Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIfí Getur Framsókn veríð stikkfrí? „Róm brennur," sagöi formaður Framsóknar fyrir nokkrum mán- uðum. Með þessu líkingamáli átti Steingrímur Hermannsson við að efnahagsmál þjóðarinnar væru að lenda í öngþveiti. Var ekki annað á honum að heyra en Framsókn yndi því ekki að eldarnir loguðu áfram. Þegar Steingrímur var hvað áhyggjufyllstur vegna efna- hagsmálanna voru efnahagssérfræðingar að senda frá sér ævint- ýralega bjartsýnar spár um verðlagsþróun á þessu ári. Þá var enn verið að tæpa á þeim verðlagsforsendum sem ríkisstjórnin hafði miðað fjárlögin við, þ.e. að verðlag hækkaði á þessu ári innan við 10%. En þrátt fyrir bjartsýni spámannanna sá Steingrímur af hyggjuviti sínu að eldur var laus. En nú hafa spámennirnir líka heldur betur rankað við sér og eru komnir fram með nýjar spár um verðlagsþróunina. Nú er ekki lengurtalað um að verðlag hækki á þessu ári um innan við 10%. Nú er rætt um 25% hækkun verðlags á árinu, að verðbólgan verði hér 8 sinnum meiri en í helstu viðskiptalöndunum. Jafnhliða þessu Því er spáð að viðskiptahallinn á þessu ári verði 12 og jafnvel allt upp í 15 miljarðar króna. I fyrra var hann 7 miljarðar og þótti mörgum nóg um. Allur útflutningur okkar til Bandaríkjanna, sem löngum hafa verið helsta markaðsland okkar fyrir sjávarafurðir, nam í fyrra 9,8 miljörðum króna. Ástandið er það alvarlegt að jafnvel tvöföldun á útflutningi til Bandaríkjanna sem byggði á hreinni aukningu á þjóðarframleiðslu dygði ekki til að vega á móti viðskiptahallanum. Það þarf mikla peninga til að mæta viðskiptahalla af þessari stærðargráðu og íslendingar slá nú lán í útlöndum sem aldrei fyrr. Lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar er gjörsamlega farin úr böndun- um. í fyrra varð aukning á erlendum lántökum 16 miljarðar en átti samkvæmt áætlunum að verða 8,2 miljarðar. Jafnt og þétt aukast erlendar skuldir þjóðarinnar og því er spáð að þær verði 92 til 100 miljarðar króna um næstu áramót en það jafngildir því að hver meðalfjölskylda skuldi um eina og hálfa miljón króna í útlöndum. Lýsingar efnahagssérfræðinganna eru sem sagt orðnar miklu ískyggilegri en þegar formaður Framsóknar hrópaði að eldur væri laus fyrir nokkrum mánuðum síðan og krafðist þess að kallað yrði á slökkviliðið. Nú ber reykjarbólstrana við himin og logatungurnar teygjast út um hvern glugga. Hvað segir Steingrímur Hermanns- son og Framsóknarflokkurinn núna? í Þjóðviljanum í gær birtist viðtal við Pál Pétursson þingflokks- formann Framsóknarflokksins. Þar mátti sjá að Framsóknarmenn gera sér enn þá fullvel grein fyrir því að eldur er enn laus. En það er eins og áhuginn fyrir slökkvistarfinu hafi eitthvað dofnað frá því að Steingrímur fékk að vera einn í sviðsljósinu og hrópa að Róm væri að brenna. Nú virðist á þeim bæ lögð áhersla á að sýna fram á að eldsvoðinn komi Framsóknarmönnum ósköp lítið við. Þeir fengu ekki að taka að sér yfirstjórn efnahagsmála, og stóð þó ekki á þeim að taka að sér embætti fjármálaráðherra en samstarfs- flokkarnir skömmtuðu þeim hins vegar bara utanríkisráðuneytið. Það ber nokkuð nýrra við að einum flokki í samsteypustjórn sé nánast óviðkomandi allt það sem ekki heyrir undir þau fagráðu- neyti sem ráðherrar hans stjórna. Auðvitað gengur það ekki upp að Framsókn sé í stjórn þegar landbúnaðarmálin eru á dagskrá af því að Jón í Seglbúðum er Framsóknarmaður, en í stjórnarands- töðu þegar rætt er um ríkisfjármálin af því að Jón Baldvin er krati. Almenningur veit að Framsókn ber fulla ábyrgð á stefnu ríkis- stjórnarinnar í öllum málum. Það er líka vitað að stefna núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum er rökrétt framhald af stefnu ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar. Framsókn getur ekki verið stikkfrí. ÓP Utbrelðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskrlftarverð á mónuði: 700 kr. þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit8telknarar: GarðarSigvaldason, MargrótMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofu8tjóri:Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. koma fram hrikalegar upplýsingar um viðskiptahallann gagnvart útlöndum og stórauknarerlendar lántökur. í Ijós kemurað ástand- ið er svo alvarlegt að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í voða. Frönsk kvikmynda- vika „Á veraldarvegi" heitir frönsk kvikmynd ágæt sem sýnd var við upphaf franskr- ar kvikmyndaviku sem nú stendur yfir. Mynd sem lýsir af útsmognu listfengi og asa- lausri smekkvísi bæði skop- legum og dapurlegum hlið- um þeirra tíðinda, að ungur drengur kemur í nýtt um- hverfi,heimurinnstækkar ' skyndilega, hann fær að sjá og heyra miklu fleira en hann fær með góðu móti ris- ið undir. Pessi kvikmynd fékk að verðleikum mikið lof hjá einum kvikmyndarýni í Morgunblaðinu í gær. Og í þeirri umsögn er m. a. þessar setningar hér að finna: „Það þarf ekki nema eina mynd eins og Á veraldarvegi til að sýna hvað allir kvik- myndadagar, kvikmynda- viícur, kvikmyndahátíðir, eru dýrmætar hér á íslandi þegar þjóðin er að breytast í bandaríska kapalstöð með hverjum lögguþættinum, spennumyndinni og ung- lingagríninu sem líður. Það þarf ekki nema eina mynd eins og Á veraldarvegi til að minna á allar hinar myndirnar sem við fáum aldrei að sjá fyrir Chuck Norris.“ Hvað fáum við aðsjá? Þetta er ekki nema satt og rétt. Það er sama hvort tald- ar eru kvikmyndir þær sem sjónvarpsstöðvar sýna eða myndaval kvikmyndahúsa borið saman við það sem á boðstólum var fyrirt.d. 20 árum: við erum svo sannar- lega að breytast í „banda- ríska kapalstöð“. Við höfum reyndar allt frá stríðsárun- um og fyrstu árum eftir stríð þegar öngvar myndir sáust hér nema amrískar, verið á hraðleið til Bandaríkjanna sem kvikmyndanotendur. Smám saman hafa menn gerst heimavanir innan til- tekinna tegunda banda- rískra kvikmynda: endur- tekningin lætur menn fljót- lega kannast við það hver er hvað í kábojmyndinni, grín- myndinni, löggumyndinni, sálflækjumyndinni (sem hver um sig eru alveg eins og aðrar myndir í sama flokki nema skipt um stjörnur). Menn venj a sig líka á hraðann í bandarískum kvikmyndum sem leyfir ekki að numið sé staðar við nokk- urn skapaðan hlut. Allt væri það nú í lagi ef ekki gerðist annaðí leiðinni. Nefnilega það, að landsmenn venja sig af því að horfa á kvikmyndir frá öðrum menningarsvæð- um, þar sem fólk og sögur af því eru ekki eins þrælslega stöðluð og í Hollywood. Menn átta sig ekki á, eða nenna ekki að átta sig á, ítölsku eða frönsku mannlífsmynstri og ef myndskeið fara fram úr svo og svo mörgum sekúndum þá fara menn að ergj a sig og aðra á því hvað allt sé þetta leiðinlegt og ekkert fútt í neinu. Fordomar rammir Ekki bætir það úr skák að í allskonar „lesendabréfum“ og fjölmiðlaskrifum er ó- spart alið áfordómum. Það er til dæmis langt síðan menn ákváðu það svona fyrirfram að allar rússneskar myndir væru hrútleiðin- legar, sem er náttúrlega mis- skilningur, þótt vissulega hafi Sovétmenn framleitt dobíu af vondum myndum eins og aðrir. Jafnvel enn fleiri bölbænir hafa menn svo sungið einhverri hremmingu sem þeir kalla „sænskar vandamálamy nd- ir“ og á að vera eitt það ömurlegasta undir sólinni. Sú meinloka hefur stundum tekið á sig hlálegustu mynd- ir. Sjónvarpið sýndi t.d. eitt sinn sænskfinnska upptöku á hinu fræga leikriti Svis- slendingsins Max Frisch, Bi- ederman og brennuvargarn- ir. Og það var eins og við manninn mælt - sjónvarps- rýnir DV bað guð að forða sér undan „enn einni sænsku vandamálamyndinni". Og ef Svíar eru ekki beinlínis að kafna í félagsfræðinni, eins og sj ónvarpsáhorfendur komust ekki hjá að sjá þegar Sj ónvarpið sýndi á j ólum snilldarverk Ingmars Beg- mans um Fanny og Alex- við: Ingmar skepnan er dóni, hann lætur fólk vera að reka við og gera hitt á sjálfum jólunum. Aldrei gerum við svoleiðis. Petta skiptir máli Það er því ekki nema satt og rétt sem segir í þeirri gagnrýni sem til var vitnað: okkur veitir ekki af að fá kvikmyndavikur og kvik- myndahátíðir. En það er barasta ekki nóg. Hátíð er hátíð og kannski fer það smám saman að festast í sessi hjá mörgum að hvunn- dagsleiki kvikmyndahús- anna og kannski sjónvarps- stöðvanna líka, sé eins og hvert annað fúafen von- leysis þar sem aldrei muni á öðru ganga en hátæknilegu skyttiríi, kjaftshöggafim- leikum og útsmoginni væmni. Sjónvarp allra landsmanna er sá aðili sem helst hefur reynt að andæfa þessu vonleysi með því að leita víðar til fanga en aðrir þeir sem ræmur sýna. Og ber að þakka það sem sæmi- lega tekst í þeim efnum - þó nú væri, en ósköp er sú við- leitni oft daufleg eitthvað og lítt marksækin. Því miður. Að lokum þetta: Þegar varað er við mjög einhæfu vali á kvikmyndum og sjón- varpsefni, þá höfum við ekki barastaþaðíhuga, að okkur sé annt um að mörlandar séu minntir með reglulegum hætti á fjölbreytileika heimsins. Ekki heldur það að það er óhollt að börn venji sig á að Útlenskan í heiminum sé enska og ekki annað. Heldur blátt áfram það, að við þurfum mjög á vönduðum evrópskum kvik- myndum að halda til að minna okkur á að það er mark á kvikmyndum tak- andi. Myndin af Parísar- drengnum í vist, Á veraldar- vegi, eða þá hemámsára- myndin Bless krakkar, hafa - svo næstu dæmi séu nefnd -nefnilega þann dýrmæta kost, að þar mætum við lif- andi fólki sem hægt er að trúa á. Meðan obbinn af bandarískum kvikmyndum er framleiddur undir aga þeirrar markaðsfrekju sem skammtar lifandi lífi sorg- lega lítið svigrúm. ájj _ 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN: Fimmtudagur 14. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.