Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 13
Palestína ERLENDAR FRETTIR^. Átta reknir í útlegð Að minnsta kosti einn Palestínumaður varskotinn til bana ígær. Lögmenn mótmœla fangelsun kollega sinna og ömurlegum aðbúnaði palestínskra fanga r Atta Palestínumenn sem ísra- elskir valdahafar fluttu nauðuga frá herteknu svæðunum til Líbanon í gærmorgun komu til búða Drúsa í Bekaadal í gær- kvöldi. Höfðu þeir verið fluttir með herþyrlum að „öryggissvæð- inu“ milii Israels og Líbanons en þaðan ferðuðust þeir með lang- ferðabílum til Bekaa. ísraelskir ráðamenn segja brottrekstur átt- menninganna frá heimahögum aðeins forsmekk þess er koma skuli. Að minnsta kosti tólf til við- bótar verði reknir og fluttir í út- legð á næstunni. I þeim hópi væru sex frá Beítabæ á vesturbakka Jórdanár. Væri verið að refsa þeim fyrir átökin sem leiddu til þess að gyðingastúlka var fyrir slysni skotin í höfuðið af trúbróð- ur sínum og landa. ísraelsmenn sögðust hafa skotið einn Palestínumann til bana og sært tvo eftir að í odda skarst við þorpið Kafr Rai á vest- urbakkanum. Heimildamenn af palestínsku bergi brotnir sögðu tvo hafa dáið í þessum átökum, einn samstundis en annan á sjúkrahúsi í Nablus skömmu síð- ar. Samkvæmt þessu hafa 137 einstaklingar fallið fyrir hendi ís- raelsmanna frá því uppreisnin hófst þann 9nda desember í fyrra, 136 Palestínumaður og ein gyð- ingastúlka. Palestínumenn hafa vegið einn ísraelskan hermann. Israelskir og palestínskir lög- fræðingar mótmæltu í gær ömur- legum aðbúnaði Palestínumanna í fangabúðum herraríkisins og fangelsun þriggja palestínskra lögfræðinga án dóms og laga. Lögfræðingarnir sögðu 3 þús- und Palestínumenn eiga illa vist í „Ansar 111“ búðunum í Negev eyðimörkinni. Vatn væri af mjög skornum skammti og salernisað- staða engin og því líklegt að far- sóttir breiddust út. Að auki fengju fangarnir ekki að hafa neitt samband við réttargæslu- menn. „Við verðum nú að taka ákvörðun um aðgerðir í réttar- kerfi þar sem lögmenn eru teknir höndum fyrir þær sakir einar að vera lögmenn. Þeir eru ekki bara lögfræðingar, þeir eru ennfremur Ung palestínsk kona gefur heiminum handan ísraelsks gaddavírs sigurmerki. fórnarlömb," sagði ísraelski lög- maðurinn Felicia Langer á fundi með fréttamönnum í gær. Og hún bætti við: „Við heitum á fólk um allan heim að láta sig mál palest- ínskra fanga varða því þeir eru varnarlausir með öllu.“ Reuter/-ks. Sovétríkin „Slátmm gullkálfinum!“ Hagfrœðingur sérfyrirfallperestrojkunnar verði ekki að gert og mælir lausnarorð í eyra valdsherranna Sovéski hagfræðingurinn Nik- olaí Shmelev segir líkur á því að perestrojka bóndans í Kreml fari út um þúfur verði ekki gripið til róttækra ráðstafana sem séu á skjön við allt sem sovétleiðtogar hafa talið hið eina rétta um hálfr- ar aldar skeið. Fylgi alþýðu manna við ný- sköpunina fari minnkandi, skrif- ar hagfræðingurinn í vikuritið Novy Mir, því hennar sjái hvergi stað í lífi fólks. Gegn þeirri ug- gvænlegu þróun verði að sporna án tafar. Greinarhöfundur bend- ir á tvennt sem verða megi til bóta. Ríkið selji bróðurpart gull- forða síns og verji andvirðinu til kaupa á neysluvöru vestan tjalds. Að auki verði búaliði falið að erja ríkisjarðir á eigin ábyrgð. Shmelev segir spyrnu skrifræð- isins mót perestrojkunni fara da- gvaxandi en afturhvarf frá henni jafngilda ákvörðun um að So- vétrfkin taki sér stöðu við hlið vanþróaðra ríkja þriðja heims- ins. „Þeirri staðreynd verður vart mælt í mót að perestrojkunni er bráð hætta búin verði okkur ekki fljótlega ágengt með áþreifan- legum hætti, þannig að almenn- ingur finni og sjái að okkur þoki áleiðis.“ Shmelev greinir frá því að fólk sé orðið óþolinmótt og sú saga gangi fjöllum hærra að fram- boð á matvöru sé minna nú en skömmu áður en Gorbatsjov hófst til valda árið 1985. Áður en hagfræðingurinn bendir á leið útúr ógöngum so- Amnesty International Fyrirspum veldur fjaðraffoki Margrét Thatcher bœtist í hóp valdamanna sem reyna að sá tortryggni í garð Amnesty International I' dí Amín kvartaði sáran undan samtökum þessum og sagði þau hafa „kúgað yfir 100 ríkisstjómir um allan heim“. Ajatollah Ru- hollah Khomeini er heldur ekki skemmt þegar talið berst að þessu „leiguþýi andskotans“. Höfuðból mannréttindasam- takanna Amnesty International er í Lundúnaborg. Það sýnir glögglega að félagar hafa ekki villst af leið að seggjum á borð við ofantalda skuli standa stuggur af starfi þeirra. Frá stofnun AI hafa hverskyns harðstjórar og vald- níðingar lagt sig í framkróka um að gera samtökin tortryggileg og iðulega valið þeim hin verstu hrakyrði. Breskir ráðamenn hafa nú bæst í þennan hóp. Þann þrítugasta fyrra mánaðar skrifuðu félagar AI Margréti Thatcher bréf. Létu þeir í Ijós áhyggjur vegna víga þriggja ÍRA skæruliða á Gíbraltar fyrr í mán- uðinum og kváðust hafa rök- studdan grun um að þremenning- arnir hefðu verið skotnir fyrir- varalaust af breskum leyniþjón- ustumönnum. Skæruliðarnir þrír hefðu hvorki verið varaðir við né hefði verið reynt að taka þá höndum. Amnesty færi því fram á ítarlega rannsókn málsins. Það var einsog við manninn mælt. Þingmenn og ráðherrar íhaldsflokksins, dyggilega studd- ir af gulu pressunni, brugðust ó- kvæða við og létu í ljós furðu og hneykslun á háttalagi samtaka „sem væru ábyrg að öðru leyti“. Thatcher sagðist vona að félagar Amnesty hefðu örlitla samúð með fórnarlömbum hinna írsku hermdarverkasamtaka. Fyrirsvarsmaður Amnesty, Richard Reoch frá Kanada, lét orð járnfrúarinnar sem vind um eyrun þjóta: „Þetta voru ekki hörð viðbrögð á okkar mæli- kvarða. f öllum málsmetandi dagblöðum birtust leiðarar um mál þetta sem vörðu rétt okkar til þess að spyrja þessara spurn- inga.“ Engu að síður hafa umræður spunnist út frá bréfaskrifum þess- um á Bretlandi. Verður mönnum tíðrætt um vanda samtaka sem jöfnum höndum gagnrýna ríkis- stjórnir fyrir mannréttindabrot og óska eftir samstarfi þeirra. Samtökin Amnesty Internatio- nal urðu til í maímánuði árið 1961 þegar breski lögfræðingurinn Peter Benenson ritaði pistil í eitt dagblaða Lundúnaborgar. Rit- smíðina nefndi hann „Gleymdu fangarnir“. Áður en árið var á enda hafði samtökunum bæst góður liðsauki í sjö Evrópuríkjum. Allir lögðust á eitt um að vinna að frelsun fanga víðsvegar um heiminn. Hafi einstaklingur verið lokaður á bak við lás og slá fyrir þær sakir einar að skoðanir hans eða trúar- brögð eru valdsherrum á móti skapi og hafi hann ekki unnið nein ofbeldisverk lætur Amnesty International mál hans til sín taka. Samtökin fengu friðarverð- laun Nóbels árið 1977 og státa af 700 þúsund féiögum sem dreifðir eru um öll byggð ból. Maður er nefndur Sean Stiles, Suður-Afríkubúi sem um langt árabil hefur verið virkur í starfi Amnesty. Hann sagði viðbrögð ráðamanna og æsiblaða á Bret- landi við bréfi samtakanna vegna Gíbraltarvíganna stafa af van- þekkingu og skilningsleysi á starfi þeirra. „Það var ekki hægt að koma mönnum í skilning um að þótt við fettum fingur útí gjörðir annars aðilans þá styddum við ekki hinn. Við höfum enga mótaða stefnu um írska lýðveldisherinn fremur en önnur ámóta samtök. Það er einfaldlega utan okkar sviðs. Við skiptum við ríkisstjórnir. Aðeins ríkisstjórnir bera ábyrgð á því að mannréttindi séu haldin í heiðri.“ Reuter/-ks. vésks Iandbúnaðar reifar hann sjúkdómsgreiningu sína og niður- staðan er sú að losa verði hálfrar aldar heljartak miðstjórnarinnar á ríkisbúgörðum. Jarðir þeirra verði leigðar fjölskyldum og af- skipti skrifræðisins afnumin með öllu. Shmelev fullyrðir að gremja fólks stafi ekki aðeins af fábreytni og skorti matvæla heldur og af snautlegu framboði á annarskon- ar neysluvöru. Til þess að vinna hylli þess verði ráðamenn að slátra gullkálfinum. Halda vestur á bóginn með gjaldeyri sinn og rauðagull og kaupa við því varn- ing margvíslegan til sölu á heimamarkaði. Hagfræðingurinn segir tvennt mæla eindregið með þessu. Ann- arsvegar þær vinsældir sem þetta myndi skapa perestrojkunni á ný, loks verði hægt að festa hendur á henni! Hinsvegar myndu tekjur af sölu hinnar vestrænu neyslu- vöru renna beint í ríkissjóð og fylla sekkina sem legið hafa tómir frá því Gorbatsjov hóf herferð sína gegn áfengisdrykkju. Shmel- ev vill raunar auka áfengissölu ríkisins á nýjan leik, ekkert hafi dregið úr drykkju í Sovétríkjun- um en hinsvegar hirði bruggara- lýður féð sem áður rann í ríkis- fjárhirsluna. Reuter/-ks. Lækningastofa Hef flutt lækningastofu mína frá Bjargi í Kaupang við Mýrarveg, Akureyri. Upplýsingar og viðtals- beiðnir í síma 21355 frá kl. 14.00 til 16.00. Þorkell Guðbrandsson, dr. med. Sérgrein: Lyflækningar og hjartasjúkdómar Steinullarverksmiðjan hf. aðalfundur Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki þriðjudag- inn 19. apríl kl. 17.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ÚTUTSTEIKNARI Þjóðviljinn vill ráða útlitsteiknara. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. Þjóðviljinn, Síðumúla 6, s. 681333. Þri&judagur 12. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.