Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 15
litóba boðskap, og er nú kominn til Ameríku í leit að ævintýrum. Heimskringlu var á þessum tíma ritstýrt af Sigfúsi Hall- dórssyni frá Höfnum. Blaðið var tengt íhaldsflokknum en var þó miklu frjálslyndara í menning- armálum heldur en Lögberg sem var kennt við Frjálslynda og lút- erskan púritanisma. Hinn 17. ágúst birtist lofkvæði til íslenskunnar í Heimskringlu undir heitinu „Kveðið í Winni- peg“. Halldór Kiljan Laxness er skráðu höfundur en tekið er sér- staklega fram að eftirprentun sé bönnuð, bæði „hér (þ.e. í Winn- ipeg) og á íslandi“. Það er sjálfsat að virða það bann. „Efnilegast skáld íslenzkt nú“ Viku síðar birtist viðtal við Halldór Kiljan Laxness á forsíðu Heimskringlu - við hliðina á frá- sögn af jarðarför Stephans G. Stephanssonar. í þessu viðtali vitnar ritstjórinn í fyrri ummæli sín um að Halldór sé „eitthvert efnilegast skáld íslenzkt nú“ og síðan rekur Halldór sjálfur efni Vefarans mikla frá Kasmír og viðbrögð íslendinga á íslandi við bókinni: „...ég hef litið á deilur þær, sem risu út af bók minni, sem sprottnar af mjög skiljan- legum og um leið fyrirgefan- legum skorti ísl. heima til þess að hugsa alþjóðlega. Sem stendur er á íslandi mjög barin bumba fyrir svokallaðri sveitamenningu og virðast það vera áhrif frá norskri lýðskrumara-pólitík. Snerti- punktur þessa norska sveita- menningar bumbusláttar er sá við íslenzkt ástand, að stjórnmálaflokkarnir þurfa hver um sig að koma sér vel við sveita- menn. Þess vegna hafa pólitísku blöðin, jafnvel í listdómum, not- fært sér þá taktík að hæla öllu sem kemur ofan úr sveit, en bölsótast gegn hverju því, sem hugsað er eða sett í form á alþjóðlega vísu. Eru það aðallega nokkrir háskól- akennarar, sem hafa tekið að sér í samráði við ýmsa pólitíska fyrir- liða, að halda lofræður um sveitamenningu, jafnvel á ótrúl- egustu stöðum." Komið og hlustið! í eftirmála lofar ristjórinn Halldór sérstaklega fyrir sína al- þjóðlegu menntun og „logandi starfsvilja" og talar um mikinn og bráðan listþroska en slfkt „hendir ekki títt, sérstaklega ekki meðal íslendinga, sem að jafnaði hafa verið seinþroskaðri til ritsnilldar, en aðrar menningarþjóðir, auðvitað sökum afskekkju sinn- ar.“ Undir lokin er minnst á vænt- anlega upplestra og fólk hvatt til að koma og heyra Halldór sjálfan lesa upp. (Á baksíðu er svo aug- lýsing um upplestrana: Gimli, 1. sept., Riverton, 2. sept., Winni- peg, 6. sept., Árborg, 9. sept. og Lundar, 13. sept.) Daginn eftir, 25. ágúst, kom Lögberg út og sagði frá Halldóri og væntan'egum upplestrum. Þar er talað um hið „stórkostlega verk“, Vefarann, og rakin mis- jöfn viðbrögð við bókinni sem beri þó saman um að hún sé „skrifuð af mikilli snilld.“ Síðan kemur löng tilvitnun í „Loksins, loksins“-ritdóm Kristjáns Al- bertssonar og endað á því að þetta sé einasta tækifærið til að hlusta á Halldór því að hann sé á förum „vestur til California“. „Um afnám heimilanna“ í sama blaði birtist ræða sem Halldór flutti á íslendingadaginn á Hnausum og nefndist „Frá arn- inum út í samfélagið" (líka í Hkr. 31. ágúst). Eins ogheitið bermeð sér fjallar Halldór þar um þá breytingu á lífi fólks sem nútíma- menning í borgum hlýtur að valda. Hann lýsir því hvernig uppeldið er að færast út af heimil- inu yfir í skóla og dagvistanir, hvernig heimilið er ekki lengur vinnustaður fólks og hvernig skemmtanir eru að færast út af heimilum inn í kvikmyndahús og tónleikasali. Aukin menntun, leikir og menningarstarfsemi skapi vitund um jöfnuð og hljóti jafnframt að kalla á endurskoðun á grunneiningum þjóðfélagsins, heimili og hjónabandi, sem leiði til þess „að þjóðfélagið allt verði gert að einu stóru heimili, þar sem allir kraftar sameinist að einu stóru markmiði: algerðu af- námi stéttamismunarins." „ Nýja ísland: „Óefað listaverk“ Hinn 7. september birtast tveir lofsamlegir ritdómar í Heims- kringlu um upplestrana að Gimli og í Winnipeg. B.B. Olson skrif- ar frá Gimli og segir að séra Sig- urður Ólafsson hafi ávarpað sam- komuna, fagnað Halldóri og gert sérstaklega að umræðuefni þá al- þjóðlegu menntun sem hann hafði aflað sér: „Presturinn kvaðst vera mjög ánægður að heilsa þessum unga manni, er sýnt hefði oss þá íslenzku rækt og virðingu að heimsækja oss fyrst og byrjar sínar samkomur á Gimli í Nýja íslandi." Um lestur Halldórs segir: "... sá kafli er hann las síðast, var saga, skrifuð hér á Gimli í sumar, og er efnið tekið úr frumbyggjalífinu hér i Nýja íslandi. Það er sagan um leið mannsins, með konu sína og börn, úr „gamla" landinu í „nýja“ landið, fyrirheitna landið, með öllum sínum vonum og draumum. Baráttan gamla og nýja fyrir tilverunni til þess að fá þrám sínum svalað og takmörk- um sínum náð, svo margbreyti- legar sem vegferðir vorar eru í gegnum lífið. Saga þessi er óefað listaverk; lýsingar á persónum frumlegar og skýrar, og smjúga hug manns eins og leiftur ljósvak- ann; sumar fagrar og aðrar ljótar. Sumum mun finnast sagan ekki „fara vel“, eins og þeir hefðu vonast eftir að skáldið myndi nota tækifærið til, þegar hann var að heimsækja nýlendufólk, þar sem allir vilja fá að heyra lof um sig sjálfa, í sögum og ljóðum. „Eitthvað fallegt um mig,“ sagði Fúsi á Hala. En Halldór Kiljan Laxness er vaxinn langt upp úr þeim sauðbandssokkum. Hann skilur list og skáldskap og veit að þessu verður hann að þjóna, sam- kvæmt andanum, en ekki kröfum Péturs og Páls, til þess að falla ekki úr því tignarsæti sem sönn list býr elskendum sínum. Ég fór heim hrifinn, glaður og ánægður, og gleymdi ekki að þakka þessum unga listamanni „fyrir lesturinn“. Isama blaði segir Sig. Júl. Jó- hannesson frá upplestrinum í Winnipeg og hefur sýnilega hrif- ist bæði af manninum Halldóri Kiljan Laxness og sögunni „Nýja ísland". „Þar hefir skáldinu tek- ist að koma á fáeinar blaðsíður þeirri mynd, sem sýnir sorgir og sársauka landnemanna og einnig manndóm þeirra.“ Og eftir mjög lofsamlega lýsingu á sögunni segir: „Þeir íslendingar fóru mik- ils á mis sem ekki notuðu sér þessa kvöldstund til þess að hlusta á skáldið.“ Kirkjan og heimilið Daginn eftir birtist grein í Lög- bergi eftir séra Pétur Sigurðsson í Árborg og er henni beint gegn skoðunum Halldórs á nútíma- menningunni og „afnámi heimil- anna“ eins og þær birtust í Hnausa-ræðunni - án þess þó að minnst sé berum orðum á Hall- dór sjálfan. Séra Pétur boðar ágæti heimilisins og vitnar til frú Ingibjargar J. Ólafson sem hafði ritað grein undir yfirskriftinni „Heimilið" í Lögberg þá um sumarið. Þessu fylgir klerkleg út- tekt á hverfulleik frægðarinnar og ábending um að ekki fari nú alltaf saman að vera frægur mað- ur og göfugur. í næsta tölublaði Lögbergs svarar Halldór prestinum og tekur fram að „gefnu tilefni“ að ekki sé „um neina missætti að ræða vegna munar á skoðunum“. Halldór segist eingöngu vera að lýsa ástandinu og geti tekið undir með séra Pétri að „ýmislegt mætti einhvern veginn betur fara.“ Undir lok september birti Halldór kvæði sem hann kallaði „Sálm“ („Endurprentun bönn- uð“) í Heimskringlu og síðan heyrist ekki meira um hann fyrr en sagan „Nýja fsland“ birtist í sama blaði, 19. október. En þeg- ar þar var komið hefur Halldór verið farinn lengra vestur. Auk þessara skrifa ritaði Hall- dór langa grein um Stephan G. Stephansson, „Landneminn mikli“, sem birtist í Heimskringlu 7. september og í Lögbergi dag- inn eftir, þann áttunda, og síðar í bók Halldórs, Af skáldum. Eflaust er það rétt að mörgum hefur mislíkað við söguna „Nýja ísland“ og þótt að sér vegið þegar sagan var fyrst lesin á íslendinga- samkomum í Manitóba. En slíkt eru eðlileg og sjálfsögð viðbrögð við sögum Halldórs Kiljan Lax- ness á þessum árum. Hitt má ekki gleymast að þeir sem áttuðu sig á snilldinni létu líka í sér heyra og eru raunar þeir einu sem skrifuðu um rithöfundinn Halldór Kiljan Laxness þann sumarpart sem hann dvaldi meðal fslendinga í Manitóba. í Winnipeg, 5. mars 1988 Gísli Sigurðsson. Sunnudagur 17. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Halldór Kiljan Laxness. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Unglingaathvarf Flúðaseli 61 Auglýst er eftir starfskrafti í 46% kvöldstarf. Hér er um að ræða mjög fjölbreytt og gefandi starf með unglingum á aldrinum 13-16 ára. í athvarfinu eru 6-8 unglingar á hverjum tíma og eru ástæður þess að þau leita stuðnings okkar mjög mismunandi. Starfshópurinn er lítill og samheldinn, og sam- starfsandi er góður. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- menntun á sviði uppeldis-, félags-, kennslu- og/ eða sálarfræði, eða sambærilega menntun. Umsóknareyðublöð fást á staðnum eða hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9. Umsóknarfrestur er til 30. 04. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 75595 eftir hádegi virka daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.