Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 10
Þjónusta Húsnæði Umhverfi íbúar Hverfask Skipulagspúslið. Hvertaskipulag fjallarfyrst og fremst um húsnæöi, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa, en í spjallinu hér á opnunni er einkum drepið á umhverfisþáttinn. Aö móta sitt eigið umí' í byrjun aprfl í fyrra samþykkti borgarstjórn nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík, og gildir það til ársins 2004. Jafnframt var ákveð- ið að ráðast í gerð hverfaskipu- lags. Fyrsti afraksturinn af því starfi lá fyrir því sem næst réttu ári seinna, er borgarstjóri og starfsfólk borgarskipulags hleyptu nýju hverfaskipulagi fyrir einn borgarhlutann, þann fjórða af níu, af stokkunum á fundi með fréttamönnum í lok mars sl., en hann tekur til Laug- arness, Lækja, Teiga, Klepps- holts, Laugaráss, Sunda, Heima og Voga. Hverfaskipulagið er nýtt skip- ulagsstig, mitt á milli aðalskipu- lags og deiliskipulags. Það kveð- ur nánar á um skipulagsþætti hvers borgarhluta en gert er í að- alskipulagi, og er áhersla lögð á hvar breytinga sé að vænta eða hvar þeirra sé þörf. Hverfaskipu- lagið setur ekki skipulagsskil- mála hvað varðar einstakar bygg- ingar eða breytingar á húsnæði, heldur eru sett fram leiðbeinandi markmið. Eða með orðum Da- víðs Oddssonar, borgarstjóra, á kynningarfundinum: í hverfa- síripulagi felst ekki skuldbinding, heldur vísbending um hvað sé á döfinni og hvað borgin telji sér skylt að gera í ákveðnu hverfi og á tilteknu árabili. Við gerð hverfaskipulags var borginni skipt í níu hverfi eða borgarhluta og þeim gefin eftir- farandi vinnuheiti: 1. Gamli bærinn 2. Vesturbær 3. Austurbær 4. Norðurbær 5. Suðurbær 6. Breiðhoit 7. Árbær og Selás 8. Grafarvogur 9. Borgarholt Drög að fyrirliggjandi hverfa- skipulagi fyrir borgarhluta 4 voru unnin á Borgarskipulagi Reykja- víkur í náinni samvinnu við um- ferðardeild Borgarverkfræðings ásamt öðrum aðilum sem fara með skipulagsmál. Drögin voru síðan kynnt á fjölmennum fundi í safnaðarheimili Langholtssóknar í október í fyrra. A fundinum komu að vonum fram fjölmargar athugasemdir og ábendingar frá íbúum hverfisins, og voru þær hafðar til hliðsjónar við loka- vinnslu skipulagsins, en hver- faskipulag fyrir borgarhluta 4 var síðan samþykkt í borgarráði í desember. Eintak af hverfaskipulaginu hefur nú borist inn á óll heimili í Við gerð hverfaskipulagsins hefur Reykjavík verið skipt í svokallaða borgarhluta, níu að tölu, en að vonum eru fyrirliggjandi verkefni á hverjum stað mjög heiti þessara borgarhluta eru einungis vinnuheiti. borgarhlutanum að öllu forfalla- lausu, en það er á formi einblöð- ungs. Birgir H. Sigurðsson, skipulagsfræðingur, hefur stýrt hverfaskipulagsvinnunni ásamt Málfríði Kristiansen, arkítekt. Við tókum þau tali í síðustu viku og forvitnuðumst fyrst um hvað- an hugmyndin að slíkum einblöð- ungi væri ættuð. Að ná til fólks Upphaflega hugmyndin, að út- búa einblöðung þar sem kort og greinargerð eru saman á blaði, mun vera bresk, gott ef ekki skosk, en okkar útfærsla er einnig undir nokkrum áhrifum af því sem gert hefur verið í Skandina- víu á þessu sviði; aðalatriðið er að ná til fólks með þessar upplýsing- ar, og því höfum við lagt áherslu á að framsetningin sé sem aðgengi- legust. Petta sýnist okkur hafa tekist, eða það vonum við svo sannarlega. Að minnsta kosti er óhætt að segja að við höfum heyrt mikið frá íbúum hverfisins eftir að einblöðungnum með hverfa- skipulaginu var dreift; símhring- ingar og fyrirspurnir. Með allri virðingu fyrir nýja að- alskipulaginu fyrir Reykjavík sem efíaust er hið mœtasta plagg, þá er það eins og hver annarpési í sam- anburði við það aðalskipulag sem áður var ígildi... Tími þessara stóru, ítarlegu að- alskipulaga er liðinn. Satt að segja hefur það gengið afskap- lega illa að fá fók til að setja sig inn í aðalskipulagsvinnuna, og þetta gildir jafnt um Reykjavík og margar borgir erlendis; í ýms- um stórborgum eru menn nánast hættir að reyna að kynna slíkt að- alskipulag fyrir fólki, en reyna frekar að ná til félagasamtaka, hagsmunaaðila og svo framvegis. Þegar að því kom að gamla að- alskipulagið frá 1962 skyldi end- urskoðað, varð sú hugmynd ofan á að hafa það mun einfaldara að allri gerð en hið gamla, og jafn- framt yrði nýju skipulagsstigi, hverfaskipulagi, skotið inn á milli aðalskipulags og deiliskipulags. Aðalskipulagið sýnir eins og kunnugt er þróun byggðar sam- 10 SfÐA - WÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.