Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 6
MINNING Guðmundur Valgeirsson Fœddur 12. janúar 1928 - Dáinn 1. apríl 1988 Guðmundur Valgeirsson verkamaður lést á föstudaginn langa og var bálför hans sl. föstu- dag. Guðmundur var fæddur á Hellissandi, sonur Sigríðar Gísla- dóttur og Valgeirs Benedikts- sonar. Guðmundur ólst upp með móður sinni og yngri systur, Fjólu, fyrstu æviárin á Sandi í mikilli örbirgð. Þegar hann var tíu ára fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem móðir hans var fyrirvinna heimilisins. Um nokkra hríð bjuggu þau á Nýlendugötu, í lítilli íbúð á móti annarri fjölskyldu. Til þess var tekið hve samvistir þessara fjölskyldna voru snurðu- lausar, en á fjórða áratugnum mátti fátækt fólk búa þröngt í Reykjavík. Guðmundur Valg- eirsson varð bekkjarbróðir föður míns Guðmundar Óskarssonar, sem einnig var ættaður frá Sandi, eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur. Frá þeim degi er þeir hittust fyrst bundust þeir vin- áttuböndum sem aldrei rofnuðu meðan báðir lifðu. Móðir Guðmundar missti snemma heilsuna, og honum var svo mikið í mun að standa fyrir heimilinu, að hann mátti varla ljúka lögbundinni skólagöngu, og fór að vinna barn að aldri fyrir fjölskyldunni. Guðmundi þótti ákaflega vænt um systur sína og móður. Þau urðu fyrir því áfalli að Fjóla dó eftir barnsfæðingu aðeins 24 ára að aldri. Barnið, Fjólar Ólafsson, sem ekki naut heldur fullrar heilsu, var tekið í fóstur af föðurbróður sínum, Sveinbirni Péturssyni og Helgu konu hans. Guðmundur virti og dáði þá fjölskyldu, sem gekk Fjólari í for- eldra stað og taldi sig standa í ævarandi þakkarskuld við hana. Guðmundur hélt heimili, lengi í Norðurmýri og síðar á Sogavegi, með móður sinni um áratuga skeið. Hún og Fjólar létust með fárra ára millibili eftir 1980. Guð- mundur vinur hans lést 1970 rúm- lega fertugur, og þegar margir honum svo nákomnir höfðu yfir- gefið þessa veröld, flestir fyrir aldur fram, var eins og hann væri hálfur allur. í minningargrein sem Guðmundur Valgeirsson skrifaði um vin sinn, vitnaði hann í Stein Steinarr: „Hvort er ég heldur hann sem eftir lifir/ eða hinn sem dó?“ Guðmundur Valgeirsson var fæddur með líkamslýti, hann var holgóma, og leið önn fyrir það í bernsku. Hann var fljúgandi greindur maður og vandaði tungutak sitt, en fötlun hans hamlaði því að margir nytu þess, því hann var ekki margmáll í fjöl- menni, hann forðaðist fjölmenni. Guðmundur vann lengi í Sæn- ska frystihúsinu og í frystihúsinu á Kirkjusandi þar sem hann var verkstjóri. Síðustu árin vann hann við sútun hjá Sláturfélagi Suðurlands. Hann var einlægur sósíalisti framan af árum og gegndi á sínum tíma trúnaðar- störfum fyrir stéttarfélag sitt, verkamannafélagið Dagsbrún. Árum saman var Guðmundur daglegur förunautur fjölskyldu minnar og þeir nafnar og vinir sátu löngum á hljóðskrafi um pólitík og lífstilvist fram eftir kvöldum. Fyrir þessum mönnum var hátíð þegar út kom bók eftir Halldór Laxness og þeir undu sér við ljóðalestur til hvíldar frá am- stri dagsins. Guðmundur var dulur maður, og allt að því einfari síðustu árin. Það fór ekki mikið fyrir Guðm- undi Valgeirssyni, en þeim sem kynntust honum duldist ekki, að þar fór fjöllesinn maður og víð- fróður. Hann sá alla tíð eftir að geta ekki menntað sig í skólum, en á hinn bóginn aflaði hann sér sjálfsmenntunar sem geislaði af honum á góðum stundum. Skóli lífsins var honum líka nógu drjúg- ur - og harður. Hann tileinkaði sér ákveðna tegund kaldhæðni í fasi, sem þó var aldrei þykkari brynja en svo, að vinir hans og ættingjar nutu alúðar hans og hlýju. Hann var einn þeirra manna, sem fólk fékk á tilfinn- inguna að væri skáld, þótt fáir vissu til þess að hann skrifaði. En samt orti hann. Einhvern veginn kaus Guð- mundur Valgeirsson verkamaður sér einsemdina umfram heimsins prjál og tildur, en hann var snyrti- menni og Ijúfmenni í viðkynn- ingu. Guðmundur Valgeirsson andaðist á heimili sínu á föstu- daginn langa, nýorðinn sextugur. Fjölskyldur Sveinbjarnar Péturs- sonar og Línu Jónsdóttur sýndu honum mikla ræktarsemi sem þökkuð er að leiðarlokum. Hljóður maður og sérstæður hef- ur horfið sjónum okkar. Fjöl- skylda mín kveður sinn góða og eftirminnilega vin. Oskar Guðmundsson. Asgeir Benediktsson Fœddur 4. febrúar 1933 - Dáinn 24. mars 1988 Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Ölver Með þessum fátæklegu orðum er ekki meiningin að rekja ævi og störf Ásgeirs Benediktssonar, heldur að þakka góðum félaga samstarfið í Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshöfn. Þegar farið var að ræða stofnun klúbbs í Þorlákshöfn, var Ásgeir ásamt fjölskyldu sinni nýlega fluttur til Þorlákshafnar. Þótt hann hefði ekki búið hér lengi, var það eðlilegur hlutur að hann væri einn af þeim sem stóðu að stofnun Ölvers, þar sem hann hafði mikinn áhuga á félagsstörf- um og vildi hafa áhrif á mannlífið í kringum sig og breyta því til betri vegar. Ásgeir heitinn varð því einn af stofnendum Ölvers og starfaði í klúbbnum til dauða- dags. Hann setti oft svip á fundi klúbbsins með ræðum sínum um hin ýmsu málefni sem þar voru rædd, því ekkert mál var svo ómerkilegt að hann hefði ekki skoðun á því, og skoðunum sín- um hélt Ásgeir alltaf fram af ein- urð og festu, en blandaði mál sitt oft kímni sem honum lá svo létt á tungu og vakti hlátur og létti lund okkar félaganna. Og ekki má gleyma þeim stundum þegar ástæða þótti til að taka fram harmónikuna, var þá Ásgeir hrókur alls fagnaðar. Um störf Ásgeirs fyrir Kiwan- ishreyfinguna þarf ekki að fjöl- yrða, þau voru mörg, og þeir sem þekktu Ásgeir Benediktsson vita að hann tók aldrei að sér starf, nema vinna það vel. Við kveðjum góðan félaga með söknuði og þakklæti fyrir samstarfið. Eiginkonu og öðrum aðstandendum viljum við votta samúð okkar og hluttekningu, þótt erfitt sé að orða þær tilfinn- ingar sem við vildum koma á framfæri. Því: Félagar í Kiwanisklúbbnum Ölver Við erum svo fátæk af orðunum oft sem yl mœttu veita og birtu en minningu munum við halda á loft, um manninn sem allir virtu. Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður hald- inn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, á morgun fimmtudaginn 14. apríl 1988 og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram til- laga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf VIÐHORF —i Nú á Þyrnirós að vakna Framhald af bls. 5 „...Sú tilraun, sem gerð var í desember með sólstöðusamning- unum til að hækka lægstu launin umfram önnur laun er einnig þessa dagana sem óðast að renna út í sandinn. En hvaða ráð hafa þá konurnar?...“ Svona hugsun getur ekki skotið upp kollinum nema hjá þeim, sem eru algerlega staðnað- ir í einhverju kerfi eða lögmáli, sem líkast til má ekki breyta. En svarið við þessu er einfalt og sannarlega orðið tímabært: Setja þarf lög um skiptingu þjóðar- tekna. Það á ekki að siga þeim lægst launuðu út í að hækka launin hjá þeim, sem hafa yfrið nóg fyrir. Fleira mætti tína til í ummælum ritstjórans, en ég geymi það. Islenskur verkalýður! Nú er komið að ykkur að spyrna við fót- um. Það er Ijóst, að sú jafnaðar- stefna sem rekin hefur verið og leiða átti verkafólk til réttlátara þjóðfélags hefur brugðist. Hinir gömlu flokkar gleymdu fólkinu, sem skapar verðmætin handa þjóðarbúinu, gleymdu því í mál- æði um mistök annarra áratuga aftur í tímann eða við að afla sér fylgis á einhverjum kennisetning- um hagspekinga um „ábyrga þjóðarsátt“ eða eitthvað á þeim nótum, svo kotkarlar og fiskkell- ingar létu sér ekki til hugar koma nokkrar efasemdir um ágæti slíkrar sáttar. En nú er mótefni fundið gegn þessari villu. Ekki er ég þó tals- maður þess, að kvenþjóðin eigi að róa eingöngu á annað borð þjóðarskútunnar. Því fer fjarri. Slíkur róður yrði með tfð og tíma „kellingaróður" og þykir góðum sjómönnum hann slakur. Nú hafa konurnar unnið slíkt þjóðþrifa- verk, og með því skipað sér á bekk með helstu brautryðjend- um sögunnar, að þær mega ekki lokast inni í einhverjum fíla- beinsturni í framhaldinu. Nú er augljóst að hverju stefna ber fyrir raunverulega sósíalista. Fyrir næstu kosningar verða þeir að vera búnir að stofna sterk samtök, sem bjóði fram um allt land. Skiptir ekki máli hvar í flokki þeir standa í dag. Þessi nýju samtök eiga að taka hönd- um saman og láta á ný hljóma í orði og verki: FRELSI, JAFN- RÉTTI, BRÆÐRALAG. Það yrði sú eina og sanna þjóðarsátt, sem enginn þarf að bera kinnroða fyrir. (Ritað í byrjun einmánaðar) Guðjón Sveinsson er rithöfundur, Hann býr á Breiðdalsvík. 6 SÍÐA — PJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.