Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.04.1988, Blaðsíða 19
Karpov í efsta sœti á fyrsta heimsbikarmótinu Fyrsta heimsbikarmótiö í skák hófst í Brussel í Belgíu í lok marsmánaöar og þegar þetta er ritað haf a verið tef Idar tíu umferðir af sautján. Af átján keppendum sem hófu mótið hætti Rafael Vaganian skyndilega þátttöku vegna fráfalls bróður síns. Hefur því einn skákmaður orðið að sitja yfir af þessum sökum og úr- slitaskipting hefur raskast talsvert. Sumir hafa hvítt í níu skákum, aðrir í sjö skákum. Heimsbikarmótin eru framlag nýstofnaðra stórmeistara- samtaka og verða þau alls sextalsins. Stöð2mun standafyrireinu þessara móta í október á næsta ári og verður það þriðja mótið í röð- inni. Jóhann Hjartarson hefur þegar unnið sér þátttökurétt en á mótinu hér mun Margeir Pétursson tefla fyrir íslands hönd. Það hefur ekki gengið átaka- laust að koma þessu merka fram- taki í kring. Þeir stórmeistarar í áðurnefndum samtökum sem ekki hafa unnið sér rétt til þátt- töku í heimsbikarmótinu hafa gagnrýnt keppnisfyrirkomulagið harðlega enda mun standa til að gera róttækar breytingar á því fyrir næstu hrinu sem hefst eftir tvö til þrjú ár. Undirrituðum finnst einkum hæpið að stofna til þessarar keppni án þess að eitt einasta mót fari fram austan járntjalds, en langflestir kepp- enda koma frá kommúnistaríkj- unum. Fyrirkomulagi keppninnar er þannig háttað að 24 stórmeistarar sem valdir eru af toppi Elo-listans og úr hópi sigurvegara milli- svæðamótanna tefla á fjórum mótum af sex. Bestur árangur samanlagt tryggir sigur í heimsbikarmótunum og geysihá verðlaun sem mótshaldararnir leggja til. Allmiklar umræður hafa snúist um hvaða nafnbót sá hlýtur sem kemur best út úr keppninni en fallið hefur verið frá því að einhver nafnbót fylgi, t.d. heimsmeistari skákmóta eins til stóð. Mótið í Brússel fór hægt af stað með miklum jafnteflum í fyrstu umferð en síðan tók það fjörkipp og að loknum tíu umferðum eru línur farnar að skýrast. Staðan er þessi: I. Karpov (Sovétr.) 7 v. (10) 2. Beljav- skí (Sovétr.) 6 v. (9) 3. Salov (Sovétr.) 6 v. (10) 4. Portisch (Ungv.land) 5Vi v. (9) S.-8. Ljubojevic (Júgóslavía), Nik- olic (Júgóslavía), Nunn (England) Speelman (England) allir með 5 v. af (9) 9.-10. Andersson (SvíþjóS) og Seirawan (Bandaríkin) 5 v. hvor (10) II. -12. Timman (Holland) og Tal (So- vétr.) 4'/2 v. (9) 13.-14. Kortsnoj (Sviss) og Sokolov (Sovétríkjunum) 4 v. (9) 15. Nogueiras (Kúbu) 4 v. (10) 16. Sax (Ungv.land) 3 v. (10) 17. Win- ants (Belgíu) U/2V (10). Anatoly Karpov var fyrir mótið af flestum álitinn sigur- stranglegastur. íslendingar munu margir fylgjast grannt með frammistöðu hans og sem endra- nær er hann á „70%-rólinu“. Hann byrjaði mótið hægt, tapaði fyrir Beljavskí í 5. umferð en hef- ur síðan tekið mikinn sprett og hlotið 4Vi v. úr síðustu fimm skákum. Hann er oft seinn í gang og ég tel Jóhann einmitt hafa raunhæfa möguleika í komandi einvígi vegna þessa, auk þess sem nýju tímamörkin henta Karpov ekki sérlega vel. Hann komst í gang með því að vinna Hollend- inginn Jan Timman í sjöttu um- ferð. Timman hefur átt miklu gengi að fagna undanfarið, unnið hvert mótið á fætur öðru og er nú í flokki örfárra manna sem náð hafa 2700 Elo-stigum, að vísu í óbirtum lista. Þess vegna var viðureign hans við Karpov fróðleg. Svo virðist sem heimsmeistarinn fyrrverandi hafi ýmislegt lært af Garrí Kasparov þvf þarna tefldi hann eina bestu skák síðari ára: Anatoly Karpov- Jan Timman Móttekið drottningarbragð 1. d4 (Það er eftirtektarvert að Karpov, sem áður var sannur kóngspeðsmað- ur leikur nú nær alltaf drottningar- peðinu í fyrsta leik.) 1. .. d5 2. c4-dxc4 3. e4-Rf6 4. e5-Rd5 5. Bxc4-Rb6 6. Bd3 6. Bb3 kemur einnig til greina en í einvígi Speelmans og Seirawans í Sa- int John kom á daginn að svartur heldur velli í stöðunni sem kemur eftiró. .. Rc6 7. Rf3 Bg4. Nú leiðir 8. Rg5 til jafnteflis og 8. Rxf7+ Kxf7 9. Rg5+ Ke8 10. Dxg4 Dxd4 og gefur ekkert í aðra hönd.) 6. .. Rc6 9. Bxe2-Dd7 7. Re2-Bg4 10. Rc3-0-0-0 8. Be3-Bxe2 11. a4 (Sókn svarts eftir d-Iínunni svarar hvítur með gagnsókn drottningar- megin. 11. ... Rxd4 strandar á 12. a5! Rxe2 (12. .. Ra8 13. a6 er afleitt á svart) 13. axb6 Dxdl+ 14. Rxdl og vinnur.) 11. .. a6 12. a5-rd5 13. Bf3-Rdb4 (Yfirburðir hvíts eftir 13. .. Rxe3 14. fxe3 eru óumdeildir. Hann stend- ur traustum fótum á miðborðinu og hefur dágóð færi gegn kóngi svarts.) 14. e6! (Peðsfórnir af þessu tagi eruþek- ktar í mótteknu drottningarbragði. Eftir .. fxe6 15. 0-0 Rxd4 16. Rxd4 Dxd4 17. Db3 er aðstaða svarts allt annað en þægileg. Timman velur því hinn kostinn.) 14. .. Dxe5 15. d5-De5 16. 0-0-e6 8 28. Hxh7!-Hb8 (Ekki 28. .. Hxh7 29. He8 og vinn- ur.) 29. h3-g4 30. hxg4-fxg4 31. Bg2-Dal + 32. Kh2-Dxb2 (Hrókarnir bera drottninguna of- urliði í þeirri stöðu sem kemur upp eftir 32. .. Hxb7 33. Bxb7 Kxb7.) 33. Hhh6-Da2 34. Hef6-c5? (Tvímælalaust var þessi möguleiki Timmans fólginn í því að gefa skipta- muninn með 34. .. Hxb7. Eftir 35. Bxb7 (hvítur getur skotið inn 35. Bd5!? á vísu Polgar-systra en það breytir engu) Kxb7 36. Hh4 a5 37. Hxg4 a4 38. Hb4+ og 39. Hf3 á Karp- ov vinningsmöguleika en staðan er enn óljós og erfitt að benda á rakinn vinning.) 35. Hf4-Dd2 (Það gengur ekki að leika 35. .. Hxb7 eftir að kóngurinn hefur verið sviptur skjóli c-peðsins.) 36. Bfl!-Hxb7 37. Hxa6+-Kb8 38. Hf8+-Kc7 39. Bg2!-Dd7 (Ekki 39. .. Hb6 40. Ha7+ Kd6 41. Hd8+ og vinnur.) 40. Hh8-c4 41. Be4 - Með hótuninni 42. Hh7. Svartur gafst upp. Hann fær ekkert að gert. Tími Hv.: 1.58 Sv.: 2.11 a b 17. dxc6! (Þessi drottningarfórn, sem Karp- ov hlýtur að hafa séð fyrir er hann lék sínum 14. leik, leiðir langtífrá til þvingaðrar vinningsstöðu, heldur þvert á móti til flókinnar miðtafls- stöðu þar sem frelsingi hvíts á b7 fer með höfuðrulluna. Baráttan sem fer í hönd er veisla fyrir augað.) 17. .. Hxdl 18. cxb7+-Kb8 19. Hfxdl-Bc5 (Timman verður að svara hótun- inni í borðinu en e.t.v. var 19. .. Bd6 betra. Hann teflir í anda þeirrar þum- alfingursreglu sem segir að sá hagnist á uppskiptum sem hafi liðsyfirburði.) 20. Bxc5-Dxc5 23. Ra4-Db5 21. Hd7-f5 24. Hcl! 22. Hadl-Rc6 (Uppskipti á riddurum teysta stór- veldið á b7 í sessi. Það er eftirtektar- vert að 24. .. Re5 gengur ekki: 25. Hdxc7 Rxf3+ 26. gxf3 Dxa4 27. Hc8+ Kxb7 28. Hlc mát!) 24. .. Dxa4 25. Hxc6-Dxa5 26. Hxe6 (Valdar mátið á el) 26. .. Ka7 27. g3-g5 HVERSVEGNA ER SUBARU LANG VIN SÆLASTI FJORHJOLADRIFSBÍLLINN HÉR Á LANDI? Meðal annars vegna þess að þeir eru með: Fjórhjóladrif Hátt og lágt drif Vökvastýri Veltistýri Hæðarstillingu á stýri, sjálfvirka með 1. takka „Hill-holder“ Samlæsingu á huröum Ljós slokkna um leið og drepið er á bílnum Rafstillanlegir speglar Bensín- og skottlok opnað úr ekilssæti Plussáklæði á sætum og gólfi Sjálfvirkur þvottur á framljósum Snúningshraðamælir Ljósatölva með ýmsum upplýsingum Barnalæsingar á hurðum Hæðarstilling á framsæti Tvískipt bak á aftursæti, hægt að leggja niður annað eða bæði Fjögurra hraða miðstöð Aðvörunarljós fyrir bensín Varadekk frammi í vélarhúsi (öryggis- atriði) Farangursrými það mesta sem þekkist í sambærilegum bílum Lúxus innrétting Með öllu þessu er verðið aðeins kr. 744.000.- Hjá €> FUJIHEAVYINDUSTRIES LTD. hefur fengist löng og dýrmæt reynsla í framleiðslu fjórhjóladrifinna fólksbíla eða alltfrá 1958 Reynslan hefur sýnt að það þarf stóra og góða vél. Fyrst reyndu þeir 1400 cc, síðan 1600 cc en komust að þeirri niðurstöðu að það nægir ekki minna en 1800 cc. Þeir sáu að fjórhjóladrif var ekki nóg eitt og sér heldur væri hátt og lágt drif nauðsynlegt. Hann var byggður til að bila ekki, enda hefur það sýnt sig að bilanatíðni er sú lægsta sem þekkist í heiminum i dag. Akið ekki út í óvissuna - akið á SUBARU því fjórhjóladrif er öryggisatriði SUBARU BESTU KAUPIN Happdrættisbíll BLINDRAFÉLAGSINS, SUBARU XT 4WD TURBO, er til sýnis hjá okkur. - Happdrættismiðar eru einnig til sölu. Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni. 3ja ára ábyrgð Paö er þitt aö velja. Viö erum tilbúin aö semja. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60 Sunnudagur 17. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.