Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 1
/ ÍÞRÓTTIR Valur lagði Njarðvíkinga að velli í Hlíðarenda á laugardag- inn 88-78 og þarf því 3. leik Tómas og Helgi berjast um boltann undirkörfunni á laugardaginn. Það verður líklega hörkuslagur á miðvikudaginn þegar liðin mætast í Njarð- vík til að spila um réttinn til úrslita. Það var algert jafnræði með liðunum framan af, en þegar ísak Tómasson lenti í villuvandræðum seint í síðari hálfleik fór að halla á Njarðvíkinga. í síðari hálfleik átti síðan Tómas Holton stórleik og Valur vann örugglega. Njarðvík byrjaði betur og var vörnin einstaklega sterk. Vals- vörnin var aftur á móti hriplek á stundum og fékk Helgi Rafnsson boltann hvað eftir annað frír undir körfunni en það var ekki fyrr en Þorvaldur Geirsson kom inná hjá Val að þeim tókst að stoppa Helga af. Njarðvíkingar áttu hins vegar í vandræðum með að hitta ofan í körfuna. Jafnt var á flestum tölum og var munurinn mest 5 stig Njarðvík í vil. Þegar 2 mínútur voru til leikhlés og stað- an 35-35 fékk ísak Tómasson sína 4. villu og fór útaf. Við það riðl- aðist sókn Suðurnesjamanna og Valur náði yfirhöndinni 43-38 en Sturlu Örlygssyni tókst að minnka muninn rétt fyrir leikhlé í 43-41. Njarðvíkingar mættu mjög á- kveðnir til síðari hálfleiks, en Valur tók fljótlega að svara í sömu mynt. Tómas Holton tók heldur betur við sér en andstæð- ingarnir létu mótlætið fara heldur í skapið á sér þegar Valur náði að komast í 9 stiga forskot 63-54. Njarðvíkingar brugðu þá á það ráð að setja ísak inná en Valur náði enn að breikka bilið í 67-54. Úrslitin voru eftir það nokkuð ör- ugg, Valsmenn börðust af fullum krafti en Njarðvíkingar létu það fara í skapið á sér sem kom niður á spilinu. ísak fékk sína 5. villu og Valur komst í 15 stiga forskot 84- 69 en fóru þá að slaka á svo að Njarðvíkingar minnkuðu muninn stöðugt þar til leikurinn var úti 88-78. Valsmenn voru mjög sprækir. Tómas nokkuð góður í fyrri hálf- leik en átti mjög góðan leik í þeim síðari. Leifur var duglegur undir körfunni sem og annars staðar. Þorvaldur tók Helga úr umferð sem hafði verið mjög hættulegur undir körfu Vals. Svali var einnig í góðu formi ásamt Birni og Torfa. Hjá Njarðvíkingum var Teitur mjög góður og átti góðar sendingar inná Helga sem var góður undir körfunni þar til Þor- valdur Valsmaður kom til, en þá sást minna til hans. Valur var sæmilegur en með afbrigðum skotglaður og hittnin ekki í sam- ræmi við það. ísak var lykilmað- urinn í spilinu og þegar hans naut ekki við vantaði greinilega góðan stjórnanda úti á velli. Sturla og Hreiðar voru sæmilegir en minna sást til Árna og Friðriks. Dómar- ar voru Sigurður Valgeirsson og Ómar Scheving og dæmdu nokk- uð vel. Þriðji leikur Þar sem Keflvíkingar unnu Valsmenn í Keflavík kemur til 3. leiks milli liðanna. Sá leikur verð- ur í Keflavík annað kvöld, mið- vikudagskvöld, klukkan 20.00. Valur Ingimundarson: „Við voru slappir. Það er alveg á hreinu að við verðum að mæta með öðru hugarfari í næsta leik.“ Torfi Magnússon: „Vörnin small saman og sóknin var betri en í síðasta leik. Við höfum ágæta möguleika í síðari leiknum, ég held að líkurnar séu 50-50. Þar sem okkur hefur ekki gengið sem best gegn ÍBK vona ég að við fáum Haukana í úrslit ef við náum þangað.“ Hlíðarendi 9. apríl Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar Valur-UMFN 88-78 (43-41) Stig Vals: Tómas Holton 26, Svali Björg- vinsson 12, LeifurGústafsson 12, Þorvald- ur Geirsson 12, Einar Ólafsson 10, Torfi Magnússon 7, Björn Zoega 7, Jóhann Bjarnason 2. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 24, Helgi Rafnsson 18, Teitur Örlygsson 13, Sturla Örlygsson 10, Isak Tómasson 5, Hreiðar Hreiðarsson 4, Friðrik Rúnarsson 2, Árni Lárusson 2. Dómarar: Sigurður Valgeirsson og Ómar Scheving voru nokkuð góðir. -ste I kvöld Karfa Keflavík kl.20.00 ÍBK og Haukar í úrslitakeppni úrvals- deildarinnar og þar sem þetta er 3. leikur liðanna fer það lið sem vinnur I úrslit. Fótbolti Gervigras kl.20.30 KR-Fram í Reykjavíkurmótinu. Karfa Tómas með stórleik Fótbolti Fylkir og ÍR efstir Tveir leikir voru í Reykjavík- urmótinu um helgina. Fylkir sigr- aði Leikni 4-0 og gerði Baldur Bjarnason 2 en Sigurður Sveinbjörnsson og Ólafur Magnússon 1 hvor. IR vann Ár- mann á sunnudaginn 3-1 með mörkum Einars Olafssonar og Braga Björnssonar en Arnar Laufdal gerði mark Ármenninga. Sigurliðin nældu sér þar með í kærkomin aukastig sem nægði þeim í efstu sætin í hvoru riðli. Staðan í A riðli Fylkir...........2 110 5-14 Þróttur..........3 1 1 15-2 4 Valur............2 2 0 0 2-0 4 Víkingur.........2 0 1 1 1-2 1 Leiknir..........3 0 1 2 1-91 Staðan í B riðli ÍR...............2 10 14-33 KR...............1 1 0 0 2-0 2 Fram............. 1 1 0 0 2-1 2 Ármann...........2 0 0 2 1-5 0 Þýskaland Essen Kristján að Essen, lið Alfreðs Gíslasonar, steinlá fyrir spænsku meisturun- um 12-19 en það kom ekki að sök því þeir unnu fyrri leikinn með 15 marka mun, 22-7. Alfreð var markahæstur ásamt Fraatz með 3 mörk hvor. Grosswaldstadt vann einnig sinn leik í undanúrslitun- um þegar þeir lögðu Banik Kar- vina að velli með 16 mörkum gegn 21 en þeir unnu einnig fyrri leikinn. Það verða því Essen og Grosswaldstadt sem leika til úr- slita í Evrópukeppninni. Gummersbach-Dormagen 15-11 Kristján er nú loksins búinn að ná sér á strik eftir frekar slaka leiki undanfarið. Hann var mark- ahæstur með 6 mörk. í úrslit ná sér á strik Kiel-Lemko 28-18 Siggi Sveins og félagar áttu aldrei möguleika gegn Kiel og var staðan í hálfleik 14-8. Siggi var þó markahæstur með 6 mörk, þar af 3 víti. Göppingen-Hofweier 28- 21 Það var að venju gamla kemp- an Klempel sem var markahæst- ur með 9 mörk. Milbertshofen-Wallau Massenheim 25-20 (10-8) Dusseldorf-Dortmund 21- 19 (11-12) Páll var ekki með vegna meiðsla í öxlinni. Líklega verða markverðirnir í aðalhlutverkum þegar liðin leika saman á miðvikudaginn enda eru þeir aðalmarkverðir landsliðsins. Vegleg verðlaun Hann er ekki af verri endanum leikur bikarkeppni HSÍ fer fram. og eins og kunnugt er eru það bónusinn sem sigurvegarinn á Leikurinn verður í Laugardals- ValsararogBlikarsemleiðasam- miðvikudaginn fær þegar úrslita- höllinni og hefst klukkan 20.45 an hesta sína. Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefáns son Þriðjudagur 12. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.