Þjóðviljinn - 13.04.1988, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Qupperneq 9
 Fóstbræðraheimilið bakatil. Þarna kemur gæsluvöllur með tíð og tíma, eða alltént er ýjað að þvi í hverfaskipulaginu. Hverfið byggðist fyrir löngu - sjáið bara hávaxin trén - og má af því marka ómælt langlundargeð íbúanna gagnvart þessu „opna leiksvæði." Mynd: Sig. Hálfköruð höfuðborg Reykjavík er rjóð og fin, eins og stendur í skemmtilegri, leir- borinni vísu sem þeir klömbruðu saman Halldór og Þórbergur meðan þeir voru að klofa yfir gaddavírsgirðingu í Vatnsmýr- inni í eina tíð, og það er aldrei nema satt: Alltént er forsetahliðin í góðu lagi eins og kynningar- bæklingarnir sanna, en það orð varð til á árdögum lýðveldisins er nýkjörinn forseti fór í yfirreið um landið. í tilefni þess flikkuðu bændur margir hverjir upp á út- litið á bæjum sínum, en ýmsum þótti nóg að gert er sá parturinn sem sneri að þjóðvegi var orðinn fínn. Þetta var kallað að mála forsetahliðina. Borgaryfirvöld eru löngu búin að mála forsetahliðina, en að öðru leyti er yfirbragð borgarinn- ar afskaplega hálfkarað. Svo mjög reyndar að þetta er eitt af hennar sterkustu einkennum, og þarf ekkert gests auga til. Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík var samþykkt í fyrra, og jafnhliða því nýtt skipulagsstig, svokallað hverfaskipulag. Eitt af megin- markmiðum þess er að auka tengsl almennings og borgaryfir- valda. Borgin gefur á næstu miss- erum út breytingakort fyrir hvert hverfi - það fyrsta er reyndar ný- komið út og sícal hér með vísað til viðtals við höfundana í blaðinu í dag - með áherslu á hvar breytinga sé að vænta. Helsti skavankinn á annars þörfu framtaki sýnist vera sá að það vantar konkret fram- kvæmda- og fjármögnunaráætl- un. Hvernig til tekst ræðst því ekki síst af því að íbúarnir í hverf- unum sjálfum séu vakandi fyrir framkvæmdinni og haldi borgar- yfirvöldum við efnið. Ekki van- þörf á því ef tekið er mið af ráð- hússofstopa meirihlutans í borg- arstjórn, og má raunar segja að þær tiltektir allar varpi ömur- legum skugga á það sem þó á vel að gera í umhverfismálum og hverfaskipulagið ber með sér. Myndirnar hér á síðunni voru allar teknar í borgarhluta 4 í síð- ustu viku, en í hverfaskipulaginu gengur hann undir vinnuheitinu Norðurbær. Gamalt og gróið hverfi, en víða umhverfismála- pottur brotinn þrátt fyrir það. HS Davíð Örn á impróvíseruðum róló milli Rauðalækjar og Bugðulækjar. Jafnvel í grónum hverfum eru mýmörg dæmi um svæði sem hafa gleymst, jafnvel svo áratugum skiptir fer að verða óhætt að segja. Frágangur þessa svæðis er á dagskrá hverfaskipulagsins. Mynd: Sig. Við Sundlaugaveginn. Það er meiningin að flikka upp á þessa ræmu í sumar, allt frá Laugarásvegi að Laugalæk, og þá verður búið með flagið atarna með sínum hjólförum og drullupollum. Mynd: Sig. j BORG OG BYGGÐIR Umsjón: Hjörleifur Sveinbjörnsson Áskirkja. Samkvæmt hverfaskipulaginu er gert ráð fyrir stígagerð og trjáplöntun á þessum stað. Vonandi að þau tré verði færri en fleiri; staðurinn er fallegur eins og hann er. Aftur á móti er sjálfsagt að liðka fyrir slysalausu vappi með þar til gerðum stígum. Mynd: Sig. Miðvikudagur 13. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.