Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Stálvík hf. Verslunarmenn Verkfall á föstudag Magnús L Sveinsson: Verkfall óumflýjanlegt. Flug, verslun og dagblöð stopp Fátt um f ína drætti Síðasta raðsmíða- skipinu hleypt af stokkunum Fimmta og síðasta raðsmíða- togaranum var hleypt af stokkun- um sl. sunnudag, en hann var smíðaður hjá Stálvík hf. í Garða- bæ. Hann hlaut nafnið Jöfur KE og er 300 brúttólesta rækjutogari með 1000 tonna rækjukvóta en engan þorskkvóta og er í eigu útgerðarfélagsins Jarlsins hf. í Keflavík. Samningsbundið kaupverð er 206 miljónir króna. Að sögn Bjarna Ásmunds- sonar, tæknifræðings hjá Stálvík hf. í Garðabæ, eru engin stór- verkefni framundan hjá skipasmíðastöðinni en gerðir hafa verið samningar um smíði 4-5 9,9 tonna smábáta og er gert ráð fyrir að þessi verkefni dugi næstu þrjá mánuði. -grh Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall skelli á hjá verslunarmönnum á föstudag. Verslun mun lamast víða um land og allt flug leggjast niður. Þá gæti farið svo að blaðaútgáfa stöðvað- ist. Þau félög sem eftir eiga ósamið ákváðu á fundi um helgina að fara sameinuð fram gegn at- vinnurekendum. Að sögn Magn- úsar L Sveinssonar, formanns VR, var einróma samþykkt að fara fram á 42 þúsund krónur í lágmarkslaun. En í miðlunartil- lögu ríkissáttasemjara þann 8.apríl voru lágmarkslaunin 35.200 krónur. Að öðru leyti vísa verslunarmenn í fyrri kröfugerð. Magnús sagðist ekki bjartsýnn á að komist yrði hjá verkfalli. „Það er ótrúleg bjartsýni að vænta þess að atvinnurekendur vilji gefa okkur meira en önnur félög hafa fengið.“ Magnús taldi verkfall óumflýjanlegt. Ef af verkfalli verður á föstu- dag mun öll verslun lamast á höf- uðborgarsvæðinu, Bolungarvík, Árnessýslu, Borgarnesi, Akur- eyri, og ísafirði, en á mánudag tekur síðan gildi verkfallsboðun verslunarmanna í Hafnarfirði og á Suðurnesjum. Þá mun ýms skrifstofustarfsemi raskast, sem ma. hefur áhrif á allar flugsam- göngur. Innanlandsflug Flug- leiða stöðvast strax á föstudag og millilandaflug á mánudag. Ovíst er hvort til stöðvunar kemur hjá Arnarflugi en flugfélagið er ekki aðili að VSÍ. í gær voru þegar teknar að ber- ast undanþágubeiðnir til verkfallsstjórna verslunar- manna. Dagblöðin sækja m.a. um undanþágu en samkvæmt heimildum Þjóðviljans er óvíst að hún verði veitt að þessu sinni. Fundur samninganefnda versl- unarmanna og atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara í gær stóð stutt og bar engan árangur. Ólík- legt er að samninganefndir verði kallaðar aftur saman fyrr en á morgun miðvikudag. Magnús L. Sveinsson sagðist í gær ekki hafa búist við neinu bitastæðu frá at- vinnurekendum. „Það er aldrei annað en þetta venjulega NEI. Þær raddir hafa heyrst að lög- bann kunni að verða sett á verk- fallið. Aðspurðursagðist Magnús ekki vita „hvað þessi 63 á Alþingi væru að hugsa, það væri helst að vinnuveitendur óskuðu lög- banns“. Hann taldi allar hugleið- ingar í þá áttina langsóttar og best væri að verslunarmenn og at- vinnurekendur fengju að útkljá sín mál í friði. -hmp 13. þing MSÍ Slökkvilið Hafnarfjarðar stóð í ströngu í fyrrinótt þegar kviknaði í Hjólbarðasólun Hafnarfjarðar. Talið er að tjónið nemi tugum miljóna króna. Óvíst er um eldsupptök en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Mynd: E.ÓI. Hafnarfjörður Vatnsskortur torveldaði Stórbruni í Hjólbarðasólun Hafnarfjarðar. Tjónið nemur tugum milj- óna króna. Sigurður Ólafsson brunavörður: Vatnsleysið komflatt upp á slökkviliðið Slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað út á fjórða tímauum í fyrriíiótt þegar kviknaði í Hjól- barðasólun Hafnarfjarðar sem er til húsa í þremur sambyggðum húsum að Drangahrauni 1. Erfið- lega gekk að ráða niðurlögum eldsins vegna vatnsskorts í nær- liggjandi brunahönum, en slökkvistarfl lauk undir morgun. Talið er að tjónið af völdum elds- voðans nemi tugum miljóna króna. Óvíst er um eldsupptök en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Vegna vatnsskortsins þurfti tankbíll slökkviliðsins að fara fjölmargar ferðir að brunahana slökkvistöðvarinnar til að ná í vatn en bíllinn tekur um 10 tonn af vatni. Ástæðan fyrir því að ekki var nægilegt vatn, að finna í næstu brunahönum mun vera sú að vegna smæðar sinnar ber vatnsleiðslan í hverfinu ekki það vatnsmagn sem til þarf þegar Fiskvinnslan Skulda 70-80 miljónir hvert Guðmundur Malmquist: Hlöðum ekki endalaust nýjum lán- um á gamlar eignir Stóru fiskvinnslufyrirtækin skulda nú Byggðastofnun allt að 70-80 miljónir hvert og sagði Guðmundur Malmquist ■ samtali við Þjóðviljann að þetta væru stórar upphæðir á okkar mælik- varða. í máli hans kom ennfrem- ur fram að þótt þessi fyrirtæki eigi öll miklar eignir, sé Byggðast- ofnun ekki tilbúin að hlaða stöðugt nýjum lánum ofan á þær. „Þessar skuldir ganga yfir alla línuna og ástæðan fyrir þeim er fyrst og fremst röng gengisskrán- ing. Það er ljóst að fyrirtækin bera sig ekki vegna hennar en einnig má geta þátta eins og of- fjárfestingar og að framleiðni og hagræðing í þessum fyrirtækjum er minni en hún þyrfti að vera,“ sagði Guðmundur Malquist. _____________________ - FRI Framtíðin afar óviss Atvinnuöryggi ótryggt í skipasmíðastöðvum. Astœðan síaukinn útflutningur verkefna. Guðjón Jónsson, formaður MSÍí 12 ár, gefur ekki kost á sér til endurkjörs koma upp eldsvoðar í líkingu við þann sem varð í Hjólbarðasólun- inni. Að sögn Sigurðar Ólafssonar brunavarðar kom vatnsskortur- inn flatt upp á slökkviliðið, enda kom eldurinn upp í nýbyggðu iðnaðarhverfi sem ætti að öllu jöfnu að vera búið stórum og öfl- ugum vatnsleiðslum til að geta annað þeirri vatnsþörf sem nauðsynleg er hverju sinni þegar eldsvoða ber að höndum. -grh Idag lýkur 13. þingi Málm- og skipasmiðasambands Islands, en þingið hefur staðið í þrjá daga. Aðalmál þess hafa verið eftir- menntun og starfsfræðsla málm- iðnaðarmanna ásamt kjara-og at- vinnumálum. Mikil óvissa ríkir um framtíð skipasmíðaiðnaðar- ins vegna gegndarlauss útflutn- ings á verkefnum nýsmíða og endurbóta á íslenskum skipum sem er áætlað að verði fyrir um 3 miljarða á árinu. Núverandi for- maður MSÍ, Guðjón Jónsson, sem verið hefur formaður í 12 ár, gefur ekki kost á sér til endur- kjörs. Að sögn Guðjóns Jónssonar, fráfarandi formanns Málm- og skipasmiðasambandsins, búa starfsmenn skipasmíðastöðva við mikið öryggisleysi í sínum at- vinnumálum vegna eilífs verk- efnaskorts, bæði í nýsmíði og endurbótum og í viðhaldi skipa. Á sama tíma er gert ráð fyrir því að á þessu ári verði kostað um 3 miljörðum króna til slíkra verk- efna sem unnin verða í erlendum stöðvum. Viðræður hafa farið fram við stjórnvöld vegna þessa án þess að vart hafi orðið nokkurra við- bragða af þeirra hálfu. Guðjón sagði að það væri ekki að undra þó að viðskiptahallinn við útlönd væri mikill um þessar mundir, en hægur vandi væri að minnka hann að nokkru ef eitthvað af þeim verkefnum, sem útgerðarmenn eru að láta vinna fyrir sig er- lendis, yrði flutt hingað heim. Þrátt fyrir óvissa framtíð í skipasmíðaiðnaðinum hefur ver- ið mikið rætt um endurmenntun og starfsfræðslu málmiðnaðar- manna á þinginu og sagði Guðjón að tekist hefðu samningar á milli MSÍ og vinnuveitenda um að þeir tækju þátt í kostnaði starfsmanna sem sæktu endurmenntunar- og starfsfræðslunámskeið. - Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með öllum þeim nýjungum og framförum sem orðið hafa í smíði skipa og raunhæfar kjarabætur fást því að- eins að þekking starfsmanna í fyrirtækjum sé á við það besta í heiminum," sagði Guðjón Jóns- son, sem gegnt hefur formennsku í MSÍ í 12 ár en gefur ekki kost á sér til endurkjörs. _grj, 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Kennarar Engin forfalla- kennsla Kennarar í grunn- skólum Reykjavíkur taka ekki að sérforf- allakennslu fyrr en samningar hafa náðst Trúnaðarráð Kennarafélags Reykjavíkur hefur samþykkt að skora á kennara í Reykjavík að taka ekki að sér forfallakennslu fyrr cn samningar hafa náðst. Foreldrar geta því vænst þess að börn þeirra verði send heim fyrir- varalítið ef kennari forfallast. „Þetta er eina aðgerðin sem við sjáum að hægt er að framkvæma á þessu vori,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur. Hún segir þessa samþykkt trúnaðarráðsins vera tilraun til að vekja athygli á samningsstöðu kennara og því að þeir eru orðnir hundleiðir á fuðr- inu í samningamáiunum. f samþykkt trúnaðarráðsins kemur fram að „kennarar eru orðnir langþreyttir á miklu vinnuálagi og skilningsleysi ráða- manna á gildi skólastarfs“. -tt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.