Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 9
Tangen-málið Víti til vamaðar? Miklar deilur á alþingi. 40 ára gamlir atburðir valda enn sárindum. Á að koma í vegfyrir aðfréttamenn ríkisfjölmiðlanna taki á ákveðnum málum? Hvað gerðist eiginlegaþegar reynt var aðfá íslenska ráða- menn til samþykkja bandaríska hersetu? Hjörleifur Guttormsson: Hvar eru íslensku skjölin frá þessum tíma? Snarpar umræður urðu á al- þingi í gær um Tangen-málið svokallaða. Margir tóku til máls og þurfti að gera fundarhlé með- an stóðu yfir þingfundir og þing- menn snæddu köidmat en um- ræða hófst á ný klukkan hálfníu í gærkvöldi. Það var skýrsla, sem menntamálaráðherra hafði feng- ið Þór Whitehead sagnfræðing til að semja, sem var á dagskrá. Upplýsingar, sem Hjörleifur Guttormsson lagði fram um sam- skipti sendimanna Bandaríkj- anna við íslenska ráðamenn, vöktu mikla athygli. Skýrslan, sem Þór Whitehead samdi, ber titilinn „Skýrsla menntamálráðherra um frétta- flutning Ríkisútvarpsins 9. og 10. nóvember 1987 vegna upplýsinga frá Norðmanninum Dag Tangen um utanríkismál íslands" og er hún samin að beiðni alþingis- manna samkvæmt tillögu Sverris Hermannssonar og fleiri stjórn- arþingmanna. Birgir ísleifur Gunnarsson gerði grein fyrir því hvers vegna Þór Whitehead hefði verið feng- inn til að semja skýrsluna. Hann „er ótvírætt einhver fremsti sér- fræðingur okkar í sögu íslenskra utanríkis- og öryggismála á fjórða og fimmta áratugnum og höfundur fræðilegra rita og rit- gerða um þau efni.“ í skýrslunni fellir Þór Whitehe- ad þungan dóm yfir fréttastofu Ríkisútvarpsins og segir m. a. að auðsætt „virðist að stjórnmálaaf- staða sú, sem glögglega kom fram í þættinum, hafi leitt fréttamenn afvega bæði í fréttaflutningi og fréttamati." Segir Þór að Tangen-málið sé í eðli sínu svik- amál en að af því megi ýmislegt læra t.d. það að „þeir útvarps- menn, sem hér eiga hlut að máli, reyni framvegis að líta umdeild sagnfræðileg viðfangsefni frá fleiri en einni hlið og finni stjórnmálaskoðunum sínum vett- vang utan fréttatíma.“ Menntamálaráðherra sagðist vera sammála Þór Whitehead um það að „Tangen-málið svonefnda er víti til varnaðar. Það er mál sem Ríkisútvarpið verður að læra af og ég er sannfærður um að þetta er einnig skoðun útvarps- stjóra og útvarpsráðs, svo sem viðbrögð þessara aðila bera gleggstan vott um.“ Sverrir Hermannsson þótti draga nokkuð í land miðað við fyrri ræður sínar um þetta mál. Hann sagðist ekki vilja fullyrða að fréttamenn Ríkisútvarpisins hafi ætlað sér að vera hlutdrægir en þeir hefðu ekki varað sig nægj- anlega. „Það verður að afstýra mistökum af þessu tagi.“ Hjörleifur Guttormsson taldi að beiðni um sérstaka skýrslu frá menntamálaráðherra um þetta mál hefði á sínum tíma verið fullkomlega óeðlileg. Einmitt þá hefði fréttastofa útvarpsins verið búin að senda frá sér greinargerð um málið. Það hefði stundum þótt nóg að mistök væru hörmuð en hér væri verið að reiða refsi- vönd að Ríkisútvarpinu. Hann vitnaði til rökstuðnings menntamálaráðherra fyrir því að láta Þór Whitehead einan fjalla um málið þar sem segir að Þór gjörþekki „skjöl er varaða ísland og íslenska menn frá þessum árum og varðveitt eru í skjala- söfnum í Evrópu og Bandaríkj- unum.“ Taldi Hjörleifur að í ljósi þessarar miklu þekkingar Þórs á skjölum væri það undarlegt að hann vitnaði alls ekki til skjala, sem þó væru alþekkt m.a. af því að þeirra hefur verið getið í ís- lenskum blöðum, sem sýndu að Stefán Jóhann Stefánsson hefði átt í samræðum við sendimenn Bandaríkjanna, þess eðlis að full- yrðingar Dag Tangens sýndust réttmætar. Hjörleifur minnti á að bæði við umræður í fyrra og eins þegar Tangen-málið var til umræðu fyrr í vetur, hefði hann rætt nauðsyn þess að birta íslenskar heimildir frá þessum tíma. „Við þurfum aðgang að heimildum til að geta fjallað um söguna án þess að grípa til æsifréttastíls. Hvar eru íslensku gögnin?“ spurði Hjör- leifur og bætti við: „Við eigum ekki að þurfa að túlka íslands- söguna í gegnum erlenda penna, þar verða íslensk gögn að vera til hliðsjónar.“ Hjörleifur fór yfir efni nokk- urra bandarískra skjala, sem voru á sínum tíma ekki öllum opin til skoðunar, og kom þar fram að frá stríðslokum og á með- an Bandaríkjamenn voru að fá íslenska ráðamenn til að sam- þykkja veru bandaríska hersins hér, þá höfðu sendiráðsmenn Bandaríkjanna mjög náið sam- band við íslenska ráðherra. Páll Pétursson tók undir það sjónarmið að allt það írafár, sem Tangen-málið hefur valdið, hafi e.t.v. þann tilgang að „terrorís- era“ fréttamenn, eða að valda hjá þeim slíkum ótta við ákveðin mál að þeir þori ekki að hefja um- ræðu um þau. ÓP Föðurbetrungur? Nákvæmar skýrslur I þeim bandarísku skjölum, sem Hjörleifur Guttormsson vitn- aði í við Tangen-umræðuna í gær, kemur m.a fram það sjón- armið að Hermann Jónasson hafi daðrað við kommúnista. í skýrslu bandaríska utan- ríksráðuneytisins frá 3. apríl 1953 er greint frá samræðum Thor Thors sendiherra við Rayn- or framkvæmdastjóra BMA. „Sumar af athugasemdum hans (Thors) staðfestu upplýsing- ar sem komið hafa fram frá sendi- ráðinu um að hr. Hermann Jón- asson í forystu Framsóknar- flokksins, er nú betur stemmdur gagnvart Bandaríkjunum og varnaráætluninni. Þetta kom fram þegar sendiherrann var að tala um hagstæð áhrif þess að senda fleiri stúdenta til Banda- ríkjanna. Hann vitnaði til sonar hr. Jónassonar (Steingríms Her- mannssonar) sem hafði numið á einhverju rafmagnssviði og hefði komið til baka til íslands sem svo eindreginn stuðningsmaður Bandaríkjanna að utanríkis- ráðherrann (Bjarni Benedikts- son) teldi að hann hefði haft tal- sverð áhrif á hugsanir föður síns.“ ÓP Ráðagerðir Bandaríkjamanna 1948: Kveðum niður áhrif kommúnista á íslandi Hjálpum Krötum - Gerum Einar Olgeirsson að sovéskum njósnara- Rekum rauðliða frá útvarpinu og háskólanum Við umræður um Tangcnmálið svonefnda á Alþingi í gær, rakti Hjörleifur Guttormsson ítarlega efni bandarískra leyniskjala frá 1948 sem leiða í Ijós afar víðtæk áform Bandaríkjamanna um að kveða niður „áhrif kommúnista“ á íslandi, til að ekkert stæði í vegi fyrir herstöðvaáformum þeirra - og svo það hve náið samstarf þeir höfðu við íslenska ráðherra og aðra áhrifamenn um amk. sum þau áform. Hjörleifur rakti einkum efni skjala sem tengjast umsvifum Trimbles nokkurs, fyrsta sendi- ráðsritara árið 1948. En frá hon- um eru til skeyti sem skýra m.a. frá því að hann hafi rætt við Stef- án Jóhann Stefánsson forsætis- ráðherra um nauðsyn þess að fjarlægja tiltekna „kommúnista" úr störfum - m.a. við Ríkisút- varpið og Veðurstofuna. Sá sami Trimble hefur úti ýmisleg spjót til að hægt verði að koma höggi á Halldór Laxness og er það gert í refsingarskyni við skáldsöguna Atómstöðina, sem er bandarísk- um sendiráðsmönnum mikill þyrnir í augum. Trimble hefur gert leyniskýrslu mikla um „Áhrif kommúnista á íslandi og tillögur um úrbætur". Þar kemur á daginn, að Banda- ríkjamenn telja að framganga sósíalista á þeim tíma í þjóðernis- baráttu hafi skilað þeim miklum árangrí - m.a. komið í veg fyrir samningaviðræður við Banda- ríkjamenn um herstöðvar til langs tíma 1945 og auk þess hafi Bandaríkjamenn vegna þess arna orðið að breyta mjög áformum sínum varðandi Keflavíkursamn- inginn 1946. Síðan leggur Trim- ble fram áætlun í þrettán greinum um ráð til að kveða niður „kommúnista" á íslandi. Rakti Hjörleifur þessar greinar og að nokkru athugasemdir Butricks sendiherra og annarra banda- rískra diplómata um ágæti og galla hverrar tillögu Trimbles. Kratar eða ekki Kratar Þarna kennir margra grasa fróðlegra. Til dæmis byrjar Trim- ble á því að leggja það til að blása þurfi lífi í Alþýðuflokkinn og Al- þýðublaðið með erlendri fjár- hagsaðstoð og ráðgjöf. Lagt er til að fjárhagsaðstoðin berist ekki um bandaríska farvegi heldur t.d. sem gjafir frá Verkamannaflok- knum norska. Butrick sendiherra er þessu hinsvegar andvígur vegna þess að hann óttast að Sjálfstæðisflokkurinn, traustasti vinur Bandaríkjanna, móðgist ef keppinautar í íslenskum stjórn- . málum séu styrktir með þessum hætti. Annar sendiráðsmaður leggur til að Krötum sé hjálpað með því að útvega þeim viðskipt- asambönd í Bandaríkjunum. Trimble og Butrick sendiherra telja báðir að nota eigi kaup á íslenskum fiski til neyslu t Vestur- Þýskalandi sem hagsmunabeitu fyrir fslendinga - enda verði þeim boðum laumað að forystu- mönnum Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks að þessi viðskipti verði endurmetin ef að kommún- istar verði teknir í stjórn. Að reka menn Trimble og Butrick sendiherra tala báðir um nauðsyn þess að fjarlægja kommúnista úr áhrifa- stöðum (útvarpið, Veðurstofan, háskólinn og lögreglan - en ein- hverra hluta vegna telja Banda- ríkjamenn að þriðji hver lög- reglumaður í Reykjavík sé kom- mi). Sendiherrrann segist sjálfur hafa brýnt þessa brottrekstrar- nauðsyn fyrir íslenskum ráða- mönnum við hvert vænlegt tæki- færi og ríkistjórnin hafi ekki látið sitt eftir liggja. (M.a. með því að bola úr starfi Erling Ellingsen flugmálastjóra). Trimble telur það og mesta þjóðráð að koma í hendur íslend- inga t.d. í miðjum kosningaslag einhverjum gögnum sem áttu að tengja Einar Olgeirsson, þáver- andi formann Sósíalistaflokksins, við sovéskan njósnahring. Butr- ick, og fleiri reyndar, telja þetta einmitt hið mesta þjóðráð. Gagnnjósnir og fleira Það kemur og fram í þeim plöggum sem Hjörleifur rakti efnislega, að sendiráðið banda- ríska er um þetta leyti að greiða fyrir því að fulltrúi í dómsmála- ráðuneyti Bjarna Benedikts- sonar fari til Bandaríkjanna að kynna sér aðferðir FBI, Alríkisl- ögreglunnar, í barátttu við kom- múnista. Setja átti á fót gagnn- jósnaþjónustu á íslandi sem ynni með FBI og samsvarandi stofn- unum í Skandinavíu. Margt fleira kemur fram í þess- um skjölum. Bandaríkjamenn vilja tölvert vinna til að hafa áhrif á kvikmyndaval bíóanna ís- lensku, á fréttaflutning og skýr- ingar íslenskra blaða - það er m.a.s tölvert á dagskrá hvernig efla mætti með biskupi landsins einurð gegn kommúnisma. í til- vitnunum sem Hjörleifur rakti koma og fram ýmsar áhyggjur sérkennilegar - t.d. telur Butrick sendiherra Hermann Jónasson, formann Framsóknarflokksins, alveg sérlega hættulegan mann - vegna þess að hann sé tækifæris- sinni hinn mesti sem ávallt sé reiðubúinn til að daðra við kommúnista. Þrlðjudagur 26. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.