Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 8
í kjallara Norræna hússins stendur nú yfir sýning Bjargar Þorsteinsdóttur á málverkum, pastelmyndum og teikning- um, að mestum hluta unnum síðastliðið ár. Þettaertólfta einkasýning Bjargar, en hún hefur unnið jöf num höndum við grafík og málverk í rúm tut- tuguár. Björg, er eitthvert ákveðið tema ráðandi á þessari sýningu? - Það er kannski erfitt fyrir mig að segja það, því að hluti sýn- ingarinnar liggur hjá áhorfandan- um, því sem hann sér og upplifir við að virða myndirnar fyrir sér. Minn hluti er vinnan, sviti, tár og gleði, en svo kemur áhorfandinn og bætir sínu sjónarmiði við mál- verkið, og sér kannski eitthvað allt annað en það sem ég var að hugsa þegar ég málaði það. - Sjálfri fannst mér vera í þeim landslag, áhrif frá himni og hafi, til dæmis í litlu olíukrítarmynd- unum, en þær vann ég í fyrravor við sjóinn í S-Frakklandi. Eins finnst mér koma fram veður í þeim myndum, áhrif frá Mis- tralnum, þessum kröftuga vindi sem oft er á þessum slóðum dögum saman. Samt var ég ekki að hugsa um að láta þetta koma fram í myndunum þegar ég gerði þær, heldur finnst mér þetta eftirá. Núna þegar ég sit og virði þær fyrir mér. Vinnurðu út frá skissum eða einhverri ákveðinni fyrirmynd? - Það er allur gangur á því, ég hef haft þessar olíukrítarmyndir svolítið til hliðsjónar við stóru verkin, en oft ræðst ég bara á strigann og mála. En ef ég vinn út frá skissum fjarlægist ég þær oft- ast mjög fljótt, myndin tekur völdin, og ég er þarna bara eins og hver annar verkamaður og uppfylli kröfur hennar. - Stundum mistekst þetta, og það koma tímabil þar sem mér finnst ekkert ganga upp og ég verð að fleygja málverkunum því þau eru orðin of þreytt til að hægt sé að laga þau. En annars er ég á því að maður geri ekki nógu mikið af því að fleygja. Vinnurðu út frá einhverri ákveðinni hugmynd í upphafi? - Ég held bara ekki. Það sem mér finnst mest um vert er að vera viðstödd, vinnan veldur eins konar flæði og myndin kemur til mín. En það er auðvitað ekki hægt að halda endalaust áfram við það að mála, enginn getur ausið úr sér endalaust. Maður verður að hafa vit á að fá sér hvíld og taka inn ný áhrif. Hvað með nöfnin á málverkun- um? Eru bau til komin vegna hug- Björg Þorsteinsdóttir: Mér finnst myndirnar mínar frekar vera Ijóð en saga. Mynd - E.ÓI. myndar sem þú fœrð þegar þú vinnur þau, eða koma þau eftirá? - Þau koma eftirá. Hugmynd- in er eiginlega sú sama og í „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“. Mér finnst myndirnar mínar frekar vera ljóð en saga, og nafngiftin er eiginlega kafli út af fyrir sig. Eitthvað sem tilheyrir ekki því að mála heldur annarri tegund listar sem tengist texta. Það er skáldskapur útaf fyrir sig, og ég hef mjög góðan aðstoðarmann við nafngiftirnar, en það er vinkona mín Þuríður Guðmundsdóttirskáld. Stundum koma ýmsir aðrir við sögu, en annars finn ég flest nöfnin sjálf. En enginn skyldi taka nöfnin of alvarlega. Mín vegna má áhorf- andinn gefa myndinni það nafn MENNING Strengjasveit Tónlistarskólans Margir tónlistarunnendur finna Tjækovskí allt til foráttu. Þeir segja að hannsé eins og taugaveikluð og sefasjúk kelling, væmin, ofsafenginn og smekk- laus. Og ekkert góður músíkant. Þeir sem þykjast bestir með sig nefna t.d. píanókonsertinn fræga í b-moll upp á það hve slappur hann sé. Þessi konsert er samt ágæt tónlist. Þá eiga sinfóníur Tsjækovskí að vera voða vondar. En þær eru allar góðar nema kannski sú fjórða sem er fremur óinnblásinn. En alla listamenn ber að meta eftir bestu verkum sínum. Líka Tjækovski. Sinfóní- urnar og píanókonsertinn eru ekki með bestu verkum hans. Tjækovski fyrirlítarar ættu að hlustaá óperur hans og sönglög. Þá myndi sljákka í þeim. Og þeir gætu bætt við tríóinu magnaða í a-moll, strengjasextegginum dýr- lega sem heitir Minningar frá Flórens og hinni yndislegu strengjaserenöðu í C-dúr. Það verk hefur til að bera ala kosti Tjækovskis. Dásamlegar laglínur SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON sem taka hlustandann fanginn, ágæt formbygging, rytmyskur drifkraftur, angurvær stemmning, viðkvæmni og þung- lyndi sem aldrei verður uppgerð. Yfir öllu er svo einhver lífsorka og sterkur persónuleiki. Já og ekki má gleyma þessari í hálsívil- iseruðu tilfinningu, ekta aristókr- atísku upplifun og skynjun á heiminum. Þetta ágæta tónverk lék Strengjasveit Tónlistarskól- ans á tónleikum í Bústaðakirkju á sunnudaginn. Stjórnandi var Mark Reedman. Hann hefur áður unnið ágætt starf á þessum vettvangi. Strengjasveitin hefur ekki sérlega mikinn tón, en lék þessa tónlist af innileika og á- huga. Glæsileiki stílsins var kann- ski ekki samanboðin kóngi eða keisara en fjörið bætti það upp. Strengjasveitin lék einnig kvartett nr. 8 eftir Sjostakovits í útsetningu eftir Rudolf Barshai sem stjórnar Kammersveit Mos- kvuborgar. Þetta er göfugt meistaraverk um harm og hörm- ungar okkar aldar. Fáir ef nokkr- ir tónlistarmenn hafa hofrt fram- an í veruleikann af jafn miklu hugrekki og hreinskilni og þessi Rússi, sem líka var snillingur í listrænum vinnubrögðum. Strengj akvartettar hans skipa sæti með kvartettum Beethovens og Bartok. Strengjasveit Tónlist- arskólans lék þessa átakanlegu músík ótrúlega vel. Alvaran og einbeitnin skein út úr hverju and- liti. Mikið öfundaði ég þetta unga fólk að geta spilað tónlist meista- ranna eins og ekkert sé. Ég get varla hugsað mér meiri sælu í þessu lífi (reyndar ekki heldur í öðru lífi). Iðka músík sem geymir fegurstu hugsanir og bestu til- finningar mannkynsins á hverri öld. Það er nú eitthvað annað en versti aumingjadómur hverrar kynslóðar samandregin í storm- skerjum hvers tíma. Þetta voru yndislega fallegir tónar. En því miður voru áheyrendur sárafáir. Sirurður Þór Guðjónsson sem honum finnst passa, eða sem honum líkar betur við. Er eitthvað sem hefur meiri áhrif á þig en annað þegar þú málar? Eitthvað í umhverfinu til dcemis? - Umhverfi og birta hafa mjög mikil áhrif á mig. Ef umhverfið er nýtt fyrir mér hefur það sterkust áhrif. í sumri og birtu er svo meiri léttleiki yfir myndunum en er í þeim sem ég mála í skammdeg- inu. Til að mynda eru Flaugarn- ar, þessar svarthvítu myndir sem ég geri með krít og koli, dæmi- gerðar skammdegismyndir. En dagsbirtan er geysilega mikilvæg, þó ég láti mig hafa það að mála við rafmagnsljós, því ég get ekki málað dag og nótt á sumrin og lagst svo í dvala yfir vetrartí- mann. Hefur það að þú skulir hafa unnið jöfnum höndum við grafík og málverk skipt máli fyrir þróun þína sem myndlistarmanns? - Ég veit bara það að málverk- ið hefur haft áhrif á grafíkina og grafíkin á málverkið. Ef ég hefði ekki málað hefði grafíkin orðið öðruvísi og öfugt, þessar tvær greinar gefa hvor annarri ein- hvern tón sem annars væri ekki til staðar. Hvernig er að fá allt í einu við- brögð fólks við því sem þú hefur lagt alla orku í að vinna undan- farna mánuði? - Sýningarhliðin er hluti af starfinu. Þegar ég hef verið ein með myndunum í langan tíma og hleypt fáum inn í vinnustofuna, skiptir mig miklu máli að fá við- brögð fólks við því sem ég hef verið að gera. Þá er gott að finna jákvæða strauma, þó það þýði ekki að þá setjist ég niður í ein- hverri ánægju og finnist allt vera fullkomið. Ég er stöðugt að reyna að gera betur, - þetta er og verð- ur eilíf leit. Sýning Bjargar er í sýningar- sölunum í kjallara Norræna húss- ins og stendur til 24. apríl. LG 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.