Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 12
Á skjánum situr rúmfertug kona með þríhyrnda lokka í eyrum og lyftir skel sinni fyrir hinni stórkostlegu blökkukonu og tal-þáttar-stjóra Ófru Vin- freyju og sal fylltum póst-mó- dernískum mæðrum auk okkar sem heima sitja. Hún leysir vand- lega frá skilnaðarskjóðu sinni, út- færir af nákvæmni öll smáatriði þessa leiðindamáls. Ex-maður hennar sem sagt, skurðlæknirinn, náði sér niður á henni nokkrum vikum eftir skilnaðinn með því að laumast inn í þvagfæraskurð á sinni fyrrverandi og sauma fyrir hennar kynop með stálþræði. Það fer um mann í sætinu frammi fyrir þessari opnu og beinu út- sendingu en maður harkar þetta þó af sér með orðunum „only in America". En ferðataskan bíður á hvít- lökkuðu gólfinu og tilhlakkandi lokar maður henni, félagi föru- manns, og kyssir kött og konu í saknaðarskyni. Leigubifreið er aðeins ermalengd away og skyn- ugur Senegali opnar húdd sitt svo upp streyma skemmtilegar frá- sagnir af lífinu heima. Bumbusl- áttur, bambustreyjur og partly developed. í harðsnúinni um- ferðarslaufu gengur hann jafnvel svo langt að bjóða uppá danstíma í afrískum engjaslætti undir leið- sögn konu sinnar, háttvirts með- lims í „íslenska dansflokki41 þeirra Senegala. Já, kannski maður sjái bara til, því ekki. Flugfélagið heitir Delta, sem er líklega gríska, en gate-ið er númer tvö og stundu síðar erum við að sleppa dekkjum úr New York-fylki. Það vill svo skemmti- lega til að ég er einmitt að lesa kvæðið „HERBST“ eftir Reyni Maríu Rilke þegar flugvélin hef- ur sig á loft. Ég hef hins vegar yfir: Blöðin falla, falla Iíkt og af himni ofan, líkt og fölni garðar í hæstum hæðum; þau falla eins og neikvæð orð. Og að nóttu fellur hin þunga jörð frá öllum öðrum hnöttum og niður í dýpi einver- unnar. Við föllum öll, jafnvel þessi hönd. Og sjáið hina: það fellur allt. En þó er sá einn sem öllu þessu falli heldur af óendan- legu öryggi í hendi sér. Og það munar um minna. En þetta breytir því þó ekki að vélin siglir upp á undirlýstan kvöldhimin Bandaríkjanna og undan okkur breiða breiðgöt- urnar úr ljósfaðmi sínum svo stórfenglegt verður á að horfa. Flugferðin yfir þveröll Banda- ríkin er lítið annað en velheppn- aður og þó nokkuð dýr kvöld- verður með breytanlegu útsýni. Fyrir glugganum líða: Ffladelfía, Nashville og Memphis, Tenness- ee. Og í stað þess að velta niður Bernhöftstorfuna, eins og menn gera að loknum snæðingi á Torf- unni, er manni rúllað niður land- ganginn á flugvellinum í Dallas. Én Dallas jafnast engan veginn á við samnefndan sjónvarpsþátt og að klukkutíma loknum er svifið á tæknivængjum lengra vestur á bóginn. Stórborgin Los Angeles birtist manni hægt og rólega eins og risa- stór kirkjugarður. Það er Ijós við hvert leiði úthverfanna. Þar skín hver sál. Aðeins skógaðir fjallat- indar standa upp úr þessu óstöðv- andi byggðarlagi sem þekur næsta hálftímann til sjávar. En þar liggur flugvöllurinn á strönd- inni, á ystu nöf hins vestræna heims. Við tekur hið stóra Kyrra- haf og handan þess allt aðrir og skáeygðari heimar. Væri jörðin flöt endaði hún hér. Það er skiljanlega annað lofts- lag sem fagnar manni hér á vest- urströndinni en í kuldabælinu eystra. Pálmatrén lúta höfði og vagga sér vinalega yfir hrað- brautunum í annars konar takti en gildir í tímagagginu á götunum í New York. Nei, hér goggar sér enginn leið um götuvirkin, held- ur lónar hver í sínum lúna skrjóði eftir afslappandi hraðbrautunum og búlevörðunum og myndar með öðrum enn hægari umferðarteppur. Menn fara þá fetið á bjúkkum sínum og do- dsum, skrúfa frá rúðum og fá sér að reykjaog spyrja e.t.v. um eld í nálægum bflum sem oft getur orðið upphaf enn heitari kynna. Undir öllu þessu dunar svo þæginda-djassinn úr útvarps- stöðvunum sem að vísu getur á heitum og kyrrstæðum sumar- dögum orðið mönnum svo um megn að þeir grípi til vopna og skjóti ökumenn nálægra bifreiða þannig til bana að höfuð þeirra fellur fram á stýrið, á flautuna og þá fer fyrst að fara um þá sem af þolinmæði hrjóta. Borg englanna er því fyrst og fremst borg bfl- anna, líkt og Skagafjörður er hrossum. Hér er talað um káta ljáka á sömu tilfinninga-nótum og hrossaræktarmenn um sín nat- úrölu hestöfl. Margt er líka um glæsilegan gæðinginn á götum L.A., gamlir sparijálkar eru tíð- séðir, enda rignir hér ekki nema á jarðskálfta-fresti og ryðgun því algjörlega óþekkt fyrirbæri. Kalifornía er eitthvert það dá- samlegasta hérað í heiminum nú um stundir og því skiljanlegur sá fjölbreytilegi fólksstraumur þangað sem hófst að stríðinu loknu og stendur enn. Hér er hi- minninn eilífðarblár árið um kring og laðar til sín upp úr jörð- inni allan mögulegan gróður þessa beltis. Sýpressur og sedrus- viður, eikur og aldinblóm, allt stefnir þetta markvisst upp og út á við þótt þurrt sé til moldar. En því til bjargar er manngerð vatns- veitan frá nágrannaríkinu Óreg- on sem liðast verkfræðilega suður í frábærlega fögru landslagi, gras- grænum hlíðum og vínviðarfell- um, og endar í köldum krana Los Angeles-búa. En landbúnaðurinn er þó varla það sem heimdræga heillar. Hér eru önnur og að því virðist ótelj- andi tækifæri á öðrum sviðum, svo sem í tölvubúskap, hótel- rekstri og skemmtanaiðnaðinum, sem verður líklega að teljast undirstöðuatvinnugreinin hér um slóðir. Þau eru víst ófá leikara- efnin og óefnin sem flykkjast hingað í frægri von, ásamt ljósa- mönnum, sviðsberum, sándmix- erum, milliliðum og handrita- fræðingum. Allir í leit að sínu hæfi. Að nýrri og betri ævi. Undir ljóskubrjóstum við stundalaug sem og sumum tekst en öðrum bregst. Það getum við lesið um á stjörnukortinu sem fæst á hverju götuhorni í Beverly Hills og Hollywood þar sem er heimavist allra heimsins stærstu nafna. En áður en að stjörnuspekinni kemur brunum við ásamt lax- nösku samferðafólki okkar út úr bænum eftir þjóðvegi nr. 5 sem er einn hinn beinasti og breiðasti í víðtækri veröld. Leið okkar Iiggur til San Fran- cisco, eins og segir í gömlu lagi frá síðustu öld, sem er að fornu fræg- ur samfaraskógur. Bjúikk brenn- ir gasi og brunar sæll í fasi, og ferðamáta sem er þaulæfður. Umgjörðin er einkennilegur eyðidalur, 20 merkur af ryki og einni sjoppu. Ákaflega íslenskt og kemur manni á óvart. Not only in America. Á leiðinni eru uppbyggilegar umræður um list og Schnabel. Sólin verður á undan okkur, þrátt fyrir ýtrustu tækni, og sest óvenju glæsilega undir Gullna- Hliðs-brúna, fegursta mannvirki jarðar, í flóann, á bakvið borgina á öllum sínum bröttu hæðum, sjálfa San Francisco, sem eftir þessu að dæma verður að teljast fegursta borg jarðar. Þvílíkt bæjarstæði! Þvflík sjónarsæla! Það kemur manni því talsvert í opna skjöldu að maður skuli brenna beint niður í miðbæ og mæta þar askvaðandi á opnun óminnisverðrar myndlistarsýn- ingar, en þannig er lífið,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.