Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 4
Úr sögu héraðsskólanna Mig dreymir um nýja Reykholtsskóla er ekki lengur þörf, segir í einu dagblaðanna og fylgir það með, að þar séu nú 60 nemendur í 100 manna skóla og ýmissa ráða er leitað til þess að gera staðinn að sérskóla í ferðamálum. Reykjaskóli í Hrútafirði í nýju hlutverki, segir í annarri frétt: þar eru í vetur aðeins 40 nem- endur-frá og meðnæsta hausti á að reka þarskóla- búðirfyrirgrunnskólanem- endur sem gisti í viku hver hóþur. Og fleiri fregnir mætti til tína af héraðsskólunum sem hafa hrak- ist út í horn á undanförnum árum - blátt áfram vegna þess að upp- bygging skólakerfisins hefur ver- ið með þeim hætti að þeir hafa orðið eins og fimmta hjól undir vagni. Og þar með virðist komið að endalokum merkilegrar sögu sem hófst fyrir um það bil sextíu árum, þegar menn létu sig dreyma stóra drauma um alþýðu- skólana sem áttu að breyta þjóð- inni, bæta einstaklinginn og opna upp á gátt leiðir til rismeira mannlifs. Þingeyingar voru fyrstir til að koma sér upp héraðsskóla eins og þeirra var von og vísa - Héraðs- skólanum að Laugum. Svo komu Sunnlendingar með Laugar- vatnsskólann (eftir miklar og erf- iðar deilur um það hvar sá skóli ætti að standa). Alþýðuskólinn á Núpi var gerður að Héraðsskóla, Reykholtsskóli var reistur, Eiða- skóli - sem hafði orðið til á nokk- uð öðrum forsendum - bættist í hópinn, Reykjaskóli, Reykjanes- skóli - þar með voru ekki öll kurl komin til grafar, því Skógaskóli bættist við alllöngu síðar. Sterk og vonglöð œska Þegar blaðað er í gömlum skólaskýrslum, Riti Nemenda- sambands Laugvetninga, sem út kom 1931-1934 og Viðari, ársriti héraðskólanna, sem út kom á ár- unum 1936-42, þá verður manni fyrst fyrir að undrast það, hve bjartsýnin er mikil, boginn hátt spenntur. Jónas frá Hriflu, sem beitti sér manna mest fyrir fram- gangi héraðsskólahugsjónarinn- ar, hefur skrifað merkilega grein um þessar glæstu vonir sem heitir „Draumur og veruleiki". Skól- arnir áttu að vera þjóðlegir, vekj- andi og hressandi. Þeir áttu ekki að vera starfsréttindaskólar held- ur stuðla að alhliða þroska nem- enda, sem áttu ekki barasta að læra sögu og íslensku og bók- menntir, heldur og garðrækt og fiskirækt, smíðar og íþróttir. Þeir áttu að sameina ailt það besta úr heimilismenntun á íslenskum sveitabæjum og „skólaskipulag ríka fólksins á Englandi“. Það átti að „sameina erfiðisvinnu og menningarstarfsemi undir bestu kringumstæðum“. Og árangur- inn átti að verða á þessa ieið: „Ég hefi látið mig dreyma um að úr skólanum kæmi sterk, vonglöð og starfsöm æska, að skólarnir hjálpuðu til að skapa. nýja þjóð í nýju landi. Enn bend- ir allt til þess að þessi draumur muni rætast.“ Vitanlega rættist draumurinn ekki, frekar en aðrir; en það þýð- ir vitanlega ekki að menn hafi til einskis dreymt. Höfuðborg og helgidómur Einn þeirra ungu manna sem höfðu gengið á héraðsskóla, Halldór Kristjánsson á Kirkju- bóli segir í grein um sinn Núps- skóla (Viðar 1938) á þessa leið: „Trúin á möguleika mannsins er sönn trú. Spilltir erfðasiðir, lífsvenjur og lifnaðarhættir eru hlekkir um fætur fólksins. Arfur- inn verður mörgum til falls... Því eru skólar byggðir og reynt að vanda til uppeldis. Trúin á mann- inn var sú stjarna sem brann yfir byggingu þessa skóla. Hann var reistur í þeirri trú, að mennirnir ættu betra skilið en þeir hlutu og að þeir gætu gert hlut sinn betri ef betur væri vandað til uppeldis- ins.“ Eins og vænta mátti finnst Halldóri eðlilegt að kalla hús þau sem byggð eru yfir „trúna á manninn" musteri. Jónas frá Hriflu líkir héraðsskólunum í ræðu, fluttri í Reykholti, við „hin fögru ráðhús stórborganna" þar sem haldnar eru „hinar virðuleg- ustu samkomur“. Menn yrkja kvæði til héraðskólanna sem bera drjúgan keim af sálmum og skyldum lofsöngvum. Guðmund- ur Ingi yrkir svo um Lauga- skólann til dæmis: Laugar. Laugarl - yðar ómur œvinlega fylgir mér. Höfuðborg og helgidómur huga mínum eruð þér. Laugarvatnsskólanum er sung- ið vígsluljóð sem bæði Sigvaldi Kaldalóns og Páll ísólfsson gerðu lag við. Þar segir meðal annars: Hér skal boðað, œskan unga ættjörð þinni fró. Lögð er skyldan, þarfa, þunga þínar herðar á: reisa býlin, rækta löndin, ryðja um urðir braut. Sértu viljug, svo mun höndin sigra hverja þraut. Það voru semsagt öngvir maðkar í mysunni. Engum datt í hug að guðlasta eins og skóla- skáldið sem röskum tuttugu árum síðar kveður: Laugarvatn er leiður staður lúsum hlaðinn sérhver maður... Og ekki meira um það í bili. Nei - það var kreppa úti í heimi og allra veðra von, en bjartsýnin hafði tekið sér bólfestu í íslenskum hér- aðsskólum og virtist ekkert fá henni bifað. Og samfögnuður var mikill í Iandinu yfir þessum skólum. Ásgrímur Jónsson og Kjarval og Einar Jónsson gefa nýstofnuðum Laugarvatnsskóla listaverk eftir sig. Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra sendir Salómonsens Konversationslex- ikon og héraðslæknirinn smásjá. Það er heldur ekki annað að sjá en að nemendur hafi verið glaðir yfir sínu skólaævintýri - þeir hafa m.a. unnið mikið í sjálfboða- vinnu við að ljúka byggingar- framkvæmdum, taka til á lóðum, koma upp sundlaug (á Laugar- vatni t.d.). Fagurt mannlíf Og allir kyssa alla fyrir allt. í elstu skólaskýrslum Laugar- vatnsskóla segir á þá leið að „Nemendur leystu af hendi störf sín með ljúfu geði og ræktu þau eftir bestu getu og samvi- skusemi." Sumt í þessum skýrsl- um minnir reyndar á ferðaskýrsl- ur byltingarvina sem heimsóttu Sovétríkin á þessum sömu gull- aldarárum héraðsskólanna: nýtt mannlíf er hafið, annað og betra en það sem menn áður þekktu. Laugvetningaannáll segir: „Yfirleitt virðist fólkið nám- fúst og langar að mannast. Það stjórnar sér að mestu leyti sjálft og er afburða lipurt og prúðmannlegt hvað við annað. I skólanum er tóbaksbann. Afengi er skoðað eins og h ver önnur fj ar- stæða“ (gleymum því ekki að meðalaldur nemenda á þessum árum er 18-19 ár). Ef vandamál koma upp, þá virðast þau smá og auðleysanleg. Skólaleiði og slæpingsháttur? - iss við blásum á það. Bjarni á Laugarvatni viðurkennir, að alltaf verði nokkrir svartir sauðir í stórum hópi „sem hneigjast til aðgerðarleysis." En hann er ekki aldeilis banginn við þá kauða: „Eru þeir ístöðulitlir til lærdóms en reiðubúnir til ærsla og óláta. Þessa tegund unglinga þarf að stöðva með góðlátlegum reglum, sem vaxnar eru upp af lifandi reynslu og grandgæflegri íhugun, og benda þeim inn á þær leiðir sem mega verða þeim til þroska og frama.“ Ekki bara kennsla Kennurum héraðsskólanna finnst líka sumum hverjum að þeir séu að gera annað og miklu meira en segja unglingum til í námsgreinum. Kappmestur hug- sjónamaður er Þórður Kristleifs- Það er alltaf eitthvað að þegar að er gáð. Og náttúrlega var héraðs- skólalífið yndislega aldrei jafn glæsilegt og lesa má af dæmum sem þeim er að ofan greinir. í Viðari 1936 er birt grein eftir Þorgeir Sveinbjarnarson, kenn- ara í Laugaskóla, þar sem hann finnur að hlálegum menntahroka héraðsskólafólks og sjálfshælni skólanna. Þorgeir segir: „Nemendur alþýðuskólanna hafa stundum fengið orð fyrir að vilja „slá um sig“ er þeir koma heim að afloknu námi. Skólarnir mega ekki ala á slíkum „umsig- slætti“... Það er engu líkara en sumir alþýðuskólarnir geri sitt til að ala upp gortara. í skólaskýrsl- um má finna svo fráleitar um- sagnir um frammistöðu og hæfi- leika nemenda, að enginn getur tekið slíkt í alvöru. í öðrum kem- ur fram svo snöggklæddur auglýs- ingasannleiki, skrifaður í út- breiðsluskyni, að það minnir á beint samband við framhalds- skóla og flýtti það vitanlega fyrir því að sérstaða þeirra rýrnaði. Stéttlaust þjóðfélag Það eru reyndar uppi á þessum árum ýmsar vangaveltur um það, hverskonar þjóðfélagslegu eða pólitísku hlutverki menn vilja að héraðsskólarnir gegni. Guð- mundur Gíslason skrifar grein í Viðar (1936), þar sem hann slær því föstu að „fólkið er nú þegar of margt í kaupstöðum landsins, miðað við atvinnumöguleika". Við því sé aðeins eitt svar rökrétt „að hefja nýtt landnám í sveitum landsins" - og hann vill að hér- aðsskólarnir séu einskonar fram- varðarsveitir í því stríði. Jónas frá Hriflu hefur líka sínar pólitísku hugmyndir um rætur og hlutverk héraðsskólanna. Hann vill gera þá að virki alþýðumenningar Reykjaskóli í Hrútafirði: Nú verða þar skólabúðir fyrir grunnskólanema. son á Laugarvatni. Hann berst af miklum krafti fyrir þeirri hugsjón sinni að skólasöngurinn (stund- um var hann með fimm kóra í gangi á Laugarvatni) fari sem sið- bætandi hlýr blær um landið allt- auk þess sem söngnám muni efla móðurmálsþekkingu og kynni af heimsbókmenntunum. Það má líka finna margan vitnisburð um það, að skólarnir eru þeim kærir sem þar hafa verið. Þeir eru ekki fyrr þaðan komnir en þeir stofna nemendasambönd sem halda þing og safna skýrslum um það hvar Guðmundur eða Sigríður eru niður komin (mjög algengt að þau séu farin heim í búskapinn eða í Kennaraskólann). Laug- vetningur skrifar sínum félögum svofellda orðsendingu: „Hættum aldrei að rifja upp laugvetnskar minningar. Verum ávallt trú því besta í sjálfum okk- ur“. Ala upp gortara? En eins og við vitum öll er Adam aldrei mjög lengi í Paradís. starfsemi kaupsýslumannsins sem heldur fram sinni vöru.“ Tll hvers? Menn eiga lika snemma í nokkrum vandræðum með það, hvaða hlut þeir eiga að ætla hér- aðsskólanum í því skólakerfi sem smám saman er að verða til í landinu. f grein í Viðari 1938 er Þórir Steinþórsson, kennari og síðar skólastjóri í Reykholti, að svara þeim sem hafa kvartað yfir því að héraðsskólafólk fari í frmhaldsnám í öðrum skólum. Þeir menn hafa líklega óttast það, að héraðsskólarnir hertu á flótta fólks úr sveitum. Þórir er reyndar ekki á þeim buxum - hann vill að menn hafi bæði í huga „almennt uppeldi" og svo „undirbúning undir framhaldsnám í öðrum skólum“ - en slíkt samband við aðrar menntastofnanir hlýtur m.a. að ráða þó nokkru um námsefnið. Þetta mál var svo ekki leyst fyrr en landspróf mið- skóla var tekið upp 1946: þar með voru héraðsskólarnir komnir í gegn einhverskonar ónefndri borgaralegri menningu. f grein sem nefnist „Héraðsskólarnir og framtíð þeirra" segir hann m.a.: „Héraðsskólarnir voru byggðir fyrir atbeina gamalla og nýrra ungmennafélaga og kaupfélags- manna. Og þessir menn ganga út frá því að stéttamunur eigi ekki að vera til, og að hið mikla tak- mark mannanna sé að þurrka út merki gamallar og grimmlyndrar stéttaskiptingar með því að gera lífskjör allra heilbrigð og ánægju- leg.“ Rauða hœttan Með öðrum orðum: í héraðs- skólunum átti að fæðast vísir að stéttlausu þjóðfélagi - undir merkjum samvinnumanna (og er þá stutt í að menn syngi: „Unga fólk undir Framsóknarmerki"). Það munar um minna. Og eins og kunnugt er, þá eru þeir sem hafa fundið sinn lykil að framtíðar- þjóðfélaginu sæla lítið hrifnir af keppinautum sem hafa fundið enn betri lykil. Til dæmis eld- 4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.