Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Blýlausa bensínið komið Nýkominn er til landsins farmur af blýlausu 92 oktan bensíni frá Rússlandi. í kjölfar þess má búast við að venjulegt 92 oktan bensín sem selt er hér á landi verði að mestu blýlaust frá og með næstu mánaða- mótum en það getur verið mismunandi eftir landshlutum. Jafnóðum og blýlaust bensín kemur til sölu verða viðkomandi bensíndælur merktar sérstaklega. Botaþegar undanþegnir söluskatti Stjórn Öryrkjabandalagsins hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að bótaþegar Trygg- ingarstofnunar ríkisins, sem eiga bifreiðar, verði undanþegnir sölu- skatti af iðgjöldum bifreiða. Rök þeirra eru m.a. þau að þarnasé í raun um tvísköttun að ræða þar sem tryggingafélögin greiða söiuskatt af þeirri þjónustu sem þau kaupa vegna bifreiðaviðgerða. Atvinnuleysi 0.7% í mars í marsmánuði voru skráðir atvinnuleysisdagar á öllu landinu 17.300 talsins sem er nánast sami fjöldi og mánuðinn á undan. Petta jafngildir 0.7% atvinnuleysi. Atvinnuleysið var þó nokkru meira en þessar tölur gefa til kynna þar sem nokkuð var um að fiskvinnslufólk væri verkefna- laust en naut launa samkvæmt fastráðningarsamningum og það fólk sem missti vinnuna vegna lokunar tveggja saumastofa var enn ekki komið á atvinnuleysisskrá. Farfuglum fer fjölgandi Nú er sá árstími er farfuglar fara að streyma til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun hefur nú orðið vart 15 tegunda farfugla, þar á meðal er lóan, skógarþröstur og hettumávur. Af þeim fuglum sem kallaðir eru fargestir hér og hafa stutta viðkomu á leið annað hefur aðeins orðið vart við eina tegund eða margæs. Hamlet í bíósal MÍR Á morgun kl. 16 verður fræg 24 ára gömul sovésk kvikmynd sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er myndin Hamlet byggð á sam- efndu leikriti Shakespeares. Leikstjóri myndarinnar er Koz- intsev, en tónlistina samdi Shost- akovitsj. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Verðlaunabók í samkeppninni um best unnu bækurnar með tilliti til útlits og hönnunar sem efnt var til í tengslum við sýninguna „Norræn bókbands- list“ varð bókin Fuglar í náttúru íslands hlutskörpust en útgefandi hennar er Mál og menning. Hönnun annaðist GBB auglýsingastofan og bókagerð annaðist Prentsmiðjan Oddi. íöðru sæti varð bókin Einar Jónsson, myndhöggvari, útgefandi Skuggsjá og í þriðja sæti varð bókin íslenskt þjóðlíf í þúsund ár, útgefandi Orn og Örlygur. Akureyrardeild Amnesty endurvakin Akureyrardeild Amnesty International hefur nú verið endurvakin en starfsemi hennar hefur legið niðri um nokkurra ára skeið. Félagar í deildinni eru um 50 talsins og verður deildin með fyrirlestur á laugar- daginn kl. 14 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Opið hús hjá Rafmagnsveitunni Rafmagnsaveita Reykjavíkur verður með opið hús á sunnudaginn milli kl. 13 og 17 í tilefni af Norrænu tækniári. Skrifstofur rafmagns- veitunnar að Suðurlandsbraut 34 verða opnar svo og bækistöðin við Ármúlann. Boðið verður upp á veitingar og léttan spurningaleik fyrir börnin. Afar tregt hjá bátaflotanum Þorskafli bátaflotans í mars var aðeins rúm 30 þús. tonn sem er rúmlega 7 þúsund tonnum minna en í mars í fyrra. Þorskafli togaraflot- ans er hins vegar mun meiri nú en í fyrra eða rúm 20 þús. tonn á móti 14.500 tonnum ísama mánuði ífyrra. Heildarþorskaflinn það sem af er árinu er tæpar 110 þús. tonn en tæp 117 þús. tonn á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Vestmannaeyjar Biðstaða hjá Snót Verkfallsboðun ekki útilokuð. Vilborg Þorsteinsdóttir: Bíð- um eftir viðbrögðum ríkissáttasemjara Eftir að tilboð atvinnurekenda var felit í Vestmannaeyjum eru málin í biðstöðu. Snótarkon- ur bíða nú viðbragða ríkissátta- semjara en ákvörðun um verkfall liggur ekki fyrir. Að sögn Vilborgar Þor- steinsdóttur, formanns Snótar, gætti engrargremju hjá þeim sem urðu undir í atkvæðagreiðslunni, „fólk var auðvitað mishrifið en sættir sig við meirihlutavilja. Kennarar Félögin vinna saman HIK og KÍ íhuga sam- eiginlegar aðgerðir. Fundur í dag. Svanhildur Kaaber: Mín persónu- lega von að kennarar flykki sérsaman í eitt sterkt félag Samninganefndir HÍK og KÍ munu halda sameiginlegan fund í dag. A fundinum verður rædd staða samningamálanna og vænt- anlcga verður tekin ákvörðun um sameiginlegar aðgerðir kennara- félaganna í yfirstandandi kjara- deilu. Eftir dóma Félagsdóms komst kjaradeila kennara við ríksvaldið í talsverða sjálfheldu og þá strax fóru að heyrast raddir innan kennarasamtakanna tveggja að verða skyldi af samruna félag- anna í eitt samheldið stéttarfélag. Sú hugmynd er að vísu gömul en þrátt fyrir það virðist svo vera að kennarar líti á það sem nauðsyn að vera meira samstíga í barátt- unni fyrir betri kjörum. „Það hefur alltaf verið mín per- sónulega skoðun að það ætti að sameina kennarafélögin í eitt sterkt og gott félag,“ segir Svan- hildur Kaaber formaður KÍ og sagði að það væri þáttur í því sam- starfi sem verið hafi milli kennar- afélaganna að hittast að máli á morgun. Þar skuli staðan í samn- ingamálunum rædd og hugsan- lega ákveðið hvort félögin verða samstíga í hugsanlegum aðgerð- -tt Til greina kemur að boða yfir- vinnubann, sagði Vilborg „en það verður þá af samstöðu ástæð- um þar sem við í Eyjum erum ein eftir með ósamið við atvinnurek- endur.“ Fundurinn á miðvikudag var ekki reiðubúinn að taka afstöðu til verkfalls en Vilborg taldi það þó ekki útilokað, „viðbrögð sáttasemjara og hljóðið í okkar félagskonum næstu daga ræður því.“ Þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við Guðlaug Þorvaldsson ríkissáttasemjara í gær, hafði honum ekki borist formleg til- kynning Snótar um niðurstö- ðuna, „maður hefur náttúrlega heyrt hvernig fór en ég vil ekkert segja á þessari stundu.“ -hmp Heilbrigðisþjónustan Landinn jákvæður Kannanir landlæknisembættisins leiða í Ijós að all- flestir virðast ánœgðir með heilbrigðisþjónustuna Allflestir virðast vera sæmilega ánægðir með heilbrigðis- þjónustuna á íslandi, og fólk virð- ist yfirleitt treysta því að heilbrigðisstarfsfólk gæti trúnað- ar, segir Ólafur Ólafsson land- læknir í grein í aprflhefti lækna- blaðsins, en landlæknisembættið hefur gengist fyrir tveimur könn- unum á því hverjum augum menn líti heilbrigðisþjónustuna, sem og þá sem við hana starfa. Fyrri könnunin var fram- kvæmd snemma árs 1985, og naut landlæknisembættið fulltingis Hagvangs, en spurt var um fyrir- komulag og framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar. Af að- spurðum töldu 85% þjónustuna vera mjög góða eða góða, 6% sæmilega, en 8% töldu henni vera ábótavant. Voru spurning- arnar lagðar fyrir úrtak úr Þjóð- skrá sem náði til 1000 íbúa á öllu landinu, og var þátttakan 83%. Seinni könnunina gerði Félags- vísindastofnun Háskólans í mars í fyrra, og var spurt um viðhorf fólks til heilbrigðisstarfsfólks. Langflestir sögðust aðspurðir hafa fengið fullnægjandi upplýs- ingar hjá læknum um sjúkdóm sinn, en „helst er það yngra fólk, konur, dreifbýlisfólk, þeir er starfa við sjómennsku og ófag- lærðir sem kvarta yfir ófullnægj- andi upplýsingum um sjúkdóm sinn,“ segir í grein landlæknis. 96% aðspurðra sögðu að starfsmenn heilbrigðisþjónust- unnar hefðu ekki brotið trúnað gagnvart þeim, en eigi að síður treystu 29% því illa að trúnaður væri haldinn. HS Veðurofsi Snjóflóð á Seyðisfirði Almannavarnir í viðbragsstöðu. Sama veður fram á mánudag Sex til tíu metra hátt snjóflóð féll í fyrrakvöld á Seyðisfirði. Flóðið féll á milli fiskvinnslunnar og Sfldarverksmiðju ríkisins. Vegna veðurofsans eru Almanna- varnir í viðbragsstöðu á Seyðis- firði svo og í Neskaupstað og á Siglufirði. Lögreglan á Seyðisfirði sagði við Þjóðviljann í gær að björgun- arsveit staðarins væri á vakt á lög- reglustöðinni. Allar götur bæjar- ins eru ófærar og fólk heldur sig heima. Venjulega er mikil um- ferð af fólki þar sem snjóflóðið féll en vegna veðurofsans lá vinna niðri á þeim vinnustöðum þar sem flóðið flaut hjá. Hjá Almannavörnum fengust þær upplýsingar að snjór hafi fok- ið úr fjallinu ofan við Neskaup- stað. Menn úr björgunarsveit staðarins hafa siglt út fjörðinn til að kanna snjóalög í fjallinu. Skyggni hefur hins vegar verið mjög lélegt og gert þeim erfitt fyrir. Á Siglufirði hefur verið leiðindaveður í 3 daga og að sögn lögreglunnar þar var bærinn á kafi í snó í gær. Björn Hafliðason lögregluþjónn taldi enga hættu á snjóflóðum þar sem mikið hafi skafið úrfjallinu. Almannavarnir eru þó í viðbragsstöðu. Ekkert útlit er fyrir að veður skáni á Austfjörðum fram yfir helgi. Veðurstofa íslands spáir allhvassri norðaustan átt með élj- um fram á mánudag og annars vipuði veðri um land allt og verið hefur. -hmp 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.