Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 5
Eyðni „Eyðni- sjúklingar hafa líka tilfinningar“ segir RichardH. Rector. Hann er eyðnisjúklingur og berstgegn tölfræðiblekkingunni á bak við eyðni Richard H. Rector er sýktur af HlV-sýklinum. Hann er með AIDS, eða eyðni. Hann var fyrst greindur árið 1982, á aðfangadag jóla. Það var jólagjöfin hans það árið. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Richard þurfti að vonum að breyta mörgum af sínum daglegu venjum og aðlagast sínu nýja sjálfi. Því að vita sjálfan sig vera smátt og smátt að deyja, dag frá degi, meir og meir. Það sem fyrst breyttist var að hann þurfti að hætta að vinna við það sem hann í upphafi hafði menntað sig til að verða, en hann var kokkur. Hann hafði rekið veitingahús og hótel í San Francisco og eldað þar sjálf- ur en eftir að hann sýktist gat hann ekki lengur unnið við það; hættan á að skera sig og blæða í matvælin var of mikil. Hann varð því að hætta þeim rekstri og reyna eitthvað annað, en þá upp- hófst tímabil í lífi hans sem hann kennir við mismunun. Hann sótti hvarvetna um störf en var í hví- vetna sagt að því miður væri ekki hægt að ráða hann þar eð hann væri haldinn þessum sjúkdómi. Hann sótti um hjá hinu opinbera, við ráðgjöf fyrir AIDS- sjúklinga, en var hafnað á þeim forsendum að hann gæti senni- lega ekki verið á vinnustað öllum stundum vegna sjúkdómsins. Þetta segir Richard hafa verið eitt af alvarlegustu mismununartilf- ellunum sem hann hafi upplifað. Auðvitað gæti hann verið öllum stundum á vinnustað eins og aðr- ir. 8 tíma á dag, 5 daga vikunnar, allar vikur ársins. Ekkert væri eðlilegra. Mannleg reisn - Þótt fólk sé veikt, þá mega stjórnvöld ekki afneita því og meina því að vinna og skaffa til þjóðfélagsins til að halda sinni mannlegu reisn, segir Richard. Auðvitað eru ekki allir í stakk búnir til að vinna jafn mikið og aðrir en það á ekki að gera þeim ókleift að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. 1985 var Richard tilkynnt að hann væri þá kominn í meiri hættu en hann hafði áður verið í því HlV-vírusinn væri kominn upp í heilann. Þetta var honum svo mikið og óþægilegt áfall að hann reyndi að stytta sér aldur. Það mistókst og lengi vel var hann þunglyndur og fáskiptinn. En að lokum skildist honum að hann ætti aðeins um tvo kosti að velja: annarsvegar að lifa í eymd og reiði eða hinsvegar að berjast fyrir sjálfan sig og aðra og gera með því það sem eftir væri af lífi sínu fullt tilgangs og fyllingar og miðla öðrum af þekkingu sinni. Standa upp og sýna af eigin frum- kvæði alla þá reisn sem deyjandi maður getur leyft sér. Eitt af því sem Richard leggur mesta áherslu á er að að baki töl- fræðilegum sannleik um eyðni og eyðnisjúklinga eru einstaklingar með tilfinningar. Það sé erfitt að lifa með sjúkdómnum. Á hverj- um degi hefur hann stöðugar höfuðkvalir og verður alltaf að gæta að því hvernig herbergið snýr, því hann ^getur skyndilega misst sjónina. An nokkurs fyrir- vara. - Ég reyni að fá fólk til að sjá að það er ekki nóg að geta gengið að öllum upplýsingum um eyðni og hegðun gagnvart eyðnisjúkl- ingi, heldur verður fólk að kunna að lifa eftir þeim, segir Ríkharð- ur. - Einangrunin er verst. Fólk hræðist allt samneyti við eyðni- sjúklingana og snertingu. - Ég lá á sjúkrahúsi í Noregi fyrir nokkr- um vikum í sjö daga. Aðeins einu sinni þessa viku snerti ég aðra manneskju. En sú snerting var ekki einu sinni vinsamleg. Það var hjúkrunarkona sem þurfti nauðsynlega að koma lítillega við mig vegna einhverrar aðhlynn- ingar. Ekkert persónulegt, engin hlýja; bara kuldi og formlegheit. Meira að segja læknarnir, sem þó áttu að vita mest, hræddust ná- lægðina við mig. Tímamót - Við erum núna komin að ákveðnum tímamótum í sögunni. Við stöndum frammi fyrir alþjóð- legum sjúkdómi sem hver þjóð þarf að festa hendur á og ákveða hvaða stefnu hún þarf að taka, segir Richard. - Þó svo að það sé pólitísk stefnumörkun sem þarf til og að AIDS sé að verða að Richard H. Rector er deyjandi maður. Samt leyfir hann sér að njóta alls þess fallega í lífinu. Hann er eyðnisjúklingur svo það er kannski ekki hægt að segja að hann sé sáttur við sitt hlutskipti en hann segist meta fegurðina í lífinu. Litskrúðið í náttúrunni. Mynd Sig. meira stjórnmálamálefni en læknisfræðilegu, þá verð ég að segja að ég treysti fólkinu miklu fremur til að gera þetta sjálft en til dæmis ríkisstjórnum. - Sjáum til dæmis hvað Reag- an, forseti Bandaríkjanna, gerði með því að ætla að setja innflytj- endum einhver höft. Að þeir þyrftu að fara í gegnum AIDS- próf til að mega koma inn í landið. Þetta var fáránlegt. Það var miklu meiri ástæða til að varna því að fólk færi út úr landinu með sjúkdóminn á þess- um tíma, segir Richard. - Svona aðgerðir gera ekkert annað en að byggja umhverfis sjúkdóminn veggi hræðilegrar einangrunar. - Ég hef unnið með Rauða krossinum um allan heim og horft upp á að hverjar svo sem stjórnmálaskoðanirnar eru, hver svo sem litarháttur fólks er, hvar í heiminum sem fólkið býr, þá eru grunntilfinningarnar þær sömu. Það er það sem skiptir öllu máli; grunntilfinningarnar. Eyðni- sjúklingi í Afríku líður alveg eins og eyðnisjúklingi á íslandi. Fegurðin í lífinu - Það er sorglegt hvað almenn- „Hugrekki sjúklingsins er það merkilegasta. Hugrekkið sem manneskjan öðlast við að horfast í augu við dauðann. Hugrekki foreldrisins sem þarf að horfa upp á barnið sitt deyja á undan sér. Hugrekkið sem dauðinn einn getur innblásið manneskjunni." ingur er blindur á mannlega þátt- inn við sjúkdóminn en heltekinn af tölum. Það er eins og fólk vilji reyna að segja sem svo; „Jæja, það dóu fimm á fyrstu þremur mánuðum ársins, en hvað með það, ég var ekki einn þeirra, þá þarf ég ekkert að vera að hug- leiða það neitt frekar. Þetta er ekki mitt vandamál“. En málið er ekki svona einfalt. Þetta er stórt félagslegt vandamál sem fólk sleppur ekkert við að taka á, segir Richard. - Ég er deyjandi mað- ur. Ég verð farinn eftir 2 ár en þið verðið sennilega enn hér og þið verðið einfaldlega að takast á við þetta. Þið verðið að glíma við þetta sjálf, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr. Það verður að rétta þeim sem eru sýktir núna hjálparhönd, því það gæti verið of seint á morgun. - Það er dálítið merkilegt hvernig lífsviðhorfið breytist við að sætta sig við sjúkdóminn og dauðann. Þegar ég var 17-18 ára var ég uppfullur af hugsjónum og baráttuhug, óbilandi trú á að feg- urðin í lífinu gæti unnið stórsigra. Það glataðist í hringiðu lífsgæðakapphlaupsins og stór- borgarinnar, en þegar ég hafði sætt mig við dauðann þá kom aft- ur upp þessi hugsjónaeldur. Þrá- in eftir sigri réttlætisins. Þá áttaði ég mig á að lausnin liggur í hug- arfari unga fólksins. Það er fram- tíðin. Ég lærði að meta fegurðina í lífinu á ný. Árstíðirnar og lit- skrúðið í lífinu. Tíminn er mér núna það dýrmætasta í lífinu. Hann er allt sem ég á í lífinu þótt það sé ekki mikið eftir af því. -tt Fimmtudagur 21. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.