Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 9
JCvikmyndir Eghef alltaf leikið flókna persónuleika Rœtt við Tcheky Kario um leikferil hans og dóminikanamunkinn Eti- enne de Bourbon Gesturfrönsku kvikmynda- vikunnar í Regnboganum á dögunum var leikarinn T cheky Kario. Hann lék aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Munkurinn og nornin (Le mo- ine et la sorciere), sem er fyrsta mynd kvikmynda- leikstjórans Suzanne Schiff- mann. Schiffmann er samt enginn nýgræðingur innan kvikmyndaheimsins, hefur starfað við kvikmyndir síðan 1969, og var meðal annars hægri hönd FrancoisTruffaut árumsaman. Munkurinn og nornin segir frá dóminikanamunkinum Etienne de Bourbon, sem árið 1239 kem- ur í þorp eitt til að uppræta þar villutrú, eða öllu heldur leita eftir merkjum um vélabrögð and- skotans í þorpinu. Hann kemst í kynni við Eldu, grasakonu stað- arins (femme de la forét) sem kann skil á jurtum og lækninga- mætti þeirra. Eins og við er að búast grunar hann strax að þar hafi Pokurinn hönd í bagga, en er samt á báðum áttum, orðinn ástfanginn af Eldu og hefur í rauninni ekki hugmynd um hvernig hann á að snúa sér í mál- inu. Lausnina finnur hann þegar hann verður vitni að einkenni- legri athöfn sem Elda framkvæm- ir í skóginum ásamt annarri konu. Hann lætur til skarar skríða, lætur handtaka hana og dæmir á bálið án frekari mála- lenginga. En hvað hefur Etienne de Bour- bon / Tcheky Kario að segja um hlutverkið? - Það má segja að þetta sé mynd um umburðarlyndi. Eti- enne de Bourbon lærir ýmislegt af veru sinni í þorpinu. Hann kemur þangað uppfullur af of- stæki og ranghugmyndum en vaknar til umhugsunar, og neyðist til að taka ýmislegt í lífi sínu til endurskoðunar. Og eins er rödd prestsins, þessa þorps- prests sem lifir með sínu fólki og skilur hugsanagang þess, rödd umburðarlyndisins. Er ekki nœsta ómögulegt að setja sig inn íhugsanagang dómin- ikanamunks árið 1239? - Það er ekki eins erfitt og ætla mætti, því sannleikurinn er sá að hugsanagangur munka hefur ekki breyst neitt óskaplega síðan þá. Að vísu eru þeir ekki lengur í hlutverki rannsóknardómara, en þeir eru alveg jafn fanatískir og áður. Það er fanatík í öllum trúar- brögðum þegar þau eru orðin að hugsjón og þegar menn eru farnir að lifa fyrir þau eins og munkarn- ir gera. Enda hafa ótrúlega mörg morð verið framin í nafni trúar- innar, - og sterkra hugsjóna. - Ég bjó mig meðal annars undir hlutverkið með því að tala við munka, ekki bara til að setja mig inn í hugsanagang þeirra heldur líka til að læra af þeim ýmsar hreyfingar og takta sem eru dæmigerðar fyrir þá. Það eru ýmsar handahreyfingar þegar þeir tala við fólk, stellingar við hugleiðslu og við bænir, og ég nota þessar hreyfingar í mynd- inni. - Eins lærði ég mikið af að skoða málverk eftir Soubarain, hann var spænskur eða portúg- alskur listmálari og gerði mikið að því að mála munka, við bænir og við ýmis störf. Er Etienne de Bourbon hinn dœmigerði rannsóknardómari að þínu mati? - Ég held ég hafi átt von á að sjá hrokafyllri og sjálfs- ánœgðari persónu... - Það er í honum bæði hroki og auðmýkt. Og nú vitum við heil- mikið um Etienne de Bourbon, því myndin er byggð á sannsögu- legum heimildum. Það var sagn- fræðingur við bandarískan há- skóla, Pamela Berger, sérfræð- ingur í miðöldum í Frakklandi, sem stakk upp á þessu efni við Suzanne Schiffmann. Etienne de Bourbon var til í raun og veru og starfaði sem rannsóknardómari árum saman. Helsta heimild um hann er mikið verk sem hann skrifaði á gamals aldri og heitir hvorki meira né minna en Úttekt á þeim sjö hæfileikum sem hei- lagur andi gæddi manninn (Le traité sur les sept qualités que le Saint Esprit donna a 1‘homme). Þar segir hann frá ýmsu sem hann upplifði á ferli sínum sem rannsóknardómari, og segir með- al annars söguna af hundinum sem íbúar þorpsins dýrkuðu, svo sú saga er sönn. Ég held meira að segja að menn viti ennþá nokk- urn vegin hvar dysin var. Hvað finnst þér um hann sem persónu? Hann ofsœkir fólk í nafni tráarinnar, en það kemur fram að hann gerðist ekki munkur af neinni sannfœringu heldur vegna þess að hann nauðgaði stúlku og óttaðist afleiðingarnar. - Mér finnst ekki skipta öllu máli hvers vegna menn gerast munkar. Hvort það er af trúar- sannfæringu eða vegna ytri að- stæðna, jafnvel flótta undan ver- aldlegri réttvísi. Það hlýtur að skipta meira máli hvernig þeir rækja sitt starf. - Ég vil ekki reyna að bera í bætifláka fyrir hann á nokkurn hátt, en að mínu mati er Etienne de Bourbon maður sem þjáist. Honum líður greinilega illa, eins og sést best á martröðinni þegar hann endurupplifir atburði úr fortíð sinni. Hann er ekki ill- menni, og ég held að hann nauðgi mati er Etienne de Bourbon maður sem þjáist. Mynd - E.ÓI. Tcheky Kario: Að mínu stúlkunni til að ná sér niðri á föður sínum eða öllum heiminum eftir að faðir hans hefur niðurlægt hann. Hann þarf að sanna eitthvað fyrir sér, eftir að hafa lagt á flótta og verið kallaður bleyða, og þá sér hann stúlkuna sem er minni og veikari en hann. En það er líka minningin um þennan atburð sem gerir það að verkum að honum snýst hugur og hann kemur í veg fyrir að Elda verði brennd. Nú fannst mér veikasti hlekkur- inn í myndinni einmitt vera sá að hún var ekki brennd. Voru þessar konur ekki alltaf brenndar? Eru þessi málalok líka samkvœmt heimildum? - Finnst þér það ótrúlegt? Jú, ætli hún hafi ekki bara verið brennd. Þegar ég hugsa mig um finnst mér það sennilegt. - En þessar grasakonur sem þekktu lækningamátt plantna voru að minnsta kosti til. Bæði í þessu héraði og eins víðar í Frakklandi, og þær tóku hver við af annarri eins og kemur fram í myndinni. Það voru grasakonur f Frakk- landi allt fram á þessa öld. Sú síðasta dó árið 1930, svo það er ekki ýkjalangt síðan hefðin dó út. Ná er mér sagt að þú eigir nú þegar langan leikferil að baki, bœði í leikhúsi og kvikmyndum. Get ég ekki yfirheyct þig eitthvað um hann? - Ég gekk í leiklistarskóla í Strassbourg í fjögur ár, byrjaði árið sem Jean Pierre Vincent kom þangað með hóp af fólki með sér. Það voru til dæmis mál- arar, tónlistarmenn og rithöfund- ar... og fylgdu eins konar ofur- raunsæisstefnu innan leikhússins, sem hefur ráðið rniklu í mínu hlutverkavali í kvikmyndum. - Eftir að ég útskrifaðist úr leiklistarskólanum fór ég til Par- ísar og var fyrst við Jeune Thé- átre National (Þjóðleikhús unga fólksins) sem tekur við nýútskrif- uðum leikurum. Ég var við leikhús í tíu ár áður en ég fór að leika í kvikmyndum, hef leikið í leikritum eftir nútímahöfunda, til dæmis eftir þýska höfunda, og eins í Shakespeare; síðasta hlut- verk mitt í leikhúsi var Othello. - Ég byrjaði svo að leika í kvik- myndum fyrir sex árum og hef eingöngu sinnt kvikmyndaleik undanfarin tvö ár. Hefurðu áður leikið hlutverk svipað hlutverki Etienne de Bour- bon? - Ég hef alltaf leikið flókna persónuleika, menn sem lifa fyrir hugsjón, ofsafengna menn og jafnvel ofbeldishneigða. Til dæmis var síðasta kvikmyndahlutverk mitt í mynd eftir Jacques Annaud, þar sem ég lék bjarndýraveiðimann. Frum- stæðan og ofsafenginn mann sem býr uppi í fjöllum og lifir af bjarn- dýraveiðum. Svo það má segja að með hlutverki Etienne de Bour- bon leggi ég inn á nýjar brautir og leiti eftir einhverju öðru. Þú sagðir áðan að þú hefðir leikið í leikhúsum í tiu ár áður en þú snerir þér að kvikmyndunum. Er vinnan við kvikmyndina ekki mjög ólík leikhúsvinnunni? Hver finnst þér vera helsti munurinn? - Ég veit ekki almennilega hvernig ég á að svara þessu, samt er þetta nokkuð sem ég hef velt mikið fyrir mér og talað mikið um. Mér finnst ég eiginlega hafa misst sjónar á aðalatriðunum vegna þess að ég enda alltaf á að draga upp mynd af því sem ég er nýbúinn að gera í stað þess að koma með raunverulegan saman- burð. - En það er mikill munur á þessu, til að mynda er vinnan við kvikmyndir mun einmanalegri, maður er einn með sitt hlutverk þar sem að í leikhúsi finnur mað- ur mikið meira að maður er hluti af heild. Þar að auki er sjaldgæft að finna kvikmyndaleikstjóra sem eru raunverulegir höfundar um leið. En það eru samt til undantekningar, eins og til dæm- is Rohmer. Ég lék í Les nuits de la pleine lune sem hann gerði og þar fann ég að ég hafði með raun- verulegan höfund að gera sem var mjög ánægjulegt. - En það er erfitt að vera enda- laust skapandi innan kvikmynd- anna. Ég skapa alltaf sjálfur þá persónu sem ég leik, og læt aldrei eftir mér að detta inní einhveja klisju. En ég sakna ánægjunnar við að vinna í leikhúsi, sakna þess að vinna með formin, verða fyrir áhrifum af tónlistinni, af málara- listinni, af öllu því sem gerir leikhúsið að því sem það er. Það eru þessir hlutir sem gera það að verkum að ég vil heldur leika í leikhúsi en í kvikmynd. En svo eru það aðrir hlutir sem maður fær í gegnum kvikmyndaleikinn, maður hittir fleiri, verður þekkt- ari, það eru fleiri sem vita hver maður er og sjá það sem maður gerir, og það er auðvitað gott fyrir mig sem leikara. Og þar að auki fæ ég tækifæri til að ferðast, eins og núna þegar ég er kominn til fslands að kynna mynd. Hvað er framundan? Veistu hvað verður þitt nœsta hlutverk? - Ég veit það ekki alveg sem stendur, ég er eiginlega í milli- bilsástandi. Ég hef unnið mikið undanfarin ár, farið úr einu hlut- verkinu í annað, einni mynd í aðra án þess að hafa tíma til að sinna öðru. En það er erfitt að ausa endalaust úr sér án þess að hafa tíma til að safna í sarpinn á milli. í augnablikinu langar mig til að leika minna og lifa meira. LG MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Þriðjudagur 19. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.