Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 15
FRETTIR Alyktun aðalfundar Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins Lýðræðislega byltingu launafólks í samtökum Aundanförnum mánuðum hef- ur komið æ skýrar í Ijós að þrenns konar vandamál setja meginsvip á launamál á Islandi. I fyrsta lagi eru lágmarkslaun langt undir þeim mörkum sem duga til mannsæmandi lífs. Fjöldi launafólks býr við kjör sem engan veginn samrýmast kröfum um réttlæti í siðuðu samfélagi. í öðru lagi hefur launabilið í landinu vaxið hröðum skrefum. Fimmtánfaldur munur á hæstu og lægstu launum er hrópandi mót- sögn við það jafnrétti sem setja á svip á íslenskt þjóðfélag. I þriðja lagi eru starfshættir samtaka launafólks langt frá því að vera í takt við kröfur tímans. Æ oftar hefur komið í ljós djúp gjá milli samningagerðar forystu- manna og vilja almennra félaga í samtökum launafólks. Það er því brýn þörf á að efla á næstu mánuðum þríþætta bar- áttu. Baráttu fyrir mannsæmandi lágmarkslaunum. Baráttu fyrir auknu jafnrétti í launamálum. Baráttu fyrir lýðræðislegri byltingu í starfsháttum samtaka launafólks. Á undanförnum mánuðum hefur Alþýðubandalagið sett fram sjálfstæða stefnu í launam- álum. Kjarni hennar felst í skýrum tillögum um hvernig tryggja eigi lágmarkslaun og minnka launabilið. Launastefna Alþýðubandalagsins felur í sér ★ Að lágmarkslaun verði ák- veðin á bilinu 45.000-55.000 krónur og hljóti þau fulla verð- tryggingu. Takist ekki í kjara- samningum að ná fram þessu markmiði verði sett lög um slík lágmarkslaun. ★ Að í framtíðinni verði mun- ur hæstu og lægstu launa ekki meiri en tvöfaldur. Fyrstu skrefin að því markmiði verði stigin nú þegar með víðtæku samkomulagi um að strax verði bilið minnkað úr fimmtánföldum í fjórfaldan mun. Það er mikilvægt að Alþýðu- bandalagið vinni að framgangi þessarar launastefnu á öllum vettvöngum þjóðfélagsins og leiti eftir stuðningi annarra fé- lagasamtaka. Verkalýðsmála- ráðið fagnar sérstaklega nýlegri samþykkt Verslunarmannafél- agsins á Húsavík þar sem lýst var stuðningi við meginefnisatriðin í tillögum flokksins um minnkun launabilsins í landinu. Verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins telur nauðsynlegt að hreinskilin og opin umræða fari fram á næstu mánuðum í öllum samtökum launafólks um lærdómana af kjarabaráttu und- anfarinna missera. Það þarf að fara fram rækileg endurskoðun á vinnubrögðum, starfsháttum og skipulagi. Vandi verkalýðshreyf- ingarinnar er orðinn slíkur að það dugir ekkert minna en víðtæk lýðræðisleg bylting ef samtök launafólks eiga að öðlast þann baráttukraft sem nauðsynlegurer til að tryggja jöfnuð og réttlæti í málefnum launafólks. Það þarf að efla þátttöku almennra félaga, tryggja umræður á vinnustöðum og koma í veg fyrir að forystan einangrist frá fólkinu. Jafnframt þarf að skapa skilning á mikilvægi samstöðunnar og víðtækan stuðning við sameiginleg hags- munamál launafólks. Þegar einstök félög eru í farar- broddi baráttunnar er nauðsyn- legt að önnur félög sýni stuðning sinn í verki. Það var fagnaðarefni að fjölmörg launamannafélög sendu fjárstuðning í verkfallssjóð Snótar í Vestmannaeyjum. Þeirri baráttu er ekki lokið og samtök verslunarmanna hafa nú einnig skipað sér í fremstu víglínu bar- áttunnar fyrir hækkun lágmarks- launa. Verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins skorar á launafólk um allt land að sýna í verki sam- stöðu með baráttu VR og ann- arra félaga verslunarfólks og með baráttu verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum. Ef VR, Vest- mannaeyjafélögin og verslunar- mannafélög víða um land ná fram kröfum sínum þá mun það koma öllu láglaunafólki í landinu til góða. Þess vegna þarf að sýna samstöðuna í verki. Frá aðalfundinum. Frá v. Unnur Sólrún Bragadóttir fundarritari, Björn Grétar Sveinsson nýkjörinn formaður í ræðustól, og Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar sem var fundarstjóri. Mynd - Sig. Verkalýðsmálaráð Virkur samráðs- vettvangur Björn Grétar Sveinsson: Áhugi ogsamstaða um að efla starfið ogskapa virkan samráðsvettvang þeirra aðila sem starfa að verka- lýðsmálum innan flokksins. Menn starfa ■ ólíkum hópum sem hafa verið að þróast hver frá öðr- um á síðustu árum og það er því orðið brýnt mál að menn ræði saman og leiti eftir samstarfí og samstöðu, segir Björn Grétar Sveinsson, nýkjörinn formaður vcrkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins. - Skipulagsmál verkalýðs- hreyfingarinnar er eitt að þeim málum sem þarf að taka til um- ræðu og ég á von á því að verka- lýðsmálaráðið boði tii sérstaks fundar um þau mál þegar næsta haust. Umræðurnar á þessum að- alfundi um helgina voru hrein- skilnar og ágætar í alla staði. Það kom greinilega fram að mönnum finnst tímabært að ræða málin af fullri alvöru og leita eftir víðtækri samstöðu. Það er áhugasamt fólk í stjórn verkalýðsmálaráðs, fólk sem hefur verið í baráttunni um árabil og er tilbúið að starfa á sameinuðum vettvangi. - Ég vona að þessari stjórn tak- ist að lífga við starfsemi verkalýð- smálaráðsins því það hlýtur að vera pólitískum flokki launa- fólks, eins og Alþýðubandalag- inu, lífsnauðsynlegt að innan hans raða sé öflugur og virkur samráðsvettvangur forystufólks í launaþegafélögunum, sagði Björn Grétar. -lg- ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 1 9 Meginverkefnið framundan hjá okkur hlýtur að vera að skapa virkan samráðsvettvang Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins Nýstjóm ■ ■ ■■ ■ kjorin Á aðalfundi Verkalýðsmála- ráðs Alþýðubandalagsins um sl. helgi var ný stjórn kjörin í ráð- inu. Nýr formaður Verkalýðs- málaráðs er Björn Grétar Sveins- son formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði, en aðrir stjórnarmenn eru: Aðalmenn: Anna Kristín Sig- urðardóttir, Birna Þórðardóttir, Elías Björnsson, Elín Björg Jóns- dóttir, Gísli Már Gíslason, Gísli Ólafur Pétursson, Grétar Þor- steinsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhannes Gunnarsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Margrét Björns- dóttir, Páll Valdimarsson, Svan- ur Jóhannesson, Valgerður Eiríksdóttir. Varamenn: 1. Sigurður T. Sigurðsson 2. Sig- ríður Sigurbjörnsdóttir 3. Krist- björn Árnason 4. Sigurbjörg Sveinsdóttir MÖÐVIUINN 45 68 18 66 Blaðburður er Tíminn 45 68 63 00 LAUS HVERFI VÍÐSVEGAR UM BORGINA Hafðu samband við okkur vio

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.