Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.04.1988, Blaðsíða 2
_______________ÍÞRÓTTIR_________________ Karfa 66 stig ur þriggja stiga körfum Sárabótfyrir Njarðvíkinga að verða Bikarmeistarar eftirað hafa misst íslandsmeistaratitilinn til Hauka. Valur Ingimundarson með 44 stig Það leit ekki vel út fyrir Suður- nesjamenn þegar 5 mínútur voru til leiksloka í úrslitaleik bikar- keppni KKÍ í Laugardalshöllinni á laugardaginn en KR-ingar höfðu þá 11 stig í forskot. Þá gerðu Njarðvíkingar 4 þriggja stiga körfur í röð og eina “aðeins“ tveggja stiga og náðu forystunni. Leikurinn byrjaði hratt en mikið var um mistök á báða bóga. Varnir opnuðust oft enda var stigaskorið hátt og bilið milli liðanna jafnt þar til staðan var 39-39 en þá sigu Reykvíkinga framúr. Á köflum gerðu KR-ing- ar skemmtilega hluti í sókninni þegar boltinn gekk á milli þeirra undir körfunni. Njarðvíkingar aftur á móti voru duglegri við að spila sig fría og hitta körfuna úr fjarlægð. KR-ingar náðu á tíma- bili 8 stiga mun en Suðurnesja- menn náðu að minnka muninn niður í 4 stig rétt fyrir leikhlé 56- 52. Laugardalshöll 23. apríl Úrslitaleikur bikarkeppni KKf KR-Njarbvík 103-104 (56-52) Stig KR: Guöni Guönason 35, Jóhann- es Kristbjörnsson 26, Birgir Mikaelsson 24, Jón Sigurðsson 9, Símon Ólafsson 4, Ást- þór Ingason 2, Guðmundur Jóhannesson 2. Stig Njarðvfkur: Valur Ingimundarson 44, Teitur Örlygsson 22, Sturla örlygsson 17, Helgi Rafnsson 15, Hreiöar Hreiðars- son 2, Friðrik Rúnarsson 2, Isak Tómas- son 2. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Jóhann Dagur Björnsson voru góðir lengst af en síðan sæmilegir. -ste Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og gerðu næstu 3 körfur en þar voru að verki Teitur og Valur. Þeir voru í miklum ham og tóku að nota Helga undir körfunni þar sem hann spilaði sig frfan. Eftir þetta fór leikurinn að róast en KR- ingar sigu á hægt og bítandi. Þeir náðu yfirhöndinni og voru lengi með 11 stig í forskot eða þar til 5 mínútur voru til leiksloka en þá komust þeir í 13 stiga forskot 94- 81 og höfðu þá gert 5 þriggja stiga körfur í síðari hálfleik. Þá áttu Njarðvíkingar sérlega góðum kafla, þeir gerður 4 þriggja stiga körfur í röð og Valur kom með eina tveggja stiga sem dugði þeim til að komast yfir 94-95. Við þetta fóru hlutirnir að gerast. Liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum þar til Njarðvík komst yfir 101-102. Birgir tókst þá að koma KR-ingum í 103-102 en Valur svaraði fyrir Njarðvík er staðan fór í 104-102. KR-ingar hófu sókn en misstu boltann og Njarðvíkingum tókst að halda honum í tæpa mínútu sem dugði út leikinn svo að þeir fóru með sigur af hólmi 103-104. Spennandi lokamínútur Það virðist einkenna lokamín- útur í úrslitaleikjum körfubolta- manna hversu gífurlega spenn- andi þær eru. KR-ingum tókst að minnka muninn úr að vera 13 stigum undir í 1 stig yfir. Síðan var allt á fullu þar til yfir lauk, enda voru skoruð 207 stig í leiknum. Leikurinn var ekki mjög spennandi framanaf þó að sjá mætti frábæra takta hjá hvoru liði. KR gerði meira að því að spila uppundir körfuna en Njarð- víkingar voru duglegir í löngu skotunum. Birgir og Mikael voru bestu menn KR en Jóhannes stóð þeim ekki langt að baki. Gömlu kempurnar Jón og Símon stóðu sig einnig nokkuð vel af frekar jöfnu liði. KR-ingar gerðu sig seka um að fá 4 sinnum dæmdar á sig 3 sekúndur sem ætti að sjást sem minnst af í úrvalsdeildinni. Hjá Njarðvík bar langmest á Val sakir einstakrar hittni. Hann skoraði 11 þriggja stiga körfur af 44 stigum og var virkur alls staðar á vellinum. Teitur var líka í hörkuformi og Sturla átti góða punkta. Ekki máttu KR-ingar líta af Helga því þá var hann farinn að skapa hættu fyrir þá. Minna bar á ísak, Hreiðari og Friðrik Ragn- arssyni en þeir stóðu samt vel fyrir sínu. Dómarar voru Jóhann Dagur Bjömsson og Gunnar Valgeirsson og stóðu þeir sig nokkuð vel framanaf en virtust á lokamínútunum missa nokkuð tökin á leiknum. Einnig var mikið um mistök á stigatöflunni þegar stigavörður gaf ekki réttu liði liðum stig og klukkan var ekki stöðvuð þegar átti að stöðva hana. Parketval, Egill Árnason hf. afhenti á dögunum handknattleiksdeild Vals stóra ávísun að upphæð 200.000 krónur fyrir sigurinn í íslandsmótinu. Á myndinni sjást Þórður Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar Vals og Geir Sveinsson fyrirliði með stóru ávísunina á milli sín og í baksýn er Birgir Þórarinsson hjá Parketvali. Pýskaland PfaffogEder hent út Bayern Munchen er nú að taka til á launaskránni og hafa ákveðið að láta markmannssnillinginn Jean-Marie Pfaff fara. Einnig hefur Eder fengið pokann, en þeir Bæjarar virðast vilja yngja upp. NBA-karfa Leikir um helgina Atlanta Hawks-Boston Celtics..........................133-106 Indiana Pacers-Detroit Pistons.........................103-98 Cleveland Cavaliers-Chicago Bulls.....................107-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs.....................127-96 Milwaukee Bucks-New Vork Knicks.......................118-109 Los Angeles Lakers-Phoenix Suns.......................117-112 Portland Trail Blazers-Denver Nuggets.................141-135 UtahJazz-SeattleSupersonics...........................110-109 Sacramento Kings-Golden State Warriors................117-109 Valur Ingimundarson stekkur upp í skot í leiknum á laugardaginn, en bestu menn KR, Birgirog Guðni, horfaá. Badminton r Ovænt í meistaraflokki íslandsmótið í badminton var haldið um helgina í TBR húsinu. Úrslit voru flest eins og fyrirfram var búist við en þó kom sigur Árna og Ármanns í tvíliðaleik og Árna og Elísabetu í tvenndarleik talsvert á óvart en Árni var í hörkuformi á þessu móti. Allir neðantaldir keppendur eru úr TBR nema annað sé tekið fram. Úrslit Meistaraflokkur karla Einliðaleíkur Broddi Kristjánsson vann Þorstein Pál Hængsson 15-13 og 15-7. Þorsteinn var yfir í fyrri lotunni 6-13 en gerði síðan ekki stig. Tvíliðaleikur Árni Þór Hallgrímsson og Ármann Þor- valdsson unnu Brodda og Þorstein Pál 15- 3 og 15-7. Þeir síðarnefndu réðu ekkert við þessa efnilegu tvíliðaleiksmenn sem tóku þá í kennslustund. Tvenndarleikur Árni Þór Hallgrímsson og Elísabet Þórðar- dóttir unnu Brodda og Þórdísi Edwald 15-8 13-18 og 15-4. Broddi og Þórdís unnu mið- lotuna með heppni því Árni og Elísabet voru mun betri aðilinn I leikjunum. Meistaraflokkur kvenna Einliðaleikur Þórdís Edwald vann Ellsabetu Þórðardótt- ur 11-2 og 11-7 Tvfliðaleikur Þórdís Edwald og Elísabet Þórðardóttir unnu Ingu Kjartansdótturog Guðrúnu Júlí- usdóttur 15-11 og 15-11. A-flokkur karla Einliðaleikur Óli Zimsen vann Frímann Ferdinandsson Víking 15-3 og 15-9 Tvíliðaleikur Óli Zimsen og Skúli Þórðarson unnu Gunnar Björnsson og Skarphéðin Garð- arsson 10-15 15-5 og 18-15 Tvenndarleikur Guðmundur Bjarnason og Hanna Lára Kö- hler unnu Steinar Petersen og Lovísu Sig- urðardóttur 15-3 og 15-11. Þarna voru á ferðinni gamlar stjörnur sem tókst mjög vel upp. A-flokkur kvenna Einliðaleikur Sigrún Erlendsdóttir vann Áslaugu Jóns- dóttur 11-6og 11-8 Tvfliðaleikur Lovísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Kö- hler unnu Sigríði M. Jónsdóttir og Elfnu Agnarsdóttur 15-4 og 15-8. Öðlingaflokkur, 40-50 ára Einliðaleikur Eysteinn Björnsson vann Friðleif Stefáns- son KR 6-15 15-8 og 15-7. Tviliðaleikur Eysteinn Björnsson og Þorsteinn Þórðar- son unnu ViðarGuðjónsson og Hæng Þor- steinsson 15-9 og 15-1. Æðsti flokkur, yfir 50 ára Einliðaleikur Hængur Þorsteinsson vann Braga Jakobs- son KR 12-15 15-7 og 15-12 Tvíliðaleikur Bragi Jakobsson KR og Walther Lentz unnu Rlkarð Pálsson og Adolf Guðmunds- son 14-15 15-2 og 15-12. 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 26. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.