Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.04.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Leikurinn byrjaði með látum en jafnt var með liðunum þegar Pálnri og Valur skoruðu sitthvora þriggja stiga körfuna. Njarðvík- ingar spiluðu maður á mann vörn og náðu að síga yfir og var foryst- an í leikhléi 38-23. í síðari hálfleik juku heima- menn forystuna jafnt og þétt. Njarðvíkingar voru betri aðilinn í leiknum en Haukum gekk virki- lega illa að hitta körfuna. Heima- menn náðu svo 11 stig forskoti 56-35 en þá byrjuðu liðin að setja varamenn sína inná því sigurinn var í höfn 78-58. Hjá Njarðvík var Valur í aðal- hlutverki þegar hann gerði lang- flestar körfur þeirra auk þess að stjórna spilinu. ísak var einnig góður. Pálmar var sá eini sem eitthvað kvað að í liði Hauka en Skarphéðinn konr inná þegar 7 mínútur voru til leiksloka og gerði 7 stig. England 100 ára afmæli Enska knattspyrnusambandið heldur upp á aldarafmæli um helgina Það verður mikið um dýrðir á Wembley um helgina þegar sam- an koma helstu stjörnur enska fótboltans. Það verða því engir leikir um helgina í deildinni. Það var fyrir 100 árum að farið var að leika skipulega í Englandi og 1890 lagði Skotinn William McGregor grunninn að núver- andi leikjaskipulagi en það var gert til að fyrirbyggja að lið gætu unnið keppnina með heppni. Þegar McGregor kallaði saman fund í Fleet Street 22. mars til að stofna enska knattspyrnusam- bandið var þegar búið að spila í bikarkeppninni í 17 ár. Hann var síðan kosinn fyrsti formaður og forseti fyrstu 6 árin. Þá voru aðal liðin Accrington, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Burnley, Derby, Everton, Notts County, Stoke, West Bromwich Albion, Wolves og Preston en þeir urðu fyrstu deildar- og bika- rmeistararnir. Accrington dró sig útúr fótboltanum á 6. áratugn- um. Öðru hvoru koma upp stjörnur og Dixie Dean sem lék með Everton ein sú fyrsta en hann gerði 473 mörk á tímabilinu 1923 til 1939 og 60 mörk í deildinni 1927-1929 en það met hefur ekki verið slegið enn. Lið úr öllum fjórum deildun- um munu spila í svokölluðum mini leikjum en þá eru spilaðir 40 mínútu leikir. Meðal þátttakenda eru fjögur af stofnliðum deildar- innar; Everton, Wolverham- pton, Blackburn og Aston Villa auk Liverpool og Newcastle. Það verður því bið fram á miðvikudag eftir að Liverpool tryggi sér meistaratitilinn. Njarðvík 15. apríl Úrslit úrvalsdeildarinnar Njarðvík-Haukar 78-58 (38-23) Stig UMFN: Valur Ingimundarson 25. Hreiðar Hreiðarsson 11, Teitur örlygs- son 10, ísak Tómasson 10, Helgi Rafnsson 9, Sturla Örlygsson 8, Friö- rik Rúnarsson 4, Árni Lárusson 1. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 20, Óli Rafnsson 12, Skarphéðinn Héð- insson 7, Ivar Webster 6, Henning Henningsson4, Reynir Kristjánsson 4, Ingimar Jónsson 4, Sveinn Steinsson 1. ívar Webster náði ekki að skáka Helga Rafnssyni undir korrunm i gaerkvöldi þegar Njarðvíkingar unnu Hauka léttilega. Karfa Njarövík með aðra hönd á titlinum Frá vinstri: Birgir Guðjónsson fyrrverandi aðalþjálfari KR, Björn Björg- vinsson formaður KKÍ, Laslo Nemeth, Kristinn Albertsson gjaldkeri KKI með meiru. Karfa Ungverji til KR og landsliðsins í Sviss, nánar tiltekið í Zurich, á miðvikudaginn var gengið frá ráðningu nýs landsliðsþjálfara, Laslu Nemeth, sem einnig inun þjálfa úrvalsdeildarlið KR. Nemeth sem er Ungverji er doktor í fþróttafræðum og hefur undanfarin 4 ár þjálfað landslið Kuwait í körfubolta og annað lið þar í landi Al-Qadsia en það lið hefur aðeins tapað einum leik á þeim 4 árum sem Nemeth hefur verið með það. Landsliðinu hefur einnig gengið ágætlega undir stjórn hans. Áður var Nemeth í 6 ár með ungverskt 1. deildar lið og komst það úr 16. sæti í 2. undir hans stjórn og að auki í úrslit t Evrópukeppni félagsliða. Að sögn Birgis Guðjónssonar sem þjálfað hefur KR í vetur líst þeim vel á ráðninguna, Nemeth er vel menntaður þjálfari og hef- ur náð langt með þau lið sem hann hefur þjálfað. Það er áhugavert að KR og landsliðið skuli hafa tekið hönd- um saman um ráðninguna en vekur jafnframt upp spurninguna hvernig standi á því að hann skuli fara frá olíuríkinu Kuwait til fs- lands. Að sögn Birgis hefur Ne- meth frétt af frammistöðu íslend- inga á erlendri grund og telur að það sé meiri metnaður hér á landi en í Kuwait. _ste Á aðalfundi Iðnaðarbanka íslands hf., sem haldinn var 25. mars 1988, var samþykkt að auka hlutafé bankans um 40 milljónir króna með útgáfu nýrra hlutabréfa. í samræmi við þá ákvörðun hefur bankaráðið ákveðið eftirfarandi: INúverandi hluthafar hafa forkaupsrétt til aukningar í hlutfalli ■ við hlutafjáreign sína til 31. maí n.k. 2Sölugengi hlutabréfanna verður 150, þ.e. 1,5 falt nafnverð m.v. ■ 1. apríl 1988. Frá 1. apríl og til loka forkaupsréttartímans breytist sölugengið daglega í samræmi við almenna skuldabréfavexti bankans. 3Skrái hluthafar sig ekki fyrir allri hlutafjáraukningunni hafa aðrir ■ hluthafar ekki aukinn rétt til áskriftar. Bankaráð mun selja það sem eftir kann að standa af aukningunni á almennum markaði síðaráármu. 4Hlutabréfunum fylgir óskertur réttur til jöfnunarhlutabréfa og ■ réttur til hlutfallslegs arðs frá 1. apríl 1987 í samræmi við ákvarðanir aðalfundar 1989. Nánari upplýsingar veita Guðrún Tómasdóttir og Stefán Hjaltested, Lækjargötu 12,2. hæð í síma 691800. Reykjavík, 15. apríl 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. s Laugardagur 16. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 INGAÞJONUSTAN' SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.