Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 6
Notaðir bílar-nóg fram- boð en hvervill kaupa? Yfirfullt á bílasölum. Sífelltyngri bílar verðlausir og enda á haugunum Vísa verður mörgum bílum frá á yfirfullum bílasölum. Hvernig ætli gangi a?5 losna við notaða bíla í dag eftir gegndar- lausan innflutning nýrra og not- aðra bfla síðustu misseri? Talað hefur verið um að bíla- markaðurinn hljóti að fara að mettast og þróunin virðist vera í þá átt að fólk situr uppi með gamla bflinn ef hann er farinn að nálgast 10 ára aldurinn. Allavega ef hann er af algengustu gerð. Þó að margir þessara bíla séu vel not- hæfír, fjölgar þeim eigendum sem senda verðlausa bfla á haugana og spara þar með gjöld af gripnum. Fjöldi nýrra bíla á bílasölum Þegar keyrt er á milli bílasala sést að þær eru yfirfullar og í sam- tali við Pétur Björnsson á Borg- arbílasölunni, kom fram að vísa þyrfti fjölda bíla frá á hverjum Dregur ekki úr innflutningi Fyrstu 3 mánuði ársins vorufluttir innl054 notaðir bílar Innflutningur á notuðum bíl- T- , . um tók stóran kipp á síðasta ári. rlamarksajslattur Þá voru fluttir inn 4.854 notaðir pftir ? nr fólksbílar og var það nánast þre- . T .J. földun frá árinu áður, er þeir V"1 m,ðJa" mars ,var breytt voru 1.789. Ekkert virðist hafa reglum um tolla og gjold af not- dregið úr innflutningi notaðra “öum mnl?uttum b,!um og má bfla fyrstu 3 mánuði þessa árs. í buast v,ð að það dragi e.tthvað ur gögnum Bílgreinasambandsins þessum mnflutnmgi. I um eitt og kemur fram að þessa mánuði halft ar hafð. folk getað lagtfram voru fluttir inn 4.247 nýir bílar og re,kmnga yfir kaupverð bfls.ns og 1054 notaðir, þar af 951 fólksbíll. gre,tt gJ°'d samkvæmt þvi. E.n- Þegar litið er á bílainnflutning í bvfr br°gð munu hafa venð ,að mars sést að um helmingur not- ÞV1 að reynt væn að falsa uðu bflanna kemur frá Banda- re'knmgana og stutt er s.ðan ríkjunum, eða 222 af 435. Frá maður var kærður fyr.r að hafa fe Þýskalandi komu 24% og 19% affolk. v.ð.nnflutn.nganotuðum frá Japan. Frá öðrum löndum 1 um' . voru rnest fluttir inn 8 bílar. Að s?fn K.rlsJans Halldors- Menn virðast mest sækja í not- sonar hJa tollstjóraembætt.nu er uðu jeppana sem standa orðið nn haf^ðast faö S inn 3 ara framan við þriðja hvert hús. Ef blla' Af Þe,m fæst 42% afslattur litið er á hvaða bíltegundir voru fra■ verksm.ðjuverð. nys b.ls og er mest fluttar inn í mars má sjá Það hamarksfyrnmg. Argerðar- , etta. anð er veittur 18% afslattur og L, ' síðan 1% á mánuði næstu 2 ár. Tegund tjold. ofan & bí,verðið reiknast lQ% F°r(f...................81 tollur og aðflutningsgjald, sem er GM......................73 frá 5-55% eftir sprengirými eða ®enz....................47 eigin þyngd bifreiðarinnar. Að Chevrolet...............42 lokum leggst 27,5% söluskattur á Toyota..................39 allt saman. AMCJeep.................26____________________ degi vegna plássleysis. Hann taldi að í sumar kæmi.' Ijós hvort bíla- markaðurinn væri orðinn mett- aður. A þeim tíma gengi salan venjulega best. - Síðustu 2-3 ár hafa verið góð en þetta hlýtur að róast. Það sem af er árinu hefur verið rólegra en á sama tíma í fyrra. Pétur sagði að fjöldi nýrra b.'la á bílasölum hefði aldrei veriðeins mikill og nú og benti það til að markaðurinn væri að fyllast. - í fyrra stoppuðu 1-2 ára b.'lar ekk- ert á sölunum. Kjörin eru orðin rýmri en verið hefur. Menn lána lengur eða allt upp í 12-24 mánuði, þegar bfl- arnir eru orðnir nokkurra ára. Þeir selja líka fyrr sem eru með rúm kjör. Pétur sagði að mikið væri um að eldri bílar væri teknir upp í nýja. Síðan reyndu menn að selja þá aftur og það gengi ef sett væri á þá sanngjarnt verð. Fólk hefði mismikla peninga milli handanna og ekki gætu allir séð af háum upphæðum til bílak- aupa. Boðnir á útsölu Bílaumboðin taka notaða bfla uppí nýja og hjá Jöfri hefur staðið yfir útsala á notuðum bílum. Jó- hann Halldórsson sölumaður sagði að umboðið hefði átt orðið 130 notaða bíla og ákveðið hefði verið að selja þá á kostnaðarverði til að örva söluna. Hann sagði að umboðin ein- skorðuðu sig ekki við að taka sínar tegundir uppí en sumir byðu fáránlegt verð fyrir bíla sem þeir hefðu ekki umboð fyrir. Venjan er að ástandskanna bílana og gera staðgreiðslutilboð, þar sem dregin eru 20% frá gangverði. En er hægt að koma með alla bíla og setja upp í nýja ? - Við veljum úr þeim bílum sem bjóð- ast. Það þýðir ekki að koma með eldri bíl en 82-83 árgerð, nema hann sé ekinn undir 80.000 km. Það er oft talað um 100.000 km sem galdratölu í þessum við- Gísli ívarsson notaði góða veðrið til að leita að bíl. skiptum. Menn taka yfirleitt ekki bfla sem eru meira keyrðir. Jóhann talaði um að ótrúlega mikið væri um að fólk væri að skipta b.'lum af 87 og 88 árgerð. Skýringuna taldi hann liggja í því að í oílaæðinu í fyrra hefði fólk keypt hvaða bíl sem það náði í, án þess að spá í hvort hann hentaði því. Nú ættu umboðin flestar bíl- ategundir á lager og fólk gæfi sér tíma til að skoða úrvalið. Fólk að leggja skárri bílum nú Heyrst hefur að fólk sé farið að grípa til þess ráðs að aka gömlu bflunum á haugana til að losna við þá. Þetta eru bílar sem engin leið er að selja og ekki einu sinni bílapartasölur vilja borga fyrir. Hjá Steinari Gunnsteinssyni í Vöku fengust þær upplýsingar að í vetur hefði færst í aukana að fólk byði þeim gangfæra bíla til kaups. Reyndar hefði þetta verið þróunin síðustu tvö árin og kom- ið kippur þegar bifreiðaskattur- inn var settur á. - Fólk er að leggja skárri bílum nú. Bílar sem voru 30 - 50 þúsund króna virði á síðasta ári seljast ekki í dag. Það er algengt að um sé að ræða 8-10 ára bíla af al- gengum tegundum. Steinar sagði að slíkir bflar hefðu komið í hundraða tali og nú væru þeir hættir að borga fyrir suma þeirra. Sem dæmi tók hann að greiddar hefðu verið 5000 kr. fyrir 78 ár- gerð af Fiat og Lödu fyrripart vetrar. Nú fengist ekkert og í sumum tilfellum væru þeir hættir að sækja bíla mönnum að kostn- aðarlausu. Allt of dýrir „Ég get ekki séð að orðið hafi verðfall á notuðum bílum eins og talað hefur verið um,“ sagði Gísli fvarsson, sem var að svipast um eftir bíl handa konu sinni. Hann kvaðst vera búinn að þræða bíla- sölurnar í Skeifunni og leist ekki á verðið sem sett var á gamla bíla. Óskabíllinn átti að vera sjálf- skiptur og sem yngstur. Auk aldurs sagðist Gísli helst spá í útlit og hverjir hefðu umboð fyrir við- komandi tegund. Góð varahluta- þjónusta skipti máli. Ekki virðist þurfa að veifa pen- ingum til að festa sér bíl í dag, bara skrifa undir skuldabréf. Gísli sagði að á einni bflasölu hefði sér verið boðinn 1 árs gam- all bfll á tveggja ára skuldabréfi og ekki hefði verið farið fram á neina útborgun. Hann átti ekki von á að auðvelt yrði að losna við bílinn sem ætti að endurnýja. Sá væri 1981 árgerð og vita vonlaust að einhver vildi taka hann uppí nýrri bíl. Sala á víxlum og skuldabréfum væri líklega eina leiðin til að fá eitthvað fyrir hann. Er talið barst að innflutningi á bflum til landsins sagðist Gísli hafa þá reynslu úr fraktflutning- um, að ferð eftir ferð hefði skipið verið yfirhlaðið af bílum. Flest- um var skipað út í Noregi og fióttu heimamönnum bílakaup slendinga með ólíkindum. Einn spurði í undrun sinni hvort ís- lendingar væru farnir að éta bíla! 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.