Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 17
ERLENDAR FRETTIR
1
Palestína
42 limlestir í gær
og3 skotnir til bana ífyrradag. Sendiherra Bandaríkjastjórnar íJórsölum gagnrýnir
ráðamennfyrir hörku ískiptum við uppreisnarmenn
Flugránið
Frá Kýpur
til Alsír
12 gíslar voru látnir lausir
ígœrkvöldi ískiptum
fyrir eldsneyti
Boeing 747 þotan frá Kuwaít
sem verið hefur á valdi flugræn-
ingja í tíu daga héit frá Larnaca
flugvelli áleiðis til Alsír klukkan
22.17 í gærkveldi að íslenskum
t íina. Um borð voru 32 gíslar og 8
her mdarver kamenn.
Vélin hafði verið á flugvellin-
um á Larnaca frá því henni var
flogið frá íran til Kýpur á föstu-
daginn. Fyrr í gærkveldi hafði
náðst samkomulag við ræningj-
ana fyrir milligöngu félaga PLO
um að þeir létu tólf gísla lausa
gegn því að eldsneyti yrði sett á
geyma flugvélarinnar. Ennfrem-
ur hafði emírnum í Kúwaít tekist
að fá alsírska ráðamenn til þess
að fallast á að vélin lenti innan
vébanda rfkis síns.
Hermdarverkamennirnir
myrtu tvo gísla sinna í Larnaca,
25 ára gamlan öryggisvörð á
laugardaginn og tvítugan bruna-
vörð í fyrradag. Báðir voru frá
Kuwaít. Ennfremur höfðu þeir
lagt hendur á aðra gísla.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að flugræningjarnir krefjast
þess að 17 félagar sínir sem gísta
dýflissur Kuwaítemírs verði látn-
ir lausir. Þeir voru fundnir sekir
um að hafa skipulagt sprengju-
herferð sem varð sex mönnum að
fjörtjóni árið 1983.
Reuter/-ks.
Skák
Karpov
efstur
Sovétmenn íþrem efstu
sœtunum á heimsbikar-
mótinu í Brússel
Anatólí Karpov, fyrrum
heimsmeistari í skák, er í
feiknastuði á heimsbikarmótinu í
skák sem nú fer fram í Bríissel. í
fyrradag lagði hann Júgóslavann
Lubomir Ljubojevic að velli með
svörtu mönnunum og í gærkvöidi
sigraði hann Englendinginn Jon-
athan Speelman.
Aðrir keppendur eru fremur
brokkgengir ef Alexander Belj-
avskij, landi Karpovs, er undan-
skilinn en hann vann Tal í fyrra-
dag en gerði jafntefli við Portisch
hinn ungverska í gærkvöldi.
Kortschnoi átti frí í gær en skák
Hollendingsins Jans Timmans og
Tals var frestað af orsökum sem
oss eru ókunnar. Seirawan sigr-
aði heimamanninn Winants en
öllum öðrum viðureignum lauk
með því að keppendur féllust á að
skipta sigrinum, og tapinu, á milli
sín.
Að loknum tíu umferðum er
staða efstu manna þessi: 1. Karp-
ov með 7 vinninga úr 10 skákum.
2. Beljavskij með 6 úr 9. 3. Salov
(einnig frá Sovétrfkjunum) 6 úr
10. 4. Portisch 5,5 úr 9. 5.-7. Lju-
bojevic, Nunn og Speelman með
5 úr 9. Reuter/-ks.
ísraelskir hermenn slösuðu að
minnsta kosti 42 Palestínumenn í
gær fyrir þær sakir að mótmæla
nauðungarflutningum 8 félaga
sinna til Líbanons. Andófið fór
fram í heimabæjum útlaganna á
Gazasvæðinu í gær. Læknar og
hjúkrunarlið sjúkrahúsanna
Shifa og Ahli í Gazaborg kváðu
mótmælendurna ýmist eiga um
sárt að binda af völdum gúmmí-
kúlna, barsmíða ellegar gas-
eitrunar. Tvítugur Palestínumað-
ur hefði verið særður skotsárum í
Jabalja flóttamannabúðunum.
Hermenn hindruðu för manna
inní og útúr þrennum búðum Pal-
estínumanna á Gaza ef ske kynni
að í harðbakka slægi.
Á vesturbakkanum sögðust ís-
raelsmenn hafa sært tvo Palest-
ínumenn skotsárum eftir að hóp-
ur þeirra „setti upp vegartálma
og grýtti hermenn með þeim af-
leiðingum að liðforingi meiddist
lítillega," einsog talsmaður her-
yfirvalda komst að orði.
Fjórir af níu bæjarráðs-
mönnum Rafah á Gazasvæðinu
sögðu af sér í gær. Þeir voru á
sínum tíma skipaðir í þessar
þegnskyldustöður af ísraelskum
ráðamönnum. Hinir óþekktu
leiðtogar uppreisnar Palestínu-
manna á herteknu svæðunum
höfðu sett sig í samband við þessa
landa sína og skipað þeim að
víkja úr ráðinu. Er það talið stafa
af fyrrnefndri brottvikningu átta
félaga þeirra úr landi.
í Jórsölum gerðist það í gær að
sendiherra Bandaríkjanna, Tóm-
as nokkur Pickering, setti ofaní
við ísraelska ráðamenn. Kvað
hann allt of mikilli og óþarfri
hörku beitt gegn palestínsku
andófsfólki á herteknu spildun-
um. Ennfremur næði það ekki
nokkurri átt að handteknir
mótmælendur skyldu ekki njóta
nokkurs réttaröryggis.
Aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna, Javier Perez de Cuellar,
sagðist í gær harma brottrekstur
áttmenninganna palestínsku úr
landi og skoraði á Shamir og fé-
laga að endurskoða ákvörðun
sína. Hann gagnrýndi ísraels-
stjórn ennfremur fyrir að hafa
lagt 14 hús í Beítaþorpi í rúst og
sagði slík skemmdarverk aðeins
auka spennu og líkur á átökum.
ísraelska herstjórnin greindi
frá því í gær að dátar sínir hefðu
skotið 3 Palestínumenn til bana í
ísraelskur kylfuberi gætir eins
þeirra óteljandi Palestínumanna
sem handteknir hafa verið frá því
í desember í fyrra.
fyrrakvöld. Að þeim meðtöldum
hafa nú 140 Palestínumenn fallið
frá því uppreisnin hófst fyrir fjór-
um mánuðum. Um 4 þúsund hafa
verið teknir höndum. Þeir eiga
ömurlega ævi í ísraelskum fanga-
búðum og njóta engrar laga-
verndar. Ekki verður tölu komið
á alla þá Palestínumenn sem ísra-
elsmenn hafa limlest á þessum
tíma.
Reuter/-ks.
Hollywood
þar sem keisarans hallir skína
Síðasti keisari Bernardos Bertoluccis hreppti níu óskara.
Douglas og Cher unnu mestu leikafrekin í ár
Síðasti keisarinn, sköpunar-
verk ítalska kvikmyndameist-
arans Bernardos Bertoluccis,
kom sá og sigraði á uppskeruhá-
tíð Hollywoodbæjar í fyrrakvöld.
Ekki sjaldnar en níu sinnum var
,,keisarinn" kvaddur upp á svið
til þess að veita yiðtöku loga-
gylltri eftirmynd Óskars sjálfs.
Hann var kjörinn kvikmynda
bestur og Bertolucci leikstjóra
fremstur. Það kvað vera mjög
sjaldgæft að evrópsk kvikmynd
slái svo rækilega í gegn í draumaf-
abrikkunni vestra.
„Mér líður einsog ég hafi feng-
ið of stóran lyfjaskammt, hringið
á sjúkrabíl," sagði hinn kampa-
káti en ringlaði og glaði í bragði
Bertolucci eftir ósköpin í fyrra-
kvöld. Alkunna er að verðlauna-
filman fjallar um síðasta keisara
Kína, Pu nokkurn Jí, sem öðlað-
ist ekki hamingju né innri frið
fyrr en hann fékk stöðu garð-
yrkjumanns í Peking eftir bylt-
ingu alþýðunnar.
Fyrrum poppstjarna, Cher að
nafni, var kjörinn leikkvenna
fremst að þessu sinni fyrir afrek
sín í „Fullu tungli". Michael
Douglas fékk gullstyttu fyrir karl-
leik í aðalhlutverici. Hann lék
fégráðugan verðbréfabraskara í
„Wall Street". Fyrir aukakven-
íeik fékk Ólympía Dukakis,
frænka Michaels, styttu en Sean
Connery, James Bond á eftir-
launum, var bestur aukakarla.
Danska kvikmyndin „Veisla Ba-
bettes" varð fyrir valinu sem
besta myndin með framandi
tungutaki.
Cher sagðist þakka förðun-
armeistaranaum og hárgreiðslu-
dömunni öðrum fremur þessa
upphefð en Douglas þakkaði
Kirk föður sínum og leikstjóran-
um Oliver Stone. „Margir höfðu
enga trú á því að ég gæti leikið."
En „keisarinn" var og er á allra
vörum. Það er ár og dagur síðan
ein kvikmynd hreppir svona
margar gullstyttur. „Ben Hur"
fékk 11 árið 1959, „West side
story" fékk 10 árið 1961 og
„Gigi" fékk 9 árið 1958 einsog
„Síðasti keisarinn" nú, réttum
þrjátíu árum síðar.
í viðtali við ítalska útvarpsstöð
í gær sagði Bertolucci að Holly-
woodliðið hefði nú loks lært að
meta kvikmyndir sem framleidd-
ar væru utan vébanda amerísks
kvikmyndaiðnaðar. Sjálfur hefði
hann til skamms tíma álitið Óskar
einhverja dularfulla persónu sem
ekki kæmi sér nokkurn skapaðan
hlut við.
Nafn Bertoluccis var ýmist
lofað eða lastað þegar sýningar
hófust á „Síðasta Tango í París"
árið 1972. Þar léku sem kunnugt
er Marlon Brando og María
Schneider afkastamikla elskend-
ur í París. Sú mynd var um langt
árabil bönnuð á ítalíu, fósturjörð
höfundar. Um fimmtán ára skeið
héldust nær óslitnar skúrir á hö-
fundarbraut Bertoluccis uns
hann gerði „Síðasta keisarann".
P.S. Reuter fjallar ávallt um
peningahlið sérhvers hlutar og
verður farið að óskum hans hér.
Gerð „Síðasta keisarans" kostaði
23 miljónir bandarískra >dala.
Hann hefur á þessari stundu aflað
höfundum sínum 100 miljóna
dala í Evrópu einni. 15 dalamilj-
ónir ættu að öllu óbreyttu að
bætast við af völdum óskarsverð-
launa.
Reuter/-ks.
Bernardo Bertolucci hér á árum
áður. Áður en Hollywwod virti
hann viðlits.
ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA'17
Suður-Afríka
Alan Palon latinn
Var œtíð andsnúinn kynþáttamisrétti en trúði á mátt
sannfæringarinnar í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni
Suðurafríski rithöfundurinn og
stjórnmálamaðurinn Alan
Paton lést í gær á heimili sínu, 85
ára að aldri. Banamein hans var
krabbamein. Hann var frægastur
fyrir skáldsögu sína, „Grát
ástkæra fósturmold," sem bar
hróður hans um heim allan og
vakti athygli manna á ömurlegu
hlutskipti þeldökkra í föðurlandi
höfundar. „Hann fékk hægt and-
lát og var ánægður að fá að deyja
á sínu eigin heimili," sagði Ann
Paton, ekkja rithöfundarins, við
fréttamenn í gær.
Paton varði lunganum úr ævi-
starfi sínu í baráttuna gegn að-
skilnaðarstefnu hvíta minnihlut-
ans sem hann sagði brjóta í bága
við kristna trú sína. Hann var
einn af stofnfélögum „Frjáls-
lynda flokksins" og lengst af leið-
togi hans. Ríkisstjórn „Þjóðar-
flokksins" stóð stuggur af hinum
frjálslyndu andstæðingum sínum
og lagði blátt bann við starfsemi
Alan Paton.
flokks þeirra árið 1968. Sama ár
var Paton sviptur vegabréfi sínu
og fékk hann það ekki á ný fyrr en
þrem árum síðar.
„Grát ástkæra fósturmold" er
saga prests af Zulu ættum. Sonur
hans er tekinn höndum og gefið
að sök að hafa myrt hvítan mann.
í lok bókarinnar eru söguhetj-
unni lögð þessi orð í munn: „Eitt
er það sem ég óttast öðru fremur;
þegar þeir uppgötva ástina og
kærleikann einn góðan veðurdag
verðum við farnir að hata."
Paton trúði ætíð á mátt skyn-
seminnar. Hann sá ekki aðra leið
færa út úr ógöngum föðurlands-
ins en þá að telja hvítum vald-
höfum hughvarf og leiða þeim
fyrir sjónir að gjörðir þeirra væru
ekki guði þóknanlegar. Hann var
andsnúinn valdbeitingu. Leið-
togar Afríska þjóðarráðsins eru
sem kunnugt er á öndverðum
meiði og atburðir undanfarinna
ára og áratuga hafa margsinnis
staðfest að þeir hafa rétt fyrir sér,
því miður.
Reuter /-ks.
LWAV.WAV