Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF 7 Endumýjun kratismans Gestur Guðmundsson skrifar Danskir kjósendur ganga að kjörborðinu 10. maí næstkom- andi aðeins átta mánuðum eftir síðustu kosningar. Tilefnið virð- ist lítilfjörlegt við fyrstu sýn, þar eð stjórn og stjórnarandstaða deildu um það hversu langt skyldi ganga í orðavali um bann við flutningi kjarnorkuvopna um danskar hafnir. Tillaga krata var samþykkt gegn tillögu stjórnar- innar, og varð það til þess að Poul Schltiter forsætisráðherra gerði harða hríð að Svend Auken for- manni jafnaðarmanna. Schluter sagði að Auken hefði lofað að fallast á tillögu ríkisstjórnarinnar og hann væri því lygalaupur sem engin leið væri að treysta. Auken sagðist víst segja satt og lýsti því yfir að hann myndi ekki tala við Schluter framar nema í votta viðurvist. Þessum sandkassaleik lyktaði ekki með því að annar hlypi grát- andi heim til mömmu, heldur rauf Schlúter þing og boðaði til kosninga. Margir kjósendur eru sárir yfir því að vera kallaðir að kjörborðinu af svo litlu tilefni og flestir búast við óvenju lítilli þátt- töku, og þess vegna geta orðið óvænt úrslit. Þá er sá möguleiki fyrir hendi að verkalýðsflokkarn- ir kratar og Sósíalíski þjóðar- flokkurinn styrki stöðu sína og nái að mynda ríkisstjórn, þannig að verið getur að lítil þúfa velti þungu hlassi. Sjálf atburðarásin sem leiddi til þingrofs minnir mest á sand- kassaleik en að baki henni býr þung undiralda sem er að breyta dönskum stjórnmálum. Danskir jafnaðarmenn hafa notað undan- farin sex ár í stjórnarandstöðu til þess að endurskoða ýmsa þætti í stefnu sinni, ekki síst í utanríkis- og öryggismálum. Peir hafa horf- ið frá þeirri dýrkun á forræði Bandaríkjanna, sem var þröngv- að inn á jafnaðarmannaflokka Vestur-Evrópu á árum kalda stríðsins og reynt að móta sjálf- stæða evrópska stefnu, í takt við ýmislegt annað sem verið hefur að gerast í öðrum löndum álfunn- ar. Þeir lögðust gegn því á sínum tíma að meðaldrægar eldflaugar yrðu settar upp í landinu. Þeir hafa krafist þess að hernaðarút- gjöld stæðu í stað í krónutölu, á meðan NATO hefur krafist aukningar í raunvirði. Þeir hafa barist af vaxandi staðfestu fyrir því að Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, og sú uppákoma, sem varð tilefni þingrofsins, var einungis útfærsla á því stefnuatriði, en vitað er að meirihluti kjósenda á öllum Norðurlöndum er sama sinnis. Með þessari afstöðu hafa danskir kratar sýnt óvenju mikinn kjark og dug - eða hvenær tekur meiri- hluti Alþingis á sig sömu rögg og Danir og krefst skýlausra ákvæða og yfirlýsinga um að kjarnorku- vopn fari aldrei um íslenskt land? Endurskoðun utanríkis- og ör- yggisstefnu er einungis hluti alls- herjar endurnýjunar danskrar jafnaðarstefnu, sem nú er í full- um gangi. Meðal merkustu þátta þeirrar endurnýjunar hafa komið Danir standa fast á sínu, segja ungkratar á einu fyrsta kosningaspjaldinu í Danmörku, og slá upp hugmynd að þeirri orðsendingu til skipstjóra á herflotanum sem varð tilefni þingrofsins og kosninganna. Ttt o.\OQS^'toe uden\3t^sUe Det "SSðSSpSf ' "daosfcft-0®*®®-'- í/\ed ventíg htfseo , Dei danske toi* \ frá hópi í kringum Ritt Bjerre- gaard sem verið hefur mennta- málaráðherra og félagsmálaráð- herra. Hún vill leita leiða til að varðveita velferðarríkið en draga anda hafa verið gerðar tilraunir með að draga úr miðstýringu skriffinna á félagslegum aðgerð- um, heldur fá starfsmenn og þig- gjendur að ráðstafa fjárveiting- menn stýra, og þykja þær lofa góðu. I efnahags- og atvinnumálum hafa danskir jafnaðarmann reynt að útfæra frekar stefnu sem tekið „í stjórnmálaþróun í Danmörkufelst mikilvœg lexía um þá samstarfsmöguleika sem hvarvetna eru að opnast millifélagshyggjuafla um nýjar leiðir til að efla velferð, frið og lýðrceði. Á íslandi þurfa róttœkir kratar... að losna úrþeirri herleiðingu yfir í herbúðir frjálshyggjunnar sem jónarnir hafa haft forgöngu um, og félagshyggjuöfl í Alþýðubandalagi og Kvennalista þurfa að miða starfsitt við samstarf þessara afla. “ úr þeirri skriffinnsku og ofstjórn sem einkennt hefur hina skandin- avísku útgáfu þess. Þetta er svar róttækra krata við kröfum hægri- manna um að flytja stóra hluta ríkisgeirans í hendur einkaaðila. { stað þess að „prívatisera" vilja Bjerregaard og félagar veita starfsmönnum og þiggjendum mun meira sjálfræði. I þessum unum og skipuleggja starfið að eigin vild. í stað þess að hrúga fólki á stofnanir er því veitt hjálp til að búa heima eins lengi og hægt er, og miðað er við að það sjálft skilgreini þarfir sínar í stað þess að nota miðstýrða staðla. Gerðar hafa verið margar slíkar tilraunir, einkum í þeim sveitarfélögum sem jafnaðar- var að móta á síðasta áratug. Áður höfðu ríkisaðgerðir oft beinst að því að bjarga fallítt at- vinnuvegum, án tillits til þess hvort þeir væru lífvænlegir, og eru skipasmíðar gott dæmi um þetta. Á sama hátt hafði ríkið stutt við bakið á nýjum atvinnu- rekstri án þess að hafa skýra hug- mynd um það, hvort hann væri vaxtarbroddur eða ekki. Þegar vindar frjálshyggjunnar tóku að blása um Danmörku og krefjast þess að dregið væri úr ríkisaf- skiptum af atvinnuþróun, reyndu framsýnir kratar að skerpa hug- myndir sínar í stað þess að láta undan síga. Reynt var að móta hugmyndir um það hvaða at- vinnuvegir gætu blómgast á næstu árum og áratugum, og þá var ekki einvörðungu litið til ágóða, heldur til þess hversu mörgum þeir gætu veitt vinnu og hversu gott kaup þeir gætu borg- að. Þessi markmið eru ekki ný, en tekið var að beita mun vísinda- legri og nákvæmari vinnu- brögðum til að meta vaxtar- brodda atvinnulífs en áður hafði verið gert. Þá var leitað leiða til að gera hina félagslegu atvinnu- stefnu mun lýðræðislegri en fyrr. Fyrir 10-15 árum lagði verkalýðs- hreyfingin áherslu á launa- mannasjóði undir stjórn verka- lýðssamtakanna, en síðan hafa menn reynt að finna leiðir til beinni og lýðræðislegra áhrifa einstakra starfsmanna á fjárfest- ingar og stjórn fyrirtækja. Þessi endurnýjun dansks krat- isma er engan veginn til lykta leidd, heldur þarf víða enn að glíma við nátttröll kalda stríðsins, verkalýðsbroddana og skriffinna eins og þá sem stjórna Kaup- mannahafnarborg. Á hinn bóg- inn hafa róttækir sósíalistar brugðist rétt við þessari endur- nýjun. Sósíalíski þjóðarflokkur- inn hefur t.d. leitast við að fylla upp í ýmsar þær gjár sem höfðu aðskilið þá frá krötum um ára- tuga skeið, en býður um leið fram ýmis fersk nýmæli sem endurnýj- unarmenn krata hafa lært af, ekki síst hvað varðar jafnrétti kynja, grasrótarlýðræði og umhverfi- svernd. Jafnvel Vinstri sósíalistar og aðrir hópar yst á vinstri kant- inum hafa farið inn á svipaðar brautir. Þeir gera sér grein fyrir því að það eru ekki einungis meiri líkur á því en verið hefur í 15 ár, að verkalýðsöflin hljóti meiri- hluta, heldur er einnig útlit fyrir að sá meirihluti breyti samfé- laginu á róttækan hátt. Borgaraflokkarnir óttast þessa þróun eins og pestina. Þeir hafa getað stjórnað Danmörku í sex ár, með miðflokkastuðningi, en sú stjórn hangir á horriminni, og með hverjum mánuði sem líður minnka líkurnar á því að borgar- aflokkarnir geti fengið krata til samstarfs við sig um „öfluga þjóðarsátt“, sem myndi staðfesta ríkjandi ástand. Þess vegna bregðast þeir við af slíkri sefasýki og reyna að hamra á gömlum tuggum um „samstöðu lýðræðis- ríkja“, sem eitt sinn dugðu þeim vel. Gestur er félagsf ræðingur og fæst við ýmis ritstörf, er um þessar mundir fastur þriðjudagspenni á Þjóðviljanum Þriðjudagur 26. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.