Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 16
nlÐNT/EKNISTOFNUN ÍSLANDS Þaö er dýrt aö leita nýrra leiöa... Afmæliráðstefna á vegum Iðntæknistofn- unar íslands 20. apríl 1988 að Hótel Sögu: Reynsla iðnfyrirtækja af rannsóknum og þróun Ráðstefnan hefst með morgunverði kl. 8.40. Dagskrá: • Iðnaöarráðherra Friðrik Sophusson opnar ráðstefnuna • Viljo Hentinen forstjóri rannsóknadeildar Nokia: Mikilvægi rannsókna- og þróunarstarfs fyrir Nokia • Charles F. Sabel, Prófessor, MIT: Mikilvægi smáfyrirtækja í nýsköpun undan- farinna ára og sérstaða hátæknifyrirtækja • Fyrirspurnir Kaffihlé • Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts: Vöruþróun og markaðssókn • Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri nýiðnaðarrannsókna ITÍ: Hagnýt rannsóknaverkefni og stefnumótun • Umræður • Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofnunar: Atriði til íhugunar - Samantekt Ráðstefnunni lýkur með hádegisveröi kl. 12.30. Tilkynning um þátttöku í síma 68-7000. ..en þaö er dýrara aö gera þaö ekki r, Notið bílpúða og belti þegar barnið er orðið of stórt fyrir barnabílstólinn. yUMFERÐAR RÁÐ Auglýsið í Þjóðviljanum PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN Forval Póst- og símamálastofnunin mun á sumri kom- anda láta leggja Ijósleiðarastreng frá Akureyri til Sauðárkróks, alls u.þ.b. 115 km. Niðurlagning strengsins hefst utan þéttbýlismarka Akureyrar og Sauðárkróks. Peir sem kynnu að hafa áhuga á að (gera tilboð í lögnina) vinna verkið sendi stofnuninni upplýs- ingar um vélakost og einingaverð þeirra fyrir 26. apríl '88. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tækni- deildar, Landsímahúsinu við Austurvöll, 19. apríl 1988. Póst- og símamálastofnunin Stóru börnin sitja heima Pað fer mjög í vöxt víða um lönd að ungt fólk búi hjö foreldrum sínum langt fram d þrítugsaldur Ekki er langt síðan ekkert var talið eðlilegra og sjálf- sagðara en að unglingar flyttu að heiman og byrjuðu á sínu lífsbrambolti upp á eigin spýt- ur. Og gátu varla beðið eftir því að verða sautján eða átján ára áður en þeir köstuðu sér út á lífsins ólgusjó. Jafnaldrar sem heima sátu í skjóli for- eldranna þóttu hlægilegir og aumkunarverðir. En nú er sem öllu sé við snúið. Vax- andi fjöldi fólks, sem komið er fyfir tvítugt, veigrar sér nú við þvíaðyfirgefaforeldrahús. í stað þess að leita frelsis og ævintýra gistir unga fólkið áfram á „Hótel Mömmu“. Og margir þeirra sem að heiman fóru snúaheimaftur. Þetta er að gerast víða um lönd, og félagsfræðingar klóra sér mjög í hausnum út af þessu. Þeir höfðu búist við því að það væri einskonar náttúrulögmál að ung- arnir bæði vildu og þyrftu að koma sér sem fyrst úr hreiðrinu. Og hér við bættist það, að „upp- reisn æskunnar“ fyrir um það bil tuttugu árum beindist einmitt mjög gegn forsjárvaldi eldri kyn- slóðar, sem menn kepptust við að losna undan - m.a. með tilraun- um með sambýlisform ( kom- múnur oþl.). Þróunin nú kemur því mörgum á óvart. Lífsóttinn og þœgindin Ekki svo að skilja: það er auðvelt að finna ýmsar ástæður fyrir því sem gerst hefur. Ein veigamikil ástæða víða um lönd er blátt áfram sú, að atvinnuleysi er mikið meðal ungs fólks, óviss- an um framtíðina leiðir m.a. til þess að menn vilja halda sem lengst í það öryggi sem finna má innan veggja æskuheimilisins. Hér við bætist að það er ekki bara á íslandi sem það er erfiðara og dýrara en á árum áður fyrir ungt fólk að komast í húsnæði. Og hvort sem mönnum vex sá vandi í augum eða ekki: á okkar neyslu- hyggjutfmum virðist mörgum það einkar þægilegt að spara ein- mitt húsaleigu ( eða afborganir) með því að vera áfram heima. Pá er meira afgangs í tryllitækin og ferðalögin og tískufatnaðinn. Ein ástæðan fyrir þeirri „fram- lengingu bernskunnar“ sem hér er á dagskrá er blátt áfram sú, að kynslóðabilið er ekki það sama og var. Eitthvert tiltekið hegðun- armynstur er ekki jafn rækilega neglt upp við unglinga eða full- orðna og áður ( „Gamla fólkið er oft alveg jafn ruglað og við“). Til dæmis sýna foreldrar ekki nærri eins mikla þörf og á árum áður fyrir að stjórna ástamálum og kynlífi afkvæma sinna. Heimur- inn ferst ekki þótt komið sé með vin eða vinkonu heim til hjásof- elsis. Þroska skotið ó frest? Menn neita því ekki að það er ýmislegt jákvætt við þéssa þróun. Sé sambúð foreldra og barna á annað borð þokkaleg, getur sam- býlið blátt áfram unnið gegn höfuðmeinsemd stórborganna: einsemdinni. En vitanlega eru ekki allir foreldrar jafn hrifnir. Afkvæmin halda áfram að haga sér eins og ofdekraðir krakkar langt fram á fullorðinsár að því leyti, að mörg þeirra hreyfa ekki fingur til að hjálpa til við nauðsynleg heimilisstörf. Og svo er annað: Öryggið í foreldrahús- um slær ýmsum vandamálum á frest, tengdum því að gerast „full- orðinn“ aðili í samfélaginu. Og mörg verða þess dæmi, að yngri kynslóðin venji sig á vernd í svo ríkum mæli, að þegar henni loks- ins sleppir, þá fái menn ekki með nokkru móti við sjálfstæðið ráðið. Áb tók saman 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.