Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 11
skipulag hverfi mjög mismunandi. Þá er rétt aö árétta að kvæmt stefnumörkun sveitar- stjórnar; ekki síst umferðarkerfi, landnotkun og því um líkt. Deili- skipulagið gerir aftur allná- kvæma grein fyrir notkun lands, lóðum, götum, húsnæði og svo framvegis. Hverfaskipulagið kveður svo nánar á um það sem snýr að ein- stökum borgarhlutum en hægt er að komast yfir í aðalskipulagi, enda er hlutverk þess öðrum þræði að stuðla að náinni sam- vinnu íbúanna í viðkomandi hverfi og skipulagsyfirvalda. Málfríður Kristiansen og Birgir H. Sigurðsson: Leggjum áherslu á að framsetninginséaðgengileg.endaereittmeginmarkmiðiðmeðhverfa- skipulaginu að ná til fólks. Mynd: Sig. Gróin hverfi Settuð þið ykkur í samband við félagasamtök sem til eru íþessum fjórða borgarhluta, s.s. samtök íbúa í einstökum hverfum? Við ræddum um það hvort við ættum að hafa samband við fbú- asamtökin sérstaklega, enda er þetta atriði nærtækt; ef náið samráð er ekki haft við íbúana á hverjum stað verður skipulagið þegar þar að kemur ekki eins gott og það á að geta orðið. Af form- legu samráði varð þó ekki: bæði er þessi borgarhluti sem hér um ræðir tiltölulega gróinn og því er ekki verið að tala um neinar meiriháttar breytingar, og eins auglýstum við kynningarfundinn í safnaðarheimili Langholtssókn- ar í fyrrahaust mjög rækilega. Hann varð enda mjög fjöl- mennur og á honum komu fram fjölmargar ábendingar sem tekið var tillit til við lokavinnsluna. Því má segja að við höfum notað þennan fund sem tengilið við fbúa hverfisins. Liggur mikil vinna að baki hverfaskipulagsgerðinni? Undirbúningstíminn varð meira en eitt ár ef við teljum allt með, eða frá því fyrstu skissur urðu til, og þetta hefur tekið lengri tíma en við bjuggumst við. Sjálf gagnavinnslan er kannski ekki svo mjög tímafrek, en það sama verður síðan hvorki sagt um framsetninguna né gang mála í þeim ráðum og nefndum sem koma við sögu. Ekki þar með sagt að neitt óeðlilegt sé við það; það er eins og vera ber að fólk taki sér þann tíma sem þarf til að fara ofan í saumana á þessum málum. Svo er auðvitað á það að líta að þetta er fyrsta hverfaskipulagið af níu sem núna liggur fyrir, og í slíkri frumraun koma upp ýmsar vangaveltur sem verða til að tefja í fyrstu lotu, en koma þá að gagni á seinni stigum. Fordæmi að skip- ulagsvinnu á borð við hverfa- skipulagið er ekki til hér á landi, og það er mergurinn málsins. Okkur sýnist það taka fimm til sex mánuði að fullvinna hvert hverfaskipulaganna, og þá erum við að tala um allt ferlið. Þetta jafngildir þó ekki því að heildar- verkið taki fimm til sex mánuði margfaldað með níu, sem er fjöldi borgarhlutanna, enda get- um við til dæmis tekið til við gagnavinnsluna fyrir einhvern borgarhlutann meðan annar er í kynningu. En það er gert ráð fyrir því að lokið verði við að vinna hverfaskipulag fyrir alla borgar- hlutana níu á miðju ári 1990. Þegar maður skoðar kortið ykk- ar afþóþetta g'ómlum oggrónum hluta borgarinnar - Laugarnes, Lœkir, Teigar, Kleppsholt, Laug- arás, Sund, Heimar og Vogar-þá vekurþað athygli hvað mikið er um opin svœði sem hafa verið ófrá- gengin lengi og eins og hreinlega gleymst. Er verið að boða stórfell- da andlitslyftingu með hverfa- skipulaginu? Með hverfaskipulaginu fá íbú- arnir meðal annars heildaryfirlit yfir umhverfismálin. Það er á- kveðinn svipa á framkvæmdaað- ilann ef fólk er vakandi fyrir því á annað borð að borgin framkvæmi þær hugmyndir sem boðaðar eru á breytingakortinu. Borgaryfir- völd hafa svo sett sér það mark- mið að framkvæma þessar hug- að uppfylla okkar ítrustu kröfur um umhverfisbætur á opnum svæðum í borgarhluta 4, og út- koman varð um 20 miljónir, en þá eru Laugarnes og Laugardal- urinn undanskilinn. Fram- kvæmdir við síðarnefnda svæðið munu kosta margfalda þá upp- hæð sem við nefndum, en okkur finnst einsýnt að það verði meiri- háttar útivistarsvæði með tíman- um ef þær framkvæmdir verða að veruleika sem þar eru fyrirhugað- ar. En vegna þess hve hverfið er orðið gróið mætti kannski líta á hverfaskipulag þess sem eins konar „tiltektarplan", í ríkara mæli en tilfellið verður með hin nýrri. Þó ber þess að gæta að þarna eru hlutir eins og einkalóð- ir sem við höfum ekki tekið beint á, og því er ekki um fullnaðartil- Stefnt er að því að vinnu við nýtt skipulagsstig, hverfaskipulag, verði lokið íReykjavík á miðju ári 1990, en nú liggurfyrir slíktskipulag afeinum borgarhluta afníu. BirgirH. Sigurðsson, skipulagsfrœðingur hefurstýrt verkinu ásamt Málfríði Kristiansen, arkítekt, og hér á eftir segjaþau undan og ofan af hverfaskipulagsvinnunni. Það ereinkum umhverfisþátturinn sem hér er til umræðu, en aukhans tekur hverfaskipulagið tilhúsnœðis, þjónustu, umferðar ogíbúa. BORG OG BYGGÐIR Umsjón: Hjörleifur Sveinbjömsson 7 myndir á næstu þremur til fimm árum. Kakan þín og jólin / klausu um framkvœmd skipu- lagsins leggur borgarstjóri áherslu á að forsendurnar geti breyst á skömmum tíma og því kunnifram- kvœmdaáœúanir og tímamörk sem sett séu í hverfaskipulaginu einnig að breytast; hefði ekki þurft kon- kretframkvœmda- ogfjármögnun- aráœtlun til að tryggja að þessar breytingar verði að veruleika? Það er ljóst hver er ábyrgur fyrir framkvæmdinni, og eins fylgja áætlunum af þessu tagi greinargerðir um kostnað. Við slógum þannig á kostnaðinn við tektarplan að ræða. Til dæmis er lítið borgarland í Skeifunni, sem er að stórum hluta verslunar- og þjónustuhverfi eins og kunnugt er, en þar er frágangi lóða víða mjög ábótavant. Kynningar í skólunum Þið fjallið ekki sérstaklega um skólalóðirþóttþœr séu sums staðar hálfgerðar malbikseyðimerkur... Það er sett undir þennan leka í aðalskipulaginu, en þar er texti um fegrun skólalóða. Skólalóðir hafa að sjálfsögðu heilmikið upp- eldislegt gildi, og þess verðar að um þær sé fjallað. í þessu sambandi má geta þess að við sendum hverfaskipulagið í alla skólana í hverfinu á næstu dögum til að kynna skipulagið fyrir nemendunum. Það er engin spurning að það á að hafa heil- mikið fræðslugildi fyrir þá. Og náttúrlega erum við boðin og búin til að koma sjálf ef þess er óskað, og það gildir þá ekki bara um skólana í þessum borgar- hluta, heldur einnig stofnanir og vinnustaði. Svona að lokum; Torfusamtökin skoruðu nýskeð á borgaryfirvöld að gera skurk í umhverfistmUun- um; er einhver vitundarvakning í þessa veru á leiðinni? Það er meira en sennilegt. Á þessu sviði hefur sóðaskapurinn verið landlægur hér á landi. Hér má taka Artúnshöfðann sem dæmi. Þar eru fjölmörg fyrirtæki og mörg hver vel stæð, en þrátt fyrir það er sóðaskapurinn með ólíkindum, þótt heiðarlegar undantekningar séu þar á sem betur fer. Dæmi um það er Hús- gagnahöllin, en þar er frágangi lokið, búið að planta trjám í miklu magni og svo framvegis. Höfuöborgar- dreifbýlið Skýringin á þessum landlæga sóðaskap er sjálfsagt að hluta til sú hvað við erum fá í stóru landi, og hér er Reykjavík í rauninni engin undantekning þar sem borgin þekur geysilegt flæmi mið- að við fjölda íbúanna. Þá hefur uppbyggingin hér í þéttbýlinu verið óskaplega hröð, í rauninni svo hröð að það er ekki á færi nokkurs sveitarfélags að fylgja því fullkomlega eftir. Hingað til hafa hlutir eins og gatnagerð, hit- aveita, skólplagnir, vatn og raf- magn haft forgang, og vegna þess hve borgin er dreifð kostaði slíkt meira átak en þar sem „þéttbýl- ið" er meira. Núna er þetta að færast í betra horf, og þá er hægt að snúa sér að öðrum gæðum í ríkara mæli, og þá liggur beint við að gefa umhverfinu meiri gaum. Það er orðið mjög algengt að fólk geri huggulegt í kringum húsið sitt, en ennþá er slíkt fram- tak dálítið einskorðað við eigin lóð. Ýmis opin svæði hafa aftur á móti setið á hakanum og jafnvel hreinlega gleymst, og má finna dæmi um þau meðal annars í því hverfaskipulagi sem nú liggur fyrir eins og við höfum drepið á. En einn megintilgangur hverf- askipulagsins er að gefa fólki kost á að taka þátt í að móta sitt eigið umhverfi, og því má fastlega vænta framfara í umhverfismál- unum í náinni framtíð. HS Miðvikudagur 13. april 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.