Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.04.1988, Blaðsíða 10
Vítahringur verslunar- innar Eitt sinn þegar ég skrúfaði frá út- varpstækinu mínu um daginn var ver- ið að ræða þar við einhverja verslun- arstjóra í sambandi við kjarasamn- ingana, sem þá stóðu yfir við fólkið í verslunarmannafélögunum. Ríkisvaldið æsir til samkeppni milli verslananna þannig að þær neyðast til þess að lækka vöruverðið, sem aft- ur leiðir svo til þess, að þær verða að reyna til hins ýtrasta að halda niðri launakostnaðinum, sagði einn. Því miður vantaði alveg skýringar á því, í hverju þessar æsingar ríkis- valdsins væru fólgnar. Er hér kannski átt við verðkannanirnar? Tilgangur- inn með þeim er að gefa fólki vís- bendingar um hvar hagkvæmast sé að versla. Má kannski ekki upplýsa fólk um það? Ég man ekki betur en kaupmenn hafi þráfaldlega haldið því fram, að neytendur væru besta og öruggasta verðlagseftirlitið. Nokkuð er til í því. En þá verða þeir að geta stuðst við verðkannanir. Ekki getur fólk hlaupið endalaust búð úr búð til þess að athuga vöruverð. Kaupmenn segja að hin frjálsa samkeppni tryggi lágt vöruverð. Hún gerir það ekki nema fólk viti hvar hagstæðasta vöruverðið er að finna. Það má vel vera að samkeppnin setji einhverjar verslanir á hausinn. En þá hefur bara þeirra eigið lífs-„mottó“ orðið þeim að aldurtila. Við grobbum af því að búa í velferð- arþjóðfélagi. En í þessu velferðar- þjóðfélagi er ástandið hinsvegar þannig, að margir verða að vinna tvö- faldan vinnudag til þess að geta skrimt. Mest allur atvinnurekstur í landinu er á hausnum. Við erum að kafnaíerlendriskuldasúpu. Hinir einu, sem „gera það gott“ eru þeir, sem versla með vörur eða peninga. Lánastofnanir græða, að ekki sé nú talað um okurlánafyrirtæki. Verslunin á höfuðborgarsvæðinu þenst út sem aldrei fyrr. Ekki ber það vott um að að henni sé þrengt. Kaupmenn eru að vissu leyti í víta- hring, sem þeir hafa sjálfir komið sér í. Eftir því sem verslunum fjölgar harðnarsamkeppnin. íburðarmiklar verslunarskrauthallir kalla á hærra vöruverð því allt þetta verður við- skiptamaðurinn að borga. Aðrir gera það ekki. Liður í lífsbaráttu verslunar- valdsins er svo að halda launum starfsfólksins niðri. -mhg ídag er 14. apríl, fimmtudagur í 25. viku vetrar, 24. dagureinmánaðar, Tíburt- íusmessa. Sólin kemur upp í Reykja- vík kl. 5.59 en sólsetur er kl. 20.59. Atburðir: Flugvélin Hrímfaxi fórst við Osló 1963. - Snjóflóðin á Siglufirði 1919. - Verkamannafélag Húsavíkurstofnað 1911. - Hin íslenska Vietnam-nefnd stofnuð 1967. UM ÚTVARP & SJÓNVARP 7 .... dansið þið fljóð“ Stöð tvö kl. 22,15 Það mun hafa verið um 1896 sem can-can dansæðið í París stóð með mestum blóma. Margir höfðu ákaflega gaman af þessum Kvenna- útvarp Útvarp Rót, kl. 18.00 Okkur gefst kostur á að hlusta á Kvennaútvarpið á Rótinni í dag. Umsjón með því hafa Samtök um kvennaathvarf, Kvennaráðgjöfin, fslensk/lesb- iska, Kvennalistinn, Vera, Kven- réttindafélagið og Menningar- og friðarsamtök fslenskra kvenna. Ýmsir fleiri aðilar koma að venju fram í dagskrá Rótarinnar þótt hérverði ekki nefndirnú. íþrem- ur orðum sagt: „sérvitringar og öfuguggar", eins og Hannes nokkur Hólmsteinn hefur komist að orði um Rótarfólkið. - „Drottinn, ég þakka þér...“, var víst líka einu sinni sagt. dansi, bæði þær ágætu stúlkur, sem í honum tóku þátt, og einnig þeir sem á horfðu. Ekki voru þó allir jafn hrifnir, töldu dansinn djarfan og siðspillandi - þótt ann- að væri nú trúlega talið nú til dags - og allt í einu barst svo skipun frá yfirvöldunum að banna þennan varhugaverða dans. Ein mektar- kvinna, og ofan í kaupið eigandi staðarins Cafe Le Bar Du Paris, hefur bannið þó að engu og þar er áfram dansað sem aldrei fyrr í skjóli lögfræðings og eins aðdá- anda danskvennanna. Þessi af- skipti hins ákafa aðdáanda leiða þó til þess að allt endar þetta í hálfgerðum vandræðagangi. Ekki voru þau nú svona skrautleg höftin, sem maður brá á stygga hesta í gamla daga. Þeldökk skáld Útvarp, rás 1, kl. 22.20 Þá hefst nú þáttasyrpa um bók- menntir og nefnist hún „Eitthvað þar“. Um þættina sjá þau Freyr Þormóðsson og Kristín Ómars- dóttir. Tilgangurinn með þessum þáttum er að kynna erlenda rit- höfunda, hverra verk hafa ekki verið þýdd á íslensku og ýmist lítið eða ekkert verið kynnt hér- lendis. Þá er og gefið undir fótinn með það að lítt þekkt íslensk ung- skáld verði kynnt í þáttunum. - í þessum fyrsta þætti fjalla þau Freyr og Kristín um tvö banda- rísk leikritaskáld, Amiri Baraka og Ntosake Shange. Þótt þau séu þekktust fyrir leikritun hafa þau einnig nokkuð fengist við ljóða- gerð. Rætt verður um feril skáld- anna og verk þeirra og lesið upp úr þeim. Þá verður og spiluð hljóðupptaka þar sem Amiri Bar- aka flytur eigið ljóð við undirleik á klarinettu og trommu. NUTIMINN Útvarp, rás 2, kl. 22.07-23.00 í þessum þætti, sem er á dag- skrá Rásar tvö á hverju fimmtudagskvöldi, ræður nýmeti poppsins ríkjum. Eru eingöngu leikin lög af flunkunýjum og væntanlegum plötum, sagðar fréttir úr poppheiminum og veittar upplýsingar um þá tón- leika, sem haldnir verða í Evrópu á næstunni. Meðal efnis í þessum þætti eru ný lög frá The Madness, Killing Joke, Tinu Turner, Joni Mitchell Aswad og nýbylgju- sveitunum The Fall, Throwing Muses, Easterhause og Luxuria. - Þá verða leikin sýnishorn af væntanlegri plötu íslensku rokk- sveitarinnar Gildran, en hún gaf út eina athyglisverðustu plötu síðasta árs. GARPURINN KALLI OG KOBBI Þjóðviljinn fyrir50árum: Ekkert hitaveitulán. Borgarstjóri til- kynnti í gær að lán fengist ekki í Eng- landi um ófyrirsjáanlega tíma. Óv st um lán í Svíþjóð. Lygar íhaldsins í hitaveitumálinu afhjúpaðar. - Bana- tilræði við Steincke dómsmálaráðherra Danmerkur. Nasisti skaut á hann tveim skotum. Ráðherrann sakaði ekki. - Flokkur Haralds þríklofinn í málinu um hækk- un atvinnubótafjárins. - Samningum Breta og ftala lokið. ítalir eiga að taka fullt tillittil hagsmuna Bretaog lýsa yfir að „þeir seilist ekki til valda á Spáni".-Jónas Guðmundsson af- hjúpar sig sem bandamann Lands- bankans til að kúga verkalýðinn á Norðfirði. -mhg. FOLDA Má ég sjá skjaldbökuna þína? Hvað heitir hún? Ósvífni! Ég kom \ hingað bara til að sjá skjaldbökuna. Því miður. Reyndu aftur á morgun. Orðið .. of seint í daq '^V l 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.