Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 12
» Henríetta (Kirsten Lehfeldt) reynir að fá botn í tilveruna. Brennandi hjörtu Henríetta er ég sjálf fyrir tíu árum Hamingjan? Henríetta og Ljónið á stefnumóti, Kirsten Lehfeldt og Torben Jensen. Fyrir nokkru var danska leikkonan og kvikmyndaleik- stjórinn Helle Ryslinge stödd hér á landi í tilefni frumsýning- ar myndar hennar, Flamber- uð hjörtu (Flamberede hjert- er) - sem af einhverjum ástæðum fékk nafnið Brenn- andi hjörtu í íslenskri þýðingu. Helle Ryslinge er 42 ára og hafði komið víða við áður en hún gerðist kvikmyndaleikstjóri. Sautján ára var hún send á hús- mæðraskóla, til að losa hana við óraunæfa drauma um að læra keramík. Til að losna þaðan fór hún í kennaraskóla og útskrifað- ist 1966. Eftir að hafa verið kenn- ari á Jótlandi í eitt ár var hún rekin vegna þess að hún gekk í pínupilsi, og fór þá að starfa í barnaleikhúsi þar sem hún var leikkona, skrifaði leikritin, samdi tónlistina og gerði leikbrúðurnar. Næstu árin var hún lausamann- eskja hjá ýmsum leikhópum, lék í kvikmyndum og skrifaði kvik- myndatónlist. Hún hóf samstarf við leikkon- una Anne Marie Helger, og þær settu saman kabarett (show) sem þær ferðuðust með um landið pg kölluðu Dameattraktioner. Ur því varð kvikmyndin Koks i Kul- issen (Allt í steik á bakvið tjöld- in), 1983, þar sem þær Helle og Anne Marie skrifuðu handritið og léku aðalhlutverkin. Helle skrifaði handritið að Flamberuðum hjörtum með það fyrir augum að leika sjálf aðal- hlutverkið, en það varð úr að myndin varð í staðinn frumraun hennar sem kvikmyndaleikstjóri. Myndin segir frá tímabili í lífi Henríettu, hjúkrunarkonunnar sem reynir að fóta sig í tilverunni, með vægast sagt misjöfnum ár- angri. Hún leitar meðal annars að þeim eina rétta, og telur sig um tíma hafa fundið hann í skurð- lækninum Lpwe (Ljóni), sem hún býr sig undir að svífa með inní glansandi framtíð, - á bleiku skýi eins og vera ber. En Henrí- etta rekur sig fljótlega á að tilver- an er ekki einsog klippt útúr glansblaði utan úr sjoppu og hvítkyrtlaða skurðhnífshetjan er kannski ekki beint það sem hún var að leita að. Þetta eru lygisögur Helle Ryslinge,fyrri hluti mynd- arinnar, þegar þau Henríetta og L0we hittast, minnir mann á þess- ar klassísku sögur um Hann og Hana og Hamingjuna, og þá sér- staklega lœknasögurnar; hún er hjúkrunarkona, hann er lœknir, o.s.frv. Ertu kannski að sýna okk- ur hvernig slík saga vœri ef hún gerðist i raun og veru, eða ertu bara að gera grín að þeim? - Já og nei, þetta er bara mín aðferð við að gera myndina. Ég hafði vissulega læknasögurnar í huga þegar ég undirbjó hana. Ég held að þessar sögur séu svona vinsælar vegna þess að þetta eru lygisögur og allir vita það innst inni. Þær eru um draum sem við vildum kannski gjarnan sjá ræt- ast, og það er einmitt ástæðan fyrir því að Henríetta fleygir sér í fangið á Lpwe, hún vill upplifa drauminn, þó að eiginlega viti hún vel að það gengur ekki upp. Eiginlega biður hún hann að fara illa með sig og það gerir hann líka. Það má kannski segja að sagan sé ýkt, að ég dragi þarna upp skrípamynd af slíku sam- bandi, en það er bara ákveðin að- ferð til að leggja áherslu á hlut- ina. Er Henríetta dœmigert flón, eða bara ósköp venjuleg manneskja? - Henríetta, það er ég sjálf fyrir tíu árum, og mér fiiinst hún hegða sér heimskulega. Heimska hennar felst í því að hún hefur ekki lag á að fá það sem hún þarfnast. Hún hefur endalaust sektarkennd, því henni finnst hún alltaf vera að gera einhverja vitleysu, og sekt hennar er ein- mitt sú að hún segir ekki það sem henni finnst eða hvað hún vil. Svo eiginlega getur hún sjálfri sér um kennt. Sambandi hennar við Bent, hommann sem hún leigir með, er dæmigert; hann er ósköp góður en alveg óþolandi vegna þess að hann talar út í eitt svo hún kemst aldrei að. Hún er enda- laust pirruð á honum, en hún segir honum aldrei að þegja, svo hverjum er það að kenna að hann kaffærir hana í kjaftavaðli? - í rauninni notar hún hann til að halda sér fljótandi í einhverjum yfirborðskenndum draumi um að allt sé eins og það eigi að vera. - Hún er ekkert ein um þetta, það er fjöldi fólks eins og hún, alltaf að gera einhverja vitleysu vegna þess að það þekkir ekki 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 13. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.