Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 5
r VIÐHORF Nú á Þymirós að vakna Guðjón Sveinsson skrifar „Frelsi, jafnrétti, bræðralag" eru einkunnarorð alþjóða sósíal- isma. Þau eru einkunnarorð hreyfingar, sem á að tengja al- þýðufólk órjúfandi böndum, orð sem eiga að auka stéttarvitund og samtakamátt. Þau eru í ætt við þá baráttu, sem maðurinn frá Nasar- et dó fyrir á krossinum fræga. Þessi orð bárust til landsins við Dumbshaf með austanblænum og vöktu þar menn til umhugsun- ar um samtakamátt alþýðunnar. Kannski voru þessi einkunnarorð sá hornsteinn, er fyrstu verka- lýðsfélög landsins voru byggð á upp úr s.l. aldamótum, kannski sá hornsteinn er hleypti af stokk- unum fyrsta blaði íslenskrar al- þýðu, Alþýðublaðinu (eldra) 1906, stofnun A.S.Í. 1916, sam- þykkt vökulaganna 1921, að frækilegri baráttu verkalýðs- félaganna og frammámanna þeirra á kreppuárum 4ða áratug- arins og að stofnun atvinnuleysi- stryggingasjóðs (1956). Allt voru þetta áfangasigrar í baráttu fyrir réttlátara þjóðfélagi. En er því markmiði náð? „Margt er gott sem gamlir kveða" Það verður að segjast að svo er ekki. Þrátt fyrir stórfelldar fram- farir í landinu, þá hefur vinnutími almennings lengst, launamunur hefur aukist og hlutur lands- byggðarinnar gagnvart suðvest- urhorninu versnað. Þetta eru að minni hyggju þversagnir við hug- takið „frelsi, jafnrétti, bræðra- lag". Það er staðreynd, sem allir viðurkenna (eða flestir), að ekki óalgengur mismunur launa sé þrefaldur og fjórfaldur og allt að tífaldur. Slíkt og þvílíkt á ekki að þekkjast á ofanverðri tuttugustu öld. Én af hverju er þetta svona? liggur beint við að spyrja. Ég held raunar, að ekki sé djúpt á svari. Verkalýður landsins hefur ekki brugðist við þessari vá á réttan hátt, ekki staðið nógu vel á verð- inum í „góðærinu". Kannski væri hollt að lesa örstutta orðsend- ingu, sem hinn gamalreyndi bar- áttujaxl fyrir bættum lífskjörum, Ottó N. Þorláksson (fyrsti forseti A.S.Í.), lét frá sér fara í Afmælis- hefti VINNUNNAR 1966, en þá var minnst 50 ára afmælis A.S.Í. Orðsendingin hljóðar svo í öllum sínum kortleik: íslensk alþýða! Sofíð aldrei á verðinum. Ykkar er aflið, ef þið standið saman sem órjúfandi heild. Látið aldrei auðvaidsöflin ná tökum í Alþýðusambandinu. Til athugunar Hvað segir íslensk verkalýðs- forysta í dag? Hvað segja íslensk- ir sósíalistar í dag? „Höfum við gengið til góðs"? Það fer ekkert á milli mála, að hér hefur margt farið úr böndunum. Orsakirnar eru margar. Fyrir utan almennt andvaraleysi, vil ég drepa á þrjár veigamiklar ástæður: 1. Sambandsleysi verkalýðs- flokkanna (A-flokkanna) við hinar vinnandi stéttir. 2. Sambandsleysi verkalýðsfor- ystunnar við fólkið í landinu t.d. með ótímabærum hug- myndum um „þjóðarsátt". 3. Léleg pólitísk stéttarvitund verkafólks. Þegar þessi veigamiklu atriði ásamt mörgum smærri fléttast saman, má segja að hugsjónin að baki orðanna „frelsi, jafnrétti, bræðralag" sé ekki til nema sem máttlaust stef í hátíðarræðum á tyllidögum. M.ö.o. samtaka- máttur Ottós og fleiri góðra manna, samtakamáttur fjöl- mennustu hagsmunasamtaka í landinu er í molum. Gagnvart þessari sundruðu hjörð stendur auðvaldið og hefur á „diplómatískan" hátt komið því Höfum við gert þetta? Svarið er, því miður, nei. Bardaginn við vindmyllurnar Barátta verkalýðshreyfingar- innar til betri lífskjara síðustu áratugi hefur verið barátta við Lykillinn að jákvæðum breyting- um er FRELSI, JAFNRETTI, BRÆÐRALAG undir stjórn ís- lenskra sósíalista. Þegar því marki er náð, þarf verkalýðurinn ekki látlaust að kría fram kauphækkanir, sem stjórnvöld þegar í stað gera að engu. Hann þarf ekki og á ekki að þurfa þess, „Nú er augljóst að hverju stefna berfyrir raunveru- lega sósíalista. Fyrir næstu kosningar verðaþeir að vera búnir að stofna sterk samtök sem bjóðifram um allt land. Skiptir ekki máli hvar íflokkiþeir standa í dag." inn í vitund grandvarra borgara, að hækkun launa skapi einungis verðbólgu, sem harðast bitni á láglaunafólki. Það eina sem dugi sé „ábyrg þjóðarsátt". Hún haldi niðri verðbólgu, en verðbólga er grýla á verkalýðinn. Og til þess að gera þetta sem sennilegast, er undirstöðuatvinnuvegunum haldið í spennitreyju vaxtaokurs og skipulagsleysis, alltaf reknir á núlli eða neðan við það. Síðan kyrja útgerðarmenn svartnættis- söng, sem skýtur verkalýðnum skelk í bringu. Þess vegna geta stjórnarpáfarnir sagt: „Mínir elskanlegu. Með hærra kaupi er þjóðarbúið á vonarvöl". Og hver vill vera svo púkalegur að setja þjóðarbúið undir einhvern al- þjóða uppboðshamar. Nei, því fer fjarri. Þá vill verkalýðurinn frekar spenna sultarólina, þang- að til hagspekingunum telst til, að nú megi hækka kaup „hinna lægst launuðu" um tvö til þrjú prósent. (Svo fá hinir óþekktu það tífalt undir borðið). Fleiri slagorð eru notuð, en ég læt þetta nægja, ætla að sleppa þjóðar- hneykslinu, Útvegsbankamálinu með eftirlaun bankastjóranna innanborðs. (Líkast til hefði mátt hækka kaup verkafólks eitthvað fyrir þá vasapeninga, sem auðvaldið skaffaði þar stórgróða- mönnum). Margir hverjir, allt of margir, trúa þessari og þvílíkri síbylju. Vegna of langs vinnudags er næsta auðvelt að heilaþvo fólk með svona stagli, ekki síst vegna þess, að forystan hefur að hluta tekið undir þuluna. En á meðan eru leiðtogar í landinu að inn- byrða kaup fyrir einn mánuð, sem tekur verkafólk allt að TVÖ ÁR að vinna fyrir. í framhaldi af þessu, þá langar mig til að skil- greina nánar, hvað ég á við með verkafólk - verkalýð. Yfirleitt er hann skilgreindur, sem fólkið í fiskinum og hafnarvinnukarlarn- ir. Þarna er veruleg hugsanavilla á ferð. Mín skoðun er sú, að þetta hugtak spanni mun víðara svið. Með verkalýð teljast til viðbótar áður nefndum stéttum: sjómenn, bændur (a.m.k. þeir sem lent hafa illa út úr kvótanum sæla), iðnverkafólk, verslunarfólk og allir er vinna á töxtum B.S.R.B. Fleiri en fámennari hópa mætti eflaust tína til. Ég vil því aftur beina orðsendingu Ottós N. Þor- lákssonar til þessa fólks, þessara hópa: „Soflð aldrei á verðinum. Ykk- ar er aflið, ef þið standið sam- an..." vindmyllur. Sú barátta hefur ver- ið háð á röngum forsendum. Hún hefur verið háð undir verðbólg- ukonsert íhaldsins og sundur- þykkir A-flokkarnir hafa horft á aðgerðalausir, a.m.k. aðgerða- litlir, vegna þess, að þeir hafa ekki verið með fingurna á púlsi fólksins, sem þeir áttu að veita brautargengi og vík ég nánar að því síðar. Þannig hefur íhaldi þessarar þjóðar tekist að láta só- síalista þessarar þjóðar éta sjálfa sig innan frá. Þó verkföll með tilheyrandi átökum hafi fleytt verkafólki nokkuð fram í árdaga verkalýðs- baráttunnar, þá eru þau ekki raunhæf Iengur sem stjórntæki til lengri tíma. Þau duga einungis í skammvinnum skotgrafahern- aði. Með þessum orðum er ég ekki að vanmeta verkfallsrétt og verkföll. Það getur alltaf þurft til þeirra að grípa, til að sporna við tímabundnum erfiðleikum. En þau eru EKKI stjórntæki til stórra áfanga. Til þess að þeir ná- ist, þarf að mynda jákvætt þjóð- félagsandrúmsloft undir kjörorð- inu: frelsi, jafnrétti, bræðralag. Og „vilji er allt, sem þarf', sagði skáldið. Ef íslensk alþýða vill vinna undir þessum gullnu kjör- orðum, þá þarf hún að hafa sósí- alíska ríkisstjórn, sem vinnur eftir þeirri stefnu, en talar bara ekki um það fyrir kosningar „að vernda kjör hinna lægst launuðu" (þið hafið heyrt þetta áður!). Með sósíalískara þjóðfélagi en er í dag verður sífellt minni þörf á þjarki um kjarasamninga, sem litlu skila. Sósíölsk ríkisstjórn hlýtur og á samkvæmt eðli máls- ins að móta jafnlaunastefnu, setja ramma um kaup og kjör með hliðsjón af afkomu þjóðar- búsins hverju sinni. Innan þess ramma fara svo kjarasamningar fram - raunhæfir og réttlátir. í tengslum við þetta byggjast aðrar félagslegar umbætur og síðast en ekki síst skilvirkari skattheimta. Lítið eitt um jafnlaunastefnu Allir vita, að ekki er hægt að bera meira úr býtum en aflað er. Þess vegna er það nánast út í hött að fara fram á kauphækkanir, þegar þjóðarframleiðslan dregst saman. Það skapar einmitt verð- bólgu, sem verst bitnar á HIN- UM LÆGST LAUNUÐU. Og þá erum við að komast að kjarna málsins og hann er þessi: Launamisréttið í landinu er ALLT of mikið og fer vaxandi. hefur þegar unnið fyrir sann- gjarnari sneið af kökunni góðu. Við vitum, að engin þjóð í víðri veröld aflar jafnmikilla tekna á hvern fbúa sem við íslensingar - og „verður er verkamaðurinn launanna". Þess vegna eigum við, félagar góðir, ekki að láta bjóða okkur, að stórir hópar í þjóðfélaginu hafi á bilinu þrisvar til tífalt hærra kaup en við fyrir jafnlangan vinnudag. Menntun réttlætir ekki þennan mun. Menntun er einungis að- göngumiði að notalegri vinnu- stað. Núverandi ástand í launa- misréttinu er einfaldlega vegna þess, að þjóðarkökunni (marg- frægu og margnefndu) er ekki rétt skipt. Og af hverju er henni ekki rétt skipt? liggur beinast við að spyrja. Stöldrum nú við, góðir hálsar, og skoðum það nánar: Hvaða pólitísku öfl hafa stjórnað þessu landi síðustu þrjá áratugi? Þegar þið hafið komist að því (það er fljótgert að leita í „Öld- unum"), þá langar mig til að spyrja annarrar spurningar: Er ekki kominn tími til að breyta um stefnu? Mitt svar er: Jú, og þó fyrr hefði verið. En nú dettur einhverjum sjálf- sagt í hug að spyrja í mót: Hafa ekki hinir svokölluðu verkalýðs- flokkar fengið sitt tækifæri á þessu sama tímabili? Svarið verð- ur það sama, jú. En á einhvern hátt glutruðu þeir tækifærunum. Þar er komin ein meginskýringin á sundurlausri og máttlausri stöðu íslenskrar verkalýðshreyf- ingar í dag. Já, hingað og ekki lengra. Þessu þarf að breyta eins fljótt og auðið er. Krafa íslenskra sósíal- ista í dag hlýtur að vera þessi: Hærra kaup til verkalýðsins í landinu! En við náum því ekki með verkföllum eða innilokun einhverra karpara í tvo til þrjá sólarhringa, heldur með því að taka af þeim stéttum, sem hafa of há laun í dag miðað við vinnu- framlag. En það gerist ekki í því þjóðskipulagi er nú ríður húsum almennings, heldur með sósíal- ísku þjóðfélagi. Baráttan fyrir bættum kjörum með „hefð- bundnum hætti" er komin í öngs- træti. Fólk er farið að skynja þetta - en vantar forystu, er lítið eitt ráðvillt en finnur og veit afl sitt - og það er grundvöllurinn. „Aumt er að sjá..." Það er kannski þversögn að tala svona með eina tvo verka- lýðsflokka í landinu, sem meira að segja hafa átt sæti í nokkrum ríkisstjórnum. En þar fór flest í handaskolum, mest þó fyrir hjaðningavíg þeirra á milli. Og nú hafa þeir tapað trausti um- bjóðenda sinna. Alþýðuflokkur- inn fórnaði sinni jafnaðarstefnu á altari þjóðernissinna, Alþýðu- bandalagið horfði of hátt, mis- steig sig og heyrði ekki óskir al- þýðunnar. Nú verða þessir „verkalýðsflokkar" að súpa seyðið af mistökunum. Þeir standa strípaðir og stefnulausir í þeim málefnum, sem þeir áttu að sjá um, voru kjörnir til að sjá um, enda tímaskekkja að vera með tvo verkalýðsflokka (sbr. „sam- einaðir stöndum vér" o.s.frv.). Ný vakning Er kannski enginn sósíalismi í þessu landi? Jú, það hygg ég vera, en hann er á nokkurn annan veg en í öðrum löndum, við- kvæmari og vandmeðfarnari. Þar kemur til þetta fámenna „hver- þekkirannanþjóðfélag" og rót- gróin, arfgeng smákóngapólitík frá landnámi, blönduð írskri rétt- lætiskennd, tilfinningahita og þversku. Þrátt fyrir þessa ann- marka hafa sósíalísk viðbrögð gert vart við sig á þessum síðustu og verstu tímum þjóðarinnar og þau meira að segja sterk og sannfærandi. Þar á ég við hina öflugu fylgisaukningu Kvenna- listans. Frá því hann hóf pólitíska göngu sína vorið 1983 hefur hann sífellt sótt í sig veðrið hvað fylgi varðar. Og það er engin tilviljun. Hann hefur einfaldlega tekið við því verki, sem verkalýðsflokk- arnir glutruðu gegnum tíðina. Með skeleggri framgöngu og skýrum málflutningi á löggjafar- samkomu þjóðarinnar hafa kon- urnar í landinu komist í kallfæri við þá þjóðfélagshópa, sem að- hyllast: frelsi, jafnrétti, bræðra- lag. Og góðir landar. Með mál- flutningi undir þessum kjörorð- um (hvort þau eru meðvituð eður ei), er Kvennalistinn líklega sterkasta stjórnmálaaflið á Fróni í dag. Það er því engin furða, þó hinir gamalgrónu þingmenn hins þunga kerfis reyni að brosa út í annað, þegar þeir eru spurðir um orsakir þessarar sóknar Kvenna- listans yfir á þeirra yfirráðasvæði. M.a. hefur sú kenning heyrst, að það sé vegna óánægju í þjóðfé- laginu, óv'ssu og ósamstöðu á vinnumarkaðnum. Gott og vel. Þetta er örugglega rétt. En af hverju óánægjan staf- aði, voru „hinir ábyrgu" ekki spurðir (eða var þeim hlíft við því?). Auðvitað vita þeir svarið, vona bara að enn einu sinni takist úrræðalausri þjóð að koma sam- an einhverjum samningum, sem úrræðalaust þjóðfélag ætlast til að barðir séu saman. Þá muni óá- nægjan sjatna í bili og samning- anefndirnar geti fari að safna í sarpinn fyrir tilgangslaust þref að ári. Og á meðan breikkar launa- bilið í landinu. En mælirinn er fullur. Nú hefur enginn efni á því lengur að gera lítið úr stefnumálum Kvennalist- ans vitandi það, að Róm var ekki byggð á einum degi. Sem dæmi langar mig til að vitna í orð rit- stjóra eins dagblaðsins, þegar stj órnarmy ndunarviðræðurnar stóðu sem hæst á s.l. sumri og Kvennalistinn hafði hafnað þátt- töku í stjórn, vegna þess, að kon- urnar fengu ekki áheyrn með sína launajöfnunarstefnu. Ritstjórinn sagði m.a.: Framhald á bls. 6 Miðvikudagur 13. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.