Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 10
Reynsla af bjórkrá Frændi minn einn ágætur, - og okkar Sverris Stormskers og Jóhann- esar seðlabankastjóra, - brá sér til Kanada um miðjan þriðja áratug yfir- standandi aldar. Mun hugmyndin einkum hafa verið sú, að heimsækja ættingja vestra, en þeirvoru þar allmargir. Ekki var meiningin að ílendast vestra en þó var svo sem engin sérstök ferðaáætlun ger. Svo er sagt, að enginn ráði sínum nætur- stað enda fór það svo, að áratugir liðu þar til Ameríkufarinn kom heim og þá til þess að dvelja síðustu árin á bernsku- og æskuslóðum. Þessi maður var Stefán Eiríksson frá Djúþadal í Skagafirði. Margt dreif á daga Stefáns þar vestra. Ferðaðist hann vítt og breitt um Kanada, einkum þó um norður- slóðir. Hann tók þátt í lífshættulegum leiðangri norður að Hudsonflóa og vann þar um hríð, m.a. með eskimóum og indíánum. Var öll sú för hin ævintýralegasta. Um hríð vann hann við námugröft. Sprenging varð í námunni. Rifnaði þá annað eyrað af Stefáni og annað augað skemmdist svo, að það varð að fjarlægja. í stað- inn fékk Stefán eyra úr plasti og auga úr gleri. Var hvorutveggja svo vel gert að staka eftirtekt þyrfti til þess að sjá þar nokkra missmíði á. Þegar Stefán hafði jafnað sig eftir slysið gerðist hann vegaeftirlitsmað- ur hjá Kanadastjórn. Síðan lærði hann rakaraiðn, sem hann stundaði alllengi. Hér skulu ekki frekar talin upp þau margháttuðu störf, sem Stef- án stundaði þá áratugi, sem hann dvaldi í Vesturheimi, en einu skal þó bætt við, og ekki að tilefnislausu. Hann var um alllangt skeið af- greiðslumaður í bjórkrá. Það sagði hann hafa verið reynsluríkan tíma. Aðsókn að kránni var raunar alla daga mikil, sagði hann. En þó tók steininn úrá laugardagskvöldum. Þá þyrptust verkamennirnir í krána á leiðinni heim til sín og sötruðu bjórinn fram að iokunartíma, en það voru einkum verkamenn, sem sóttu þessa krá. „Fína“ fólkið var fremur annars- staðar. Síðan var drykkjunni gjarnan haldið áfram daginn eftir. - Það var áreiðanlega drjúgur hluti af launum verkamannsins, sem aldrei komst nema í krána. Ég er eng- inn bindindismaður eins og þú veist en mér rann þetta til rifja af því aö ég þekkti suma þessa menn og vissi að þeir börðust í bökkum með að fram- fleyta fjölskyldum sínum. - Ég skal segja þér það frændi, að reynsla mín af bjórnum er sú, að við megum þakka fyrir að hafa hann hér ekki. Hann er viðsjáll drykkur. Þetta varnúþá. -mhg. í dag er 12. apríl, þriðjudagur í 25. viku vetrar, 22. dagureinmánaðar. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 6.06 en sólsetur er kl. 20.53. Atburðir: Fjöldamorð framin á kommúnist- um í Shanghai 1927, undir stjórn Shang-Kai-Sheks. Þjóðviljinn fyrir50árum: Aukið f ramlag til atvinnubóta og verklegra f ramkvæmda. Breytingatillögur þingmanna Kommúnistaflokksins við fjár- lagafrumvarpið. - Daladier hefur myndað nýja stjórn í Frakklandi. Verkalýðurinnsvararstjórn hans með verkföllum. Bonnetog Marchandeau með þýðingar- mestu embættin. - Þjóðarat- kvæðisskrípaleikur Hitlers. - Kfn- verjar vongóðir um að ná Nank- ing og Hangchow úr höndum Japana. - Klofningur Alþýðu- flokksins var undirbúinn í ágúst í sumar af hægri foringjum flokks- ins á sama tíma og þeir hófu sameiningarsamningana við Kommúnistaflokkinn (Brynjólfur Bjarnason). UM ÚTVARP & SJÓNVARP Síðdegistónlist Útvarp, rás 1 kl. 17,03 Það þarf naumast að minna á það að þátturinn „Tónlist á síð- degi“ er á dagskrá útvarpsins á sama tíma alla virka daga, klukk- utíma í senn. Að þessu sinni eru þrjú verk á dagskránni. Fyrst er það „Dardanus", svíta fyrir hljómsveit, eftir Jean-Philippe Rameau. Hljómsveit átjándu aldarinnar leikur ásamt Franz Bruggen. - t>á kemur danstónlist frá endurreisnartímanum. Ul- samer Collegium hópurinn flytur, Konrad Ragossnig stjórn- ar og leikur einleik á lútu. - Loks eru það Hirðsöngvar frá seinni hluta fimmtándu aldar. Kórinn „Gotnesku raddirnar“ syngur, Christopher Page stjórnar. - mhg Jón Axel á Stjörnunni Jón Axel Ólafsson hefur verið með fasta þætti á Stjörnunni frá því hún hóf útsendingar. Hann sér nú um Stjörnuútvarpið frá kl. 9-12 alla morgna. Rabbar við hlustendur, leikur allskonar tón- list, segir frá veðri og færð og er með getraunir og spurningaleiki. Hrinur Útvarp Rót kl. 20,30 Allt frá því að Útvarp Rót hóf útsendingar hefur tónlistarþátt- urinn „Hrinur" verið á dagskrá. Umsjónarmaður hans er Halldór Carlsson. Sérstaða þáttarins byggist ekki hvað síst á því að þar er flutt tónlist, sem annars skipar ekki mikið rúm í öðrum ljósvaka- fjölmiðlum. Má þar nefna þjóð- lagatónlist, elektrónískt punk, reggae, sýrurokk, hrátt rokk og elektrónískt pönk. Efalaust slæst þarna eitthvað fleira með, sem undirritaður kann ekki einu sinni að nefna. - Halldór hefur lagt það í vana sinn að fá til sín gesti, sem sjálfir eru gjarnan að fást við að semja tónlist. Eru þeir vísir til að hafa með sér hljómplötur, sem þeirleika. Stundum koma hljóm- veitir í heimsókn og er þai skemmst að minnast Daisy Hill. Inn á milli gefa menn sér svo tíma til að rabba saman. - mhg hf. Heimsveldi Sjónvarp kl. 22,00 í kvöld hefst í Sjónvarpinu kanadískur myndaflokkur í 6 þáttum. Nefnist hann hvorki meira né minna en Heimsveldi hf. Segir þar frá athafnamanni nokkrum, sem reynist vera af heldur slæmri tegund. Hann er ákveðinn í því að komast vel í álnir, veit að auðæfum fylgja áhrif og völd og er ekki vandur að meðulum til þess að koma fram áformum sínum. - Sagan af þess- um óprúttna fjáraflamanni hefst árið 1929 í byrjun heimskrepp- unnar miklu, sem engin vissi hvaðan kom né hvert fór, eins og sagt var á sinni tíð. Við fylgjumst síðan með honum og „fami- líunni“ allt til ársins 1960. Þá hef- ur kauða tekist að koma þokka- lega undir sig fótunum og rekur nú meiriháttar fjölskyldufyrir- tæki. Sem sagt: lífsbaráttan hefur borið bærilegan árangur. - mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.