Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 13
Garðabœr íhaldið rassskelt Við sjósetningu Jöfurs KE 17 frá skipasmíðastöðinni Stálvík sl. sunnudag, hellti framkvæmda- stjóri stöðvarinnar og fyrrver- andi bæjarstjóri Sjálfstæðis- manna i Garðabæ, Jón Gauti Jónsson, sér yflr stefnu stjórnvalda og þá ekki síst ráð- leysi iðnaðarráðherra gagnvart verkefnaskorti innlendra skip- asmíðastöðva og gegndarlausum útflutningi verkefna til erlendra stöðva. f sjósetningarræðu sinni sagði Jón Gauti ma. að nú væri svo komið að um 40 skip væru í smíð- um eða hefðu nýlega verið afhent eigendum sínum og langflest þeirra erlendis. Auk þess liggi fyrir umsóknir um smíði hátt í 40 skipa til viðbótar, án þess að sér væri kunnugt um að nokkurt út- boð hafi farið fram hér innan- lands um smíði þeirra. Bæjarstjórinn fyrrverandi sagði ennfremur að sér hefði bor- ist það til heyrna að smíða eigi 6 26 metra báta í Portúgal og verð- ið fyrir þá væri svipað því sem innlendar stöðvar geta boðið án þess að stjórnvöld hreyfðu legg né lið. Á sama tíma stæði það svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að hún muni beita sér fyrir því að bæta stöðu þeirra atvinnugreina sem eiga við óeðlilega og óheilbrigða sam- keppni að stríða erlendis frá. Orðrétt sagði Jón Gauti: „Ennfremur dettur mér í hug að stjórnvöld viti ekkert um, að það eru nær eitt þúsund fjölskyldur í landinu sem hafa framfæri sitt af skipasmíðum og líklega í allt nær fimmtán hundruð fjölskyldur sem hafa framfæri sitt af skipa- smíðum og viðhaldi skipa. Ég er þess fullviss að stjórnvöld vissu upp á hár hvað margar fjöl- skyldur þeir voru að vernda þeg- ar þeir settu toll á innfluttar franskar kartöflur". -grh Verkalýðsfélag Akraness Almenn múgsefjun f harðorðri ályktun fiskverka- fólks á Akranesi er skorað á stjórnvöld að fræða þegnana um hina raunverulegu verðbólgu- valda. Þar segir að veigamiklir menn með greiðan aðgang að Qölmiðlum hafi kallað verkafólk til ábyrgðar á verðbólgunni. A- lyktunin var ma. send Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra. í ályktuninni segir ennfremur að sú uppgjöf sem hafi átt sér stað að undanförnu með undirritun Akureyrasamninganna, lýsi vel „þeirri múgsefjun sem átt hafi sér stað í þjóðfélaginu að undan- förnu“. Veigamiklir menn með greiðan aðgang að fjölmiðlum hafa haldið því fram að verðbólg- an sé kaupkröfum verkafólks að kenna. Þessu er vísað á bug og skorað á stjórnvöld að upplýsa þegnana um hver sé hinn raunverulegi verðbólguvaldur. Pá eru stjórnvöld hvött til að hefja þegar aðgerðir sem stuðli að vaxtalækk- un. Ályktunin var samþykkt samhljóða á sameiginlegum fundi fiskvinnsludeildar verka- manna og verkakvenna Verka- lýðsfélags Akraness. En á þeim sama fundí voru Akureyrarsamn- ingarnir samþykktir naumlega. Guðmundur M. Jónsson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness sagði fólk ekki hafa haft trú á því að lengra væri hægt að ná í samn- ingum að þessu sinni. -hmp Forval Ætlunin er aö bjóöa út uppsteypu viöbyggingar viö Háskólabíó. Nýbyggingin er kjallari (1.937 m2) og ein hæð (1.896 m2). Heildarrúmmál 15.915 m3 Grafiö hefur veriö fyrir viðbyggingunni. Auk upp- steypu skal verktaki ganga frá þökum hússins, setja í og ganga frá gluggum o.fl. Áætlaöur fram- kvæmdatími er um 1 ár. Til undirbúnings útboöi er ákveðið aö fram fari könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóöa vildu í verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem áhuga hafa, boöið að taka þátt í forvali og munu 4-5 verktakar fá aö taka þátt í lokuðu útboöi, ef hæfir þykja. Forvalsgögn veröa afhent á Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilað á sma staö eigi síðar en föstudaginn 29. apríl kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, simi 26844 Z O1 c, TIS'^ Forval Ætlunin er að bjóöa út bygjgingu síöari áfanga Hugvísindahúss Háskóla Islands, Odda, viö Sturlugötu. Húsið er um 300 m2 aö grunnfleti, kjallari og 3 hæöir. í verkáfanga þeim sem út veröur boöinn skal steypa upp húsiö og ganga frá því aö utan, leggja hita-, hreinlætis- og raflagnir, múra húsiö aö innan og fullgera þaö undir tré- verk. Einnig skal leggja loftræstilagnir og fullganga frá lóð undir trjágróöur. Áætlaður verk- tími er um 1 ár. Til undirbúnings útboöi er ákveðið aö fram fari könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóöa vildu í verkiö, áöur en útboö fer fram. Er því þeim, sem áhuga hafa, boðið aö taka þátt í forvali og munu 4-5 verktakar fá aö taka þátt í lokuðu útboöi, ef hæfir þykja. Forvalsgögn verða afhent í Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilaö á sama stað eigi síðar en föstudaginn 29. apríl kl. 15.00. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa BRÉFBERA hjá Pósti og síma Kópavogi. Upplýsingar hjá stöövarstjóra í síma 41225. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 ' Styrkir til háskólanáms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa fslendingum til háskólanáms í Frakklandi á skólaárinu 1988-89. Um er að ræða eftirtaldar námsgreinar: bókmenntir, frönsku og húsagerðarlist. Ennfremur er boðinn fram styrkur til fjögurra mánaða námsdvalar fyrir leikara eða leikstjóra. Umsóknum ásamt staðfestum afritum af prófskírteinum og meðmælum, skal skila til menntamálaráðuneyt- isins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. maí n.k. Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 19. apríl 1988 STÓRKOSTLEGT LAND, FRAMANDI ÞJÓÐ. í ferðinni verður dvalið 4 daga í Istanbul og 2 daga í Bursa og Ankara. 4 dögum síðan varið til skoðunar og skemmtunar í Cappadocia en loks hvíld og hressing við sól og sjó í Antalya sem er þekktur ferðamannabær á miðjarðarhafsströndinni. Flogið heim um Istanbul og London. Verð á mann í tvíbýli ef pantað er tímanlega, aðeins Kr. 96.000 MtNNINéMtFtltHR Vesturgötu 5, Reykjavik simi 622420

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.