu lífi með ungri hippastelpu. Sú mynd var ein af nokkrum Hollywood- útgáfum á siðgæðisbyltingu þeirra ára. Á áttunda áratugnum tók Hollywood þátt í nýrri bylgju, og nú var fjallað um vandamál einstæðs miðstéttar- fólks á fertugsaldri; stundum to- og fyrir aldarfjórðungi, er kjarni þess annar. Siðgæðisbyltingunni mistókst aðeins að hluta til; henni tókst ágætlega að rífa niður en átti erfiðara með að finna eitthvað haldgott í staðinn. Upp- lausn hjónabandsins og frelsi í kynlífi varð að einmanaleika og frelsi markaðarins. Fólk sem hrærist allan vinnudaginn í grimmum frumskógi atvinnulífs- ins, kærir sig ekki um að eyða breyttust forsendur fjölskyldu- gerðarinnar verulega. Það var ekki lengur sama efnahagslega og félagslega nauðsynin á því að stofna fjölskyldu, og æ fleiri forð- uðust það eða drógu, en ráku sig þá á tilfinningaleg vandamál ein- verunnar. Siðgæði kynlífs og hjónabands hefur síðustu árin einkennst af afturhvarfi til einkvænis. Þetta er oft rakið til sjúkdómsins eyðni, „Hjónabandið á sér ekki lengur jafn- traustar rœtur í efnahagslegri nauðsyn, óumdeildri hefð og ótvírœðu siðgœði. Hins vegar hefurþað aukna þýðingu fyrir tilfinningalega velferð einstakling- anna; menn gera auknar kröfur til hjónabandsins áþvísviði, ánþess að samfélagsþróunin skjóti nýjum efna- hagslegum eðafélagslegum stoðum undir hjónabandið. “ gaði ástin sterkt en reyndist villu- ljós, stundum lentu einstæðing- arnir á brjáluðum bólfélögum, og öll voru vandamálin rædd á skokktúrum, hjá sálfræðingum eða yfir góðu hvítvínsglasi. Nú er kynlífssiðgæðið sem sé komið í hring. Hringnum lokar Michael Douglas með því að boða sama siðgæði í hjónabands- málum og faðir hans var að gera uppreisn gegn. Þá hljóta menn að spyrja sig: Er allt eins og það var fyrir rúmum tuttugu árum, og sú siðgæðisbylting sem varð í milli- tíðinni orðin afturreka? Ég held að þetta sé ekki svo einfalt. Hjólum sögunnar verður ekki einfaldlega snúið við. Sú sið- gæðisbylting, sem varð á 7. og 8. áratugnum, hefur í vissum skiln- ingi runnið út í sandinn - en ein- ungis í vissum skilningi. Þótt ytra borð siðgæðisins sé svipað í dag kvöldum og helgum í jafn grimmum frumskógi kjötmark- aðarins, heldur leitar að and- stæðu hans, tryggð og ást. Það siðgæði, sem menningar- bylting síðustu áratuga reif niður, stóð hins vegar á nokkuð öðrum grunni. Þótt hjónabandið hafi löngum verið skreytt rómantík, byggði það á all órómantískum grunni. Það var samningur um ákveðna verkaskiptingu kynj- anna og einkum um framfærslu- öryggi barnanna og eiginkonunn- ar, sem dró sig út af vinnumark- aðnum til að annast þau. Það byggði á ævafornu fjölskyldu- mynstri, sem kennt var við feðra- veldi og hafði aðlagað sig kapítal- ískum framleiðsluháttum. Þegar konur sóttu út á vinnu- markað, heimilisstörfin urðu létt- ari og ríkisvaldið tók á sig stærri hluta af uppeldi barnanna, en sú skýring er of yfirborðsleg - það er jú hægt að vera fjöllyndur ef menn stunda „öruggt kynlíf". Meginskýringin er sú, að menn leita að tilfinningalegu öryggi í föstum samböndum. Hjónabandið á ekki lengur jafn traustar rætur í efnahagslegri nauðsyn, óumdeildri hefð og ótvíræðu siðgæði. Hins vegar hef- ur það aukna þýðingu fyrir til- finningalega velferð einstakling- anna; menn gera auknar kröfur til hjónabandsins á því sviði, án þess að samfélagsþróunin skjóti nýjum efnahagslegum eða félags- legum stoðum undir hjónaband- ið. Fjölskyldan hefur því ekki orðið þýðingarminni stofnun í samfélaginu, en hins vegar mun viðkvæmari. íhaldsöfl samfélagsins hafa fagnað auknu gengi hjónabands- ins og leitast við að gefa því áferð afturhvarfs til fornra dyggða. Eftir upplausn síðustu áratuga hefur mannlíf sótt aftur til hefð- bundins fjölskyldulífs og ásóknar í starfsframa og stöðutákn, en fhaldsöflin horfa fram hjá þeirri staðreynd að hreyfiafl þessarar ásóknar er annað en fyrr - að þar er fyrst og fremst um að ræða leit að tilfinningalegu öryggi og stöðugleika. Meðal þess sem nútíminn hef- ur fært okkur er vitneskja um stöðugt fleiri valkosti í lífshátt- um. Við getum tileinkað okkur þætti úr lífsháttum framandi þjóða, og ekki er lengur sama gjá á milli lífernis einstakra stétta og minnihlutahópa í sama samfé- lagi. Allir þessir valkostir opnast okkur á sama tíma og við tökum þátt í því að festa mannlífið á ný í fastari skorður en það hafði um sinn. Þessi mótsögn leiðir af sér ákveðna spennu í lífi nútíma- fólks. Auglýsingamenn eru oft næmir á strauma samtímans, enda er það auglýsingamaður sem gerði myndina Hættuleg kynni og reyndar hafði gert áður aðsóknarmyndina 9V2 vika. í báðum myndum eru sýndir hinir forboðnu ávextir öðru vísi lifnað- arhátta, en söguhetjunum er refs- að fyrir að fá sér bita af þeim. í 9 ‘/2 viku fór reyndar mest fyrir forboðnu ávöxtunum, en refsing- in fyllir Hættuleg kynni að mestu leyti. Báðar myndirnar bjóða upp á ákveðna hreinsun. Það er ætlast til þess að við hrífumst með í hinum forboðna leik og tökum síðan út refsinguna með sögu- hetjunum. Eftir að hafa sært djöflana þannig úr hjarta okkar getum við gengið á ný út í hvers- dagsleikann og sagt með for- manni SUS, að ekkert slíkt gerist í okkar kunningjahópi. Gestur Guðmundsson er félags- fræðingur og vinnur við ritstörf. Hann skrifar um þessar mundir viðhorfsgreinar í Þjóðviljann á hverjum þriðjudegi. Þriðjudagur 12. apríl 1988 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.