Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 14
PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN Forval Póst- og símamálastofnunin mun á sumri kom- anda láta leggja Ijósleiðarastreng frá Akureyri til Sauðárkróks, alls u.þ.b. 115 km. Niðurlagning strengsins hefst utan þéttbýlismarka Akureyrar og Sauðárkróks. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að (gera tilboð í lögnina) vinna verkið sendi stofnuninni upplýs- ingar um vélakost og einingaverð þeirra fyrir 26. apríl ’88. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tækni- deildar, Landsímahúsinu við Austurvöll, 19. apríl 1988. Póst- og símamálastofnunin Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi - Arnardalssvæði Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Arn- ardalssvæðis Akranesi. Svæðið afmarkast af Kirkjubraut að norðanverðu, Stillholti að austan- verðu, Faxabraut, Jaðarsbraut, og Skagabraut að sunnan og vestanverðu. Teikningar, ásamt greinargerð og skilmálum, liggja frammi á Tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28,2. hæð, frá og með mánudeginum 18. apríl til föstudagsins 19. júní 1988. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrif- legar og berast bæjartæknifræðingi Akranes- kaupstaðar fyrir 17. júní nk. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tiltekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræðingur. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi Grundahverfi (Bjarkargrund, Furugrund, Grenigrund, Reynigrund og Víðigrund) Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Grundahverfis, það er Bjarkargrund, Furugrund, Grenigrund, Reynigrund og Víðigrund. Um er að ræða breytingu til rýmkunar á skilmál- um fyrir þá sem óska eftir því að breyta þakgerð húsa. Skilmálarnir liggja frammi á Tæknideild Akra- neskaupstaðar, Kirkjubraut 28, 2. hæð, frá og með mánudeginum 18. apríl 1988 til föstudags- ins 10. júní 1988. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrif- legar og berast bæjartæknifræðingi Akranesk- aupstaðar fyrir 17. júní 1988. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skilmálana innan tiltekins frests teljast samþykkja þá. Bæjartæknifræðingur. Eiginmaöur minn Guðgeir Magnússon fyrrverandi blaðamaður lést á Vífilsstaðaspítala 13. apríl Herdís Kolbrún Jónsdóttir og synir ^ÖRFRÉTTIR <m Afgreiðslutima póst- og símstöðva á höfuðborgar- svæðinu hefur verið breytt til vilja viðskiptamanna sem fram kom í könnun sem gerð var fyrr á árinu. Póstútibúin og símstöðvarnar eru nú opnar alla virka daga nema fimmtudaga frá kl. 8.30 til 16.30 og á fimmtudögum frá 8.30 til 18.00. í Umferðarmiðstöðinni er opið virka daga frá 8.30 til 19.30 og laugardaga frá 8.30 til 15.00. Póstútibúið í Kringlunni er opið eins og áður alla virka daga frá kl. 8.30 til 18.00 ítalska stórblaðið Corriere Della Sera fæst nú í fyrsta skipti í lausasölu hérlendis, en það er bókabúðin Bókakaffi í Garðastræti 17 sem tekið hefur að sér sölu og áskriftarumboð fyrir blaðið. Hér fæst það eins til tveggja daga gamalt og kostar 100 kr. eintakið. Bæjarstjórn Ólafsvíkur átelur harðlega það misrétti á lífskjörum sem ríkisstjórn og Al- þingi hafi látið viðgangast á milli landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins og vísar í því efni til nýframkominna upplýs- inga frá Byggðastofnun. Hvetur bæjarstjórnin stjórnvöld til að hefja nú þegar markvissar úr- bætur vegna hins ótrygga á- stands í byggða- og atvinnumál- um þjóðarinnar og skorar á sveitastjórnir í dreifbýlinu að taka höndum saman til varnar hags- munum byggðanna. Ráðstefna um tónlistarskóla verður haldin um helgina á veg- um félags tónlistarkennara í Æfinga- og tilraunaskóla Kenn- araháskólans við Háteigsveg. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að gera tillögur um hvernig best verður staðið að menntun tónlist- arkennara og endurmenntun og símenntun stafandi kennara. Ráðstefnan er öllum opin. Læknadeild Háskólans stendur að fyrirlestri franska próf- essorsins Auguste Wackenheim frá háskólasjúkrahúsinu í Stras- bourg. Hann erheimskunnurfyrir rannsóknir sínar og þróunarstörf í geislagreiningu, einkum á sviði taugasjúkdóma. Fyrirlesturinn fjallar um notkun nýrra aðferða við greiningu og ákvörðun á sjúk- dómum í hálshrygg. Hann verður flutturí Eirbergi, Landsspítalalóð- inni og hefst kl. 13.00. Anna Ólafsdóttir Björnsson hefur verið ráðin rit- stjóri tímaritsins Heilsuverndar, sem Náttúrulækningafélagið gef- ur út. Á þessu ári verður útgáfa blaðsins aukin, blaðið stækkað og fyrirhugað að fjölga tölu- blöðum. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Aðalfundur Aðalfundur ABR verður haldinn 26. apríl n.k. ki. 20.30 að Hverfisgötu 105. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn félagsins fyrir 11. apríl. Nánar auglýst síðar. Stjórnin AB Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður haldinn í Mið- garði, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 17. apríl og hefst hann kl. 10 árdegis. Dagskrá: Setning, Svanfríður Jónasdóttir formaður miðstjórnar. Skýrsla fráfarandi stjórnar. Nýjar leiðir í baráttu launafólks. Frummælendur: Björn Grétar Sveinsson, Valgerður Eiríksdóttir, Arna Jónsdóttir, Kristín Hjálmars- dóttir, Halldór Grönvold. Kosning stjórnar verkalýðsmálaráðs og önnur mál. Alþýðubandalagið ABR Aðalfundur Aðalfundur ABR verður haldinn 26. apríl n.k. að Hverfisgötu 105 og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Síðasta spilakvöldið Síðasta spilakvöldið að sinni verður haldið í Þinghóli mánudaginn 25. apríl. Spilamennskan hefst kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun, sem eru helgarferð til Akureyrar. Gisting í tvær nætur og morgunverður á KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið á Suðurlandi Vorfagnaður í tengslum við landbúnaðarráðstefnu AB á Selfossi efnir AB á Suðurlandi til vorfagnaðar á Hótel Selfossi laugardaginn 23. apríl n.k. Húsið verður opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. Undir borðum verður boðið upp á ýmislegt spaug og spé. Veislustjóri hinn eini og sanni Sigurður Hilmar Friðþjófsson. Um kl. 22.00 njóta fagnaðargestir um 2ja stunda samfelldrar dagskrár þar sem rifjuð er upþ gamla, góða sveitaballastemmningin á Suðurlandi, „Manstu vinur?“ Að lokum dansleikur til kl. 03.00. Miðaverð kr. 2.300. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi miðvikudaginn 21. apríl til Önnu Kristínar (sími 2189), Guðvarðs (s. 1201) eða Rögnu (s. 2207). - Kjördæmisráð AB Suðurlandi. Spilakvöld ABR verður haldið þriðjudaginn 19. aþríl kl. 20.30 í Miðgarði, Hverfisgötu 105. Vegleg kvöldverðlaun. Allir velkomnir. - ABR. Borgarmálaráð ABR Fundur miðvikudaginn 20. apríl kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: a) Launamál borgarstarfsmanna. b) Sjúkrasamlag Reykjavík- ur. Kristín Á. Ólafsdóttir reifar málin. - Borgarmálaráð. Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Einar Árnason fulltrúi í jafnréttisnefnd verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 16. apríl kl. 10-12. Allir velkomnir. - Stjórnin. Bæjarmálaráð ABK Við fjöllum um umhverfismálin mánudaginn 18. apríl. Farið verður í skoðunarferð um bæinn og lagt af stað frá Þinghóli kl. 20.30. Með í ferðinni verður Einar Sæmundsen garðyrkjustjóri. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Kópavogi Æskulýðsfylkingin í Kópavogi heldur félagsfund í Þinghóli, Hamraborg 11, sunnudaginn 17. apríl kl. 20.00. Gestur fundarins Magnús Skarphéðinsson hvalavinur með meiru. Allir velkomnir. - Stjórnin. Skrifstofan opin á miðvikudögum Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar upplýsingar um starfsemina og stefnumál. Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Allir eiga að vera í beltum hvar sem þeir sitja í bílnum! UUMFEROAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.