Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 14
Samsalan blómstrar Aðalfundur Mjólkursamsölunnar var haldinn í húsakynnum hennar að Bitruhálsi 25. mars s.l. Mjólkursam- salan er eitt af 20 stærstu fyrirtækjum landsmanna. Á svæði hennar er framleiddur rösklega helmingurinn af allri mjólk á landinu. Að henni standa Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursam- lagið í Borgarnesi, Mjólkursamlag Kjalarnesþings og Mjólkursamlagið í Búðardal. Samsölumenn hafa fulla ástæðu til að vera bjartsýnir á reksturinn. Skuldabirði vegnaóhjákvæmilegra fjárfestinga í byggingum og tækni- búnaði er að vísu töluverð ennþá. Staðafyrirtækisins hefur þó gjör- breyst til batnaðar frá síðasta ári. Fjármagnskostnaður minni en búist var við, neysla á mjólkurvörum hefur aukist, viðhorf neytenda vinsamleg. Staða mjólkuriðnaðarins er tvímæla- laust að styrkjast, óarðbær útflutning- ur minnkar, jöfnuður á mjólkurinn- leggi eftir árstíma eykst. Neysla okkar á mjólkurafurðum fer vaxandi, gagnstætt því sem annars staðar gerist. Er það þakkað markaðsátaki og aukinni kynningu á hollustu mjólk- urinnar. Síðastliðið ár er fyrsta heila árið sem Samsalan starfar í hinum nýju húsakynnum. DaglegadreifirSam- salan um 150 tonnum af vörum í verslanir og sér um sölu á meira en 300 vörutegundum. Með sífellt betra hráefni frá bændum, góðum tækni- búnaði stöðvarinnar og öflugu dreifingarkerfi hefur tekist að auka geymsluþol vörunnar verulega. Nokkurbreyting hefurorðið á neyslu einstakra vörutegunda. Sala á léttmjólk, kókómjólkog undanrennu jókst um rúma 1 milj. Itr. 1987. Sala á rjómaskyri og Smá-Máli jókst um 60 tonnogájógúrtum62tonn. Hinsveg- ar minnkaði sala á nýmjólk, súrmjólk og skyri. Athyglisverðust er þó aukningin á rjómaneyslunni. Er álitið að veitingastaðir, sem sérhæfa sig í nýtísku matargerðarlist, uppskrifta- bæklingar M.S. og matargerðarnám- skeið í fjölmiðlum hafi aukið vinsældir rjómans. í skoðanakönnun Hag- vangs í des. 1987 kom fram, að neytendur eru mjög ánægðir með vörurog þjónustu Mjólkursamsöl- unnar. Alls höfðu 83,1 % jákvæða af- stöðu tll fyrirtækisins og er það í efsta sæti fyrirtækja, sem spurt var um. Nú er svo komið, sem margir óttuð- ust, að fullvirðisréttur svæðisins dug- ar vart lengur til að fullnægja þeim markaði, sem M.S. er ætlað að sjá um, en mjólkurinnleggið minnkaði um 9,2% frá 1985-1987. Síðan kem- ur til fólksfjölgun á suðvesturhorninu og aukin sala. Því gætu t.d. óvæntar árferlissveiflur leitt til mjólkurskorts á dreifingarsvæðiMjólkursamsölunn- ar. -mhg í dag er 13. apríl, miðvikudagur í 25. viku vetrar, 23. dagureinmánaðar. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 6,02 en sólsetur er kl. 20,56. - Þjóðhátíðar- dagurChad. Atburðir: Stóri dómur staðfestur af konungi 1565. Þjóðviljinn fyrirSOárum: Alvarlegt ástand á Norðfirði. Fjöldi manna hjálparþurfi vegna þess að vertíðin hefur algerlega brugðist. Bæjarstjórn leitar til Alþingis um hjálp. - Japanir búast til varnar í Shanghai. Kínverjar hvarvetna í sókn. - Öflug sókn stjórnarhersins við Tortosa og Lerida í Aragoníu. - Nasistar á Suður-Jótlandi heimta sjálfstjórn að dæmi nasista í T ékkósl- óvakíu. - Sjajapin lést í gær 65 ára að aldri. - Skíðaíþróttin eignast nýtt vígi. íþróttafélag Reykjavíkur kaupir Kol- viðarhól. - Halldór Kiljan Laxness kominn til Kaupmannahafnar úr Rússlandsferð. -mhg „Sorgin gleymir engum“ Útvarp, rás 1, kl. 21.30 Til stendur að séra Bernharður Guðmundsson hafi umsjón með átta þáttum, sem hann nefnir: „Sorgin gleymir engum“. Einn þátturinn hefur þegar verið flutt- ur en annar verður í kvöld. í hverjum þætti segja einhverjir frá reynslu sinni af sorginni og í framhaldi af því er efnt til um- ræðu um hvað megi læra af þeirri reynslu. Taka þátt í þeirri um- ræðu gestir þáttanna, umsjónar- maður og einhver,sem mætir sorginni í daglegum störfum sín- um. í kvöld er það séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur. Skák og mát Stöð 2 kl. 21.20 í kvöld verður sýndur fyrsti þátt- urinn af þremur um hið eftir- minnilega skákeinvígi í Saint John í Kanada, þar sem Jóhann Hjartarson sigraði Victor Korts- noj. Fyrsti þátturinn fjallar um framvindu einvígisins í heild. Annar þátturinn um hraðskák- mótið, sem Helgi Ólafsson tók þátt í, og í þeim síðasta segir frá undirbúningi, fjáröflun, sérþörf- um og deilum einstakra skák- manna. íslenskar tónmenntir Útvarp, rás 1, kl. 20.40 Dr. Hallgrímur Helgason er á dagskrá rásar 1 í kvöld og flytur 30. erindi sitt um íslenskar tón- menntir. Ræðir dr. Hallgrímur að þessu sinni um Friðrik Bjarna- son, organista, kórstjóra og tón- skáld, ævi hans og tónsmíðar. Friðrik er löngu landskunnur fyrir lög sín eins og „Fyrr var oft í koti kátt“, „Hafið bláa hafið“, „Abba-labba-lá“ og mörg fleiri. í hinum gagnmerka erindaflokki sínum hefur dj\ Hallgrímur rakið þróunarferil íslenskra tónmennta allt frá landnámsöld og dregið mörg fáheyrð stef upp úr dvalar- djúpi óminnis. Dr. Hallgrímur Helgason. 'UM ÚTVARP & SJONVARP Faðir um helgar Sjónvarp kl. 22.20 í kvöld sýnir Sjónvarpið fyrsta þáttinn af þremur í breskum myndaflokki, sem nefnist Skin og skúrir. Myndin fjallar um skilnað ungra hjóna og þá erfiðleika og armæðu, sem því eru oftast sam- fara. Eftir skilnaðinn sér faðirinn son sinn aðeins um helgar. Helg- arpabbarnir þykja oft auðþekktir frá öðrum því föðurhlutverkið rækja þeir oft fyrir allra augum: í kvikmyndahúsum, í almennings- görðum og á leikvöllum. Myndin þykir túlka trúverðuglega erfið- leika, sársauka og sjálfsásakanir þeirra, sem fyrir þessu verða, og það því fremur sem börn eru ann- ars vegar. GARPURINN Humm... Fríða... hérna... heyrðu... C U’I SynOn*lr KALLI OG KOBBI Ekki fara! Sérðu ekki að ég er að reyna að biðjast afsökunar hálfvitinn þinn! FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.