Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 21. apríl 1988 90. tölublað 53. órgangur Fiskvinnslufyrirtæki um allt land berjast nú í bökkum. Verð- fall á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum, fastgengis- og vaxta- stefna stjórnvalda samfara kostn- aðarhækkunum innanlands gera rekstur fyrirtækjanna afar erfið- an. Forráðamenn vinnslunnar telja að fella þurfi gengi krónunn- ar í það minnsta um 10%, eins og staðan er í dag. Eitt stærsta fiskvinnslufyrir- tæki landsins, Grandi hf. í Reykjavík, hefur ákveðið að segja upp 50 starfsmönnum og taka uppsagnirnar gildi frá og með 1. ágúst n.k. Ástæðan er, að sögn forstjóra fyrirtækisins, fyrir- sjáanlegur taprekstur. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans má búast við svipuðum aðgerð- um hjá fiskvinnslufyrirtækjum um land allt á næstu vikum. Trúnaðarmaður starfsmanna í Granda segir þessar aðgerðir vera heldur kaldar sumarkveðjur til starfsmanna sem eru hálf lam- aðir vegna þessa. Mikið óöryggi er meðal þeirra og óvissa um hverjir fá reisupassann, en það verður ekki vitað fyrr en eftir helgina. Verkfall Verkfall á miðnœtti. Atvinnurekendurfá heimild til verkbanns. Deilaníhnút Ef ekkert verður gert til að bæta rekstrargrundvöll fiskvinnslunnar frá því sem nú er má gera ráð fyrir því að þessar svuntur standi óhreyfðar Sjá bls. 3 um ókomna framtíð. Mynd: E.K. Gamanleikur ítalskur lygari í Þjóðleikhúsinu í kvöld verður Lygarinn eftir Goldoni frumsýndur í Þjóðleikhús- inu, undir stjóm ítalska leikstjórans Giovanni Pampiglione. Leikurinn gerist í Feneyjum og segir frá erkil- ygaranum og flagaranum Lelio og fleira fólki. Goldoni er frægur fyrir að hafa blásið nýju lífi í ítalska gamanleikinn og er stundum kallaður hinn ítalski Moliere. Sjá bls. 6 og 7 Mikil harka virðist vera hlaupin í deilurnar og hefur fram- kvæmdastjórn VSÍ fengið heim- ild til boðunar verkbanns. Ríkis- sáttasemjari hefur boðað dei- luaðila á sinn fund kl. 15 í dag en almennt er búist við að sá fundur beri engan árangur. Sáttasemjari mun ekki bera fram sáttatillögu á fundinum. Almenningur virðist sannfærður um að verkfallið dragist á langinn, eftir inn- kaupum undanfarinna daga að dæma. Yfirlýsingar deiluaðila hafa heldur ekki gefið tilefni til bjartsýni. Verslunarmenn standa fast á kröfum um 42 þúsund króna lágmarkslaun en atvinnu- rekendur syngja verðbólgusöng- inn og gefa ekkert eftir. Sjá bls. 2 Eyðni Tölfræði- blekkingin burt! RichardH. Rectorer eyðnisjúklingur. Hann er að deyja Rector segir nú vera pólitíska nauðsyn á samræmdum aðgerð- um heimsins alls í baráttunni við eyðni. Hann var fyrst greindur árið 1982 og hefur starfað frá 1985 með Rauða krossinum að uppfræðslu um raunveruleik sjúkdómsins. Tilfinningar ein- staklinganna á bak við tölurnar. Sjá bls. 5 Öll verslun og skrifstofustarf- semi á höfuðborgarsvæðinu og víðar mun lamast á miðnætti. Engin lausn er í sjónmáli á deilu verslunarmanna og atvinnurek- enda og litlar vonir eru bundnar við fund sáttasemjara með deilu- aðilum í dag. Innanlandsflug leggst meira og minna af á morg- un og sama er að segja um rútuf- erðir BSÍ. Verkfalls- stjórn verslunar- mannaíupp- hafi fundarí gaer; tilbúin í langt stríð og hvergi smeyk. Mynd: Sig. Verslunin lamast Fiskvinnslan Hriktir í undirstöðum Stórfelldur taprekstur hjáfiskvinnslunni. Ástœðan: Verðfallá erlendum mörkuðum, fastgengis-og vaxtastefna stjórnvalda. 50 manns sagt upp hjá Granda. Fiskvinnslan kallará gengisfellingu. Kaldar sumarkveðjur til verkafólks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.