Þjóðviljinn - 26.04.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Side 1
/ ÍÞRÓTTIR Verðlaunahafarnir á lokahófi KKl. Frá vinstri: Eyjólfur Sverrisson Tindastól besti lcikmaður l.deildar, Tómas Holton Val með besta vítanýtingu og í NIKE liðinu, Jón Kr. Gíslason ÍBK í NIKE liðinu, Guðmundur Bragason ÍR í NIKE liðinu, Magnús Guðfínnsson ÍBK besti nýliðinn í úrvalsdeildinni, Guðni Guðnason KR í NIKE liðinu, Kristinn Albertsson besti dómarinn, Símon Ólafsson KR prúðasti leikmaður- inn, Karl Guðlaugsson ÍR með flestar þriggja stiga körfur og Jón Bender efnilegasti dómarinn. Neðri röð frá vinstri: Marta Guðmundsdóttir UMFG í NIKE liðinu, Herdís Gunnarsdóttir Haukum í NIKE liðinu, Björg Hafsteinsdóttir ÍBK með flestar þriggja stiga körfur og í NIKE liðinu, Pálmar Sigurðsson Haukum besti þjálfarinn og í NIKE liðinu, Valur Ingimundarson besti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni, stigahæstur og í NIKE liðinu, Anna María Sveinsdóttir ÍBK besti leikmaður í kvennaflokki, stigahæst í kvennaflokki, með besta vítanýtingu og í NIKE liðinu og Sólveig Pálsdóttir Haukum í NIKE liðinu, en það lið mætti kalla körfuboltalið ársins. Fótbolti Fram og KR í úrslit Undanúrslit á Reykjavíkur- mótinu voru um helgina á gervi- grasinu. Á föstudag lögðu KR ingar Valsmenn að velli með 1-0 sigri og kom markið í framlengingu eftir að staðan var jöfn að lokn- um venjulegum leiktíma. Það var Sæbjörn Guðmundsson sem skoraði markið. Á laugardaginn léku hins vegar Fram og Víkingar og var sá leikur markasúpa. Arnljótur Davíðsson gerði fyrsta mark Fram í fyrri hálfleik en Atli Einarsson jafnaði skömmu síðar. Þannig var staðan að loknum venjulegum leiktíma og kom því til framlengingar. Ekkert mark var skorað í fram- lengingunni og var þá vítaspyrn- ukeppni. Þar náðu Frammarar að gera 4 mörk og voru þar að verki Steinn Guðjónsson, Pétur Arn- þórsson, Arnljótur Davíðsson og Guðmundur Steinsson en Vík- ingar náðu aðeins að skora úr tveimur spyrnum og gerðu Jó- hann Þorvarðarson og Jón Odds- son þau mörk. Leiknum lauk því með sigri Fram 5-3. Karfa ÍBK-stúlkumar tvöfalda Unnu Hauka í úrslitaleik á laugardaginn 76-60 Pýskaland íslendingamir markahæstir Fótbolti Þór vann Tictac-mót Á Akureyri fór fram um síð- ustu helgi svokallað Tictac mót í knattspyrnu og áttust þar við norðanliðin. Fyrstu leikirnir voru frekar daprir, mikið um lang- spyrnur og minna um spil en undir lokin var þó komið sæmi- legt lag á leikina. Urslit Þór-Leiftur...............2-2 KA-Völsungur..............0-0 KA-Leiftur................2-1 Þór-Völsungur............ 1-0 Leiftur-Völsungur.........0-3 Leiftur vann leikinn 2-1 en þar sem einn leikmanna Leifturs hafði fengið rautt spjald fyrr í mótinu en lék samt með, var leikurinn dæmdur tapaður fyrir Leiftur. Þór-KA..................2-0 Milbertshofen-Essen 24-23 (12-10) Alfreð var eins og svo oft áður markahæstur með 6 mörk en Fraatz var næstur með 5. Gummersbach- Grosswaldstadt 23-18 Kristján var langmarkahæstur með 9 mörk og ef marka má stór- blaðið Kicker var hann einnig langbestur á vellinum. Gum- mersbach er nú komið með aðra höndina á titilinn. Göppingen-Dortmund 20-19 Þar voru gamlar skyttur í aðal- hlutverkum, Klempel með 8 mörk og Kovacs með önnur 8. Dortmund eru svo að segja fallnir. Lemko-Dormagen 19-17 Siggi var markahæstur með 6 mörk. Lemko heldur sig nú um miðja deild sem telst ágætis ár- angur en næsta keppnistímabil fara margir af máttarstólpunum frá liðinu svo að það lítur ekki vel út. Kiel-Hofweier 27-24 Það var aldrei spurning hvor myndi vinna því yfirburðir Kiel voru algerir þrátt fyrir að mörkin yrðu ekki fleiri. Niirnberg-Schwabing 18-14 Þetta voru mikilvæg stig fyrir Nurnberg því þeir komast nú úr mestu fallhættunni en Schwabing eru fallnir. Dusseldorf-Wallaum Massenheim 21-19 Palli var ekki með nú og spilar ekki meir með liðinu vegna meiðsla sem hann hlaut. Handbolti Handboltaskóli Miðvikudaginn 25.maí hefst handboltaskóli Geirs Hallsteins- sonar og Viðars Símonarsonar og stendur til þriðjudagsins 31.maí. Kennsla fer fram í íþróttahúsinu Strandgötu og á skólamölinni við Lækjarskóla en heimavistin er í Flensborgarskóla. Námskeiðið verður með svip- uðum hætti og sl. ár, opið öllum á aldrinum 8 til 16 ára. Þátttöku- gjald miðað við fullt fæði, heima- vist og kennslugjald er kr. 9000. Kennslugjald er kr. 5.500 og hádegismatur ásamt kennslu- gjaldi er kr. 6.700. Ef tveir eða fleiri koma úr sömu fjölskyldunni er kr. 1.000 afsláttur á hvern. Krakkar utan af landi verða að koma sér sjálf á staðinn en hafa ber í huga möguleika á stvrkjum frá íþróttafélögum og ÍSÍ til að standa straum af flugfargjöldum. Námskeiðið verður sett mið- vikudaginn 25. maí kl.13.00 og í lok námskeiðsins fá allir þátttak- endur viðurkenningarskjöl og ýmis verðlaun verða veitt. Hámarksfjöldi þátttakenda er 60 og þurfa þátttökutilkynningar að berast á póstgíróreikning nr.50950-7 í pósthúsi Hafnar- fjarðar fyrir 1. maí. Nánari upp- lýsingar hjá Geir í síma 91-50900 eða Viðari síma 91-656218. Eftir leik Gummersbach við Grosswaldstadt tilkynnti forseti þeirra fyrrnefndu að félagið hefði keypt tvær skyttur. Áhorfendur fögnuðu mikið en síðan runnu á þá tvær grímur þegar þeir áttuðu sig á því að þetta þýddi að Krist- ján yrði látinn fara. Leikmenn voru ekki ánægðir því þeir vilja hafa Kristján en ástæðan fyrir þessum uppskiptum er að öllum líkindum sú að Kristján myndi missa af 5 fyrstu leikjunum í deildinni næsta tímabil vegna Ól- ympíuleikana og liðið hefur ekki efni á því. Kristján var sjálfur ekki ánægður því hann vill vera áfram hjá félaginu og hafði beðið fram á síðustu stundu með að athuga fé- lagsskipti en hann er nú í við- ræðum við spánska liðið Tecca en línur skýrast í því dæmi í næstu viku. Körfuboltastúlkurnar héldu uppi heiðri Keflavíkur þegar þær unnu Hauka léttilega í úrslita- leiknum í Laugardalshöllinni. Þar með hafa þær bæði unnið ís- landsmeistaratitilinn og Bikar- meistaratitilinn í ár. England Tekið á fólunum Á næsta keppnistímabili í Eng- landi verður tekið mun harðar á brotum en nú er. Leikmaður sem sendur er af leikvelli fyrir grófan leik eða alvarlegt brot fær þriggja leikja bann í stað tveggja eins og nú er. Einnig getur lið misst allt að 3 stig á keppnistímabilinu ef liðsmenn þess verða uppvísir að ítrekuðum brotum að sögn ritara enska knattspyrnusambandsins Graham Kelly og ritara félags at- vinnuknattspyrnumanna Gordon Taylor. Keflavík byrjaði leikinn af krafti og komust 12-0 áður en Haukarnir náðu að svara fyrir sig. Þær tóku við sér þegar leið á leikinn þó þær gætu aldrei komist nálægt að jafna og var staðan í leikhléi 41-25. Keflvíkingar komust í 47-25 strax í síðari hálfleik og fóru þá að slaka á, settu varaliðið inná því sigurinn var öruggur. Hauka- stúlkurnar náðu samt að minnka muninn undir lokin en stórsigur var staðreynd 76-60. Leikurinn var á köflum skemmtilegur á að horfa og 9 þriggja stiga körfur voru gerðar í leiknum. Björg Hafsteinsdóttir var best í liði Keflavíkur og var stigahæst með 25 stig en í Hauka- liðinu var stigahæst Herdís Gunnarsdóttir með 15. I kvöld Gervigras kl.20.30 Þróttur-Armann í Reykjavíkur- mótinu. Njarðvíkingar fagna innilega að leikslokum á laugardaginn þegar þeir höfðu unnið KR eftir spennandi lokamínútur 103-104 í úrslitaleik bikar- keppni Körfuboltasambandsins. Það voru nokkrar sárabætur fyrir að hafa misst íslandsmeistaratitilinn yfir til Hauka fyrir skömmu. Sjá nánar um leikinn á bls.10 Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefáns son Þriðjudagur 26. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.