Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 7
Stjórnarsamstarfið Siglum inn í efnahagslega kollsteypu Páll Pétursson er myrkur í máli umþá „óheillaþróun, sem hefur tvímœlalaust átt sér stað á þessum vetri." Viðbrögð krata og íhalds við niðurstöðu miðstjórnarfundar Framsóknar munu ráða úrslitum um stjórnarsamstarfið „Því er ekki að leyna að við teljum að ríkisstjórninni beri skylda til að reyna að hafa áhrif á þá óheillaþróun, sem hefur tví- mælalaust átt sér stað á þessum vetri," sagði Páll Pétursson, for- maður þingfiokks Framsóknar- flokksins í viðtali við Þjóðviljann í gær. Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, erjur í stjórnarsam- starfinu og fyrirhugaður mið- stjórnarfundur er tilefni spjalls- ins. „Það eykst hér hröðum skref- um þensla í Reykjavík, en lands- byggðin býr aftur á móti við mjög mikið og sárt samdráttarskeið. Atvinnuvegirnir ganga illa og erf- iðleikarnir í atvinnurekstri úti á landsbyggðinni eru orðnir mjög miklir. Viðskiptahallinn er geigvænlegur, það er talað um 10-15 miljarða. Hvor talan sem væri er algjörlega brjálæðisleg. Það getur bara ekki gengið og við gerum ekkert annað en að sigla inn í efnahagslega kollsteypu. Þetta ástand þolum við ekki til lengdar og við teljum að ríkis- stjórnin eigi og að henni beri skylda til að grípa í tauumana. Viðbrögð samstarfsflokkanna hafa verið frekar hæg. Að vísu var tekið lítillega á málum í mars, en ekki nægilega til að rétta við skútuna, enda gert undir öðrum kringumstæðum, þá var reiknað með kjarasamningum sem ekki öðluðust gildi. Okkur er full alvara með það að þarna verði að gera á úrbætur og höfum kallað saman mið- stjórnina til skrafs og ráðagerða 23. apríl, þar sem við komum til með að gera úttekt á stjórnars- amstarfinu, hvað hafi áunnist, hvað þurfi betur að fara og tií hvað aðgerða sé skynsamlegast að grípa." Vaxtastefnan að drepa atvinnuvegina Er ný gengisfelling þá lausnar- orðið? „Það eru tvær hliðar á þessu með gengið. Það eru sennilega fáar þjóðir sem hafa meiri og jafn bitra reynslu af gengisfellingum og við fslendingar. Eg tel mjög mikilvægt að hafa gengið sem stöðugast. Hitt er svo annað mál að ef gengið fellur í kringum okk- ur þá ekki hægt að láta sem mað- ur taki ekki eftir því. Það getur þurft að leiðrétta gengið en ég íegg áherslu á að það verður að fara varlega í það. Það er ýmislegt fleira sem er hægt að gera til þess að skapa atvinnuvegunum viðunandi rekstrarskilyrði. Ég nefni til dæmis að peningar í þessu þjóðfélagi eru orðnir alltof dýrir. Peningar í þjóðfélaginu eru orð- nir svo dýrir að það er ómögulegt að ávaxta þá í atvinnurekstri. Þeir skila sér ekki. Það er orðið svo dýrt að taka peninga að láni og láta þá ávaxta sig nema ef braskað er með þá. Ríkisstjórnin verður að hafa áhrif á vaxtastigið. Hún hefur öll bein til þess að gera það ef hún vill beita þeim." Mun Framsókn setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi? „Nú skal ég ekki segja hvað Páll Pétursson: Okkur þykir forysta Þorsteins um efnahagsmálin heldur daufleg. Hans orka fer fyrst og fremst í það að segja Steingrími til um hvernig hann eigi að stjórna utanríkismálum. verður sett að skilyrðum, en ég tel víst að vaxtapólitfkin komi mjög ákveðið inn í þá umræðu sem verður á miðstjórnarfundin- um. Jafnframt hefur ekki tekist enn að koma neinum lögum yfir gráa markaðinn. Það var krafa okkar að viðskiptaráðherra kæmi með frumvarp sem skapaði þess- um fjármagnsmarkaði ramma, sem að hann starfaði innan. Það hefur ekki unnist tími til þess hjá honum heldur hefur verið staðið í því að reyna að skapa útlending- það þó þrír ólíkir flokkar séu ekki sammála um alla hluti og þurfi dálitinn tíma til að möndla sig niður á niðurstöðu sem allir geta talið viðunandi. Það er eðlilegt að það verði einhverjir árekstrar því við fylgjum ekki sömu pólit- ísku línu, þar af leiðandi er ekk- ert óeðlilegt við það þóþað verði ágreiningur um einstök mál. Menn haf a kannski verið of bráð- látir. Það er veikleiki nýrra ráð- herra að þeim liggur svo mikið á. Fyrsti spretturinn hjá ráðherrum L ÞJÓÐMAL Umsjón Sigurður Á. Friðþjófsson um heimild til þess að eiga hlut í bönkum. Það frumvarp var lagt fram án okkar vitundar og okkar heimildar. Hann vitnar til þess að það sé svo nátengt frumvarpi for- sætisráðherra um aðild útlend- inga í íslenskum atvinnurekstri. Það mál var lagt fram með því fororði frá okkur og með fyrir- heiti frá forsætisráðherra um að það mál gengi ekki fram á þessu þingi. Hann óskaði eftir heimild til að sýna málið og fá umræðu um það. Það varð niðurstaða í þingflokki okkar að leyfa honum að leggja málið fram, en við erum ekki búnir að taka efnislega niðurstöðu til þess. Þar af leiðandi má ekki viðskiptaráð- herra skilja það svo að við séum búnir að samþykkja það að láta útlendinga hafa t.d. 25% í bönkunum." Bráðræði ráðherra Innan ríkisstjórnarinnar virðist hvert málið á feetur öðru koma upp sem ekki nœst samstaða um innan ríkisstjórnarinnar. „Það er ekkert óeðlilegt við er iðulega tekinn mjög frísklega og menn gefa sér ekki tíma til að vanda undirbúninginn eða gefa sér ekki tíma til að ná samkomu- lagi." Ertuþá einkum að tala um ráð- herra Alþýðuflokksins? „Þetta getur nú átt við um fleiri en þetta hefur komið fyrir hjá einstökum ráðherrum Alþýðu- flokksins. Sumt af því er mis- skilningur einsog t.d. viðskipta- bankafrumvarpið. í öðru lagi hefur Jóhanna Sigurðardóttir brennandi áhuga á að koma sín- um málum fram í þeim búningi sem hún hefur viljað. Kaupleigan var kosningamál Jóhönnu og Al- þýðuflokksins í síðustu kosning- um. Hún var ekki kosningamál okkar. Þar af leiðir að það er ekk- ert óeðlilegt við það þó að það sé minni spenningur fyrir þessu for- mi hjá okkur heldur en hjá henni þó við séum ekki að loka á það. Við bendum bara í allri hógværð á það að það vaxa ekki peningar til húsnæðismála við þetta frum- varp. Það sem gerist er það að það er tekið af Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verka- manna. Ef maður lítur á umsókn- irnar til byggingasjóðanna sýnist manni ekki vera til of mikið fjár- magn hjá þeim." Hefurðu trú á að kaupleigan fari í gegn fyrir vorið? „Ég skal ekkert fullyrða um það. Það er ekkert áhugamál hjá okkur að stöðva það mál. Við viljum láta skoða það og hver áhrifin verða áður en við sam- þykkjum það. Hitt er svo annað mál að ég held að nefnd Kjartans Jóhannssonar hafi unnið gott starf í yfirferð sinni um húsnæðis- málin og ég held að það sé full ástæða til að skoða þær hug- myndir sem nefnd Kjartans setti fram. Hvort þarna séu fyrir hendi lausnir. Húsnæðislöggjöfin er sett í samvinnu við aðila vinnu- markaðarins. Því getur hvorki ríki, ráðherra né stjórnarmeirih- luti hlaupið upp til handa og fóta og breytt kerfinu öðruvísi en að fá samþykki hjá aðilum vinnu- markaðarins." Forysta Þorsteins daufleg Hefurðu trú á að þessi ríkis- stjórn geti snúið við þróuninni í byggðamálunum? „Það virðist ekki vera mikill skilningur á þessu hjá þessum þingmönnum Reykjavíkur, eða af Faxaflóasvæðinu sem sitja í ráðherrastólum, en allir ráðherr- ar Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins eru af höfuðborgar- svæðinu. Hlutur landsbyggðar- innar liggur mjög áberandi eftir. Þeir vilja sjálfsagt landsbyggð- inni vel en eru ekki eins kunnugir úti á Iandsbyggðinni og við og vita ekki hvað eldurinn er heitur. Okkur þykir forysta Þorsteins um efnahagsmálin heldur dauf- leg. Hans orka fer fyrst og fremst í það að segja Steingrími til, hvernig hann eigi að stjórna utan- ríkismálum. Verksvið Þorsteins ætti fyrst og fremst að vera að hafa yfirstjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar. Jón Baldvin þeysir um landið í kosningabaráttu og skammast yfir okkur. Er með stórfelldar árásir á Framsóknarflokkinn og Alþýðublaðið tekur undir þann söng. Þetta gerir okkur dálítið svartsýnni á það að það takist að telja mönnunum hughvarf og tala þá á okkar mál." Pið hafið verið ásakaðir um að þið berið ekki ábyrgð á stjórnar- samstarfinu og leikið tveimur skjöldum. Okkur ekki hleypt að efnahagsmálunum „Það stóð ekki á okkur að taka við yfirstjórn efnahagsmála. Við vorum tilbúnir með forsætisráð- herraefni. Það stóð ekki á okkur að taka að okkur fjár- málaráðherraembættið. Ég hefði talið það mjög æskilegt að Fram- sóknarflokkurinn hefði fengið fjármálaráðherraembættið. Þeir skömmtuðu okkur hinsvegar utanríkisráðherraembættið. Það er veikleiki þessarar stjórnar að okkur var bókstaflega ekki hleypt að efnahagsmálunum, þ.e.a.s. þegar að verkefnaskipt- ingin fór fram féll það þannig að forsætisráðuneytið féll í hlut Sjálfstæðisflokksins og bæði fjármálaráðuneytið og viðskipt- aráðuneytið komu í hlut Alþýð- uflokksins. Að því leyti til stönd- um við verr að vígi til þess að hafa það frumkvæði, sem mér finnst að við þyrftum að hafa varðandi stjórn efnahagsmála í þessari rík- isstjórn." Rœðst framhald ríkisstjómar- þátttöku Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundinum? „Nei. Það ræðst ekki á mið- stjórnarfundinum. Það kemur til með að ráðast af viðbrögðum hinna ríkisstjórnarflokkanna á því sem verður ákveðið á mið- stjórnarfundinum." -Sáf Miðvikudagur 13. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Dagsbrúnarmenn Munið aðalfundinn í kvöld kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. Stjórn Dagsbrúnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.