Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 7
Leikrœn danssýning eftir meðlimi dans- og leikhópsins Pars pro toto. „Markmið okkar er að sameina leik og dans, “ segir Lára Stefánsdóttir, einn af höfundum verksins Lára Stefánsdóttir í hlutverki sínu. Pars pro toto en andinn er veikur Síðastavetrardag, ámiðviku- daginn í næstu viku, frumsýnir hópurinn Pars pro toto (Hluti fyrirheild), leikræntdansverk eftir þau Láru Stefánsdóttur, Katrínu Hall og Guðjón Ped- ersen, við frumsamda tónlist eftir Kjartan Ólafsson. Verkið nefnist ...en andinn er veikur, og er flutt af fjórum dönsurum úr íslenska dansflokknum, þeim Katrínu og Láru, Sigrúnu Guðmundsdótturog Birgittu Heide, og tveimur leikurum, Ellert Ingimundarsyni og Árna Pétri Guðjónssyni. Leikstjóri erGuðjón Pedersen, lýsingu annast Ágúst Pétursson og leikmynd gerir Ragnhildur Stefánsdóttir. - f fyrsta skipti sem við reyndum að blanda saman leik og dansi, segir Lára Stefánsdóttir, - var sumarið 1985. Þá fékk ís- lenski dansflokkurinn boð um að taka þátt í Ung Nordisk festival í Stokkhólmi, og við fórum fimm dansarar og Ellert Ingimundar- son leikari með frumsamið verk. Okkur fannst samstarfið vera það spennandi að við vildum gjarnan gera eitthvað svipað aftur, og fengum svo tækifæri til þess næsta sumar, þegar við tókum þátt í NART-hátíðinni sem var haldin hér í Reykjavík. Þá samdi ég leikrænt dansverk sem hét Hend- ur sundurleitar, og við vorum sami kjarninn í hópnum, auk þess sem þrír nýir dansarar bættust við. Það verk var sýnt í sjónvarp- inu um páskana, reyndar í allt annarri umgjörð og nokkuð mikið breytt. - Um það leyti vorum við farin að hugsa um að kalla okkur eitthvað, og þá kom upp nafnið Pars pro toto sem er latína og þýðir Hluti fyrir heild. Markmið okkar er að sameina leik og dans, sem okkur finnst vera mjög spennandi listform. Síðastliðið sumar fengum við svo styrk frá menntamálaráðuneytinu, sem varð okkur hvatning til að leggja í viðarmeiri sýningu. Þetta er þannig í þriðja skipti sem þessi hópur starfar saman, eða sami kjarninn, það erum við Katrín, Ellert, Sigrún og Ágúst. Þau sem hafa bæst í hópinn eru Árni Pét- ur, Birgitta og Guðjón. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem við blöndum saman leik og dansi í bókstaflegri merkingu, því nú notum við líka texta, en áður fólst leikræna hliðin í látbragðsleik. - Þetta verk sem við nefnum ...en andinn er veikur, er frum- samið af hópnum. Það er unnið í náinni samvinnu okkar Katrínar og Guðjóns, við ræddum hug- myndirnar og það gerðist eigin- lega samtímis að við Katrín fór- um að semja dansana við tónlist Kjartans og Guðjón fór í texta- leit. En útkoman byggist líka mikið á samvinnu alls hópsins. Við lokuðum ekki fyrir neinar hugmyndir og möguleika, svo sýningin hefur fengið að taka miklum breytingum og hefur þró- ast allt fram á síðustu stundu. Þetta er reyndar mjög erfið leið sem við höfum valið þarna en okkur finnst það hafa verið þess virði, þetta hefur verið mjög spennandi og skemmtilegt. - Við notumst við texta eftir Heiner Muller og Pinter, og eins við söguþráðinn úr Woycek, eftir Buchner. Við fléttum jþessu öllu saman í eina heild, sem er sú saga sem við segjum. Eins og nafnið bendir kannski til er verkið um fólk sem allt hefur sömu sterku þrána, en er allt kjarklaust hvert á sinn hátt. Þetta eru sex einstak- lingar sem eru saman komnir í eins konar sjálfheldu. Þau þrá öll frelsi hvert í sínu lagi en komast ekki út, en þessi innilokun kemur frá þeim sjálfum. Þetta er þannig hvorki fangelsi né stofnun eins og leikmyndin gæti kannski bent til, heldur er hún táknræn fyrir inni- lokun þessara einstaklinga. - Innan hópsins myndast þrjú sambönd sem öll eru mjög ólík, en samt svipuð að því leyti að annar aðilinn í hverju sambandi Ieitast við að fá eitthvað, en hinn kemur í veg fyrir það. Sýningar á ...en andinn er veikur verða í Hlaðvarpanum við Vesturgötu. Meðlimir Pars pro toto hafa byggt sýninguna í kring- um það takmarkaða rými sem er í húsakynnunum og segjast hlakka til að reyna að vera með sýningu í svo mikilli nálægð við áhorfend- ur. - Sýningafjöldi verður tak- markaður. LG MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir En þráin eftir frelsi blandast kjarkleysi. Pars pro toto: Ellert, Sigrún, Katrín, Lára, Birgitta og Árni Pétur. Laugardagur 16. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.