Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 9
13. þing Málm- og skipasmiðasambandsins Samræmd vinnubrögð höfuðskilyrði Forystumenn rœða afhreinskilni um launahlutföll milli starfshópa og stéttarfélaga til að skapa samstöðu ístað sundrungar sem ríkthefur Almenn atriði Kjaramál málmiðnaðarmanna eru samofin og nátengd kjörum annarra vinnandi stétta í þjóðfé- laginu. Árangur í kjaramálum ræðst ekki af óskhyggju einstakra verkalýðsfélaga, sérsambanda eða starfshópa. Starf verkalýðshreyfingarinnar í heild, skipulag, starfshættir og áhrif í þjóðfélaginu hafa þar úr- slitaáhrif. Alltof lengi hefur ósamstaða innan verkalýðshreyfingarinnar hamlað starfi og árangri. Þessi sundrung birtist m.a. í innbyrðis átökum um launahlutföll innan sérsambanda og milli þeirra. Dæmi þar um er að í kjarasamn- ingi eru sett ákvæði um að önnur stéttarfélög megi ekki semja um meiri launahækkun en viðkom- andi samningur segir til um. Umsamin laun eru í mörgum tilvikum talsvert lægri en þau laun sem greidd eru fyrir dag- vinnu. Þessi staða veikir stétt- arfélögin og verkalýðshreyfing- una í heild og leiðir til þess að æ fleira launafólk lítur á samnings- gerð verkalýðshreyfingarinnar sem gagnslausan pappír. Það er höfuðskilyrði fyrir ár- angri í kjaramálum að verkalýðs- hreyfingin skipuleggi sig betur, samræmi vinnubrögð og breyti starfsháttum á eftirfarandi hátt: 1) Verkalýðshreyfingin setji fram efnahags- og kjaramála- stefnu til nokkurra ára þar sem markmiðið er að ná fram og tryggja vaxandi kaupmátt launa í áföngum. 2) Að samningslegt verksvið ASI sé að ná samkomulagi við ríkisvaldið og samtök vinnu- veitenda um grundvallaratriði í efnahaags- og kjaramálum. 3) Að sérgreinasamböndum og einstökum verkalýðsfélögum verði skapað svigrúm til sérsamn- inga eftir aðstæðum í viðkomandi starfsgrein og fyrirtækjum. í slík- um samningum verði tekið mið af menntun, ábyrgð, starfsreynslu og vinnuaðstæðum. 4) Forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni ræði af hreinskilni um launahlutföll milli starfshópa og stéttarfélaga í þeim tilgangi að skapa samstöðu í stað þeirrar sundrungar sem ríkt hefur. Staðan í launamálum málmiðnaðarmanna Frá síðasta þingi hafa laun fé- lagsmanna MSÍ þróast eftir mis- munandi leiðum. í reynd er um marga kjarasamninga að ræða. í sumum tilvikum, er samræmi milli launataxta og greiddra launa samanber fastlaunasamn- inga. Þar sem mikil eftirspurn er eftir málmiðnaðarmönnum hafa laun þeirra hækkað verulega. Á öðrum stöðum hafa laun hækkað mun minna, launamunur hefur því aukist. Takist ekki að semja um launataxta sem jafngilda greiddu kaupi, er sú hætta fyrir hendi að laun lækki ef samdráttur verður í málmiðnaði. Takist ekki að semja um launataxta sem jafngilda kaupi, sé sú hætta fyrir hendi að laun lækki ef samdráttur verður í málmiðnaði. f janúar lagði MSÍ fram kröfur um nýtt launakerfi fyrir málmiðnaðar- menn sem felur í sér m.a. að: 1. Ákvarða í stórum dráttum launahlutaföll og skilgreina þau atriði sem launamunurinn bygg- ist á. 2. Skapa svigrúm fyrir samn- inga á vinnustöðum varðandi út- færslu einstakra launaþátta. í launakerfinu er gert ráð fyrir launaþáttum sem m.a. stuðli að: a) Áframhaldandi starfi ný- sveina í iðngreininni. b) Aukinni eftirmenntun sem nýtist öllum fyrirtækjum. c) Stöðugleika í starfsmanna- haldi fyrirtækja. 13. þing MSÍ ályktar að auk launahækkana sé það forsenda fyrir samningum að launataxtar séu á hverjum tíma í samræmi við greitt kaup. Þingið áréttar að af- sal réttinda komi ekki til greina í tengslum við launahækkanir. Framtíð málmiðnaðar er undir því kominn að samningur um launakjör séu með þeim hætti að eftirsóicnarvert sé að starfa á þeim vettvangi. RARIK Ólafsvík Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn- ar staf skrifstofumanns á skrifstofu Rafmagns- veitnanna í Ólafsvík. Um er aö ræða 1/2 starf. Umsókn er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist á skrifstofu Rafmagnsveitnanna Sand- holti 34 Ólafsvík sem jafnframt veitir allar upplýs- ingar um starfið. Einnig liggja upplýsingar fyrir á svæðisskrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins í Stykkishólmi. Umsóknum skal skilað fyrir 3. maí næstkomandi. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS HAMRAENDUM2 STYKKISHÓLMI Ferðaþjónusta - Námskeið Námskeið fyrir þá sem taka ferðamenn í heima- gistingu verður haldið dagana 26. apríl til 19. maí. Kennslugreinar: Ferðaþjónusta (eðli, skipulagn- ing og uppbygging), að stofna og reka lítið fyrir- tæki, mannleg samskipti, gott húshald (viðhald húsa, húsgögn, hreingerningarog þjónusta, mat- sala, öryggismál). Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Kennsludagar: þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17.00-20.00 og laugardaga kl. 10.00 til 16.00. Kennslustundafjöldi: 50. Kennslugjald kr. 10.000 (að meðtöldum námsgögnum), námsgögn frá Iðnfræðslustofnun. Innritun fer fram í símum 12992 og 14106 kl. 16.00-19.00. Námsfiokkar Reykjavíkur © lönaðarbankinn ULHLUTHAFA IÐNAÐARBANKANS Á aðalfundi Iðnaðarbanka íslands hf., sem haldinn var 25. mars 1988, var samþykkt að auka hlutafé bankans um 40 milljónir króna með útgáfu nýrra hlutabréfa. í samræmi við þá ákvörðun hefur bankaráðið ákveðið eftirfarandi: INúverandi hluthafar hafa forkaupsrétt til aukningar í hlutfalli ■ við hlutafjáreign sína til 6. júní 1988. 2Sölugengi hlutabréfanna verður 150, þ.e. 1,5 falt nafnverð m.v. ■ 1. april 1988. Frá 1. aptíi og til loka forkaupsréttartímans breytist sölugengið daglega 1 samræmi við almenna skuldabréfavexti bankans. sem eftir kann að standa af aukningunni á almennum markaði síðaráárinu. A *■ arðs. Nánari upplýsingar veita Guðrún Tómasdóttir og Stefán Hjaltested, Lækjargötu 12,2. hæð í síma 691800. Fyrri auglýsing dagsett 15. apríl 1988 er hér með felld úr gildi. Reykjavík, 18. apríl 1988. I Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.