Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 1
y . ¦ . >~ : - ¦¦'- ¦ Miðvikudagur 13. apríl 1988 83. tölublað 53. árgangur Efnahagsmálin Brjálæðislegur PállPétursson: Siglum inn íefnahagslega kollsteypu. Forysta Þorsteins daufleg. Seta Framsóknarrœðstáviðbrögðum sam- starfsflokkanna við tillögum miðstjórnarfundarins 23. apríl „Okkur þykir forysta Þorsteins Pálssonar um efnahagsmálin heldur daufleg. Hans orka fer fyrst og fremst í það að segja Steingrími Hermannssyni til um hvernig stjórna eigi utanríkismál- um," segir Páll Pétursson m.a. í viðtali við Þjóðviljann í dag. Páll er ómyrkur í máli um stöðu efnahagsmála og þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað á þessum vetri. Viðskiptahalli upp á 10-15 miljarða er brjálæðislegt að mati Páls. Vaxtastefnan að drepa atvinnulífið. Erfiðleikar lands- byggðarinnar miklir, en þensla í Reykjavík. Ráðherrar höfuð- borgarsvæðisins hafa h'tinn skilning á þeim eldi sem þar brennur. 23. apríl heldur Framsóknar- flokkurinn miðstjórnarfund, þar sem stjórnarsamstarfið verður metið og áframhaldandi seta Framsóknar í ríkisstjórninni ræðst af viðbrögðum hinna flokk- anna við tillögum miðstjórnarf- undarins. Sjá bls. 7 Páll Pétursson: Það er talað um viðskiptahalla upp á 10-15 milj- arða króna. Hvor talan sem væri er algjörlega brjálæðisleg. Það getur bara ekki gengið, og við gerum ekkert annað en að sigla inn í efnahagslega kollsteypu. .... A- Borgaraflokkurinn: Þingmenn Ingi Björn Albertsson: Bæði íhald og kratar hafa rætt við mig. K I þreifingar Tveir þingmenn Borgara- flokksin^ hafa nú staðfest að menn-Hr röðum stjórnarliða hafi ófofmlega rætt við þá um mögu- Ieika á því að Borgaraflokkurinn gengi inn í ríkisstjórnina ef Fram- sóknarmenn kúpluðu sig úr henni. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu þingmennirnir hafa verið beðnir um að skrifa þing- flokki Sjálfstæðismanna bréf þar sem þeir byðust til stjórnarsam- starfs. Sjá bls 3 Reykjavík Hverfaskipulag Með nýju aðalskipulagi fyrir höfuðborgina kom ný tegund skipulagsáætlana til sögunnar, svokallað hverfaskipulag, en samkvæmt því skiptist Reykjavík í níu svokallaða borgarhluta. Birgir H. Sigurðsson skipu- lagsfræðingur og Málfríður Krist- iansen arkítekt, Borgarskipulagi, hafa stýrt hverfaskipulagsvinn- unni og segja undan og ofan af þeim starfa í blaðinu í dag. Sjábls. 10-11 Ráðhúsgrunnur Skrttmeð Tjömina Tíu til tuttugu metra breiður grjót- og malargarður út í Tjörn mun afmarka byggingarsvæði ráðhússins ef af verður; 130 sam- skeyti verða á stálþilinu Tjarnar- megin og engin trygging fýrir því að þau séu vatnsþétt; reiknað er með að dæla 50 til 100 lítrum á sekúndu úr grunninum, en dæl- ing sem nemur lægri tölunni myndi tæma Tjörnina á 20 dögum þótt innflæðið í hana héldist stöðugt. Sjá bls. 8 Kvikmyndir Hvoiki hetjur né illmenni Rœtt við Helle Ryslinge um kjánann Henríettu ogfleirafólk ímyndhennar Flamberuð hjörtu Steinrunnin hamingjugríman komin á sinn stað, Kirsten Leh- feldt í hlutverki Henríettu. „Að mínu mati er Henríetta kjáni og alls engin hetja af neinu tagi, og Lowe er ekkert ill- menni," segir danski kvikmynd- aleikstjórinn Helle Ryslinge meðal annars um aðalpersónur myndar sinnar Flamberede hjert- er (Brennandi hjörtu), sem nú er sýnd í Regnboganum. Helle er 42 ára og var þúsund- þjalasmiður innan leikhúss og kvikmynda áður en hún ákvað að ráðast í að leikstýra sjálf eigin handriti. Útkoman er tvímæla- laust þess virði að vera barin augum, þrátt fyrir ótvírætt ís- landsmet þýðandans í handabak- avinnu við textagerð. Sjá bls. 12 og 13 Lífríki Tjarnarínnar gæti borið verulegan skaða af framkvæmd- um við ráðhúsgrunninn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.