Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 15
Fótbolti „Burst“ Víkingur vann Prótt í gærkvöldi 5-0 Það var ekki spurning hvort Vík- ingur myndi vinna heldur hve stórt og þegar upp var staðið voru mörkin 5 er liðin léku í Reykjavíkurmótinu. Björn Bjartmars gerði fyrsta mark- ið snemma í leiknum. Víkingar sóttu síðan mikið en tókst ekki að skora fyrr en á 44. mínútu þegar Trausti gerði annað markið. Strax í síðari hálfleik fengu Víking- ar góð færi en nýttu þau ekki. Hins vegar var Trausta brugðið innan vít- ateigs og skoraði hann sjálfur úr vít- inu, 3-0. Þróttur fékk hættulegt færi á 17. mínútueftirvarnarmistök Hæðar- garðsmanna en skaut í stöngina af eins meters færi. Upp úr því komust andstæðingarnir í sókn og eftir herfi- leg varnarmistök hjá Þrótti var Björn á auðum sjó, lék á markvörðinn og renndi boltanum inn. Eftir það sótti Þróttur meira og fékk aftur dauðafæri eftir hornspyrnu en Jóhann Þorvarð- arson bjargaði á línu. Á 80. mínútu átti Unnsteinn skot að marki Þróttar sem kom við Trausta á leiðinni inn í markið. IÞROTTIR England Stórsigur Uverpool Liverpool lék sér að Nottingham Forest5-0 þegar leikir, sem hafði veriðfrestað, fórufram á miðvikudagskvöldið Peter Beardsley, Ray Houg- hton og Steve Momahon áttu stórleik en John Barnes sýndi og sannaði að hann er besti knatt- spyrnumaður Englands þegar hann sýndi algjöran stórleik gegn Nottingaham Forest sem átti aldrei möguleika. Liverpool þarf nú aðeins að ná 2 stigum úr næstu 6 leikjum til að vinna deildartitilinn en það verða að teljast talsverðar líkur á að það takist þegar þeir leika gegn Norwich næsta miðvikudag. Ray Houghton gerði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrir- gjöf frá Barnes og John Aldridge bætti öðru við á 37. mínútu. Gary Gillespie skoraði 3. markið á 12. mínútu síðari hálfleiks og Be- ardsley verðskuldað 4. á 78. mín- útu en Aldridge rak endahnútinn þremur mínútum fyrir leikslok. Með þessu kemst Aldridge í ann- að sætið yfir markahæstu menn í ensku deildinni. Getraunir Teningur á 6 fyrstu leikina Einn með 12 rétta Hann verður allsérstakur get- raunaseðillinn á laugardaginn. Búið var að setja fyrstu 6 úr þýsku bundesligunni og voru þeir teknir úr opinberri mótabók þýska knattspyrnusambandsins. Þegar loks var búið að fá leyfi fyrir leikjunum og prenta get- raunaseðlana var búið að breyta leikjunum þannig að eftirlits- maður íslenskra Getrauna hefur ákveðið að kastað verði tening um fyrstu 6 leikina. Ástæðan fyrir því að ekki eru neinir leikir úr ensku knattspyrnunni er að enska knattspyrnusambandið heldur uppá aldarafmæli sam- bandsins og efnir til stórmóts sem haldið verður á Wembley en þar verða helstu stjörnurnar með, þannig að ekkert er hægt að spila í deildunum á meðan. Því verður skrifstofu getrauna lokað kl.13.30 en ekki 14.00 eins og venjulega því leikir á megin- landinu hefjast fyrr en á Bret- landi. 675.730 krónur Seltirningur einn var sá eini sem fékk 12 rétta í síðustu viku og var hann með 7 raðir með 11 rétt- um sem gaf honum samtals 675.730 krónur. Hann notfærði sér símaþjónustu getrauna og hringdi inn 96 raða seðil. Að auki voru II raðir með 11 rétta og komu í hlut hverrar raðar 13.790 krónur. 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 33. leikvika Stuttgart-Bayer Uerdingen. H.S.V.-EintracktFrankfurt. Mönchengladbach-Köln.... Homburg-Schalke......... Bayern Munchen-Karlsruhe Nurnberg-Werder Bremen. Dundee-Falkirk.......... Dunfermline-St.Mirren... Hearts-Celtic........... Morton-Aberdeen......... Motherwell-Dundee Utd.... Glasgow Rangers-Hibernian.. --J . ~ :o £ s. 4T ^ Q h. .1111 .1111 ..2 1 xx . x 1 2 1 .1111 .2 2 2 2 .1111 .2122 ..x 1 2 2 .2 2 2 2 ..2 2 x x .1111 ié Q a; 1 1 1 1 2 1 1 1 2 x 1 1 .53 *0 b £.:S •§ uj co t-a 1 1 2 1 1 x 1 1 1 1 x 1 1 1 1 2 2 2 1 1 1 2x2 2 2 2 2 x 1 2 1 x 1 1 1 Hópleikur Bis náði ekki að tryggja sér sig- urinn í hópleiknum í þetta sinn því Sæ-2 fengu 11 rétta í gegnum tölvukerfið. Það munar aðeins 2 stigum á þessum efstu hópum. Næstu hópar eru Sörli, sem fékk einnig 11 rétta og Ágúst en þeir eru 4 stigum á eftir Bis, Bikarkeppnin Úrslit í 32 liða umferðinni Kiddi Bj.-Valli............0-8 MK5-Ricki 2001............9-10 Freyja-Álfur..............10-8 Babú-Ragnar............... 8-9 Hópur 5-GMÓM57.............8-9 Portsmouth-Tenglar........10-9 HGA-GH box258..............7-9 Leikir á miðvikudag 1. deild Derby-QPR.....................0-2 Liverpool-Nott.Forest.........5-0 Oxford-Sheffield W............0-3 Efstu lið Liverpool 34 24 8 2 78-20 80 Man. Utd... 36 19 12 5 61-35 69 QPR.......36 19 8 9 45-33 65 Everton...35 18 10 7 48-22 64 Nott.Forest 34 18 9 7 58-34 63 Arsenal...36 17 10 9 52-33 61 John Barnes stendur svo sann- arlega undir nafni sem besti knattspyrnumaður Englands. Noregur . Gunnarvann Islendingaslaginn Nú er nýlokið í Noregi vetrar- móti í knattspyrnu og voru öll bestu lið 1. og 2. deildar á meðal þátttakenda. Svo skemmtilega vildi til að tvö íslendingalið, Moss og Brann, léku til úrslita á mót- inu. Eins og kunnugt er þá leikur Bjarni Sigurðsson landsliðs- markvörður með Brann, en Gunnar Gíslason er hjá Moss auk þess sem Teitur Þórðarson hefur tekið við þjálfun liðsins. Það er skemmst frá því að segja að Bjarni var maður þessa leiks enda þótt lið hans hefði tapað úrslitaleiknum 1-0. Leikurinn var nánast einstefna Moss frá upp- hafi til enda og hélt Bjarni sínum mönnum á floti nær allan leikinn. Hann kom þó engum vörnum við er Jan Kristjan Fjærstad skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik. Gunnar Gíslason átti þokkalegan leik en hann er nú óðum að ná sér eftir meiðsl sem höfðu hrjáð hann. Það virðist því sem Moss sé vel undirbúið undir keppnistímabilið í Noregi og hefur Teitur greini- lega góð tök á hópnum. Liðið beitir nú hinni sígildu 4-4-2 leikaðferð en fyrirennari Teits, íslandsvinurinn Tony Knapp, beitti 3-5-2 sem er mjög í tísku um þessar mundir. -þóm Tennis Einar sigraði í stofnanakeppninni Abba-Fálkar.................10-7 Ágúst-Dagsskokk.............7-10 Bis-Lenín7.nóv..............10-7 Sæ 2-Örin....................8-7 Sleipnir-Rolm...............’ 9.8 5áflugi-Gamma5..............10-8 Elías-Kári..................'7-7 4002-Seggur.................7-10 Devon-Fákur.................8-10 * Elías var með betra næstbesta skor. Búið er að draga 1' 16 liða úrslit- in og drógust eftirtalin Iið saman. Freyja-Sleipnir Ricki 2001-Dagsskokk 5 á flugi-GH box258 Valli-Fákur Seggur-Elías Sæ 2-Abba Portsmouth-Ragnar Bis-GMÓM57 Tennisdeild Í.K. hélt um síð- ustu helgi sína árlegu stofnanak- eppni og hafa aldrei verið fleiri keppendur þannig að vísa varð fleiri þátttakendum frá en alls kepptu 25 lið. Ekki náðist að klára mótið um helgina þannig að spila varð úrslitaleikinn í einliða- leik síðastliðinn miðvikudag. í tvíliðaleik sigraði Innkaupa- stofnun lið Veltis fyrst, síðan Sec- uritas og í úrslitum Búnaðar- bankann 6-4 og 6-3. í einliðaleik sigraði Innkaupastofnun aftur Velti en síðan Jón Pál Gestson í undanúrslitum og Safalinn sig- raði Sparisjóðinn í Kópavogi Skíði Halldór vann Mullersmótið Síðastliðiðinn laugardag var haldið í Bláfjöllum Mullersmótið og sá SR um mótshald. Úrslit KarlarlOkm mín. Halldór Matthíason SR..34.48 SveinnÁsgeirsson Þrótti N.38.10 EinarJóhannssonSR......44.18 Viðar Kárason SR......44.42 Öldungar 5 km Matthías Sveinsson SR..19.47 Páll Guðbjörnsson Fram.22.11 Konur 20-50 ára 5 km Ásta María ReynisdóttirSR.24.43 Stúlkur 12-15 ára 5 km Arngerður Viðarsdóttir SR.28.20 fyrst en síðan Coca Cola í undan- úrslitum 6-2 og 6-2. Það voru því Innkaupastofnun (Einar Ásgeirs- son) og Safalinn (Kjartan Ósk- arsson) sem kepptu til úrslita á miðvikudaginn en þar tókst Ein- ari að bera sigur úr býtum 6-3 og 6-3. Það má segja að þetta hafi ver- ið alþjóðleg keppni því þjálfari ÍBV í fótboltanum, Þjóðverjinn Ralph Rochemer, tók þátt í mót- inu og sýndi skemmtileg tilþrif en hafði ekki nægilegt úthald. .sje Jóhann Ingi er á leið í vesturbæ- inn þar sem hann sér um þjálfun KR í handbolta. Um helgina 15.-18. apríl Karfa Föstudag kl.20.00 Njarðvík-Haukar leika fyrri leik lið- anna í úrslitakeppni úrvalsdeildar í Njarðvík. Sunnudag kl.20.00 Haukar-Njarðvik leika seinni leik liö- anna í úrslitakeppni úrvalsdeildarinn- ar ( Hafnarfirði. Ef liðin vinna sinn leikinn hvort, verður 3. leikur og fer hann fram á þriðjudaginn í Njarðvík. Laugardag og sunnudag fer fram fjölliðamót í körfunni. Hagaskóli kl.09.00 báða dagana 3. fl.kvenna. Seljaskóli kl.10.00 báða dagana 4. fl.karla. Keflavik kl. 14.00 báða dagana 6.fl.karla. Hlaup Sunnudaginn kl. 13.00 hefst í Borgarnesi Götuboðhlaup íslands. Keppt verður i 4 manna sveit karla og hlaupa 1. og 3. maður 3.5 km en 2. og 4. 6,5 km. Konur keppa í 3 manna sveit og hlaupa 1. og 3.3,5 km en 2.2 km. Umsjón er í höndum Ungmenna- sambands Borgarfjarðar í síma 93- 71411. Enn er hægt að láta skrá sig en það verður að gerast sem allra fyrst í síma 91-83686. Skiðaganga Laugardaginn kl.14.00 fer fram í Bláfjöllum skíðagöngumót fyrir al- menning. Gengnir eru 5 km og keppt í 13 aldursflokkum en Sportval hefur gefið bikara fyrir hvern aldursflokk. Skráning fer fram á staðnum og verð- ur henni að vera lokið fyrir kl. 13.00. Almenningi er velkomið að spreyta sig og allir eru hvattir til að vera með. Glíma Laugardaginn kl. 14.00 hefst Sveitaglíma íslands í Iþróttahúsi Kennaraháskólans. Fótbolti Föstudag kl.20.30 Valur-Fylkir í Reykjavíkurmótinu á gervigrasinu. Sunnudag kl.20.30 Fram-Ármann í Reykjavíkurmótinu á gervigrasinu. Mánudag kl.20.30 Leiknir-Valur í Reykjavíkurmótinu á gervigrasinu. Handbolti Á föstudagskvöldið fer fram í Broadway lokahátíð handknattleiks- manna. Gleðin stendur frá kl. 19.00 til 03.00 og er enn hægt að fá miða hjá HSl. Fjölskylduhátið Á sunnudaginn kl. 15.00 hefst í Laugardalshöll fjölskylduhátið til styrktar Halldóri Halldórssyni hjarta- og lungnaþega. Meðal skemmtitriða verða Valgeir Guðjónsson og Bjartmar Guðlaugsson, Breiðablik leikur gegn úrvali Ldeildar leik- manna þar sem Kristján Sigmunds- son leikur sinn síðasta leik, fulltrúar frá Ldeildar liðunum keppa í víta- skyttukeppni og Bæjarstjórn Kópa- vogs leikur gegn stjórnmálamönnum úr Reykjavík. Fimleikar Sunnudaginn kl.13.00 hefst í Garð- abæ svokallað Skrúfumót í fimleikum og verður keppt eftir nýjum keppniss- tiga í almennum fimleikum. Keppend- ur eru 150 frá 9 félögum og er keppt í tveimur aldurflokkum, 10-12 ára og 13 ára og eldri. Skíði Um helgina heldur 50. Skíðaland- smótið áfram á Akureyri. Þar er með- al annars keppt í alpagreinum, skíðastökki og tveggjabrautakeppni. Handbolti Jóhann Ingi til KR Alfreð og Páll koma í maí Seint á miðvikudagskvöldið gekk handknattleiksdeild KR frá samningi við Jóhann Inga Gunn- arsson um að hann þjálfi liðið næsta ár. Hann er væntalegur um miðjan maí og mun þá prófa liðið en æfingar hefjast í júní. Páll Olafsson er einnig væntan- legur um miðjan maí og Alfreð kemur eftir úrslitaleik Evrópu- keppninnar með Essen sem er 23. maí. Föstudagur 15. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.