Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Akranes Samið við sex fyrirtæki Verkfallfórfriðsam- legaafstaðígœr. Björn Gunnarsson: Líst illa á stöðu mála í Karphúsinu Verkfall verslunarmanna á Akranesi hófst í gær. Verslunar- menn hafa boðið fyrirtækjum á Akranesi samninga og hafa sex fyrirtæki gengið frá samningum. Einungis var samið um launalið- ina eða um 42 þúsund króna lág- markslaun. Verkfalli hefur því verið aflýst hjá þessum sex fyrirtækjum. Björn Gunnarsson, formaður VA. sagðist treysta þeim aðilum sem þegar hefur verið samið við. Fyrirtækin sex eru tvö bókhalds- þjónustufyrirtæki, veitingastað- urinn Barbó, endurskoðenda- skrifstofa Jóns Þórs Hallssonar, lögfræðistofa Jóns Sveinssonar, veiðafæraverslun Axels Svein- björnssonar og Brauða og köku- gerðin. Björn sagði að sér líkaði engan veginn sú staða sem komin væri upp í Karphúsinu. Hann sagðist taka undir með þeim sem segðu atvinnurekendur aldrei hafa ætl- að sér að semja, heldur hafi þeir spilað upp á miðlunartillögu frá sáttasemjara. Þjóðviljinn bar þessa samninga undirBaldvin Hafsteinsson sem á sæti í samninganefnd verslunar- manna. Hann sagði málin vera í höndum sáttasemjara en vonað- ist til að Akranessamningarnir hefðu einhver áhrif á hann. Ann- ars vildi hann engu spá um áhrif þessara samninga. -hmp Verslunarmenn Viðræðunum slitið Ríkissáttasemjari leggst undir feld. Vonbrigði hjá verslunarmönnum Verslunarmenn og atvinnurek- endur voru ekki boðaðir á fund hjá sáttasemjara í gær. Hann hefur nú lagst undir feld og kemur ekki undan honum fyrr en hann hefur samið miðlunartil- lögu. Þessi málalok eru versl- unarmönnum vonbrigði en þeir telja atvinnurekendur hafa spilað upp á þessa stöðu Sérstakar reglur gilda um með- ferð miðlunartillögu. Hún verður að fara til atkvæðagreiðslu hjá báðum aðilum. Taki undir 20% verslunarmanna þátt í atkvæða- greiðslunni telst miðlunin sam- þykkt hvernig sem fer. Verði þátttaka á bilinu 20 til 35% gildir hreinn meirihluti en verði hún yfir 35% gildir einfaldur meiri- hluti, þe. 51% atkvæða nægja til að fella tillöguna. Margir telja þessar reglur vera meginástæðu þess að atvinnurekendur veðjuðu á miðlunartillögu. Sáttasemjari kallaði fulltrúa deiluaðiia á sinn fund í fyrrakvöld og gekk eftir því hvort einhver viðræðugrundvöllur væri. Hann mat stöðuna síðan þannig að svo væri ekki. Böðvar Pétursson í samninganefnd verslunarmanna, bjóst við því að sáttasemjari kynnti deiluaðilum tillöguna í dag eða á morgun. Hann sagði verkfall ekki blásið af á meðan. Tillögu sáttasemjara má ekki kynna opinberlega fyrr en at- kvæðagreiðslu er lokið. Sátta- semjari setur einnig tímamörk á atkvæðagreiðsluna, en þau eru lágmark einn sólarhringur. Böðvar sagði stærri félögin þurfa minnst tvo daga og sagðist hann Fiskvinnslan Reksturinn að stöðvast Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Nœgurfiskur ogmikil atvinna, en engartekjur. Stórfelld byggðaröskun blasir við á Vestfjörðum komi til lokunarfiskvinnslufyrirtœkja. Engin teikn á lofti um aðgerðir frá stjórnvöldum Forráðamenn flskvinnslufyrir- tækja á Vestfjörðum þinguðu um afkomu fyrirtækjana á sam- eiginlegum fundi í fyrradag á ísa- firði. Mjög þungt hljóð var í mönnum á fundinum vegna slæmrar stöðu vinnslunnar um þessar mundir vegna verðfalls á afurðum, verðbólgu og fastgeng- isstcfnu stjórnvalda. Fundurinn skoraði á stjórnvöld að grípa nú þegar til viðcigandi ráðstafana til bjargar fiskvinnslunni, því ella kæmi til lokunar fyrirtækja sem leiða myndi til stórfelldrar byggð- aröskunar. Jens Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Patreksfjarðar, sagði að staðan í fiskvinnslunni væri í dag með þeim hætti að það væri bara spurning um daga og vikur hve- nær fyrirtækin gæfust hreinlega upp og lokuðu. Það hefði að vísu komið fram tillaga þess efnis á fundinum að loka fyrirtækjunum strax, en fallið var frá því í bili sökum þeirra geysilegu afleið- inga sem það mundi hafa í för með sér fyrir byggðarlögin á Vestfjörðum sem standa og falla með vinnslu sjávarafurða. Jens sagði að þessi slæmu ytri skilyrði kæmu sér afar illa við rekstur Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar sem nvlega hóf aftur starf- semi, en sem kunnugt er var það lokað vegna skulda frá miðjum desember sl. og fram í miðjan fe- brúar, á sama tíma og innri skil- yrði rekstursins hefðu verið mjög góð; nægur fiskur og mikil vinna. Frá áramótum hefur togarinn Sigurey BA fiskað 12-1300 tonn og Þrymur BA, sem er á trolli, hefur fiskað um 180 tonn frá miðjum mars. Allur afli er unn- inn í frystingu og ekkert er saltað né flutt út í gámum hingað til, en um 85 manns vinna hjá fyrirtæk- inu þar af um 20 útlendingar víðs vegar úr heiminum. Aðspurður hvort menn sæju einhver teikn á lofti um batnandi afkomu, sagði Jens ekki svo vera á meðan tekjurnar væru miklu minni en kostnaðurinn. Hann sagði að menn létu hverjum degi nægja sína þjáningu á meðan beðið væri eftir aðgerðum stjórnvalda um betri rekstrarskil- yrði og sagði að gengisfelling ein og sér væri ekki nein töfralausn því meira þyrfti að fylgja með ef hún ætti að skila einhverjum ár- angri. -grh búast við að þau fengju þá. Böðvar sagði það vonbrigði að deilan skyldi ekki leyst við samn- ingaborðið. „Eftir viðbrögðum vinnuveitinda að dæma hafa þeir spilað upp á þessa stöðu“. Hann sagði vinnuveitendur etv. ekki reiðubúna að semja við versl- unarmenn í venjulegri samninga- lotu og fara út fyrir þann ramma sem þeir hafa samið innan ann- arsstaðar. „Verkfall er til að þrýsta á atvinnurekendur við samningaborðið en í þeirri stöðu sem nú er komin er okkur stillt upp við vegg,“ sagði Böðvar að lokum. -hmp Manneklan bitnar fyrst á öldrunardeildum spítalanna vegna vinnuálagsins sem þar er. (Mynd- Sig) Borgarspítalinn Öldrunardeild lokað Anna Birna Jensdóttir hjúkrunaframkvœmdastjóri: Neyðumst til að fœkka um27rúm. Jóhannes Pálmasonframkvœmdastjóri:Framund- an er eitt versta sumar í sögu spítalans Við neyðumst til að tæma 27 rúm hér á öldrunardcildum vegna manneklu, sagði Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri öldrunardeilda Borgarspítalans í samtali við Þjóðviljann í gær. Hún sagði að öllum þeim sem nú dveldu í þess- um rúm yrði komið fyrir á öðrum dcildum, - en það er ljóst að þessi fækkun mun hafa aivarlegar af- leiðingar fyrir ástand öldrunar- mála hér í Reykjavík, sagði Anna Birna. Ástæða þess að manneklan á spítölunum bitnar fyrst á öldrun- ardeildunum er vinnuálagið. -Það er ljóst að þegar fólk fær sömu laun fyrir að vinna á öldr- unardeild og á örðum deildum þá velur það aðrar deildir vegna minna álags, sagði Anna Birna, - Eina lausnin á þessum vanda er að borga fólki betri laun sérstak- lega þeim sem vinna við að hjúkra öldruðum sem er gífulega erfitt starf. - Ég held að það sé að fara í hönd eitt versta sumar í sögu spítalans sagði Jóhannes Pálma- son framkvæmdastjóri Borgar- spítalans þegar hann var spurður um útlitið framundan, og hvort fleiri deildum yrði lokað í bráð. -Við vitum ekki nákvæmlega hvað mörgum deildum við þurf- um að loka eða hvað lengi við þurfum að loka þeim, en það er deginum ljósara að hér verður að skera niður þjónustuna verulega um sumartímann, vegna skorts á starfsfólki bæði faglærðu og ófag- lærðu, sagði Jóhannes, og bætti við, að nú orðið væri stöðugt erf- iðar að fá fólk til að vinna auka- vinnu taldi hann ástæður þess vera hið nýja staðgreiðslukerfi skatta. —sg Hlíf í Hafnarfirði Verkfallsboðun samþykkt Stjórn og trúnaðarmannaráð samþykkir verkfallsboðun íÁlverinu í Straumsvík. Dagsetning ekki ákveðin. Samningafundur í dag fundi stjórnar og trúnaðar- verið í Straumsvík en án árang- þar sem skorað var á stjórn fé- mannaráðs verkamannafél- agsins Hlífar í Hafnarfirðí í gær var samþykkt að hoða til verk' falls í Álverinu í Straumsvík, en ákveðið var að bíða með nánari dagsetningu á fyrirhuguðu verk- falli þar til önnur verkalýðsfélög hafa fengið verkfallsheimild. En búast má við að þau afli sér henn- ar von bráðar. Samningafundur er boðaður eftir hádegi í dag. Alls eru það 10 verkalýðsfélög sem hafa að undanförnu reynt að ná samningum við VSÍ fyrir Ál- urs. Að sögn formanns Hlífar er aðalkrafa verkalýðsfélaganna að starfsmenn Álversins dragist ekki aftur úr í launum miðað við það sem samið hefur verið um á al- mennum vinnumarkaði til þessa. Sú krafa virðist eitthvað standa í vinnuveitendum, allvega hefur þeim reynst erfitt að koma til móts við þessa kröfu verkalýð- sfélaganna hingað til. í fyrradag var haldinn fjöl- mennur fundur hjá verka- mannafélaginu Hlíf með félags- mönnum sem vinna í Álverinu lagsins að kvika í engu frá fyrri kröfugerð og samþykkt með öllum þorra greiddra atkvæða að félagið afli sér verkfallsheimildar sem samþykkt var á fundi stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs í gær. Jafnframt samþykktu verka- mennirnir stuðningsyfirlýsingu við verkfall verslunarmanna þar sem lýst er yfir fullum stuðningi þeirra við kröfur verslunarmanna um að lágmarkslaun á mánuði verði ekki minni en sem nemur 42 þúsundum króna. -grh Miðvikudagur 27. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.