Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 16
P—SPURNINGIN-^ Hefur verkfall verslunar- fólks haft áhrif á þig? Sólveig Kristjánsdóttir nemi Nei. Paö er náttúrlega allt lokað, móðir mín byrgði sig ansi vel upp. Ólafur Ólafsson matreiðslumaður Já verslunin sem ég starfa í er lokuð, ég er sjálfur í félagi mat- reiðslumanna en við megum ekkert gera. Ásta Bernhöft húsmóðir Ekki á meöan litlu búðirnar eru opnar, þar virðist vera hægt að fá það sem maður þarf. Linda Heiðrún Þórðardóttir fóstra Nei ekki á meðan kaupmaðurinn á horninu hefur opið. Pálmi Kr. Jóhannsson starfsmaður RR Nei ekki ennþá, ég hef getað nálgast allt það sem ég hef haft þörf fyrir. þJÓÐVIUINN Þriðjudagur 26. apríl 1988 93. tölublað 53. örgangur. (og yfirdráttur á téKKareiKningum SAMVINNUBANKI (SLANDS HF. Þessi gullfallega stúlka, Fjóla Ólafsdóttir, varð Norðurlandameistari í fimleikum um helgina og var það í fyrsta sinn sem íslensk stúlka kemst á verðlaunapall í slíkri keppni. Fimleikar Norðurlandameistari Mjög góður árangur hjá íslensku keppendunum á Norðurlandamótinu ífimleikum „Þetta var æðislegt, ég bjóst ekki við þessu. Eftir fyrri umferð- ina var ég í 3.-4. sæti en í síðari Bandaríski úrmakarinn Gedal- io Grinberg mun ekki lenda í vandræðum með smákökurnar sínar á næstunni því hann á nóg af krukkum að láta þær í. Þannig er nefnilega mál með vexti að Grin- berg þessi fór á síðara uppboð Sothebys á eigum Andys heitins Warhols og festi kaup á 119 af 124 smákökukrukkum listmálarans. Hann greiddi fúslega 200 þúsund dollara fyrir flátin. Uppboðshaldararnir voru í sjöunda himni í fyrrakvöld enda höfðu mun fleiri sóst eftir eigum umferðinni gekk allt upp,“ sagði nýbakaður Norðurlandameistari á tvíslá, Fjóla Ólafsdóttir, sem er Warhols en þeir höfðu gert sér vonir um. Uppboðið hófst á laugardaginn og var reiknað með að aðdáendur meistarans greiddu um miljón dollara fyrir góssið sem selt var þann daginn. En viti menn! Ágjarnir safnar- ar kljáðust heiftarlega um sér- hvern grip og höfðu reitt 5,3 milj- ónir af hendi að leikslokum. Sag- an endurtók sig daginn eftir, fyrir gripi sem taldir voru 266 þúsund dollara virði greiddu aðdáendur Warhols fúslega 912 þúsund. Reuter/-ks. aðeins 14 ára. íslenska landsliðið í fimleikum sem er skipað 8 keppendum hélt á fimmtudaginn sl. til Finnlands til að taka þátt í Norðurlanda- mótinu í fimleikum. Með liðinu fóru þjálfararnir Berglind Péturs- dóttir, Chen Jain og Jónas Tryggvason. Árangur stúlknanna var mjög góður, Fjóla varð Norðurlanda- meistari og lenti í 9. sæti í saman- lögðu en Bryndís Guðmunds- dóttir bætti um betur og náði 8. sæti í samanlögðu og náði í 5. sæti í tveimur greinum. Það verður að teljast frábær árangur hjá ís- lensku stúlkunum. Strákarnir létu heldur ekki sitt eftir liggja. Kristján Stefánsson náði 2. sæt- inu í stökki og 4. sæti í gólfæfing- um og Guðjón Guðmundsson komst í úrslit í hringjum og svifrá. „Þetta var stórfínt hjá henni og sýnir að við erum á réttri leið,“ sagði Berglind Pétursdóttir, þjálfari stúlknanna. -ste Sjónvarp Erótíkin enn fyrir norðan Reykvíkingar unnu glæsilegan sigur á Arnesingum í úrslitakcpp- ninni í þættinum „Hvað held- urðu?“ sem verið hefur á dagskrá Sjónvarpsins í vetur undir stjórn Omars Ragnarssonar. Úrslita- keppnin fór fram í beinni útsend- ingu frá Hótel Stykkishólmi á sunnudagskvöldið. Þar var einnig valinn athyglisverðasti hagyrð- ingurinn en þann titil hlaut fyrr- verandi kjötiðnaðarmaður, Flosi Ólafsson úr Reykjavík. Sigurlið Rcykvíkinga skipuðu þau Ragn- heiður Erla Bjarnadóttir, Guð- jón Friðriksson og Illugi Jökuls- son. Eins og þeir sem á þáttinn horfu urðu vitni að fékk séntil- maðurinn Flosi Ólafsson tík að gjöf frá hagyrðingi úr Eyjafirðin- um, sá hafið gefið tíkinni nafnið Erótík. En ekki er allt sem sýnist, því ekki treysti hann tíkinni Erót- ík í svo langt ferðalag, þannig að fengin var önnur tík úr Hólmin- um til að hlaupa í skarðið. Sagan segir að Flosa hafi ekki verið kunnugt um þetta hundafár fyrirfram og munaði minnstu að hann og stemmningin færu í hundana. Andy Warhol Rytjumar rokseldust

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.