Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 4
TÆIPARI KTJPPT OG SKORIf) 1 Skýr rödd í þeirri umræðu um íslenska vinstrihreyfingu sem náði há- marki eftir kosningarnar síðasta sumar bentu margir á að hvernig sem á stæði hjá faglegum samtökum væri það hlutverk vinstriflokks að móta sér eigin stefnu í kjaramálum og halda fast við hana. Verkalýðsflokkur hlýtur að setja fram sína kosti í kjaramálum bæði til skamms tíma og langs, og þótt sjálfsagt sé að virða aðstæður hinna faglegu samtaka launafólks á hverjum tíma er það enginn stuðningur við hinn framsæknari hluta þeirra sam- taka að gera þverpólitískar málamiðlanir þar að flokksstefnu, að ekki sé talað um niðurstöður kjarasamninga. Á aðalfundi verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins nú um helgina var samþykkt ályktun sem bendir til að flokksmenn hafi lært þessa lexíu eftir erfiðleika síðustu ára. Þaðan hljómar nú skýr rödd sem bendir á helstu brotalamir í kjaramálum samtím- ans, og það vekur sérstaka athygli að um leið og verkalýðs- málaráð flokksins lýsir stuðningi alþýðubandalagsmanna við baráttu samtaka launafólks er borin fram óvægin gagnrýni á starfshætti samtakanna. í ályktun ráðsins er lögð áhersla á þrennskonar vanda sem nú setur meginsvip á kjaramálin. í fyrsta lagi eru lágmarkslaun ekki mannsæmandi. í öðru lagi er launabilið í hrópandi mótsögn við jafnréttissjón- armið yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. í þriðja lagi eru starfshættir samtaka launafólks úr takti við kröfur tímans, og síðustu vikur hefur komið berlega í Ijós að forysta samtakanna virðist ekki skynja vilja almennra félaga. „Það er því brýn þörf að efla á næstu mánuðum þríþætta baráttu" segir í ályktun ráðsins: baráttu fyrir mannsæmandi lágmarkslaunum, baráttu fyrir auknu jafnrétti í launamálum, baráttu fyrir lýðræðislegri byltingu í starfsháttum samtaka launafólks. í ályktuninni er ítrekuð sú stefna flokksins að lágmarkslaun verði ákveðin 45-55 þúsund krónur.í samningum eða með lögum, og að launabil verði minnkað úr fimmtánföldu í fjórfalt. Þá segja ráðsliðar „nauðsynlegt að hreinskilin og opin um- ræða fari fram á næstu mánuðum í öllum samtökum launafólks um lærdómana af kjarabaráttu undanfarinna missera. Það þarf að fara fram rækileg endurskoðun á vinnubrögðum, starfshátt- um og skipulagi. Vandi verkalýðshreyfingarinnar er orðinn slík- ur að það dugir ekkert minna en víðtæk lýðræðisleg bylting ef samtök launafólks eiga að öðlast þann baráttukraft sem nauðsynlegur er til að tryggja jöfnuð og réttlæti í málefnum launafólks. Það þarf að efla þátttöku almennra félaga, tryggja umræður á vinnustöðum og koma í veg fyrir að forystan ein- angrist frá fólkinu. Jafnframt þarf að skapa skilning á mikilvægi samstöðunnar og víðtækan stuðning við sameiginleg hagsmunamál launafólks." I þessari ályktun er gefinn sá tónn sem menn hafa saknað heldur undanfarin ár frá þeim alþýðubandalagsmönnum sem fremst hafa staðið í kjaramálunum. Og það eykur traust manna til ráðsins um áframhaldið að við stjórnarkjör var tekinn sá kostur að endurnýja í forystusveitinni í samræmi við breyttar baráttuáherslur hjá launafólki síðustu vikur og mánuði. Stóðust prófið Talið er að með atkvæðagreiðslunni í neðri deild í gær séu helstu hindranir úr vegi bjórmálsins á alþingi, - og því framund- an ákveðnar breytingar á lífsháttum á íslandi. Enginn sér fyrir hvort þetta skref er til heilla eða ekki. Hinsvegar eru þinginu varla færar nema tvær leiðir í málinu eigi virðing þess ekki að bíða af hnekki, - að samþykkja bjórinn eða banna hann með öllu. Með því að velja aðra þessara leiða á ótvíræðan hátt hafa þingmenn neðri deildar staðist það próf sem almenningur var farinn að halda að stjórnmálamenn réðu ekki við. -m Forgengilegirog óforgengilegir Þeir á Morgunblaðinu hafa - að minnsta kosti eftir að sterkir foringjar eins og Ólafur Thors og Bjarni Ben- ediktsson hurfu af vett- vangi, löngum ávarpað stjórnmálamenn eins og sá sem valdið hefur. Þar með talda þingmenn og ráðherra Sjálfstæðsiflokksins (ekki er það án undantekninga - alltaf eru það einhverjir úr hópi forystusauða í þeim flokki sem njóta hylli blaðs- ins stóra). Hvort sem þetta ber nú vitni um sígandi til- færslu valds ti! fjölmiðla, sem mörgum er hugleikin nú um stundir eða ekki, þá rifj- ar þessi staða upp það sem Stalín karlinn sagði um Þýskaland að lokinni heims- styjöldtnni síðari: Náungar eins og Hitler koma og fara en þýska þjóðin blífur. Að breyttu breytanda hljómar þettasemsvo: Ráðherrarog flokksforingjar koma og fara en Morgunblaðið blífur. Ábyrgðarmanna leitað Því er það áð höfundur Reykjavíkurbréfs tekur ráð- herra stjórnar Þorsteins Pálssonar á hné sér og fleng- ir þá- mismikið náttúrlega, Framsókn mest, svo Krata og sína menn með talsverðri vægð - en hirting er þetta nú samt. Reykjavíkurbréf tekur undir þá skoðun að „alþingismenn og ráðherrar taki alls ekki ábyrga afstöðu til þeirra vandamála sem framundan eru, eða fjalli yf- irleitt um þau“-vegna þess aö þeir hagi sér fyrst og fremst sem gæslumenn skammtímahagsmuna á at- kvæðaveiðum. Vitanlega er talsvert til íþessu: nægirað minna fólk á það, að líklega hafa þingmenn talað fimm sinnum meira um bjór í vet- uren þá rányrkju íhafinu sem okkur er hættulegri en nokkuð annað. Oger það gömul saga. Leiðin út úr ábyrgðarleysinu er svo strax miklu vafasamari. Morgun- blaðiðsegir: „Höfundur þessa Reykja- víkurbréfs hefur heyrt þeirri skoðun fleygt, að nauðsyn- legt sé að forystumenn í atvinnulífi taki höndum saman í herferð á hendur stjórnmálamönnum til að knýja þá til ábyrgra vinnu- bragða". Dálítið skondið þetta: höfundur Reykjavíkurbréfs hefur heyrt þessari skoðun fleygt, hann er bersýnilega hrifinn af henni, en vill samt halda sér í vissri fjarlægð frá henni. Enda ekki nema von kannski: „forystumenn í atvinnulífi" eru kannski ekki þeir englar, steiktir í göfugri oliu ábyrgðarinnar, sem fólkið í landinu mun á trúa: Það eru þeir sem búa til Hafskipsmál og reisa stór- eflis hótel yfir vestanvindinn og meta sjálfir þarfir sínar (og skammta sér kaup eftir því) á við tíu eða þrj átíu óbreytta dáta í lífsstríði þjóðarinnar. Ensamaer. í Reykjavíkurbréfi vakir nokkuð af þeirri tæknikrata- hyggjusem grípur marga ntenn, einkum á fjölmiðl- um, þegar þeir eru þreyttir orðnir á pólitískum seina- gangi: við skulum bara af- henda þetta þeim sem VIT hafa á. En því miður: „vitið“ er alltaf tengt hagsmunum og má brúka til margra þarfa, allt eftir því hver kaupir afnot af því og til hvers. Góð ráð dýr En hvað sem því líður: höfundur Reykjavíkurbréfs er ekki í minnsta vafa um það, hvaðgera skuli. Hann byrjar á því að leggja til að kvótakerfi í fiskveiðum verði afnumið og auðlinda- skattur upp tekinn - og skulum við láta það gott heita í bili. Síðan kemur þessi romsa hér: „í fiskvinnslu er óhjá- kvæmilegt að fækka „frysti- húsuin mjög verulega. I landbúnaði er óhjákvæmi- legt að grípa til enn ákveðn- ari ráðstafana til þess að skera niður umframfram- leiðslu. f Iandsbyggðar- verslun er óhjákvæmilegt að fækka einingum verulega. í fjármálakerfinu verður ekki hjá því komist að hrista dug- lega upp í ríkisbankakerf- inu. í rekstri hins opinbera verður að stöðva þá gegnd- arlausu sóun og eyðslu“ sem viðgengist hefur. Þessar tillögur eru mis- góðar eða vondar: fljótir verða menn t.d. að taka undir það að bankakerfið mætti niður skera, og allir eru á móti sóun hjá hinu op- inbera - allt þar til spurt er „h vaða sóun?“ En þegar á heildina er litið, þá þýðir þetta það, að byggðir lands- ins tæmast enn hraðar en áður (þegar fyrstihúsum fækkar þá fækkar um leið lífvænlegum plássum, hraðari samdráttur í land- búnaði mun eyða mörgum sveitumíviðbót osfrv.). I annan stað er þessi áætlun við það miðuð að agi mark- aðslögmála leysi alla hnúta og þar með að okkar hag- kerfi færist nær því sem ríkir allt í kringum okkur: með þeim tvíbentu afleiðingum að fyrirtæki eru, hvert fyrir sig, betur rekin og þeir sem vinnu hafa betur launaðir en við höfum verið, en þjóðfé- lagið í heild sjúkt af lang- vinnu fjöldaatvinnuleysi. Þegar höfundur Reykja- víkurbréfs veltir fyrir sér úr- ræðum í efnahagsmálum hefur hann fyrst og síðast áhyggjur af þessu hér: við lifum um efni fram. Við- skiptahalli er mikill og skuldasöfnun. Og það eru mál sem við öll verðum að leita svara við, vitanlega. En þegar við skoðum land þar sem aga markaðarins er beitt af mikilli hörku eins og Bandaríkin, þar sem „ein- ingum á landsbyggðinni" er svo sannarlega fækkað eins og drekka vatn og þar sem „forystumenn í atvinnulífi“ hafa stjórnmálamenn þar í vasanum og þar sem er „komið upp ótrúlega sterku eftirlitskerfi með meðferð opinberrafjármuna" (um- mæli í Reykjavíkurbréfi).- þá tekur samt ekki betra við. Það er eins og ekkert dugi - einmitt þegar komið er að þessu hér: að lifa um efni fram. Bandaríkin eru rík- asta þjóð heims, en samt sú sem mest skuldar, halli á ríkisbúskap og viðskipta- hallinn við útlönd er stjarn- fræðilega hár. Og svo mætti áfram telja. Hvar er eigin- lega í heimi hæli tryggt? ég spyr nú bara si sona. áb þJÓÐVILJINN Máigagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandí: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fróttostjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson.Tómas Tómasson, Porfinnurómarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LjÓ8myndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu* og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þridjudagur 19. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.