Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 13
UM HELGINA MYNDLISTIN Ásgrímssafn, Bergstaöa- stræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardagaámilli kl. 13:30og 16:00. Bókasafn Kópavogs, Fann- borg 3-5. í dag ersíðasti dagur sýningar Svölu Sigurleifsdóttur á Ijósmyndum frá undanförnum sex árum, í Liststofu bóka- safnsins. Myndirnareru svart- hvítar, litaðar með olíulitum, teknar á ísafirði og Hornströnd- um. Sýningin eropin kl. 9:00- 21:00. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Elías B. Halldórsson sýnir ný- legar olíumyndir, virka daga kl. 10:00-18:00, og kl. 14:00- 18:00 um helgar. Sýningin stendurtil 19. apríl. Grafíkgalleríið Austurstræti 10, kynning á verkum leirlistakon- unnar Guðnýjar Magnúsdóttur og grafíkmyndum Þórðar Hall. Galleríið er opið á opnunartíma verslana. Gallerí Svart á hvítu, Laufás- vegi 17 (fyrirofan Listasafnið). Ámorgunkl. 14:00opnarVal- gerður Bergsdóttir sýningu á blýantsteikningum. Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga kl. 14:00-18:00 ogstend- urtiM.maí. Glugginn, Glerárgötu 34, Ak- ureyri. Málverkasýning Gunn- ars Arnar er opin alla daga nemamánudagakl. 14:00- 18:00og stendurtil 17. apríl. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4, málverkasýning Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur. Sýningin er opin á opnunartíma verslana og stendurtil24. apríl. íslenska óperan hefur verk eftir Jóhannes Geir Jónsson og Jón E. Guðmundsson til sýnis og sölu til fjáröf lunar fyrir starf- semi Óperunnar. Sýningin er opin kl. 15:00-18:00 alla virka daga, auk þess að vera opin gestum Óperunnar þau kvöld sem sýningarfarafram. Kjarvalsstaðir, Vesturgangur: Jens Kristleifsson sýnir lands- lagsmyndir. Sýningin stendurtil 17. apríl og er opin daglega kl. 14:00-22:00. Vestursalur: Málverkasýning Guðmundar Björgvinssonar, „Martin Berkofskyspilarung- verska rapsódíu nr. 10 eftir Franz Liszt". Á sýningunni eru tæplega 50 málverk, máluð með akrýllitum á striga á und- anfömum 2 árum. Sýningin stendur til 17. apríl og er opin daglegakl. 14:00-22:00. Austursalur: Sigþrúður Páls- dóttir, Sissú, sýnir um 40 mál- verk, flest unnin í olíu á striga og engin eldri en ársgömul. Sýn- ingin stendur til 17. apríl og er opindaglegakl. 14:00-22:00. Llstasafn Einars Jónssonar er opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13:30-16:00. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. Listasafn íslands, Fríkirkju- vegi 7. Á morgun kl. 16:00 verð- ur opnuð sýning á verkum franska listmálarans Pierre Soulages. Á sýningunni eru 34 ætingar sem spanna yfir nær allan listferil Soulages, sú elsta frá 1952, sú yngsta frá 1980. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11:00- 17:00. Aldarspegill, sýning íslenskrar myndlistar í eigu safnsins. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11:00- 17:00. Kynning á mynd mánað- arins (íslandslagi, eftirSvavar Guðnason), fimmtudaga kl. 13:30. Leiðsögn um sýninguna sunnudagakl. 13:30. Aðgangur ókeypis, kaffistofan eropin á sama tíma og safnið. Mokka. Form, fólk og furðudýr, Ásgeir Lárusson sýnir 26 vatns- litamyndir unnar undanfarna mánuði. Sýninginstendurtil aprílloka. Norræna húsið, kjallari: Björg Þorsteinsdóttir sýnir málverk, pastelmyndir og teikningar. Sýningin stendur til 24. apríl og eropindaglegakl. 14:00- 22:00. Anddyri: Norrænar kortabæk- ur, farandsýning á efni úr nor- rænum kortabókum verður opnuðámorgunkl. 15:00. Sýn- ingin er opin daglega kl. 9:00- 19:00 og stendurtil8. maí. Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Sýn- ing á verkum Gerðar Helgadótt- ur myndhöggvara er opin alla virkadagakl. 10:00-18:00, kl. 14:00-18:00 um helgar og stendurtil27. apríl. Nýlistasafnið v/ Vatnsstíg. Ráöhildur Ingadóttir sýnir mál- verk unnin ýmist með olíu- eða akrýllitum síðastliðið ár. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 16:00-20:00, kl. 14:00-20:00 um helgar og stendur til 17. apr- íl. Þjóðminjasafnið, Bogasalur. Teikningarskólabarna. Sýning- in er hluti þeirra mynda sem bárust í teiknisamkeppni Þjóðminjasafnsins ítilefni 125 ára afmælis safnsins - en alls voru sendar á annað þúsund myndir í samkeppnina, og verða þær allar varðveittar í Þjóðminjasafninu. Sýningin stendur fram í maí og er opin laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:30-16:00. Aðgangur er ókeypis. LEIKLISTIN Frú Emilía, Laugavegi 55 B. Kontrabassinn í kvöld og sunnudagskvöld kl. 21:00. Síð- ustu sýningar. Gránufjelagið, Laugavegi 32, Endatafl, á morgun kl. 16:00, mánudag kl. 21:00. Hugleikur, Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. Um hið átakan- lega, sorglega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Ind- riða og Sigríðar strax eftir brúð- kaupið, og leitina að þeim. 4. sýning í kvöld kl. 20:30. íslenska óperan, barnaóperan Litli Sótarinn, Félagsheimilinu Blönduósi á morgun kl. 16:00. Leikfélag Hafnarfjarðar, Bæjarbíói. Emil í Kattholti, á morgun og sunnudag kl. 17:00. Revíuleikhúsið, Höfuðbóli, Félagsheimili Kópavogs. Sætabrauðskarlinn á morgun kl. 14:00, sunnudag kl. 14:00 og 16:00. Sögusvuntan, brúðuleikhús í kjallaranum Fríkirkjuvegi 11. Smjörbitasaga, ásunnudaginn kl. 15:00. Miðasala Fríkirkju- vegi 11, sunnudag kl. 13:00- 15:00, tekið á móti pöntunum í síma622215. Þjóðleikhúsið, Bílaverkstæði Badda, litla sviðinu annað kvöld kl. 20:30, síðasta sýning. Hugarburður, stórasviðinu annað kvöld kl. 20:00. Vesal- ingarnir, stóra sviðinu í kvöld og sunnudagskvöld kl. 20:00. TÓNLISTIN Bergþórshvoll, Dalvík, Einar Kristján Einarsson gítarleikari heldur tónleika á sunnudaginn kl. 17:00. Áefnisskránnieru verk frá Spáni, S-Ameríku, Englandiog Japan. Broadway, í kvöld og annað kvöld, Alltígamni með Ríótríó- inu. Duus-hús, jasstónleikar Heita pottsins á sunnudagskvöld, Kristján Magnússon og félagar. Hótel ísland annað kvöld, Gullaldarárin með K.K. íslenska óperan, á morgun kl. 14:30, tónleikar á vegum Tón- listarfélags Reykjavíkur. ísra- elski sellóleikarinn Misha Ma- isky og hollenski píanóleikarinn Steven Hoogenberk flytja verk eftirBach, Schubert, Shostako- vich og Stravinsky. Aðgöngu- miðar seldir við innganginn. Langholtskirkja, vortónleikar Lúðrasveitarinnar Svans eru í kirkjunni á morgun kl. 17:00. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Holst, Bruckner, Saint Saéns, Hándel, Grieg og Sibe- lius. Stjórnandi er Robert Dar- ling. Menntaskólinn á Akureyri, Einar Kristján Einarsson gítar- leikari heldurtónleika á sal Menntaskólans á morgun kl. 17:00. Á efnisskránni eru verk fráSpáni, S-Ameríku, Englandi og Japan. HITT OG ÞETTA Goethe-lnstitut, þýska bóka- safninu T ryggvagötu 26. Þýski rithöfundurinn Sarah Kirsch les úr verkum sínum í kvöld kl. 20:30. Aðgangurókeypis, allir velkomnir. Rithöfundurinn Sarah Kirsch les úr verkum sínum í þýska bókasafninu í kvöld. MÍR, Vatnsstíg 10. Á sunnu- daginnkl. 16:00verðursýnd kvikmyndin Hamlet, byggð á samnefndu leikriti Shakespear- es. Myndiner24 áragömul, leikstjóri er Kozintsév, tónlistin ereftirShostakovitsj, aðalhlut- verkleikurl. Smoktunovskí. Enskirskýringartextar, að- gangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Norræna húsið. Á morgun kl. 16:00, dönsk bókakynning. Lisa Schmalensee sendikenn- ari fjallar um danskar bækur sem út komu á síðasta ári. Gesturkynningarinnar, rithöf- undurinn Hanne Marie Svend- sen, ræðir um bókmenntir og les úr verkum sínum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. FÍ. Dagsferðirsunnudaginn 17. apríl: 1. Kl. 10:30, skíðaganga, Bláfjöll - Kistufell - Grinda- skörð. Ekið að þjónustumið- stöðinni í Bláfjöllum og gengið þaðan á skíðum að Kistufelli, síðan er stefnan tekin á Grind- askörð og komið þar niður á Bláfjallaveg vestari. Verð 800 kr. 2. Kl. 13:00, gönguferð/ skíðaferð, Þríhnjúkar-Grind- askörð. Ekið að þjónustumið- stöðinni í Bláfjöllum og gengið þaðan á Þríhnjúka og síðan í Grindaskörð og sameinast hóparnir við bílinn á Bláfjalla- vegi. Gert ráð fyrir skíðagöngu í ferðinni. Verð 800 kr. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðarviðbíl, frítt fyrir börn í fylgd með fullorð- num. Hana nú, vikuleg laugar- dagsgangafrístundahópsins í Kópavogierámorgun, laugar- daginn 16. apríl. Lagtafstaðfrá Digranesvegi 12kl. 10:00. Samvera, súrefni, hreyfing í skemmtilegum félagsskap. Allir velkomnir, nýlagað molakaffi. Síðasta sýningin á Bílaverk- stæði Badda verður á litla sviði Þjóðleikhússins á laugardags- kvöldið. Útivist, sunnudagur 17. apríl, Strandganga í landnámi Ing- ólfs, 11. ferð. Innri Njarðvík- Leira. Kl. 10:30, Innri Njarðvík- Hólmsberg - Leira, gengið f rá Njarðvíkurkirkju um Njarðvík- urfitjar að Byggðasafni Suður- nesja og það skoðað. Gengið um Vatnsnes að Duusverslun og þar kemur ferð kl. 13:00 í gönguna. í fyrri hlutann mæta staðkunnugirheimamenn. Kl. 13:00, Keflavík-Hómslberg- Leira, gengið um Helguvík, bergið og meðfram Berg- vötnum. Létt og fróðleg ganga fyrir alla, viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku. Brottförfrá BSÍ, bensínsölu. Féiag eldri borgara, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnu- dag kl. 14:00. Frjálst spil og tafl. Dansaðfrákl. 20:00 til 23:30. Dansk-íslenska félagið heldur kvöldvöku í Geirsbúð (við hlið- ina á Naustinu) á mánudags- kvöldið kl. 20:30. Danska skáldkonan Hanne Marie Svendsen les úr verkum sínum og rabbarviðgesti. Einnig lesa nemendurdönskudeildar Há- skóla íslands úr verkum skáld- konunnar. Hugsanlegaverður eitthvað fleira á dagskránni... Kvenfélagasamband Kópa- vogs, aðalfundurverðurhald- inn ísal Framsóknarfélaganna að Hamraborg 5, Kópavogi, á morgun kl. 9:30. Venjuleg að- alfundarstörf. Opinn fundur hefst kl. 14:00, Anna Lea Björnsdóttir flytur erindi sem hún nefnir í formi ævilangt. Öllum heimill aðgangur að opna fundinum og er fólk hvatt til að mæta. Templarahöllin, í kvöld kl. 21:00 hefst þriggja kvölda spilakeppni ífélagsvist. Vegleg verðlaun. Gömlu dansarnir, hljómsveitin Tíglarnir leika fyrir dansi. Föstudagur 15. apríl 1988 pJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.