Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 2
Vinningstölurnar 9. apríl 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.255.605,- 1. vinningur var kr. 2.632.677,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 877.559,- á mann. 2. vinningur var kr. 787.081,- og skiptist hann á 281 vinningshafa, kr. 2.801,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.835.847,- og skiptist á 8.307 vinningshafa, sem fá 221 krónu hver. Upplýsingasími: 685111. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Allsherjaratkvæðagreíðsla um nýjan kjarasamning Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem gerður var 8. apríl sl., verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 11., 12. og 13. apríl. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 21:00, alla dagana, nema miðvikudag 13. apríl frá kl. 9.00-18.00 í Húsi verslunarinnar, 9. hæð. Félagsmenn V.R. eru hvattir til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R., Húsi verslun- arinnar, sími: 687100. Jafnframt hefuryfirkjörstjórn ákveðið að hafa kjörfundi í neðantöldum fyrirtækjum, vegna starfsfólks þessara fyrirtækja: Þriðjudaginn 12. apríl. Kl. 10:00- 13:00: Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, Tryggingamiðstöðin hf., Árvakur hf., Aðalstræti 6 Flugleiðir hf., Reykjavíkurflugvelli Osta- og smjörsalan, Bitruhálsi 2 Mjólkursamsalan Samband ísl. Samvinnufélaga, Sölvhólsgötu 4 Kl. 14:00- 17:00: Hagkaup, Skeifunni JL - Húsið, JL - völundur, Hringbraut 121 Kaupstaður, Mjódd Mikligarður sf., Holtagarðar, Holtavegi. Miðvikudaginn, 13. apríl. Kl. 10:00- 13:00: Eimskipafélag íslands hf., Pósthússtræti 2 O. Johnson og Kaaber hf., Sætúni 8 Sjóváhf., Skeljungur, Nói/Hreinn/Siríus, BB. Bygging- avörur, Suðurlandsbraut 4 Kl. 14:00-17:00 Húsasmiðjan hf., Súðarvogi 3-5 Nýibær hf., Eiðistorgi Almennar Tryggingar hf„ Síðumúla 39 Kjörstjórn. ívar Webster hér að taka eitt af stökkskotum sínum. Karfa ÍBK í villuvandræði Haukar unnu Keflavík örugglega á sunnudaginn 85-69 og verður því þriðji leikur milli liðanna Það var hart barist þegar Haukar fengu Keflvíkina í heim- sókn á sunnudagskvöldið. Heimamenn voru yflr mestallan tímann en þegar 8 mínútur voru til leiksloka var staðan 64-63 Haukum í vil og spennan að kom- ast í hámark. Haukar byrjuðu að skora og komast í 4-0 en Keflavík bætti um betur og náði 4-6. Leikurinn var síðan mjög jafn en Haukavörnin var betri en andstæðinganna. Þeim gekk hins vegar illa að nýta færin sem þeir fengu og var aldrei meiri en 5 stiga munur allan fyrri hálfleikinn. Þegar 10 sekúndur voru til leikhlés var staðan 41-37 Haukum í vil en Keflvíkingurinn knái Jón Kr. Gíslason minnkaði muninn með því að smjúga lag- lega í gegnum Haukavörnina og skora 41-39. Gaflararnir náðu strax góðum kafla í síðari hálfleik og komust í 47-39 en Keflvíkingum tókst að minnka muninn með herkjum í 60-58 þó þeir næðu aldrei yfir- höndinni. Skömmu síðar var Axel Nikulássyni úr Keflavíkur- liðinu vísað af velli með 5 villur en hafði staðið sig nokkuð vel. Haukar náðu í kjölfarið góðum kafla og breikkuðu bilið á ný í 70-63 en þá var Jóni Kr. vísað af velli með 5 villur. Við það fór leikur Kelfvíkinga að riðlast og Haukar komust í 76-65 og 83-67 en þeir fyrrnefndu sneru sér meira að því að stimpast og fór Sigurður Ingimundarson útaf til félaga sinna með 5 villur á bakinu og Magnús Guðfinnsson skömmu síðar eftir að hafa skorað síðustu körfu Suðurnesja- manna. Henning innsiglaði síðan sigur Haukanna með tveimur vítaskotum 85-69. 4 útaf meö 5 villur Flestir gaflaranna áttu góðan leik. Pálmar var að venju drjúgur og Henning einnig, enda skoruðu þeir jafn mikið af stigum auk þess að vera bestu menn liðsins. ívar Webster stóð sig vel, hirti fjöld- ann allan af fráköstum og með- spilarar hans spila skemmtilega uppá hann og láta hann dreifa boitanum. Tryggvi var góður í byrjun leiksins en síðan sást minna til hans. Reynir, Ólafur og Ingimar stóðu sig einnig sæmi- Iega. ívars Ásgrímssonar naut ekki við því hann varð fyrir vinnuslysi og ekki víst hvort hann verður með í næstu leikjum. ívar var einmitt ansi iðinn við skorun- ina í síðasta leik. Keflvíkingarnir áttu einnig góðan leik flestir og voru frekar jafnir. Jón Kr. stjórn- ar vel liðinu en fékk 5 villur og þá riðlaðist spilið. Guðjón, Hreinn og Falur voru góðir og börðust vel. Villufélagið, Axel, Magnús og Sigurður átti góðan leik en þurfti að yfirgefa völlinn vegna villufjölda. Dómarar voru Jón Otti Ölafsson og Ómar Scheving og hefur undirritaður oft séð þá dæma betur. Þeir voru fljótir til að grípa flautunnar og virtust margir dómar þeirra furðulegir. 3. leikur Þetta var seinni leikur liðanna um réttinn til að leika í úrslit í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar en Keflavík hafði unnið fyrri leikinn í Keflavík einmitt með sama stigamismun. Þar sem Haukar unnu þennan leik verður að leika þriðja leik og verður hann í Keflavík kvöld kl.20.00. -ste Hafnarfjörður 10. apríl Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar Haukar-IBK 85-69 (41-39) Stig Hauka: Pálmar Siaurðsson 20, Henning Henningsson 20, Ivar Webster 14, Reynir Krisljánsson 11, Ólafur Rafns- son 10, Tryggvi Jónsson 8, Ingimar Jóns- son 2. Stig IBK: Jón Kr. Gíslason 15, Sigurður Ingimundarson 14, Magnús Guðfinnsson 10, Guðjón Skúlason 9, Axel Nikulásson 8, Falur Harðarson 7, Hreinn Þorkelsson 6. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ómar Scheving frekar slakir. -ste 10 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 12. aprfl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.