Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.04.1988, Blaðsíða 19
Um helgina IÞROTTIR Evrópukeppnin Madrid úr leik PSV Einhoven sló hið ósigrandi Real Madridútí Evrópukeppninni. Benfica mœtir PSV í úrslitum Sören Lerby hafði ríka ástæðu til að fagna í gær, þegar lið hans sló Real Madrid út. „Besta félagslið Evrópu“, Real Madrid, er nú úr leik í Evrópu- keppni meistaraliða. Þetta er staðreynd sem fáir þorðu að spá fyrir um enda hefur liðið slegið flest bestu félagslið álfunnar út í keppninni. Eins og mönnum er í fersku minni, sló Real ítölsku meistarana Napoli, Evrópu- meistarana Porto og v-þýsku meistarana Bayern Munchen út í keppninni fyrr í vetur, og hefur án efa ekkert annað lið lent á öðr- um eins mótherjum í Evrópu- keppni. Það voru hollensku meistar- arnir PSV frá Einhoven sem tókst það sem hinum tókst ekki og hafa knattspyrnuáhugamenn vafa- laust fylgst með viðureigninni í beinni útsendingu sjónvarpsins í gær. Þar urðu áhorfendur vitni að markalausu jafntefli tveggja frá- bærra liða en segja má að Real Madrid hafi dottið út úr keppn- inni á eigin heimavelli fyrir hálf- um mánuði er liðin skildu jöfn, 1-1. PSV komst því áfram á marki skoruðu á útivelli og er það varla mjög sannfærandi sigur. Leikurinn var mjög fjörugur og áttu bæði liðin góð marktæki- færi. Real Madrid var mun meira með boltann mestan fyrri hálfleik en PSV varðist vel þrátt fyrir að miðherji þess, Ronald Koeman, væri í leikbanni. f hans stað var kominn gamla kempan Willy van de Kerkhof og skilaði hann hlut- verki sínu ágætlega. Hins vegar voru Eric Gerets og Ivan Nielsen sterkustu varnarmenn PSV og héldu þeir sóknardúettnum fræga Hugo Sanchez og Emilio Butrag- ueno vel niðri. í síðari hálfleik byrjuðu Holl- endingarnir betur og strax á 4. mínútu átti Sören Lerby gott skot í stöng spánska liðsins. Einnig átti Vanenburg mjög gott færi á 16. mínútu er hann komst einn inn fyrir vörn Real, plataði Buyo markvörð, en skaut svo framhjá. Þegar líða tók á leikinn þyngd- ist pressa Real Madrid mjög. Þeir urðu að skora a.m.k. eitt mark til að eiga möguleika á að komast í úrslitaleikinn og munaði oft litlu á síðustu mínútunum. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka bjar- gaði Vanenburg á línu og aðeins mínútu síðar varði Bruekelen meistaralega eftir glæsilega hjól- hestarspyrnu Hugos Sanchez. En ekkert mark var skorað og PSV fer því verðskuldað í úrslit. Benfica-Steaua Bukarest 2-0 2-0 Það voru 12.0000 trylltir áhorf- endur sem fylgdust með Benfica komast í úrslit í enn eitt skiptið. Fyrri leiknum lauk með marka- lausu jafntefli og voru Portúgal- arnir því óneitanlega sigurstrang- legri. Rui Aguas var hetja þeirra en hann skoraði bæði mörkin í leiknum. Það fyrra á 22. mínútu en hið síðara 11 mínútum síðar. Evrópukeppni bikarhafa Atalanta-Mechelen 1-2 2-4 Mechelen vann fyrri leikinn 2- 1 og nægði Atalanta því 1-0 sigur til að komast í úrslit. Gliviero Garlini kom heimamönnum yfir á 39. mínútu og kveikti þar með vonir þeirra um að verða fyrsta 2.deildar lið sögunnar til að kom- ast í úrslit í Evrópukeppni. En í síðari hálfleik tóku leikmenn Mechelen völdin í sínar hendur og á 56. mínútu jafnaði Graeme Rutjes leikinn. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka bætti Marc Em- mers öðru marki við fyrir Belgíu- mennina og gerði þannig úti um Evrópudraum ítalanna. Áhorf- endur voru 40.000. Ajax-Marseille 1-2 4-2 Ajax hafði gott nesti með sér í þennan leik þar sem þeir unnu fyrri leikinn með þremur mörk- um gegn engu. Þeir byrjuðu líka betur og á 22. mínútu skoraði Peter Larson fyrir Niðurlend- inga. Þannig var staðan í hálfleik en Marseille náði þó að pota inn tveimur mörkum. Það voru þeir Jean Pierre Papin (65.mín.) og Klaus Allofs (90.mín.) sem skoruðu mörk Marseille. 42.000 áhorfendur sáu leikinn. Evrópukeppni félagsliða Werder Bremen-Bayer Leverkusen 0-0 0-1 Þetta var hörkuleikur tveggja þýskra liða. Bayer Leverkusen vann fyrri leikinn 1-0 og því var tvísýnt um úrslit. Þeim tókst þó að halda hreinu og fara því í úr- slitin á þessu eina marki fyrri leiksins. Espanol-Club Brugge 3-0 3-2 Það var ekki síður hart barist í þessum leik því Belgarnir unnu íyrri leikinn 2-0. Espanol var betri aðilinn en mátti alls ekki fá á sig mark. Strax á 10. mínútu skoraði Diego Grejuela fyrir heimamenn og Sebastian Losada bætti öðru við á 62. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og því þurfti að grípa til framlengingar. Þegar að- eins ein mínúta var eftir af fram- lengingunni skoraði Pichi Alonso fyrir Spanjóla við gífurlegan fögnuð 43.000 áhorfenda.-Þóm. Karfa Laugardaginn kl.13.30 hefjast úr- slitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ í Laugardalshöll. Þá eigast við ÍBK og Haukar í kvennaflokki og en kl.15.30 hefst úrslitaleikurinn í karlaflokki og eigast þar við KR og UMFN. Badminton Laugardag og sunnudag verður í TBR-húsinu íslandsmótið í badmin- ton. Það hefst kl. 13.00 á laugardegin- um og kl.10.00 á sunnudeginum en allir bestu badmintonspilarar lands- ins verða með og er enginn meiddur. Keppt er í A-flokki, meistaraflokki, karla og kvennaflokki öðlinga og æðsta flokki. Hlaup Sumardaginn fyrsta, 21. apríl, kl.14.00 hefst í Hljómskálagarðinum Víðavangshlaup ÍR. Hlaupið er opið öllum en einnig er keppt í sveita- keppni karla-öldunga, sveina, kvenna og meyjaflokkum og verða hlaupnir 4 km. Þetta er í 71. sinn sem hlaupið fer fram og yfirleitt á sumar- daginn fyrsta en hefur aðeins tvisvar á þessum árum verið frestað vegna snjóa. Sunnudaginn 24. apríl verður drengja- og stúlknahlaup Ármanns. Það hefst kl. 14.00 á Geirsnefi við Elliðavog og er umsjón í höndum Stefáns Jóhannssonar, sími 19171. Stúlkur 18 ára og yngri og drengir 15-20 ára hlaupa 3 kílómetra en piltar 14 ára og yngri 1,5 km. Fótbolti Föstudaginn kl. 20.30 hefst úrslita- keppnin í Reykjavíkurmótinu. Þar leika Valur, 1. lið úr A-riðli, og KR, 2. lið úr B-riðli. Laugardag kl. 15.00 leika síðan Fylkir-Víkingur, 2. lið úr A-riðli, og Fram, 1. lið úr B-riðli. Allir leikirnir verða leiknir á gervigrasinu. 7 KJÖTMIÐSTÖPIW Garðabæ Sími 656400 Fimmtudagur 21. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.