Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 2
Eldur í stokkhúsi Allt slökkviliðið í Reykj avík var kallað út í fyrrinótt þegar eldur varð laus í gömlu timburhúsi á gatnamótum Klapparstígs og Sölvhólsgötu, í næsta nágrenni Arnarhvolsog höfuðstöðva Sambandsins. Mikill eldur var á efri hæð hússins og tók rúmar tvær klukkustundir að ráða niðurlögum hans. Ókunnugt er um eidsupptök en húsið er mikið skemmt. Lágmarkslaunin til umsagnar Borgarráð Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær þá tillögu borgarstjóra að vísa tillögu fulltrúa minnihlutans um 42 þúsund kr. lágmarkslaun til borgarstarfsmanna, til umsagnar Starfsmanna- stjóra borgarinnar. Sigurjón Pétursson borgarráðsmaður sagði í sam- tali við Þjóðviljann að ekki væri annað hægt en að samþykkja að slík umsögn væri fengin en hann teldi jafnljóst sem áður að tillagan yrði samþykkt á næsta fundi borgarráðs þar sem meirihluti borgarráðs- manna hefði þegar lýst sig samþykkan henni. Grandastjórnin harðlega gagnrýnd Fulltrúar minnihlutans í borgarráði lögðu í gær fram sameiginlega bókun þar sem harðlega er gagnrýnt að borgarráð skuli ekki hafa verið upplýst um rekstrarvanda Granda hf. og ákvörðun fyrirtækisins um fjöldauppsagnir starfsmanna. Reikningar Granda voru kynntir í borg- arráði fyrr í mánuðinum án þess að í nokkru væri getið uppstokkunar í rekstri og fjöldauppsagna. Grandi er að meirihluta í eigu Reykjavíkur- borgar og skipar borgarstjóri meirihluta stjórnar fyrirtækisins. „Þrátt fyrir samþykktir um að reglubundið skuli gera borgarráði grein fyrir rekstri fyrirtækisins þarf jafnaðarlega að ganga eftir upplýsingum um hag þess. Rekstaráætlanir eru aldrei kynntar í borgarráði og meiri háttar skipulagsbreytingum eins og nú eiga sér stað er haldið leyndum fyrir borgarráði,“ segir m.a. í bókun borgarráðsmanna minnihlutans, sem krefjast þess að staðið verði við fyrri samþykktir um að gefa borgarfulltrúum minnst árfjórðungslega skýrslu um afkomu fyrirtæk- isins. Þreföldun á Græn- landsviðskiptum Á síðasta ári fluttu íslendingar út vörur til Grænlands fyrir 123 miljónir króna, sem er hátt í þref- öldun frá árinu á undan. Útflutn- ingur héðan til Grænlands var nær enginn árin þar á undan. Mest er flutt út af útgerðar- og fiskvinnsluvörum og annari iðn- aðarframleiðslu. Verslunarráð hefur ákveðið að boða til sérstaks kynningarfundar um möguleika á viðskiptum við Grænlendinga og verður fundurinn haldinn í Hall- argarði Veitingahallarinnar þriðjudagsmorguninn 3ja maí. Foreldrafundur í Firðinum Áhugahópur foreldra í Hafnarfirði um nýjar leiðir í dagvistarmálum hefur boðað til almenns kynningar- og umræðufundar í kvöld kl. 20.30 í félagsheimilisálmu íþróttahússins við Strandgötu. Þar verður kynntur rekstur dagvistarheimila sem rekin eru af foreldrafélögum og jafn- framt er stefnt að því að stofna formleg foreldrasamtök á þessum fundi. Sykurmolarnir í Duus-húsi Sykurmolarnir sem gera garðinn frægan vestan hafs og austan þessar vikurnar, verða heiðursgestir á skemmtikvöldum Smekkleysu s/m sem verða í Duus-húsi í kvöld og annað kvöld. Þetta eru fyrstu skemmtikvöldin á þessu sumri og jafnframt þau síðustu um ókomna tíð þar sem aðalskemmtikraftarnir verða uppteknir við hjómleikahald um víða veröld næstu mánuðina. Af götunni í loftið Fulltrúaráð verkalýðsfélagana í Hafnarfirði hefur ákveðið að ekki verði farið í hefðbundna kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins 1. maí nk. heldur verður dagskrá dagsins útvarpað í sérstakri dagskrá í út- varpi Hafnarfjarðar um daginn. Að sögn Grétars Þorleifssonar, formanns fulltrúaráðs verkalýðsfé- lagana í Hafnarfirði var þetta samþykkt á fundi ráðsins vegna lélegrar þátttöku hafnfirsks verkalýðs á undanförnum árum. Grétar sagði að fullorðið fólk væri hætt að mæta í hina hefðbundnu 1. maí baráttug- öngu fulltrúaráðs verkalýðsfélagana og væri í auknum mæli farið að líta á daginn sem einhvern hátíðisdag sem 1. maí væri alls ekki. Hann væri fyrst og fremst baráttudagur verkafólks um allan heim þar sem verkafólk fylkti sér undir kröfur félaganna fyrir bættum kjörum því til handa. FRÉTTIR Alþingi Þingið rekið heim Stjórnarandstaðan mótmœlir að þinglausnum séflýtt. Undrast að frétta um málið úti í bœ. Verður þingi slitið 6. maí? Formenn þingflokka stjórnar- andstöðunnar lögðu í gær fram skrifleg mótmæli við því að ekki skyldi rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar um þing- lausnir þótt farið væri að ræða opinskátt í fjölmiðlum að þær gætu orðið innan fárra daga. I gær birti DV frétt þess efnis að forsætisráðherra staðfesti að rætt hefði verið um hugsanlegar þing- lausnir 6. maí. Á fundi sem forseti Sameinaðs þings, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, hélt með formönnum þingflokka til að ræða skipulag þingstarfa á næstunni lögðu Steingrímur J. Sigfússon (AB), Júlíus Sólnes (Borg), Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvenn) og Stefán Valgeirsson (SF) fram bréf til forseta. Þar lýsa þau undrun sinni yfir því að umræða færi fram um þinglausnir innan fárra daga án þess að þau mál væru rædd á fundum þingforseta með forystu- mönnum flokkanna. Segir í bréfinu að með hliðsjón af alvarlegu ástandi í þjóðfé- laginu og versnandi horfum í efnahagslífinu sé eðlilegast að al- þingi starfi áfram um sinn og sé stjórnarandstaðan reiðubúin til að vinna að lausn aðsteðjandi vandamála. Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær að mönnum þætti makalaust að fá fréttir „utan úr bæ“ um þing- lausnir, þau mál ættu að vera í höndum þingforseta. Hann benti á að innan stjórnarflokkanna færu fram umræður um nauðsyn aðgerða í efnahagsmálum en menn væru þar ekki sammála, eins ogvelhefðikomiðíljóst.d. á miðstjórnarfundi Framsóknar- manna um síðustu helgi. Stjórnin væri því mjög veik og ótraust vegna innbyrðis sundurþykkju í stjórnarflokkunum. Því brygðu ráðherrarnir á það ráð að sennda þingið heim. Sú spurning hlyti að vakna hvort þeir væru með bráðabirgðalög í undirbúningi og þyrftu fyrir alla muni að geta losnað við einhverja „óþæga“ stjórnarþingmenn. „Efnahagsástandið í dag mælir ekki með því að þinglausnum verði hraðað.“ ÓP Laugavegur Mikið viðhald Fyrirspurn í Borgarráði. Verktakinn gjaldþrota. Tryggingin nœgir engan veginnfyrir handvömm- inni við verkið Endurviðgerðin á Laugavegi milli Frakkastígs og Klapparstígs hefur reynst borginni mun dýrari en efni stóðu til í upphafi, einkum vegna handvammar verktakans við verkið en einn af vinnuflokk- um borgarinnar vann stöðugt að lagfæringum á þessum götuhluta i um tvo mánuði eftir að verktak- inn átti að hafa skilað því full- búnu frá sér. Sigurjón Pétursson einn af borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins hefur nú lagt fram fyrir- spurn í borgarráði um þetta verk og spyr hann í fyrsta lagi hve miklu fé hafi verið varið til við- halds á þessum götukafla frá því að verktakinn skilaði verkinu af sér og í öðru lagi hvort sá við- haldskostnaður sé eðlilegur. Verktakinn, Víkurverk, setti hálfrar milljónar króna tryggingu sem átti að fara til þess að mæta viðhaldskostnaði sem beint mætti rekja til handvammar af hans hálfu. Verktakinn er nú gjald- þrota og það er ljóst að þessi trygging nægir engan veginn fyrir því sem borgin hefur orðið að reiða fram sökum þess hve illa var gengið frá verkinu. f því sam- bandi má nefna að fyrrgreindur vinnuflokkur vann alla sína vinnu í næturvinnu enda mikil umferð um götuna að degi til. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri segir að þarna hafa mikið misfarist í höndum verktakans og nefnir hann sem dæmi að steinhleðsla sú sem sett var í götuna hafi verið svo illa úr garði gerð að steinarnir hafi stöðugt verið að sprengja sundur hita- lagnirnar sem eru undir götunni. Ingi vildi hinsvegar ekki gefa upplýsingar um hve mikill við- haldskostnaðurinn væri orðinn á þessum götukafla. Götukaflinn sem hér um ræðir var lagður síðasta sumar og mikil áhersla lögð á að vinnu við hann yrði lokið áður en Kringlan opn- aði. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans má rekja hluta af hand- vömminni á verkinu til þess í hve miklum flýti það var unnið. -FRI Vestmannaeyjar Beðið eftir sáttasemjara Vilborg Þorsteinsdóttir: Býst við að eitthvað gerist íkjölfar deilu verslunarmanna Lítil hreyfing er á málum fisk- verkunarfólks í Vestmanna- eyjum. Sóknarkonur bíða eftir kalli frá ríkissáttasemjara og bú- ast við að heyra frá honum fljót- lega. Vilborg taldi annir hjá sátta- semjara standa í vegi fyrir að þeirra mál væru tekin fyrir. „Annars hangir þetta allt á sömu spýtunni, þeir ætla sér sennilega að afgreiða verslunarmenn og bjóða okkur eitthvað svipað og kemur út úr þeim viðræðum." Eins og kunnugt er eru karlar í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum í yfirvinnubanni. Það hefur bein áhrif á störf kvennanna, en þær ganga ekki inn í störf karlanna. Mikið magn af fiski hefur borist á land í Vestmannaeyjum og hafa áhrif yfirvinnubannsins því verið veruleg. Töluvert hefur verið flutt út af fiski í gámum og bátar hafa siglt á erlendar hafnir. Verð hefur hins vegar lækkað á flestum mörkuðum erlendis. Vilborg sagði þetta vera bagalegt ástand og ekki stæði á verkafólki að höggva á hnútinn með samning- um. Vilborg sagðist vona að sátta- semjari færi að láta heyra í sér. Þjóðviljinn fékk þær upplýsingar hjá ríkissáttasemjara að það lægi ekki fyrir hvenær yrði rætt við Eyjafólk. -hmp 2 SIÐA - ÞJÖÐVILJINN Mlðvikudagur 27. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.