Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14. aprfl 1988 84. tölublað 53. árgangur VRIVestmannaeyjar Samningamir felldir VerslunarmannafélagReykjavíkurboðar allsherjarverkfallfrá22. apríl. Verkfallií stórmörkuðum aflýst. Vinnuveitendasambandið með hótanir. Magnús L. Sveinsson: Fólk sáróánœgtmeðþessalágukauptaxta. Verkalýðsfélögin íEyjumfelldu A^ureyrarsamningana. Vilja semja við heimamenn Félagar í Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur felldu í gær í annað sinn á stuttum tíma ný- gerða kjarasamninga við vinnu- veitendur. Um 27% félagsmanna tóku þátt í allsherjaratkvæða- greiðslu og greiddu 1456 atkvæði gegn samningunum en 1201 með. Á fundi í trúnaðarmannaráði fé- lagsins strax að lokinni talningu í gærkvöldi var samþykkt að aflýsa boðuðu verkfalli í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu sem taka átti gildi í dag en boða þess í stað til allsherjarverkfalls frá og með föstudeginum 22- apríl. Vinnuveitendasambandið sendi VR bréf í gær þar sem boð- að verkfall í stórmörkuðum var lýst ólöglegt. Magnús L. Sveins- son formaður VR segir bréfið tómt rugl. Verkfallinu hafi verið aflýst þar sem mjótt var á munun- um í atkvæðagreiðslunni og vilji sé fyrir því að allir standi saman ef til verkfalls kemur. Meginá- stæðan fyrir úrslitum kosning- anna sé sú að verslunarfólk sé sáróánægt með þau lágu laun sem því er boðið uppá. Verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum felldu einnig í gær í sameiginlegri atkvæðagreiðslu Akureyrarsamningana. 150 voru á móti en 105 með á fjölmennum fundi í Alþýðuhúsinu. Elsa Valg- eirsdóttir varaformaður Snótar segir að verkafólk í Eyjum sé sár- óánægt með afstöðu atvinnurek- enda í bæíium sem í engu hafi svarað kröfum verkalýðsfélag- anna. Sjá bls. 3 Trúnaðarmannaráð Verslunarmannafélags Reykja- víkur á f undi sínum í gær þegar samþykkt var að boða til allsherjarverkfalls f rá 22. apríl nk. og í bakvarða- sveitinni eru baráttuglaðarSnótarkonur. Mynd-E.ÓI. Valsmenn fögnuðu í gær tvöföld- um sigri meistaratitli í handbolta þegar þeir unnu Breiðablik nokk- uð auðveldlega, 25-15, í úrsilta- leik bikarkeppni HSl. Valur varð einnig bikarmeistarí í kvenna- handboltanum, en Valsstúlkur unnu Stjörnuna 25-20. Mynd E.ÓI. Sjá bls. 15 Ríkisstjórn nr.40 í gær hlýddi Francesco Cos- siga, forseti ítalíu, á 32 ráðherra ríkisstjórnar Ciriacos de Mita sverja embættiseiða. Hinn nýi forsætisráðherra er sextugur lög- fræðingur og hefur verið formað- ur Kristilega demókrataflokksins í sex ár. Sjá bls.13. A Iþýðubandalagið Styttri vinnirtíma Þingsályktunartillaga um raunverulega styttingu vinnutímans „Vinnuþrældómurinn er eitt alvarlegasta þjóðfélagsvandamál á íslandi. Hér á landi vinnur fólk 50 stundir að jafnaði á viku með- an nágrannarnir krefjast 35 stunda vinnuviku," segir m.a. í greinargerð með þingsályktun- artillögu sem þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa lagt fram. Tillagan er í samræmi við meg- inatriði stjórnmálaályktunar síð- asta landsfundar Alþýðubanda- lagsins, um að vinnutíminn yrði styttur. Sjá bls. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.