Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 1
IÞROTTIR Verðlaiinahafarnir á lOkahÓfí KKÍ. Frávinstri:EyjóIfurSverrissonTindastólbestileikmaður l.deUdar, Tómas Holton Val með besta vítanýtingu og í NIKE liðinu, J6n Kr. Gíslason ÍBK í NIKE liðinu, Guðmundur Bragason ÍR í NIKE liðinu, Magnús Guðfínnsson ÍBK besti nýliðinn í úrvalsdeildinni, Guðni Guðnason KR í NIKE liðinu, Kristinn Albertsson besti dómarinn, Símon Ólafsson KR prúðasti leikmaður- inn, Karl Guðlaugsson ÍR með flestar þriggja stiga körfur og Jón Bender efnilegasti dómarinn. Neðri röð frá vinstri: Marta Guðmundsdóttir UMFG í NIKE liðinu, Herdís Gunnarsdóttir Haukum í NIKE liðinu, Björg Hafsteinsdóttir ÍBK með flestar þriggja stiga körfur og í NIKE liðinu, Pálmar Sigurðsson Haukum besti þjálfarinn og í NIKE liðinu, Valur Ingimundarson besti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni, stigahæstur og í NIKE liðinu, Anna María Sveinsdottir ÍBK besti leikmaður í kvennaflokki, stigahæst í kvennaflokki, með besta vítanýtingu og í NIKE liðinu og Sólveig Pálsdóttir Haukum í NIKE liðinu, en það lið mætti kalla körfuboltalið ársins. Fótbolti Þór vann Tictac-mót Á Akureyri fór fram um síð- ustu helgi svokallað Tictac mót í knattspyrnu og áttust þar við norðanliðin. Fyrstu leikirnir voru frekar daprir, mikið um lang- spyrnur og minna um spil en undir lokin var þó komið sæmi- legt lag á leikina. Urslit Þór-Leiftur.......................2-2 KA-Völsungur..................0-0 KA-Leiftur.......................2-1 Þór-Völsungur..................1-0 Leiftur-Völsungur..............0-3 Leiftur vann leikinn 2-1 en þar sem einn leikmanna Leifturs hafði fengið rautt spjald fyrr í mótinu en lék samt með, var leikurinn dæmdur tapaður fyrir Leiftur. Þór-KA...........................2-0 Þýskaland Islendingamir maricahæstir Milbertshofen-Essen 24-23 (12-10) Alfreð var eins og svo oft áður markahæstur með 6 mörk en Fraatz var næstur með 5. Gummersbach- Grosswaldstadt 23-18 Kristján var langmarkahæstur með 9 mörk og ef marka má stór- blaðið Kicker var hann einnig langbestur á vellinum. Gum- mersbach er nú komið með aðra höndina á titilinn. Göppingen-Dortmund 20-19 Þar voru gamlar skyttur í aðal- hlutverkum, Klempel með 8 mörk og Kovacs með önnur 8. Dortmund eru svo að segja fallnir. Lemko-Dormagen 19-17 Siggi var markahæstur með 6 Handbolti Handbollaskóli Miðvikudaginn 25.maí hefst handboltaskóli Geirs Hallsteins- sonar og Viðars Símonarsonar og stendur til þriðjudagsins 31.maí. Kennsla fer fram í íþróttahúsinu Strandgötu og á skólamölinni við Lækjarskóla en heimavistin er í Flensborgarskóla. Námskeiðið verður með svip- uðum hætti og sl. ár, opið öllum á aldrinum 8 til 16 ára. Þátttöku- gjald miðað við fullt fæði, heima- vist og kennslugjald er kr. 9000. Kennslugjald er kr. 5.500 og hádegismatur ásamt kennslu- gjaldi er kr. 6.700. Ef tveir eða fleiri koma úr sömu fjölskyldunni er kr. 1.000 afsláttur á hvern. Krakkar utan af landi verða að koma sér sjálf á staðinn en hafa ber í huga möguleika á styrkjum frá íþróttafélögum og ÍSI til að standa straum af flugfargjöldum. Námskeiðið verður sett mið- vikudaginn 25. maí kl.13.00 og í lok námskeiðsins fá allir þátttak- endur viðurkenningarskjöl og ýmis verðlaun verða veitt. Hámarksfjöldi þátttakenda er 60 og þurfa þátttökutilkynningar að berast á póstgíróreikning nr.50950-7 í pósthúsi Hafnar- fjarðar fyrir 1. maí. Nánari upp- lýsingar hjá Geir í síma 91-50900 eða Viðari síma 91-656218. mörk. Lemko heldur sig nú um miðja deild sem telst ágætis ár- angur en næsta keppnistímabil fara margir af máttarstólpunum frá Iiðinu svo að það lítur ekki vel út. Kiel-Hofweier 27-24 Það var aldrei spurning hvor myndi vinna því yfirburðir Kiel voru algerir þrátt fyrir að mörkin yrðu ekki fleiri. Niirnberg-Schwabing 18-14 Þetta voru mikilvæg stig fyrir Nurnberg því þeir komast nú úr mestu fallhættunni en Schwabing eru fallnir. Dusseldorf-Wallaum Massenheim 21-19 Palli var ekki meo nú og spilar ekki meir meö liöinu vegna meiösla sem hann hlaut. Eftir leik Gummersbach við Grosswaldstadt tilkynnti forseti þeirra fyrrnefndu að félagið hefði keypt tvær skyttur. Áhorfendur fögnuðu mikið en síðan runnu á þá tvær grímur þegar þeir áttuðu sig á því að þetta þýddi að Krist- ján yrði látinn fara. Leikmenn voru ekki ánægðir því þeir vilja hafa Kristján en ástæðan fyrir þessum uppskiptum er að öllum líkindum sú að Kristján myndi missa af 5 fyrstu leikjunum í deildinni næsta tímabil vegna Ól- ympíuleikana og liðið hefur ekki efni á því. Kristján var sjálfur ekki ánægður því hann vill vera áfram hjá félaginu og hafði beðið fram á síðustu stundu með að athuga fé- lagsskipti en hann er nú í við- ræðum við spánska liðið Tecca en línur skýrast í því dæmi í næstu viku. Fótbolti Fram og KR í úrslit Undanúrslit á Reykjavíkur- mótinu voru um helgina á gervi- grasinu. Á föstudag lögðu KR ingar Valsmenn að velli með 1-0 sigri og kom markið í framlengingu eftir að staðan var jöfn að lokn- um venjulegum leiktíma. Það var Sæbjörn Guðmundsson sem skoraði markið. Á laugardaginn léku hins vegar Fram og Víkingar og var sá leikur markasúpa. ArnljóturDavíðsson gerði fyrsta mark Fram í fyrri hálfleik en Atli Einarsson jafnaði skömmu síðar. Þannig var staðan að loknum venjulegum leiktíma og kom því til framlengingar. Ekkert mark var skorað í fram- lengingunni og var þá vítaspyrn- ukeppni. Þar náðu Frammarar að gera 4 mörk og voru þar að verki Steinn Guðjónsson, Pétur Arn- þórsson, Arnljótur Davíðsson og Guðmundur Steinsson en Vfk- ingar náðu aðeins að skora úr tveimur spyrnum og gerðu Jó- hann Þorvarðarson og Jón Odds- son þau mörk. Leiknum lauk því með sigri Fram 5-3. Karfa IBK-stúlkumar tvöfalda Unnu Hauka íúrslitaleik á laugardaginn 76-60 Körfuboltastúlkurnar héldu uppi heiðri Keflavíkur þegar þær unnu Hauka léttilega í úrsíita- leiknum í Laugardalshöllinni. Þar með hafa þær bæði unnið ís- landsmeistaratitilinn og Bikar- meistaratitilinn í ár. England Tekið á fólunum Á næsta keppnistímabili í Eng- landi verður tekið mun harðar á brotum en nú er. Leikmaður sem sendur er af leikvelli fyrir grófan leik eða alvarlegt brot fær þriggja leikja bann í stað tveggja eins og nú er. Einnig getur lið misst allt að 3 stig á keppnistímabilinu ef liðsmenn þess verða uppvísir að ítrekuðum brotum að sögn ritara enska knattspyrnusambandsins Graham Kelly og ritara félags at- vinnuknattspyrnumanna Gordon Taylor. Keflavík byrjaði leikinn af krafti og komust 12-0 áður en Haukarnir náðu að svara fyrir sig. Þær tóku við sér þegar leið á leikinn þó þær gætu aldrei komist nálægt að jafna og var staðan í leikhléi 41-25. Keflvíkingar komust í 47-25 strax í síðari hálfleik og fóru þá að slaka á, settu varaliðið inná því sigurinn var öruggur. Hauka- stúlkurnar náðu samt að minnka muninn undir lokin en stórsigur var staðreynd 76-60. Leikurinn var á köflum skemmtilegur á að horfa og 9 þriggja stiga körfur voru gerðar í leiknum. Björg Hafsteinsdóttir var best í liði Keflavíkur og var stigahæst með 25 stig en í Hauka- liðinu var stigahæst Herdís Gunnarsdóttir með 15. Ikvöld Gervigras kl.20.30 Þróttur-Armann í Reykjavíkur- mótinu. Njarðvíkingar fagna innilega að leikslokum á laugardaginn þegar þeir höfðu unnið KR eftir spennandi lokamínútur 103-104 i úrslitaleik bikar- keppni Körfuboltasambandsins. Það voru nokkrar sárabætur fyrir að hafa misst (slandsmeistaratitilinn yfir til Hauka fyrir skömmu. Sjá nánar um leikinn á bls.10 Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefánsson Þriðjudagur 26. april 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.