Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 1
. /mW Laugardagur 16. apríl 1988 86. tölublað 53. árgangur Byggingar Steypuskemmdir í stórhýsunum Alkalí- ogfrosU skemmdir ístór- hýsum borgar- innar. Endur- bœturígangií sumum bygging- um en ekki nœrri öllum. Hugsan- legahœgtað kenna um lélegri hönnun Laugardalshöllin, Laugardals- laugin, Háskólabíó, Hallgríms- kirkja eru allt byggingar sem eru illa farnar af steypuskemmdum. Fleiri byggingar eru það einnig. Endurbætur eru nú gerðar á Hall- grímskirkju og stúkan í Laugar- dalslauginni var lagfærð lítillega en það þarf hugsanlega meira til. Víða um Evrópu er nú verið að rífa niður opinberar byggingar og stór mannvirki vegna galla í sem- entinu frá þeim tíma er þessi mannvirki voru byggð. Leifur . Blumenstein segir það eðlilegt að rífa niður þær byggingar sem eru gallaðar. Aðstoðarborgarverk- fræðingur segir málið vera í at- hugun. Guðbrandur Steinþórs- son segir að sennilega megi um kenna steypuæðinu sem er orðin lenska hér. Sjá bls. 3 Heimshreyfingin Félagi áafmæli Hinn „ástsæli og mikilfeng- iegi" leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kóreu átti merkisafmæli í gær og fékk gjafir. Sjá bls.13 SSfiBi mm " I1* w íiaiis m si Laugargestir eiga kannski ekki yfir höfði sér að fá stúkuna í höfuðið en ef steypuskemmdirnar verða ekki lagaðar er hún ekki eins traust og hún þyrfti að vera. Mynd. Sig. Leiklist og dans Nýttverk ...en andinn er veikur heitir nýtt verk eftir dans- og leikhóp- inn Pars pro toto. Fjórir dansarar og tveir leikar- ar flytja verkið, þar sem er fléttað saman leik og dansi, við tónlist sem Kjartan Ölafsson hefur sam- ið sérstaklega fyrir sýninguna. „Þetta er um fólk sem hefur allt sömu sterku þrána," segir Lára Stefánsdóttir einn af höfundum og flytjendum verksins meðal annars. Sjá bls. 7 Úr vesturvegi Laxness í Maniti l\iK Gísli Sigurðsson hefur ritað okkur bréf frá Winnipeg þar sem hann fjallar um dvöl nóbelskálds- ins Halldórs Laxness í íslending- abyggðunum f Manitoba árið 1927 en þessi dvöl skáldsins var nýlega rifjuð upp í blaðinu Lögberg-Heimskringla. Sjá bls. 14-15 Sunnudagsbl. Útvarpsráð Menntunar- stig þjóðar- innar í hættu Beðið um skriflega greinargerð frá útvarps- stjóra í bókun sinni spyr Bríet Héð- insdóttir hvort meiningin sé að gera Ríkisútvarpið - Sjónvarp að útsendingarstöð fyrir myndver úti í bæ. Bríet telur menntunarstig þjóðarinnar vera í hættu glati Ríkisútvarpið forystuhlutverki sínu. Þess vegna sé afar brýnt að stefna yfirmanna útvarps og sjón- varps komi skýrt fram. Sjá bls. 3 og bls. 5 Þráin er til staðar en andinn er veikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.