Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 10
Á brauð- fótum Sumir stjórnarliðar ala nokkurn ugg í brjósti um framtíð ríkis- stjórnarinnar. Ekki er það neitt undarlegt. Stjórnin hefur í raun og veru staðið á brauðfótum allt frá því hún kom í þennan heim. Fæðingin var erfið og stjórnar- sáttmálinn, sem loksins tókst að lemjasaman, mesta hrákasmíði. í upphafi var ágreiningur um það hver ætti að verða forsætis- ráðherra. Þorsteinn þurfti á upp- reisn æru að halda. Álappaleg og fljótfærnisleg vinnubrögð hans klufu Sjálfstæðisflokkinn og leiddu til myndunar Borgara- flokksins. Hannreyndistslakur hershöfðingi í kosningastríðinu og Sjálfstæðisflokkurinn kom út úr því með „klofinn hjálm og rof- inn skjöld, brynju slitna, sundrað sverðog syndagjöld". Þaðvirtist fráleitt að slfkur maður yrði for- sætisráðherra. Það eitt gat þó orðið Þorsteini til bjargar, vel að merkja, ef hann réði við verkefn- ið. Flest bendir nú til þess að svo muni ekki reynast. Þegar velja á ráðherra reynast jafnan fleiri kallaðir en útvaldir. Þorsteinn valdi sjálfur meðráð- herra sína úr Sjálfstæðisflokkn- um, nemaef veraskyldi Mathie- sen, sem reyndist ótrúlega klókur ívaldaskákinni. Ráðherraval Þorsteins hefur verið geymt en ekki gleymt í þingliðinu. Steingrímurtaldi sig auðvitað sjálf kjörinn í forsætisráðherra- stólinn. Steingrímurhefuráhuga ágóðum stólum. Hann gat bent á mikinn persónulegan sigur í kosningunum. Hann varsjóaður ráðherra. Hann kann vel að aka seglumeftirvindi. Þaðvareðli- legt að honum væri eftirsjá í fors- ætisráðherrastólnum. Auk þess mátti á það benda að Steingrímur var líklegri til að geta haldið sam- an slíku lausingjaliði sem að ríkis- stjórninni stendur, en Þorsteinn. Steingrímur mun hins vegar hafa séð að forysta í slíkri ríkisstjórn yrði bæði erilsöm og vanþakklát. Og þarna var líka annar stóll, sem honum var mjög að skapi, sæti utanríkisráðherra. Til hans má segja að Steingrímur hafi átt siðferðilegan rétt úr því að Þor- steinn varð forsætisráðherra. Sem utanríkisráðherra gat Steingrímur líka fullnægt tveimur aðgangshörðum ástríðum: Hann gat verið mikið í sviðsljósinu og hann gat satt sína barnslegu ferðagleði. Enda má það kalla hreina hundaheppni að hitta Steingrím hérheima. Hann rétt tyllir sér niður hér hjá okkur á skerinu eins og kría á stein, og getur ekkert haldið honum heima nema hreint manndrápsveður. Hann þeytist í sífellu heimshorn- anna á milli og heilsar þjóðhöfð- ingjum á báðar hendur. Er meira að segja farinn, í algeru leyfis- leysi, að leggja lag sitt við „hryðjuverkamenn", og gengur nú alveg fram af aumingja Þor- steini, sem ekki veit betur en hann, sjálfurforsætisráðherrann, sé yfirmaður Steingríms. Og svo er það sjálfur fjármála- ráðherra lýðveldisins, Jón Bald- vin. Ekki hefði hann haft á móti því að verma forsætisráðherra- stólinn. það datt hins vegar eng- um í hug nema honum sjálfum. í næstu grein verður vikið nán- ar að því og svo raunum ríkis- stjórnarinnar. -mhg ídager 15. apríl, föstudagur í 25. viku vetrar, 25. dagureinmánaðar. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 5.55 en sólseturerkl. 21.02. Atburðir: Vigdís Finnbogadóttirforseti f. 1930. — Kim II Sung dýrkaður og dáðuríNorður-Kóreu 1912. Nú fóru páskar í hönd og því kom Þjóðviljinn ekki út næstu daga. -mhg UM IJTVARP & SJONVARP 7 Blindu hjónin Annar dans Sjópvarp kl. 22.40 Árið 1983 gerði Lárus Ýmis Óskarsson kvikmyndina „Annar dans“ og hafði um það samvinnu við Svía. Myndin fjallar um ferð tveggja kvenna í gömlum bíl, hálfgerðu skrapatóli. Ekki eru þær samferðakonur beinlínis lík- ar, önnur roskin og hefur í hyggju að heimsækja æskustöðvarnar, hin ung, með „ferð án fyrirheits“. Taka þó smátt og smátt að treysta hvor annarri. Ástæðan kannski öðru fremur heldur leið kynni af karlfólkinu. Áður en áfanga er náð skilur leiðir. Sú eldri heldur förinni áfram en sú yngri snýr við og treystir á puttaferðalagið. - Þetta þykir mjög Ijóðræn mynd og hefur fengið góðar móttökur. Með aðalhlutverkin fara Kim Anderzon, Lisa Hugoson, Hans Bredefeldt og Sigurður Sigur- jónsson. - Á undan sýningu myndarinnar ræðir Sólveig K. Jónsdóttir við Lárus Ými. -mhg Stöð 2, kl. 21.00 Sannsöguleg mynd. Segir frá lífi hjóna, sem hafa þá sérstöðu að vera bæði blind. Þrátt fyrir þessa sameiginlégu fötlun eru þau hin lukkulegustu. Þó skyggir eitt á hamingjuna: Þau geta ekki eignast barn. Þau ákveða þá að ættleiða barn. En þá taka þröng- sýn yfirvöld að þvælast fyrir og bera því við, að blind hjón geti ekki alið önn fyrir barni. Ein- hverjum finnst nú kannski að sjónin hrökkvi ekki alltaf til. Kvöld- vaka Útvarp, kl. 20.30 Að þessu sinni er kvöldvakan í fimm liðum og segir það nokkuð til um fjölbreytnina. Það er þá í fyrsta lagi þátturinn „Úr Mímis- brunni“, sem íslenskunemar við Háskóla íslands annast. Að þessu sinni fjallar Guðrún Þóra Gunnarsdóttir um skáldsöguna „Gesti“, eftir eyfirsku skáldkon- una Kristínu Sigfúsdóttur. Sagan kom út á þriðja áratugnum. Hún er ákaflega fróðleg lýsing á sveitalífi þess tíma og hlutskipti og möguleikum kvenna í samfé- lagi, sem skar hinum efnaminni einstaklingum a.m.k. ákaflega þröngan stakk, jafnt í einkalífi sem á öðrum sviðum. Lesarar eru Sigurlaug Gunnarsdóttir og Lilja Magnúsdótir. - Síðan syngur Margrét Eggertsdóttir lög eftir Þórarin Guðmundsson (Dóa, eins og hann var nefndur af vin- um sínum). Guðrún Kristinsdótt- ir annast píanóundirleikinn. - Þá koma Sagnir frá Höfn við Bakka- fjörð, Jón Gunnlaugsson læknir les úr Gráskinnu. - Einsöngvara- kvartettinn, sem nú er ekki lengur við lýði en gat sér ágætt orð á sinni tíð, syngur lög eftir hið hugljúfa tónskáld Inga T. Lárus- son. Ólafur Vignir Albertsson leikur undir á píanó. - Og lestina rekur svo „Hagyrðingur á Egils- stöðum“, Auðunn Bragi Sveins- son fer með stökur eftir Rögnvald Erlingsson frá Viði- völlum í Fljótsdal. - Kynnir á kvöldvökunni er Helga Þ. Step- hensen. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 15. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.